Morgunblaðið - 28.11.1997, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 28.11.1997, Qupperneq 32
32 FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Leikfélag Blönduóss Dýrin í Hálsaskógi mætt í Húnaþing Blönduósi. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson MARGIR eru að stíga sín fyrstu spor á leiklistarbrautinni í þessari sýningu. PORTRETT af myndlistarmanni eftir Gunnar Árnason. Sýna í Nýlistasafninu LEIKFÉLAG Blönduóss frumsýnir hið sígilda og sívinsæla leikrit Tor- bjöms Egners Dýrin í Hálsaskógi í félagsheimilinu á Blönduósi á morg- un. Tuttugu og átta leikarar koma fram í sýningunni auk sex manna hljómsveitar. Helmingur leikaranna sem koma fram á sýningunni eru nemendur við grunnskólann og eru margir að stíga sín fyrstu spor á leiklistar- brautinni. Þekktustu dýrin í Hálsa- skógi eru án vafa þeir Lilli klifur- mús og Mikki refur og með þau hlutverk fara feðginin Jón Ingi Ein- arsson og Lára Kristín Jónsdóttir. Hérastubb bakara leikur gestaleik- ari frá Leikklúbbi Skagastrandar, Steindór Haraldsson, og munu eflaust margir lesa út úr því áhrif sameiningarafla allt í kring um Austur-Húnavatnssýslu. Tónlistar- flutningur er í höndum sex manna hljómsveitar sem er undir stjóm Skarphéðins H. Einarssonar og saman stendur af gamalreyndum tónlistarmönnum og ungu listafólki úr tónlistarskólanum á Blönduósi, mun hljómsveit þessi ganga undir nafninu Hálsbandið. Æfíngar hafa staðið yfir frá því í september bæði í leikhúsinu og í tónlistarskólanum en nú hillir undir að dýrin fínni skóginn sinn, Hálsaskóg sem Ingj- aldur Kárason hefur ræktað á svið- inu í félagsheimilinu. Unnur Krist- jánsdóttir er höfundur búninga og Kári Gíslason útfærði lýsingu. Leik- stjóri er Sigrún Valbergsdóttir og er þetta í annað skiptið í röð og með stuttu millibili sem hún er feng- in til að leikstýra á Blönduósi. í vor leikstýrði hún frumflutningi á leik- riti Ragnars Amalds, Húsi Hille- brandts, verki sem naut mikilla vin- sælda. GUNNAR Ámason myndhöggvari opnar sína fjórðu einkasýningu í Svarta sal. Sýninguna nefnir hann „Portrett af myndhöggvara". Sýn- ingin fjallar „á sinn hátt um einn tiltekinn myndhöggvara og hans þarfasta þjón,“ segir í kynningu. Kristín Blöndal sýnir olíumálverk í tveimur sölum, Bjarta sal og Súm sal. Verkin eru öll unnin á þessu ári. Rúna Gísladóttir er 10. og síð- asti gestur Nýlistasafnsins í Setu- stofunni úr röðum Félags íslenskra myndlistarmanna. Rún vinnur jöfn- um höndum að málverki, teikning- um og collage-myndum. Sýningarnar eru opnar daglega nema mánudaga frá kl. 14-18 og þeim lýkur sunnudaginn 14. desem- ber. Aðgangur er ókeypis. Morgunblaðið/Ámi Sæberg BÖRNIN í Tónlistarskóla Bessastaðahrepps hafa staðið í ströngu undanfarið. Tónlistarskóli Bessa- staðahrepps 10 ára HALDIÐ verður upp á 10 ára af- mæli Tónlistarskóla Bessastaða- hrepps sunnudaginn 30. nóvember, í sal skólans kl. 15. Af þessu tilefni var Karólína Ei- ríksdóttir tónskáld fengin til að skrifa tónverk fyrir bömin í skólan- um. Tónskáldið og börnin hafa unn- ið saman síðan í október að verkinu sem nefnist „Þættir frá Álftanesi" og ijallar um náttúmna og fjöl- skylduna. Allflest bömin í tónlistar- skólanum taka þátt í verkinu og hafa æfingar staðið yfir undanfarið. Skólinn og foreldrar bjóða upp á veitingar í lok tónleikanna. Sá nafnlausi í 20 fm GABRÍELA opnar myndlistarsýn- ingu í Galleríi 20m2 laugardaginn 29. nóvember. Sýningin ber heitið „sá nafnlausi" og stendur til 14. desember. Gabríela útskrifaðist frá skúlpt- úrdeild Myndlista- og handíðaskól- ans síðastliðið vor. Hún hefur áður haldið tvær einkasýningar og tekið þátt í samsýningum. í kynningu segir: „Sá nafnlausi er myndrænt mengi þar sem stökin era hlutir er skýra á einfaldan hátt mannsandann og hugsunina. Áhorfandinn fer í hlutverk hins nafnlausa og reynir með hjálp tákna að átta sig á því furðulega fyrir- bæri sem mannsandinn er.“ Gallerí 20m2 er á Vesturgötu lOa, í kjallara. T EIN nafnlausra mynda Gabríelu. Jólatónleikar Kvenna- kórs FRIÐUR, friður frelsarans, er yfir- skrift jólatónleika Kvennakórs Reykjavíkur, sem haldnir verða í Hallgrímskirkju sunnudaginn 30. nóvember kl. 17 og mánudaginn 1. desember kl. 20.30. Dagskrá tónleikanna verður fjöl- breytt undir stjórn nýs stjórnanda, Sigrúnar Þorgeirsdóttur. Einsöngv- ari með kórnum verður Sólrún Bragadóttir. Gestir verða Senjórítur Kvehnakórsins undir stjórn Rutar Magnússon. Svana Víkingsdóttir leikur á orgel og Martial Nardeau á flautu. Miðar verða seldir í bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18, hjá kórfélögum og við innganginn. Nýútgefin geislaplata Kvennakórs Reykjavíkur verður seld í anddyri Hallgrímskirkju á tónleikunum. Reykjavíkur Valdimar Bjarnfreðsson í Gerðubergi VALDIMAR Bjarnfreðsson, V. Vapen, opnar sýningu á myndum unnum úr olíu og akrýl í sýningar- rými Gerðubergs. Valdimar er fæddur árið 1932 á Efri-Steinsmýri í V-Skaftafells- sýslu. Hann byijaði ungur að stunda myndlist „en fékk á fullorð- insáram köllun að handan um að halda því áfram“. Valdimar er næv- isti og eru myndir hans sjálfsævi- sögulegar frásagnir, eins færir hann ýmsar sagnir og sögur í mynd- rænan búning. Valdimar hefur haldið málverka- sýningar, m.a. í Listasafni ASÍ, í VALDIMAR Bjarnfreðsson með eitt verka sinna. Hafnarborg, á Sóloni íslandusi og í Hlaðvarpanum. Sýningin er opin mánudaga- fimmtudaga kl. 10-21, föstudaga- sunnudaga kl. 12-16 og lýkur henni 18. janúar. Aðgangur er ókeypis. Jóhanna V. syngur á sýningu Tryggva JÓHANNA V. Þórhallsdóttir söng- kona heldur tónleika á sýningu Tryggva Ólafssonar í Norræna húsinu Iaugardaginn 29. nóvember kl. 16. Jóhanna er nýbúin að gefa út geislaplötu með 14 lögum. Með Jóhönnu leika á hljóðfæri: Aðal- heiður Þorsteinsdóttir á píanó, Páll Torfi Önundarson á gítar, Svein- björn I. Baldvinsson á gítar, Tómas R. Einarsson á bassa og Þorbjörn Magnússon á kongatrommur. -----» ♦ »---- Björn Roth sýnir á 22 BJÖRN Roth opnar sýningu á Veit- ingastaðnum 22, Laugarvegi 22. Á sýningunni, sem opnuð verður laug- ardaginn 29. nóvember, verður til sýnis handrit að bók sem listamað- urinn er með í smíðum. Björn hefur unnið að myndlist sl. tvo áratugi í Mið-Evrópu. Hann hefur oftsinnis sýnt á íslandi. Með gleðiraust og helgum hljóm KÓR Menntaskólans að Laugar- vatni heldur sína árlegu aðventutón- leika í Skálholtskirkju laugardaginn 28. nóvember kl. 16. Á efnisskrá era erlend og innlend verk. Einsöngvarar eru Valgerður Guðnadóttir. Eyþór Jónsson leikur á orgel, auk þess leggja kórnum lið nokkrir eldri kórfélagar. Stjórnandi er Hilmar Örn Agnarsson. Kórinn hyggur á kóramót í Skot- landi í vor, því era tónleikar þessir fjáröfiun til fararinnar. Ný geisla- plata kórsins, Upp með þúsund radda brag, liggur frammi á tónleikunum. Pakki með fímm jólakortum, sem hönnuð era af fyrrverandi kórfélaga, gildir sem aðgöngumiði og er að- gangseyririnn 1.000 kr. Þá verða seldar veitingar eftir tónleikana.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.