Morgunblaðið - 28.11.1997, Síða 30
30 FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Fótboltamenn gefnir Lista-
safni Sigurjóns Olafssonar
LISTASAFN Sigurjóns Ólafssonar
hlaut nýverið að gjöf frummyndina
að höggmyndinni Fótboltamenn
sem listamaðurinn gerði árið 1936.
Gefendur eru hjónin Guðrún og
Ólafur Ó. Johnson. Frummyndin,
sem er úr gipsi, verður innan tíðar
steypt í brons og væntanlega sýnd í
safninu sumarið 1998.
A Kaupmannahafnarárum sínum
gerði Sigurjón Ólafsson þrjú verk
um knattspyrnumenn. Stærst þess-
ara verka, Fótbpltamaður, er nú í
eigu Listasafns íslands, Markmað-
ur er í eigu Listasafns Sigurjóns
Ólafssonar, en lengi vel var ekki vit-
að hvar verkið Fótboltamenn var
niðurkomið. Frummyndin hafði ver-
ið sýnd í tvígang í Danmörku árið
1937, en síðan seld óþekktum einka-
aðila. Það var ekki fyrr en árið 1991,
eftir að auglýst hafði verið eftir
verkum Sigurjóns í Danmörku, að
danskur arkitekt, Svend Albinus,
gaf sig fram. Hafði hann keypt
frummyndina af Sigurjóni seint á
fjórða áratugnum.
Vorið 1997 var verkið flutt til ís-
lands, þar sem hjónin Guðrún og
Ólafur Johnson festu kaup á því og
færðu Listasafni Sigurjóns Ólafs-
sonar að gjöf.
Nú fer einnig í hönd merldsár
fyrir Listasafn Sigurjóns Ólafsson-
ar, því haustið 1998 verða 10 ár liðin
frá vígslu þess og 90 ár liðin frá
fæðingu Sigurjóns. Verður þessara
tímamóta minnst með útgáfu bókar
um líf og list Sigurjóns og stórri yf-
irlitssýningu á verkum hans bæði í
safnbyggingunni á Laugamesi og í
Hafnarborg, lista- og menningar-
stofnun Hafnarfjarðar.
SIGURJÓN Ólafsson - Fótboltamenn, 1936, gips.
WŒLAM
i
e SCITITRESMIÐAVELAR 20 ár á Islandi
í tilefni af 20 ára árangursríkri samvinnu hafa SCM Group spa
og IÐNVÉLAR HF. ákveðið að bjóða viðskiptavinum sínum mest
seldu vélarnar úr SCM- Iðnaðarlfnunni og úr MINIMAX- lín-
unni fyrír minni fyrirtæki og skóla á sérstoku tilboðsverði.
fcscm
SAM BYGGÐAR VÉLAR
Bandslípivélar
Fræsarar
Hjólsagir o.fl.
PLÖTUSÖG, Sl 320
Afréttari, F410
Pykktarhefill, S520
Fræsari, T130
SCM Group spa IÐNVÉLAR HF.
Stærsti framleioandi Stærsta vélasala landsins
heims á trésmíðavélum Einkaumboð á Islandi fyrir
SCM Group spa
Ath! sölustjóri SCM verður til viðtals 2.-5. des.
Vinsamlegast pantið tíma.
Hvaleyrarbraut 18 - 24 - 220 Hafnarfirði
Sími 565 5055 - Fax 565 5056
Pétur kynnir
disk sinn
í Fasching
Pétur Östlund djasstrommuleikari hefur
sent frá sér geisladisk sem gagnrýnandi
Orkester Journal segir heilsteyptustu
djassplötu áratugarins. I samtali við
Guðjón Guðmundsson segir Pétur frá
nýja disknum og djasslífi sínu í Svíþjóð.
PÉTUR Östlund trommuleikari
hefur sent frá sér sinn fyrsta
geisladisk undir eigin nafni. Disk-
urinn nefnist Power Flower og hef-
ur hann fengið afar lofsamlegan
dóm í Orkester Journal í Svíþjóð.
Pétur á að baki 40 ára feril sem
djasstrommari og hefur leikið með
mörgum af þekktustu djasstónhst-
armönnum sögunnar. Á Power
Flower leika með Pétri Eyþór
Gunnarsson píanó, Þórður Högna-
son, bassi og tenórsaxófónleikarinn
Frederik Ljungkvist. Á efnis-
skránni eru lög eftir Pétur og
nokkur þekkt djasslög. Það er
Jazzís á Islandi sem gefur diskinn
út.
Pétur hefur búið um árabil í Sví-
þjóð. Hann er eftirsóttur trommu-
leikari þar í landi og stundar tón-
listarkennslu meðfram spila-
mennsku.
Pétur sagði í samtali við Morg-
unblaðið að hann væri að sjálf-
sögðu ánægður að vera loksins bú-
inn að gefa út disk undir eigin
nafni þótt það hafí ekki verið sér
neitt sérstakt keppikefli. Engir
tónleikar eru ráðgerðir í kringum
útgáfuna til kynningar að öðru
leyti en að tónleikar verða á djass-
klúbbnum Fasching í Stokkhólmi
næstkomandi þriðjudag. Þar leika
með Pétri Frederik Ljungkvist á
saxófón, Daniel Karlson á píanó og
bassaleikarinn Yoshuhido Mori
sem Pétur segir að sé eftirlætis
bassaleikarinn sinn í Svíþjóð. Mori
lék með Pétri hér á landi í hljóm-
sveit Sigurðar Flosasonar fyrir
nokkrum misserum.
Ein heilsteyptasta djassplata
áratugarins
Pétur segir að nýlega sé búið að
dreifa disknum til fjölmiðla í Sví-
þjóð og þegar hefur birst umfjöllun
í Orkester Journal, tímariti hljóm-
listarmanna í Svíþjóð. Þar fékk
diskurinn afar lofsamlega dóma.
Gagnrýnandinn, Albrecht von
Konow, segir í lok greinarinnar að
Guðmimdm Rapi GeiM
Úr hinni væntanlegu
bók minni:
„Það er mismunandi hvað menn
ræða um þegar þeir ræða um fyrir-
myndarþjóðfélag. Það sem þáttak-
endurnir á ráðstefnunni árið 1996
...sögðu var einkum það að hér
vaeri enginn her, og að strið hafi
ekki verið háð á landsmælikvarða
allt frá landnámi. Deilur hafi verið
leystar á friðsamlegan hátt, til
dæmis þegar kristni var tekin upp
á Þingvöllum áriö 1000.“
Power Flower sé tvímælalaust ein
af heilsteyptustu djassplötunum á
þessum áratug.
Pétur segist ekki vita til þess að
hann sé á leiðinni til íslands til að
spila á næstunni.
„Það var talað um að ég kæmi
heim vegna útgáfunnar en það
verður ekkert af því. Annars geng-
ur lífið vel í Svíþjóð og ég hef haft
nóg að gera á þessu ári. Þetta er
svolítið upp og niður og var t.d. fátt
um verkefni í fyrra. í sumar var ég
með sextett, básúnu, trompet, ten-
ór- og altsaxófón og bassa. Við spil-
uðum m.a. lag af Power Flower en
að öðru leyti hef ég ekki verið að
spila þetta efni. Á þriðjudag verða
hins vegar fyrstu tónleikamir með
sænska upplaginu af Power
Flower,“ sagði Pétur.
Hann segir að það breyti litlu
þótt skipt sé um hljóðfæraleikara.
Sumt af efni plötunnar er skrifað
og þá breytist ekki annað en im-
próviseringar.
„Það gerist hvort eð er þótt
sömu hljóðfæraleikaramir séu til
staðar. Við Frederik eram líka með
það nokkuð á hreinu hvemig þetta
eigi að hljóma og ég hugsa að hinir
fylgi okkur bara. Þetta em líka fín-
ir spilarar og ég held að tónleik-
arnir í Fasching verði ekki lakari
en þeir í Múlanum í fyrra.“
Með sveit Reds Mitchell
Pétur starfar einnig nokkuð með
Joakim Miller sem hann segir að
sé eftirtektarverðasti djassleikar-
inn af ungu kynslóðinni í Svíþjóð.
Djassklúbburinn Fasching fagnar
20 ára afmæli í vikunni og verður
margt um dýrðir í tilefni af því.
Núna um helgina leikur Pétur með
Communicational, gömlu hljóm-
sveit bassaleikarans sáluga Reds
Mitchell sem Pétur lék með á sín-
um tíma.
- kjarni raálsins!