Morgunblaðið - 28.11.1997, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 28.11.1997, Qupperneq 26
26 FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ HALMSTRA TIL BJARGAR? Nærri helmingur íbúa Mývatnssveitar þyrfti að fínna sér annað starf ef Kísiliðjan hætti starfsemi eins og stefnt hefur verið að. Hálmstrá verksmiðjunnar er ný tækni við kísilgúrnám í Mývatni en mikil óvissa rík um það hvort náttúruverndarmenn fall- ast á hana. Helgi Bjarnason kynnti sér þróun mála og sjónarmið fólks. UNDANSKURÐUR Hugmynd að nýrri tækni við efnisvinnslu kísilgúrs á botni R/lývatns SKÝRSLA Byggðastofnunar um þýðingu Kísiliðjunnar hf. fyrir efnahag og atvinnulíf í Mývatnssveit og tilraunir til að framlengja starfsemi fyrirtækis- ins með nýrri tækni við efnisöflun í vatninu hafa beint kastljósinu enn einu sinni að þessari sveit sem reglulega kemst í fréttirnar vegna deilna sem flestar eiga einhverja rót í þeim breytingum sem urðu á at- vinnulífi og mannlífí með tilkomu kísilgúrverksmiðjunnar fyrir rúm- um þrjátíu árum. Kísiliðjan tók til starfa árið 1966 og var í upphafi veitt vinnsluleyfi til 20 ára. Hráefni verksmiðjunnar er kísilgúr í botnleðju sem dælt er upp úr Mývatni. Þegar leyfið var að renna út var veitt nýtt leyfi til 15 ára, til ársins 2001, en iðnaðarráð- herra áskildi sér rétt til að endur- skoða skilmála leyfisins ef breyting- ar yrðu til hins verra á dýralífi og gróðri við Mývatn sem rekja mætti til starfsemi verksmiðjunnar. Rannsóknir á áhrifum kísilgúrnáms að iðnaðarráðherra viðurkenndi vald Náttúruvemdarráðs í málinu. Alla tíð hafa verið deilur í Mývatnssveit um starfsemi Kísiliðjunnar og mögn- uðust þær upp á þessum tíma. Um leið og vinnsluleyfið var framlengt var sett á fót sérfræð- inganefnd um Mývatnsrannsóknir. Rannsóknir nefndarinnar sem birt- ar voru í ágúst 1991 leiddu ekki í ljós samhengi á milli starfsemi Kísiliðjunnar og aukinna sveiflna í dýrastofnum vatnsins. Hins vegar sýndu þær að tilflutningur sets inn- an vatnsins hefur breyst verulega vegna dýpkunar í Ytriflóa vegna efnisvinnslu Kísiliðjunnar og vegna landriss þar. Taldi hópurinn að tek- ið hefði fyrir setflutninga frá Ytriflóa í Syðriflóa en set flyttist frá ódældum svæðum til dældra svæða í Ytriflóa. í framhaldi af þessu var námaleyfi Kísiliðjunnar framlengt um eitt ár í senn og takmarkað við ákveðin svæði í Ytriflóa og hafnar frekari rannsóknir á setflutningum. Á þessum tíma var farið að þrengjast um hjá Kísiliðjunni með efnistöku á afmarkaða svæðinu í Endasnið: Hliðarsnið: Nýsetmyndun ...~~ XI Snigill dregur efnið inn að dæluröri Efni tekið af mismikiu dýpi Botninn að baki fellur niður Dæluprammi, frumteikning DlclLlU. 1 m uypi. Dælingardýpt:— -1,10-4,50 m Núverandi aðferð við efnisvinnsiu áYtri-Flóa „ .. . __________________________Vatnsyfirborð 0,5 m Nýsetmyndun Úm, 2,5 metrar af '"''x seti eru teknir af V botni vatnsins . \ l) Frá lokum Laxárdeilunnar 1974 hafa verið í gildi sérstök lög um vemdun Mývatns og Laxár. Sam- kvæmt þeím er „hvers konar mann- virkjagerð og jarðrask óheimilt, nema leyfi Náttúruvemdar ríkisins [áður Náttúravemdarráðs] komi til“. Náttúravemdarráð gagmýndi ákvörðun iðnaðarráðherra og taldi hann hafa sniðgengið vemdunarlög- in og í kjölfarið kom upp á yfirborðið ágreiningur menntamálaráðuneytis- ins sem þá hafði náttúruvernd á sinni könnu og iðnaðarráðuneytisins. Deilur þessar leystust síðar með því Ytriflóa og vildu forráðamenn verk- smiðjunnar fá heimild til efnistöku í Syðriflóa enda þar hráefni til margra áratuga vinnslu. Rannsókn- ir setflutninganefndarinnar, þar sem reynt var að líkja eftir náttúru vatnsins í líkani, leiddu í ljós að set- flutningar í vatninu ráðast fyrst og fremst af vindknúnum straumum í vatninu, einkum suðvestlægum vindum. Þvert á niðurstöður fyrri rannsóknahópsins komst nefndin að þeirri niðurstöðu að Ytriflói væri til- tölulega einangraður frá syðri hluta vatnsins hvað varðar strauma og setflutninga og áframhaldandi námavinnsla í Ytriflóa hefði ekki teljandi áhrif í Syðriflóa. Hins vegar var talið að langvarandi náma- vinnsla í Bolum myndi hafa í för með sér verulegar breytingar á lífs- skilyrðum í Mývatni. Ytriflóa fómað Setflutninganefndin kynnti þess- ar niðurstöður í lok mars 1993 og þá hófust miklar umræður milli ráðu- neyta og stofnana um framtíð Kísil- iðjunnar og lauk þeim með tiltölu- lega góðu samkomulagi um útgáfu nýs námaleyfis fyrir Kísiliðjuna. Sú grundvallarákvörðun var tekin að heimila Kísiliðjunni ekki að hefja dælingu kísilgúrs af botni Syðriflóa og var það í samræmi við niðurstöð- ur rannsóknanefndarinnar. Síðar sagði Eiður Guðnason umhverfis- ráðherra í viðtali við Morgunblaðið að við þessa ákvörðun hefði náttúr- an verið látin njóta velvildar vafans. Jafnframt var ákveðið að ganga eins langt og réttlætanlegt var talið í að heimila efnisvinnslu í Ytriflóa. Rannsóknahópurinn hafði bent þar á möguleika sem duga myndu Kísil- iðjunni í 8 til 10 ár miðað við há- marksvinnslu. Embættismenn í iðnaðar- og um- hverfisráðuneyti, starfsmenn Kísil- ; iðjunnar og Náttúravemdarráðs r settust niður til að draga nýjar línur um efnistökusvæðið í Ytriflóa þar 1 sem ákveðið var að færa það enn 3 frekar út. Náttúruverndarmenn ? telja sig hafa fórnað mikilvægu i svæði, sérstaklega með tilliti til • fuglalífs, en það hafi þeir gert til að s ná samkomulagi um að ekki yrði !' frekara kísilgúrnám í Mývatni og ■? alls ekki hróflað við Syðriflóa. Talið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.