Morgunblaðið - 28.11.1997, Page 32
32 FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Leikfélag Blönduóss
Dýrin í Hálsaskógi mætt í Húnaþing
Blönduósi. Morgunblaðið.
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
MARGIR eru að stíga sín fyrstu spor á leiklistarbrautinni
í þessari sýningu.
PORTRETT af myndlistarmanni eftir Gunnar Árnason.
Sýna í Nýlistasafninu
LEIKFÉLAG Blönduóss frumsýnir
hið sígilda og sívinsæla leikrit Tor-
bjöms Egners Dýrin í Hálsaskógi í
félagsheimilinu á Blönduósi á morg-
un. Tuttugu og átta leikarar koma
fram í sýningunni auk sex manna
hljómsveitar.
Helmingur leikaranna sem koma
fram á sýningunni eru nemendur
við grunnskólann og eru margir að
stíga sín fyrstu spor á leiklistar-
brautinni. Þekktustu dýrin í Hálsa-
skógi eru án vafa þeir Lilli klifur-
mús og Mikki refur og með þau
hlutverk fara feðginin Jón Ingi Ein-
arsson og Lára Kristín Jónsdóttir.
Hérastubb bakara leikur gestaleik-
ari frá Leikklúbbi Skagastrandar,
Steindór Haraldsson, og munu
eflaust margir lesa út úr því áhrif
sameiningarafla allt í kring um
Austur-Húnavatnssýslu. Tónlistar-
flutningur er í höndum sex manna
hljómsveitar sem er undir stjóm
Skarphéðins H. Einarssonar og
saman stendur af gamalreyndum
tónlistarmönnum og ungu listafólki
úr tónlistarskólanum á Blönduósi,
mun hljómsveit þessi ganga undir
nafninu Hálsbandið. Æfíngar hafa
staðið yfir frá því í september bæði
í leikhúsinu og í tónlistarskólanum
en nú hillir undir að dýrin fínni
skóginn sinn, Hálsaskóg sem Ingj-
aldur Kárason hefur ræktað á svið-
inu í félagsheimilinu. Unnur Krist-
jánsdóttir er höfundur búninga og
Kári Gíslason útfærði lýsingu. Leik-
stjóri er Sigrún Valbergsdóttir og
er þetta í annað skiptið í röð og
með stuttu millibili sem hún er feng-
in til að leikstýra á Blönduósi. í vor
leikstýrði hún frumflutningi á leik-
riti Ragnars Amalds, Húsi Hille-
brandts, verki sem naut mikilla vin-
sælda.
GUNNAR Ámason myndhöggvari
opnar sína fjórðu einkasýningu í
Svarta sal. Sýninguna nefnir hann
„Portrett af myndhöggvara". Sýn-
ingin fjallar „á sinn hátt um einn
tiltekinn myndhöggvara og hans
þarfasta þjón,“ segir í kynningu.
Kristín Blöndal sýnir olíumálverk
í tveimur sölum, Bjarta sal og Súm
sal. Verkin eru öll unnin á þessu ári.
Rúna Gísladóttir er 10. og síð-
asti gestur Nýlistasafnsins í Setu-
stofunni úr röðum Félags íslenskra
myndlistarmanna. Rún vinnur jöfn-
um höndum að málverki, teikning-
um og collage-myndum.
Sýningarnar eru opnar daglega
nema mánudaga frá kl. 14-18 og
þeim lýkur sunnudaginn 14. desem-
ber. Aðgangur er ókeypis.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
BÖRNIN í Tónlistarskóla Bessastaðahrepps
hafa staðið í ströngu undanfarið.
Tónlistarskóli Bessa-
staðahrepps 10 ára
HALDIÐ verður upp á 10 ára af-
mæli Tónlistarskóla Bessastaða-
hrepps sunnudaginn 30. nóvember,
í sal skólans kl. 15.
Af þessu tilefni var Karólína Ei-
ríksdóttir tónskáld fengin til að
skrifa tónverk fyrir bömin í skólan-
um. Tónskáldið og börnin hafa unn-
ið saman síðan í október að verkinu
sem nefnist „Þættir frá Álftanesi"
og ijallar um náttúmna og fjöl-
skylduna. Allflest bömin í tónlistar-
skólanum taka þátt í verkinu og
hafa æfingar staðið yfir undanfarið.
Skólinn og foreldrar bjóða upp á
veitingar í lok tónleikanna.
Sá nafnlausi í 20 fm
GABRÍELA opnar myndlistarsýn-
ingu í Galleríi 20m2 laugardaginn
29. nóvember. Sýningin ber heitið
„sá nafnlausi" og stendur til 14.
desember.
Gabríela útskrifaðist frá skúlpt-
úrdeild Myndlista- og handíðaskól-
ans síðastliðið vor. Hún hefur áður
haldið tvær einkasýningar og tekið
þátt í samsýningum.
í kynningu segir: „Sá nafnlausi
er myndrænt mengi þar sem stökin
era hlutir er skýra á einfaldan hátt
mannsandann og hugsunina.
Áhorfandinn fer í hlutverk hins
nafnlausa og reynir með hjálp tákna
að átta sig á því furðulega fyrir-
bæri sem mannsandinn er.“
Gallerí 20m2 er á Vesturgötu
lOa, í kjallara.
T
EIN nafnlausra mynda
Gabríelu.
Jólatónleikar Kvenna-
kórs
FRIÐUR, friður frelsarans, er yfir-
skrift jólatónleika Kvennakórs
Reykjavíkur, sem haldnir verða í
Hallgrímskirkju sunnudaginn 30.
nóvember kl. 17 og mánudaginn
1. desember kl. 20.30.
Dagskrá tónleikanna verður fjöl-
breytt undir stjórn nýs stjórnanda,
Sigrúnar Þorgeirsdóttur. Einsöngv-
ari með kórnum verður Sólrún
Bragadóttir. Gestir verða Senjórítur
Kvehnakórsins undir stjórn Rutar
Magnússon. Svana Víkingsdóttir
leikur á orgel og Martial Nardeau
á flautu.
Miðar verða seldir í bókabúð
Máls og menningar, Laugavegi 18,
hjá kórfélögum og við innganginn.
Nýútgefin geislaplata Kvennakórs
Reykjavíkur verður seld í anddyri
Hallgrímskirkju á tónleikunum.
Reykjavíkur
Valdimar
Bjarnfreðsson
í Gerðubergi
VALDIMAR Bjarnfreðsson, V.
Vapen, opnar sýningu á myndum
unnum úr olíu og akrýl í sýningar-
rými Gerðubergs.
Valdimar er fæddur árið 1932 á
Efri-Steinsmýri í V-Skaftafells-
sýslu. Hann byijaði ungur að
stunda myndlist „en fékk á fullorð-
insáram köllun að handan um að
halda því áfram“. Valdimar er næv-
isti og eru myndir hans sjálfsævi-
sögulegar frásagnir, eins færir
hann ýmsar sagnir og sögur í mynd-
rænan búning.
Valdimar hefur haldið málverka-
sýningar, m.a. í Listasafni ASÍ, í
VALDIMAR Bjarnfreðsson
með eitt verka sinna.
Hafnarborg, á Sóloni íslandusi og
í Hlaðvarpanum.
Sýningin er opin mánudaga-
fimmtudaga kl. 10-21, föstudaga-
sunnudaga kl. 12-16 og lýkur
henni 18. janúar. Aðgangur er
ókeypis.
Jóhanna V.
syngur á
sýningu
Tryggva
JÓHANNA V. Þórhallsdóttir söng-
kona heldur tónleika á sýningu
Tryggva Ólafssonar í Norræna
húsinu Iaugardaginn 29. nóvember
kl. 16.
Jóhanna er nýbúin að gefa út
geislaplötu með 14 lögum. Með
Jóhönnu leika á hljóðfæri: Aðal-
heiður Þorsteinsdóttir á píanó, Páll
Torfi Önundarson á gítar, Svein-
björn I. Baldvinsson á gítar, Tómas
R. Einarsson á bassa og Þorbjörn
Magnússon á kongatrommur.
-----» ♦ »----
Björn Roth
sýnir á 22
BJÖRN Roth opnar sýningu á Veit-
ingastaðnum 22, Laugarvegi 22. Á
sýningunni, sem opnuð verður laug-
ardaginn 29. nóvember, verður til
sýnis handrit að bók sem listamað-
urinn er með í smíðum.
Björn hefur unnið að myndlist
sl. tvo áratugi í Mið-Evrópu. Hann
hefur oftsinnis sýnt á íslandi.
Með gleðiraust og
helgum hljóm
KÓR Menntaskólans að Laugar-
vatni heldur sína árlegu aðventutón-
leika í Skálholtskirkju laugardaginn
28. nóvember kl. 16.
Á efnisskrá era erlend og innlend
verk. Einsöngvarar eru Valgerður
Guðnadóttir. Eyþór Jónsson leikur
á orgel, auk þess leggja kórnum lið
nokkrir eldri kórfélagar. Stjórnandi
er Hilmar Örn Agnarsson.
Kórinn hyggur á kóramót í Skot-
landi í vor, því era tónleikar þessir
fjáröfiun til fararinnar. Ný geisla-
plata kórsins, Upp með þúsund radda
brag, liggur frammi á tónleikunum.
Pakki með fímm jólakortum, sem
hönnuð era af fyrrverandi kórfélaga,
gildir sem aðgöngumiði og er að-
gangseyririnn 1.000 kr. Þá verða
seldar veitingar eftir tónleikana.