Morgunblaðið - 28.11.1997, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 28.11.1997, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1997 33 LISTIR Hátíðardagskrá í Norræna húsinu Aldarminning norska skáldsins Taijei Vesaas í NORRÆNA húsinu verður dagskrá helguð norska skáldinu Tarjei Vesaas, sunnudaginn 30. nóvember kl. 16., en í ár eru liðin hund- rað ár frá fæðingu hans. Aldarafmælisins hefur verið minnst á margvíslegan hátt í Noregi. Norska sendi- ráðið á íslandi og Kjell Oksendal, sendikenn- ari í norsku við Há- skóla íslands, standa að þessari hátíðardag- skrá í Norræna húsinu. Syni skáldsins, Olav Vesaas menningarritstjóra, var boðið að koma til Islands af þessu tilefni. Hann skrifaði bók um föður sinn undir heitinu: Loynde land. Ei bok Tónleikar í „Kvennó“ Grindavík NYR flygill verður tekinn í notkun laugardaginn 29. nóvember hjá Tónlistarskóla Grindavíkur. Hann verður staðsettur í „Kvennó“, (gamla kvenfélagshúsinu við Vík- urbraut), sem nú er menningar- miðstöð Grindavíkur, og verður notaður við tónleikahald og kennslu. Af því tilefni verða haldn- ir tónleikar sem eru jafnframt liður í tónleikaröð Tónlistarskóla Gr- indavíkur, en hann á 25 ára starfs- afmæli á þessu skólári. A tónleikunum sem hefjast kl. 15 verður flutt dagskrá af nemendum og kennurum skólans. --------------- Lestur úr barnabókum í Gerðubergi NOKKRIR bókaútgefendur standa fyrir upplestri úr nýút- komnum og nýlegum barnabókum í menningarmiðstöðinni Gerðu- bergi sunnudaginn 30. nóvember kl. 15-17. Þessir rithöfundar lesa úr bók- um sínum: Auður Magndís Leikn- isdóttir og Bryndís Björgvinsdótt- ur, Guðrún Helgadóttir, Gunnar Helgason, Hildur Einarsdóttir, Kristín Helga Gunnarsdóttir, Kri- stján Jónsson, Moshe Okon og Sig- rún Birna Birnisdóttir, Sigrún Eld- járn og Þorgrímur Þráinsson. Að upplestrinum standa Forlag- ið, Fróði, Hólar, Mál og menning, Skjaldborg og Vaka-Helgafell. ------♦-♦-♦---- Höfundar lesa á Rauða ljðninu HÖFUNDAR jólabóka Skjald- borgar lesa úr verkum sínum á Rauða ljóninu laugardaginn 29. nóvember kl. 21. Indriði G. Þorsteinsson les úr bókinni Söngur lýðveldis; Björgvin Richardsson les úr Utkall rauður, Ingibjörg Hjartardóttir og Þórar- inn Hjartarson lesa úr bókinni Spor eftir göngumann; Jón Ki’. Gunnarsson les úr bókinni Sjávar- niður og sunnanrok og lesið verður úr bókinni Bert og baðstrand- argellurnar eftir Olsson og Jacobs- son. Jón Kristjánsson alþingismað- ur og hagyrðingur kynnir höfunda. Árni Johnsen skemmtir ásamt Andra Bachmann og hljómsveit. om Tarjci Vesaas, og kom hún út hjá Capp- elen bókaútgáfunni 1995. Olav Vesaas mun fjalla um ævi og rit- störf föður síns í fyrir- lestri sfnum. Heimir Pálsson cand.mag. heldur erindi sem hann nefnir „Svartir hestar - bjartir hest- ar“ og fjallar um þýð- ingarvandamál, auk þess að lesa upp úr nýixi þýðingu sinni. Tarjei Vesaas fæddist 1897 á sveita- býli við Vinjevatn í Vestur-Þela- mörk. Hann lést í mars 1970. Hann kvæntist Halldis Moren 1934. Hún var kunnur rithöfund- ur, ljóðskáld og þýðandi og var FÉLAGAR í Listhúsi 39 opna sam- sýningu með yfirskriftinni Drottinn blessi heimilið, að Strandgötu 39 Hafnarfirði, laugardaginn 29. nóv- ember kl. 15. Sýningin mun standa fram að jól- um og verður þetta síðasta sýningin í þessum húsakynnum, þar sem starfsemin hættir í núverandi mynd um áramótin. Listhús 39 hefur verið rekið und- anfarin þrjú ár af 14 myndlistar- mönnum. Þar hafa verið haldnar á 4. tug myndlistarsýninga í sýning- Stykkishólmur. Morgunblaðið. ÞRÁTT fyrir að kominn sé nær mið- ur vetur voru Lóuþrælar og Sand- lóur hér á ferð á laugardag og héldu tónleika í Stykkishólmskirkju. Þetta voru ekki neinir venjulegú fuglar, heldur tveir kórar úr Vestur-Húna- vatnssýslu. Lóuþrælar er karlakór sem skipaður er 23 mönnum. Þeir hafa æft í 12 ár og hefur stjórnandi þeirra allan tímann verið Ölöf Pét- elskuð og virt í heimalandi sínu fyrir skáldskap sinn. Halldis Mor- en lést 1995. Þau eignuðust tvö börn, soninn Olav og dótturina Guri. Tarjei Vesaas fékk margvísleg- ar heiðursviðurkenningar fyrir rit- verk sín. Hann hlaut fyrstur Norð- manna Bókmenntaverðlaun Norð- urlandaráðs fyrir skáldsöguna Isslottet, 1963. Hún kom út 1965 í íslenskri þýðingu Hannesar Pét- urssonar undir heitinu Klakahöll- in. Önnur skáldsaga Vesaas, Dei svarte hestane, 1928, kom út 1967 í þýðingu Heimis Pálssonar og ber heitið: Svörtu hestarnir. Verk Tarjei Vesaas hafa verið þýdd á fjökla tungumála. Nokkrar skáldsögur Vesaas hafa verið kvik- myndaðar, þar á meðal Klakahöll- in og Fuglarnir. Aðgangur er ókeypis. arsal bakatil, en það var Sveinn heitinn Björnsson sem vígði salinn með sýningu sinni í febrúar 1995. Sýningin samanstendur af vinnu félaganna fjórtán: Aðalheiður Skarphéðinsdóttir, Anna Sigr. Sig- urjónsdóttir, Auður Vésteinsdóttir, Elín Guðmundsdóttir, Guðný Haf- steinsdóttir, Hjördís Frímann, Ingiríður Óðinsdóttir, Jean Posocco, Lárus Karl Ingason, Mar- gi-ét Guðm., Pétur Bjarnason, Sigr. Agústsdóttir, Sigr. Erla og Þórdís Árnadóttir. ursdótth- frá Bessastöðum í Miðfirði. Sandlóur er kór skipaður kórum. Söngski-á þessara kóra var skemmtileg og fjölbreytt. Þeim til aðstoðar voru undirleikararnir Zsu Zsanna Budai á píanó, Þorvaldur Pálsson á harmonikku og Páll Björnsson á bassa. Að loknun tónleikum bauð kór Stykkishólmskirkju gestunum að norðan i kaffi. Tarjei Vesaas SAMSÝNING í Listhúsi 39 með yfírskriftinni Drottinn blessi heimilið. Síðasta sýning í Listhúsi 39 Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason í BLIÐUNNI undanfarið ákváðu kórar úr Húnavatnssýslu, Lóuþrælar og Sandlóur, að leggja land undir fót. Lóuþrælar koma við í Stykkishólmi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.