Morgunblaðið - 28.11.1997, Síða 35

Morgunblaðið - 28.11.1997, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1997 35 LISTIR Morgunblaðið/Kristinn „ÞETTA eru ekki skór frekar en pípan hans Magritte er pípa.“ Guðjón Ketilsson opnar sýningu sína í Nýlistasafninu á morgun. Þetta eru ekki skór GUÐJÓN Ketilsson opnar sýn- ingu á verkum sínum í neðri sölum Nýlistasafnsins á morg- un, laugardaginn 29. nóvem- ber, kl. 16. A sýningunni eru skúlptúrar og Iágmyndir að stærstum hluta unnin í tré en einnig mósaík. Elsta verkið á sýningunni er 5 ára gamalt og nefnist Staðgenglar. Pússuð og gljá fægð svört skópör úr tré standa í röð eftir endilöngum veggnum í forsal. Titillinn vís- ar til einhvers sem einu sinni var. „Þetta eru ekki skór frek- ar en pípan hans Magritte er pípa. Með titlinum er ég líka að vísa til afgangsins af fígúr- unni,“ segir Guðjón. Skópörin gegna hlutverki rósarblaða í skórós með gyllingu í knúppin- um. Áttstrendingurinn kemur aftur fyrir í óhlutbundnum skúlptúrum. Samruni ólíkra geómetrískra forma minnir um leið á einhvern óskilgreind- an hluta úr húsgagni. Verk Guðjóns standa á mörkum hins hlutbundna og óhlutbundna og nú sem áður kýs hann að blanda saman þessum tveimur heimum í von um að standa utan við skilgreiningarnar. í sýningarskrá með síðustu einkasýningu Guðjóns í Nor- ræna húsinu í fyrra ritar Aðal- steinn Ingólfsson listfræðingur. Þar segir hann að í öllum tré- skúlptúrum Guðjóns eigi sér stað mjög eindregin hlut- gerving hins óhlutlæga, hug- mynda og kennda en umfram allt timans. Aðalsteinn vitnar í orð Kristjáns Karlssonar og segir að áhrifamáttur verka Guðjóns sé af skáldlegum toga og stafi af ótvíræðum hæfileika listamannsins til að „hugsa á jákvæðan hátt í mótsögnum“. Handverkið skipar stóran sess í verkum listamannsins og Guðjón vinnur hægt og af mik- illi nákvæmni við hvert smáat- riði. Tréskóna pússar hann nið- ur og þekur yfirborðið graníti og málningu, óljósri að lit og í mörgum lögum. „Það að ég skuli vinna svo mikið í tré fremur en önnur efni hefur ekkert tilfinningagildi í sjálfu sér, þetta er bara efni sem ég kann að vinna með. Reyndar nýtur útlit trésins sín best í verki þar sem ég notast við gervivið.“ Á gulleitum gervi- viðardregli í Gryfju standa tvennir skór úr mósaík, hvorir við sinn endann. Guðjón segir að þar hafi efnið sjálft beina þýðingu þar sem örsmá mósa- íkbrotin myndi eina heild. Auk þess vísi mósaíkið til listasög- unnar og fortíðarinnar. Hann er alltaf spar á liti, segist fylgja ákveðinni tilfinningu og vona að hún skili sér til áhorfand- ans. Tengslum verkanna sé kannski best lýst sem sjónrænu samspili. Stutt- og heimilda- myndasýning NORRÆNA stutt- og heimilda- myndahátiðin Nordisk Panorama, var haldin í Helsinki í október sl. og ætlar Filmkontakt Nord á ís- landi að sýna verðlaunamyndir há- tíðarinnar í samvinnu við Norræna húsið á laugardag. Af þessu tilefni verður heimildarmynd Ólafs Rögn- valdssonar, Frambjóðandinn, um Guðrúnu Pétursdóttur forsetafram- bjóðanda sýnd kl. 13. Sænsk heimildarmynd sem vann 1. verðlaun NP ’97, Vision Man, eftir William Long verður sýnd kl. 14. Svensk Roulette eftir Anders Gustafsson fékk stuttmyndaverð- launin, sýnd kl. 15.15. Að auki gefst gestum kostur á að sjá sænsku heimildarmyndina Their Frozen Dream eftir Jan Troell kl. 16 ef næg þátttaka fæst. Aðffaneiir er ókevDÍs. Skemmtidagskrá við sýningarlok í TILEFNI sýningarloka sölusýn- ingarinnar SELLOUT, Baldur Helgason og Birgitta Jónsdóttir, í gallríi Horninu, ætla þau að bjóða upp á skemmtidagskrá á sunnu- dagskvöld kl. 21. Þar verður upp- lestur þekktra og minna þekktra skálda, tónlist, söngur og eitthvað fyrir augað. Aðgangur er ókeypis. ----------» ♦ 4--- Opið hús á vinnu- stofu Aðalbjargar OPIÐ hús verður á vinnustofu Aðal- bjargar Erlendsdóttur fatahönnuð- ar, Nýlendugötu 13 (bakhús), laugardaginn 29. október, frá kl. 13-18. Þar verður til sýnis og sölu hand- málað silki í ýmsu formi s.s. slæð- ur, púðar og myndir. Vinnustofan verður síðan opin allan laugardaga í desember á sama tíma og eftir samkomulaeri. Af Stellu töffara BÓKMENNTIR Skáldsaga MORÐIÐ í STJÓRNARRÁÐINU eftir Stellu Blómkvist Utg. Mál og menning 1997. 233 bls. STELLA Blómkvist er harðsoð- inn lögfræðingur sem gengur hart fram í því að kaupa skuldir og ann- ast um alls konar smákrimma. Hún gengur líka upp í því að segja helst ekki heila setningu, hvorki við sjálfa sig né aðra án þess að láta nokkur vel valin blótsyrði og önnur kjarna- orð fylgja með. Hún er feiknalega illa liðin vegna þess hve harðsvíruð hún er en ekki virðist það valda henni hugarangri. Nema þvert á móti. Hún er kvödd til sem réttar- gæslumaður Sæma súlu því það hefur verið framið morð í stjórnar- ráðinu, hvorki meira né minna. Fórnarlambið er Halla, ung og fög- ur kona á uppleið sem hefur ekki beinlínis verið vönd að meðulum við að koma sér áfram. Heyrst hafði mikil rimma milli hennar og Sæma á morðdaginn en hann var einn af mörgum elskhugum hennar og ligg- ur beinast við að ætla að hann hafi framið verknaðinn. Fer nú í gang hröð og atburða- rík rás þar sem Stella er vitanlega aðalhetjan. Við sögu koma spilltir stjómmálamenn, klámhundar og meira og minna bjálfalegir lög- reglumenn. Vinkona Höllu, Lilja, er og leidd til sögunnar og eftir nokkurn tíma virðist eins konar traust myndast milli hennar og Stellu. Ekki er hægt að kvarta undan því að lognmolla ríki á síðum bók- arinnar. Það er sýknt og heilagt verið að bijótast inn í íbúð Höllu, sem vinkonan Lilja hefur raunar erft, undarlegur maður kemur bréfi til Stellu þar sem ýmsar vísbending- ar eru gefnar sem gætu bent til að morðið tengist spilltum stjórn- málamönnum. Stellu sjálfri er rænt meðan brotist er inn í íbúð hennar, o.s.frv. Auðvitað er það svo hin snjalla Stella sem að lokum verður fyrir árás morðingjans og lýkur svo þess- ari sögu - og Stella lifir af og væntanlega fær morðinginn makleg málagjöld. Og hvað á svo að segja um svona sögu? Hún er of hrá til að hægt sé að kalla hana verulega afþreyingu. Stella er of einlit til að vekja áhuga og hún verður ósköp þreytandi í þessum töffaraskap. Höfundarnafnið er vitanlega dul- nefni og skal engum getum að því leitt hver skýlir sér þar. Það er ugg- laust ekki viðvaningur á ritvelli því kunnáttusamlega er á penna haldið. Höfundurinn býr til sniðugt „plott“ og með því að vanda sig ívið meira og sýna virðingu þeirri merku bók- menntagrein sem góðar sakamála- sögur eru er ekki hægt að segja annað en efniviðurinn sem upp er lagt með sé mæta vel boðlegur. Jóhanna Kristjónsdóttir Afmælisveisla BÓKMENNTIR Skáldsaga HOBBITINN eftir J.R.R. Tolkien, myndskreytíng eftír Alan Lee, Þorsteinn Thoraren- sen íslenskaði. Útgefandi: Fjölva út- gáfan. Reykjavík 1997.304 síður. HOBBITINN eftir J.R.R. Tolkien kemur nú út i annað sinn á íslandi í nýrri þýðingu Þorsteins Thorar- ensen. Bókin kom fyrst út árið 1978 í þýðingu Úlfs Þ. Ragnarssonar og Karls Ágústs Úlfssonar. Tilefni út- gáfunnar að þessu sinni er sextíu ára afmæli verksins og er íslenska útgáfan hlekkur í útgáfu á verkinu um allan heim. Hér er ekkert til sparað í útliti eða prentun. Gulllita stafir á forsíðunni ofan á mynd- skreytingum eftir Alan Lee sem einnig hefur myndskreytt allt verk- ið frábærlega með svarthvítum myndum við upphaf hvers kafla og nokkrum heilsíðu lit- myndum inni í hveijum kafla. Þetta eru vatns- litamyndir og klassísk- ar barnabókamyndir í gamaldags stíl sem maður fær aldrei leið á. Ég öfunda það barn sem á eftir að sitja og horfa á þessar myndir tímunum og dögunum saman. Aðdáendur Hobbit- ans geta með góðu móti haldið uppá af- mælið sitt. Þýðing Þorsteins er til fyrirmyndar. Þó verkið hafí verið þýtt áður má alltaf þýða góð verk aftur. Fólk víðsvegar um heiminn hefur hingað til ekki séð eftir orkunni sem það eyðir í að verða samferða hobb- itum um víðan völl. Stórbrotin ævintýri einsog Hobb- itinn, Lísa í Undralandi, Múmín- álfarnir, ísfólkið, Fimm-bækurnar, Bróðir minn Ljóns- hjarta, Lína langsokk- ur, ævintýri H. C. Andersen og mörg önnur hafa komið sér vel fyrir á óbijótanlegri hillu í huga manns. Þetta eru ævintýri sem maður vill eiga minja- gripi úr heima hjá sér. Eins og þessi útgáfa af Hobbitanum er að hluta til; minjagripur og afmælisgjöf, vegna þess sess sem Hobbit- inn skipar í hugum og hjörtum fólks. Og út- gáfa þessi er að öllu leyti höfundin- um og aðstandendum hennar til sóma. Ég óska sögunni Hobbitanum til hamingju með sextíu ára afmælið hinn 21. september síðastliðinn. Kristín Ómarsdóttir J.R.R. Tolkien Lagersalan Bíldshöfða 14 Opnum lagersölu á Bíldshöfða 14, laugardaginn 29. nóvember Opiö frá kl. 13-18 • Mikið úrval af búsáhöldum, bökunarform í miklu úrvali • Mikið verkfæraúrval • Hillur í barnaherbergið, geymsluna, skórekkar o.fl. • Strauborð og þurrkgrindur • Byssupokar, veiðivesti, peysur cg bolir • Barómet og hitamælar • Eldhúsvogir og baðvogir • Burstavörur, gólfþveglar og gluggasköfur • Vörutrillur, ruslavagnar, hjólbörur • Snúrustaurar, úðunarkútar • Slöngur — allar stærðir og slöngutengi • Browning skotvesti Mikið úrval af öðrum vöruflokkum Gerið góð kaup á lagersölunni Opið alla daga frá kl. 13—18. “

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.