Morgunblaðið - 28.11.1997, Page 31

Morgunblaðið - 28.11.1997, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1997 31 LISTIR FEÐGARNIR Sigurður og Jóhannes Snævarr eru miklir leikhúsá- hugamenn og láta vel af námskeiðinu. BALTASAR Kormákur ræðir við æfingargesti um margbrotna túlkunarmöguleika Hamlets og seg- ir að leitin að Hamlet er öðrum þræði leit í eigin hugarfylgsnum. í beinu símasambandi við Shakespeare? krans og Gullinstjarna ryðjast inn á sviðið með Hamlet, sem hefur myrt Poloníus, á milli sín og þvinga hann til frásagnar um hvar líkið sé falið. í þessari senu hefur leikstjórinn tek- ið mjög afgerandi afstöðu og þeir Rósinkrans og Gullinstjarna sýna prinsinum enga linkind fremur en Kládíus sem síðar stígur á svið. Skiptar skoðanir eru um áherslur meðal þátttakenda og sú skoðun er látin í ljós að jafn tiginborinn maður og prinsinn yrði aldrei beittur slíku ofbeidi af þjónum sínum. „Ég held Undanfaríð hafa Endurmenntunarstofnun Háskóla íslands og Þjóðleikhúsið staðið fyrír námskeiði um leikritaskáldið William Shakespeare og Hamlet sem verður jólaleik- rít Þjóðleikhússins. Hulda Stefánsdóttir slóst í hóp með tæplega hundrað áhugamönn- um um sögu Danaprinsins. líka langt frá því að vera einhvert guðumlíkt góðmenni og því er engin furða hvað verkið nýtur mikilla vin- sælda,“ segir Pálína. Baltasar Kormákur leikstjóri bendir á, að enn sé leikritið bara hálfæft og því sé ómögulegt að fá einhverja heildarmynd á þessu stigi. Og það sé misskilningur, að færa eigi verkið til nútímans. Feðgarnir Sigurður og Jóhannes Snævarr fara gjarnan saman í leik- hús og slógu því til þegar þeir heyrðu að námskeið um Hamlet Morgunblaðið/Árni Sæberg BALTASAR Kormákur leikstjóri og Hilmir Snær Danaprins, álengdar stendur Kládíus (Ingvar Sigurðsson). „Það eru alltaf ein- hverjir sem telja sig vera í beinu símasambandi við Shakespeare og gefa ekki færi á öðrum túlkunarmöguleikum.“. ÞÆR Aðalbjörg Edda Guðmundsdóttir, Rannveig Jónsdóttir og systurnar Kristjana Jónsdóttir, Jóhanna Edwald og Pálína Jóns- dóttir hafa ekki eingöngu sótt öll þrjú leikritanámskeið Þjóðleik- hússins og Endurmenntunarstofnunar heldur fjölmörg önnur nám- skeið á vegum Endurmenntunar HI. JÓÐLEIKHÚSIÐ kynnir nú almenningi leikri- tauppfærsiu þriðja sinni og þátttakendur hafa aldrei verið fleiri. Fyrsta kvöldið jjallaði dramatúrg sýningarinnar, Bjarni Jónsson leikhúsfræðingur, um tíma og feril Shakespeares. Það næsta flutti Melkorka Tekla Ólafs- dóttir leiklistarráðunautur Þjóðleik- hússins fyrirlestur um verkið sjálft, Hamlet. A þriðja kvöldi námskeiðs- ins var komið að því að lífga við persónur verksins. Þátttakendum var boðið á Smíðaverkstæði Þjóð- leikhússins til að vera viðstaddir æfingu á Hamlet í umsjón leikstjóra verksins, Baltasars Kormáks. Leikritið um Hamlet er eitt vin- sælasta verk Ieikhúsbókmenntanna. Leikhúsuppfærslur, kvikmyndir og lærðar ritgerðir um Hamlet eru orðnar æði margar og enn ögra leyndardómar verksins. Skemmst er að minnast tæplega fimm tíma langrar kvikmyndar breska leik- stjórans Kenneths Branaghs sem sýnd var á Kvikmyndahátíð í Reykjavík nýverið, bæði í fullri lengd og styttri útgáfu. Hamlet hefur verið leikinn af kvenmanni og Hamlet hefur verið túlkaður sem geðklofa maður. Möguleikar verks- ins virðast ótæmandi og þekktur leikstjóri sagði eitt sinn að Hamlet væri dótakassi leikhússins og hver kynslóð leikhúsfólks drægi fram það sem henni þætti áhugaverðast. Balt- asar Kormákur veltir því fyrir sér hvort leitin að Hamlet snúist ekki einna helst um leit hvers manns að sjálfum sér. Hann spyr hver er sek- ur og hver er saklaus? Getum við verið viss um að Kládíus hafi myrt bróður sinn Hamlet eldri? Hvaða mann hafði Hamlet eldri að geyma? Var hann góðmennskan uppmáluð eða var hann kannski engu betri en valdasjúkur bróðir hans? í uppfærslu Þjóðleikhússins er Hilmir Snær Guðnason í hlutverki Hamlets. Ófelía er leikinn af Þrúði Vilhjálmsdóttur, Ingvar Sigurðsson leikur Kládíus konung og Tinna Gunnlaugsdóttir fer með hlutverk drottningar. Þeir Steinn Ármann Magnússon og Þór Tulinius leika hirðmenn konungs, Rósinkrans og Gullinstjörnu og Erlingur Gíslason fer með hlutverk Poloníusar, föður Ófelíu. Ekki verður komist hjá því að stytta verkið og með því tekur leikstjórinn mjög afgerandi afstöðu til túlkunar verksins sem skiptar skoðanir geta verið um. „Vinna okk- ar við leikritið felst í því að lesa text- ann á nýjan hátt, grafa djúpt ofan í textann og velja úr fjölmörgum túlkunarmöguleikum. Eitt er víst og það er að Hamlet verður enginn róm- antísk hetja í uppfærslu okkar,“ seg- ir Baltasar Kormákur. „Það eru allt- af einhveijir sem telja sig vera í beinu símasambandi við Shakespeare eða hafa upplýsingar um verkið frá fyrstu hendi og gefa ekki færi á öðrum túlkunarmöguleikum." Á æfingarferlinu eru reyndar margar ólíkar áherslur í túlkun áður en viðunandi niðurstaða fæst og þetta kvöld bauðst gestum á æfingu að koma með eigin hugmyndir að útfærslu á nokkrum senum. Rósin- að þið ættuð að minnsta kosti að velta þessu betur fyrir ykkur,“ heyr- ist kailað úr salnum. Baltasar ákveður að leyfa gestum að sjá muninn og biður leikarana að end- urtaka senuna með breyttum áhersl- um að ósk nemandans. „Verið þið blíðir við Hamlet." Rósinkrans og Gullinstjarna grátbiðja Hamlet um að skýra frá felustað líksins og Kládíus strýkur Hamlet föðurlega um vangann um leið og hann skýr- ir Hamlet frá því að það sé honum fyrir bestu að sigla til Englands. „Svona minnir senan á upplestur á elliheimili," missir einn þátttakenda út út sér og salurinn skellir upp úr. Baltasar segir að leikarahópurinn hafí mikið velt því fyrir sér hvort konungborið fólk sé svo tigið þegar allt kemur til alls og svo verði að hafa samhengi verksins í huga. Þegar hér er komið sögu hefur Hamlet staðið bæði Ófelíu og móður sína að óheilindum við sig. Baltasar bendir líka á að ef Rósinkrans og Gullinstjarna eru einfeldningslegir og dyggir þjónar hljóti Hamlet að vera fantur og fúlmenni úr því að hann lætur síðar myrða þá. „Við höfum talsvert velt fyrir okkur harmsögum konungsfjölskyldna, bæði fyrr og nú. Hvort tilfínningarn- ar sem bærist innra með þessu fólki séu ekki ósköp svipaðar tilfinning- um okkar hinna. Reynið að sjá fyrir ykkur meðlimi konungsfjölskyldu þar sem þeir sitja yfir skreyttri ýs- unni á mánudagskvöldum. Ætli samræðurnar séu göfugar?" Eftir skoðunarferð um ranghala leikhúsins setjast gestir niður yfir kaffisopa ásamt leikurum og leik- stjóra. Þær Aðalbjörg Edda Guð- mundsdóttir, Rannveig Jónsdóttir, Kristjana Jónsdóttir, Jóhanna Ed- wald og Pálína Jónsdóttir hafa flest- ar sótt öll þijú leikritanámskeið Þjóð- leikhússins og Endurmenntun- arstofnunar og bera mikið lof á fram- takið. Fýrri verkin sem til umijöllun- ar hafa verið voru Villiöndin eftir Henrik Ibsen og Köttur á heitu blikk- þaki eftir Tennessee Williams. Þeim þykir mikiis virði að fá að fylgjast með því hvernig leiksýning verður til. „Én við vorum alls ekki búnar undir svo grófa túlkun á Hamlet," segir Aðalbjörg. Pálína veltir því fyr- ir sér hvort þetta sé aðferð leikstjór- ans til að nálgast nútímann í verk- inu. Jóhanna segir að textagerðin eigi alltaf eftir að stangast á við nútíma talmál og heldur að það eigi eftir að skorta á trúverðugleikann ef uppfærslan er færð til sam- tímans. Umijöllunarefni verksins sé þó tímalaust og að því leyti geti sýn- ingin höfðað til fólks í dag. Sýningin er enn í mótun og á sjálfsagt eftir að taka þó nokkrum breytingum fram að frumsýningu. Þær segjast varla geta beðið eftir að komast á lokaæfingu verksins þegar nær dreg- ur jólum. „Það er hægt að túlka verkið á svo margan veg. Hamlet er ekki bara góður og Kládíus er ekki bara vondur. Hamlet eldri er stæði fyrir dyrum. Jóhannes er 15 ára og yngsti þátttakandinn á nám- skeiðinu. Hann segist ekki hafa velt Shakespeare sérstaklega fyrir sér áður en lætur vel af námskeiðinu. Þeir segja fyrirlestrana hafa verið mjög fræðandi og skemmtilega og nú sé verkið farið að lifna við eftir að þeir hafi fylgst með æfingu. „Ég held að leikritið fjalli um samband feðga,“ segir Sigurður. „Hamlet er að upplifa það sem felst í því að vera karlmaður. Hann stendur frammi fyrir föðurhefnd og því að erfa föður sinn. Til samanburðar við viðbrögð Hamlets höfum við svo aðra feðga, þá Poloníus og Laertes sem hikar ekki við að hefna föður síns meðan efinn nagar Hamlet. Ég lít því á Hamlet sem karlabókmennt- ir.“ Jóhannes vill ekki taka svo sterkt til orða. Finnst honum Ham- let gamaldags? „Ja, ég á nú eftir að sjá verkið á sviði en textinn er óneitanlega gamaldags þó mér gangi ágætlega að skilja hann.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.