Morgunblaðið - 28.11.1997, Page 36
36 FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1997
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Hláturinn lengir lífið
BOKMENNTIR
Gamansögur
HVERJIR ERU BESTIR?
Gamansögur af íslenskum íþrótta-
mönnum. Guðjón Ingi Eiríksson og
Jón Hjaltason söfnuðu efni og rit-
stýrðu. Prentverk: Asprent / POB
ehf. Útgefandi: Bókaútgáfan Hólar,
1997, - 187 síður.
„HLÁTURINN lengir lífið“, segir
gamalt spekiyrði, og þar sem heil-
brigðisyfírvöld telja sig skorta fjár-
muni, til þess að annast kropps-
og sálarviðgerðir þjóðar, þá hafa
ritstjórar bókar, mauriðnir, safnað
þúsund og einni gamansögunni enn
og gefíð út á bók. Til þess að forð-
ast grimm örlög annarra spaugara,
þá hætta þeir að segja frá kauðsk-
um tilburðum okkar presta við að
leiða guðdóminn, mýldan, að hlið
þjóðar, - iauma sér í raðir heilsu-
ræktenda, láta sem þeir séu að reka
enn eina tízkustöðina, gefa henni
nafnið: Hveijir eru bestir? Hvergi
láta þeir þess getið, hvem lífsins
„eliksír" þeir eru að rétta fólki, telja
sig þannig hafa losnað undan
haukfránum sjónum þeirra ábyrgu
manna, sem bijóta um það „heila“,
hveiju sæti, að lengist leið milli
vöggu og grafar. Um það get eg
vitnað, að kraftur lyfsins virðist
mikill, því fjárhaldsmaður ellilauna
minna kom að mér áðan í hláturs-
kasti, með bók pjakkanna á hnján-
um, lyfti fagnandi höndum og sagði:
Ef þú heldur þessari lífsgleði, þá
trúi eg, að þrátt fyrir rúning hins
opinbera allan, munir þú skrimta
til vors. Hann er réttsýnn og spak-
ur að viti, því trúi eg að bröggun
mín sjáist, og þar sem mig langar
til að lifa til aldamóta, þá ætla eg
að lesa bókina aftur og aftur, þegar
eg hefi lokið þessu tilskrifi til þín.
Eins og undirtitill bókar ber með
sér, þá segir hér af íþróttagörpum
þjóðar, spaugilegum atburðum lífs
og starfs. íslenzk fyndni er, því
miður, oft æði kauðsk og klúr, -
nærgöngul, um þig, alls ekki mig,
ef eg segi sögu. Kannski stafar
þessi löstur af feimni, - svo örstutt
í tímans rás, síðan við vorum ein-
angruð í fjötrum víðáttunnar, -
okkur því tregt um mál við gesti,
nema smurð séu málbein með þeim
legi er færir taktsprota hugsunar
úr kolli niðurfyrir beltisstað? Ekki
veit eg, en hinu hefí eg tekið eftir,
hve afarólík okkar kímni er til dæm-
is þeirri brezku. Þeir kunna þá list
að gera grín að sjálfum sér á þann
undarlega hátt, að þeir gerast
speglar allrar mennsku, - tilburð-
um okkar við að sýnast menn. Sak-
leysið uppmálað, - broddgaltalegir!
Ekki dettur mér í hug að horfa til
dæmis á Rowan Atkinson, Mr.
Bean, án þess að taka útúr mér
fölsku tennumar, eftir að hafa þurft
að elta þær um gólfíð, er eg var
að kynnast gárunganum.
Bók þeirra félaga birtir bæði
kosti og lesti þess sem eg hefi ver-
ið að ræða um. Mestu spaugistarn-
ir eru þeir sjálfir, að mínum dómi,
það sanna mér upphafs- og lokaorð
bókar og innskot þeirra í frásagnir
annarra. Þegar þeir ætla „stjörnun-
um“ að rita sjálfar, stirðnar marg-
ur, minnir mig á setur mínar fyrir
framan myndavél, þá eg hefi sett
upp gáfusvipinn, en á glanspappím-
um birtist eitthvað sem eg kannast
hreint ekkert við. Vissulega tekst
mörgum sagnamanninum bráðvel
til, og beztu kaflana er ráðlegast
að lesa ekki eftir að næstu grannar
eru gengnir til hvílu, svo þú verðir
ekki kærður fyrir truflun á svefn-
friði.
Grípum aðeins niður í bók:
1967 léku íslendingar knatt-
spyrnuleik við Dani, 14-2 leikinn ...
Þegar íslendingar breyttu stöð-
unni úr 9 - 1 í 9 - 2 heyrðist fyrir-
liðinn, Eyleifur Hafsteinsson af
Skaganum, segja: „Nú em Danir
farnir að þreytast, nú tökum við
þá!“
☆
Við þrettánda mark Dananna sagði
Guðmundur Pétursson markvörður:
„Ég ætla ekki að halda því fram
að ég sé hjátrúarfullur, en ég hef
það þó á tilfínningunni að við mun-
um alls ekki vinna þennan leik.“
Geta má, að þessi setning er einn-
ig hermd upp á annan markvörð
við annað tækifæri.
Góð bók. Lýsir upp skammdegið.
Sig. Haukur
Hvers kyns er tölvan?
AF SÝNINGU þeirra Baldurs Helgasonar og Birgittu
Jónsdóttur í Galleríi Horninu.
MYNPLIST
Gallcrí Horniö og
http://www.xnet.
is/scllout
TÖLVUUNNAR MYNDIR
BALDUR HELGASON og
BIRGITTA JÓNSDÓTTIR
Opið 14-18. Stendur til 3. desember.
SELLOUT er yfirskrift sýningar
þeirra Baldurs Helgasonar og Birg-
ittu Jónsdóttur sem skoða má bæði
í Galleríi Horninu og á Netinu. Það
færist nú í vöxt að myndlistarsýn-
ingar séu settar upp á Netinu sam-
hliða sýningu í „kjötheimi". Kostir
þessa eru augljósir: Þeir sem ekki
hafa tök á að koma í sýningarsalinn
geta engu að síður notið verkanna
að einhveiju leyti og fræðst um
listamenn og listina og svo getur
sýningin lifað á Netinu löngu eftir
að hún er horfín úr sýningarsalnum.
Þannig getur Netið smátt og smátt
orðið lifandi heimildarbrunnur um
sýningahald í myndlist. Það er raun-
ar sérstaklega viðeigandi að einmitt
þessi sýning skuli eiga sér spegil í
tölvuheimum því verkin eru öll að
einhverju leyti unnin í tölvum og í
sumum tilfellum má segja að tölvan
sé viðfangsefni myndanna.
Birgitta Jónsdóttir hefur áður
látið í sér heyra á ýmsum vett-
vangi, sýnt myndlist, gefíð út ljóð
og haldið úti öflugu starfi á Netinu.
Baldur hefur tekið þátt í nokkrum
samsýningum áður og haldið einka-
sýningar, en hann er enn við nám
í fjöltæknideild Myndlista- og hand-
íðaskólans. Meginefni sýningarinn-
ar eru þrjár raðir verka, ein eftir
Baldur og tvær eftir Birgittu.
Myndröðin „Kynjakvistir" er unnin
upp úr eldri málverkum Birgittu
sem hér hafa verið færð í nýjan lík-
ama með aðstoð myndvinnslufor-
rita. Nafn verksins lýsir hógværð
því í raun er hér frekar um furðu-
verur að ræða, goðumlíka svipi sem
minna jafnvel dálítið á aðalsfólk frá
öðrum sólkerfum eins og það birtist
stundum í Star Trek og svipuðu
sjónvarpsefni. Myndirnar njóta sín
þó ekki vel því útprentunin er gróf
og truflar augað; tölvan sjálf er
mun betri vettvangur fyrir þetta
fólk hennar Birgittu, enda er hún
fæðingarstaður þeirra og eðlilegt
heimili. Hin myndröð Birgittu er
líka fáanleg sem bók eða hefti á
sýningunni, en hún heitir „í minn-
ingu jólanna". Hér er um að ræða
mun persónulegra og heilsteyptara
verk en hitt. Með mynd og texta
dregur Birgitta varfærnislega fram
minningarbrot frá liðnum jólum.
Hún nær að fanga vel upplifun
barnsins þar sem aukaatriði verða
stundum að aðalatriðum og jafnvel
einföldustu hlutir geta náð að krist-
alla hið illskilgreinanlega inntak
jólanna. Þessar myndir líða þó líka
fyrir grófa útprentun.
Verk Baldurs eru af allt öðrum
toga og mynda einfalda en nokkuð
áhrifamikla heild. Hér er tölvan
allsráðandi, ekki bara í vinnslu
myndanna heldur sem sjálft mynd-
efnið. í öllum myndunum sex sést
tölva Baldurs sem hann hefur gefíð
nafnið Sólveig og það sést letrað á
lyklaborð hennar og skjá þar sem
yfirleitt má finna nafn framleiðand-
ans. Myndirnar lýsa sambandi
manns við tölvuna á „sexúal" hátt.
í þeim umbreytist tölvan að meira
eða minna leyti í konu eða að
minnsta kosti í kynveru, því í einni
myndinni sjáum við tölvumús í
formi getnaðarlimar. Önnur mynd
sýnir bijóstamús, í einni hefur diskl-
ingaraufín umbreyst í konusköp og
í annarri sjáum við hvar lyklarnir
á lyklaborðinu eru að breytast í lít-
il stinn bijóst.
Með agaðri framsetninu tekst
Baldri að gera úr einfaldri hugmynd
verk sem hafa fjölþætta tilvísun og
bjóða upp á ýmsar vangaveltur.
Styrkur hans er að hann skuli aldr-
ei skera úr um túlkun verkanna
heldur láta sér nægja að breyta til-
finningu sinni fyrir tölvunni í mynd-
ræna framsetningu. Myndirnar eru
líka ákaflega vel unnar og til að
undirstrika realismann í þessum til-
búnu fantasíum lætur Baldur
ramma eins og af ljósmyndafilmu
vera utan um hveija mynd. Þetta
er skemmtilegt verk sem sameinar
hreint konsept og tölvuvinnslu.
Það er ekki alveg ljóst hvers
vegna sýning þeirra Baldurs og
Birgittu ber yfirskriftina „Sellout".
Vonandi er það ekki vegna þess að
þau telji sig með þessu vera að
svíkja einhvern málstað. Kannski
er það bara í voninni um að verkin
á sýninguni seljist upp.
Þess bera að geta að vefútgáfa
sýningarinnar er mjög vel unnin og
vel þess virði að skoða hana jafnvel
fyrir þá sem séð hafa sýninguna
sjálfa. Vefir á borð við þennan
benda til þess að þess sé ekki langt
að bíða að orðin „HTML á Macint-
osh“ fari að birtast við hlið „olíu á
striga“ í verkaskrám listasafnanna.
Jón Proppé
Píanóverk um
árstíðirnar
TÓNLIST
III j 6 m <1 i s k a r
TCHAIKOVSKI/EDDA
ERLENDSDÓTTIR
Tchaikovski: Les Saisons, Petites
Pieces. Edda Erlendsdóttir piano.
Hljóðritað í París, l.,2.,3. maí
1997/Olivier Manoury - Edda Er-
lendsdóttir 1997.
HÉR er ég með í höndum ein-
staklega fallegan og „öðruvísi"
hljómdisk, bæði að útliti og inni-
haldi. Á honum leikur Edda Er-
lendsdóttir stutt píanóverk eftir
Tchaikovski - sem sjaldan heyr-
ast, nema etv. nokkrar perlur í
flokkinum Petites Pieces.
Les Saisons op.37b, eða Árstíð-
irnar, eru stemmningar sem
tengdar eru mánuðunum tólf með
skáldlegri yfirskrift einsog Við
arininn (janúar), Söngur lævirkj-
ans (mars - af öllum mánuðum!),
Stjörnunætur (maí!), Söngur
haustsins (október) o.s.frv. Við
heyrum líka Karnival (febrúar),
Bátsöng (júní) og uppskerulag í
ágúst. Allt eru þetta mjög fallegar
og fínar tónsmíðar, hver með sín-
um hætti, og kominn tími til að
hafa þær allar á einum stað til að
kynnast þeim í heild sinni, ekki
síst í svo vandaðri túlkun sem hér
gefur að heyra.
Ekki er hinn lagaflokkurinn
síðri og í honum nokkur yndisleg
smáverk (m.a. Næturljóð op. 19
nr 4, Söngur án orða op. 2 nr 3,
Rómansa op. 5 og Chanson Triste
op. 40 nr 2), framúrskarandi fal-
lega leikið.
Ekki er nú mikið meira um þetta
að segja, músikin - einsog hún
er, píanóleikurinn við hæfi (ekki
alltaf hægt að nota sömu lýsingar-
orðin) sem og hljóðvinnsla og frá-
gangur allur.
Albúmið er með innihaldi „a
thing of beauty", á franska vísu.
(Erlendsdóttir með rússneska loð-
húfu, sem minnir á „Loksins er
haustið komið!“, skrifar um verkin
og tilurð hljómdisksins á frönsku
og ensku).
Oddur Björnsson
Ruglumar
BÆKUR
Sjálfshjálparfræði
REGLURNAR
Margreyndar aðferðir við að vinna
hjarta draumaprinsins eftirEUen
Fein og Sherrie Schneider. Útgef-
andiH.M.M. 1997,149 bls.
REGLURNAR er enn ein „sjálfs-
hjálparbókin" frá Ameríku sem
falbýður gulltryggða hamingju. Nú
er það leiðin að „hjarta drauma-
prinsins" sem er til sölu fyrir allar
konur, átján eða áttræðar, fegurð-
ardísir eða venjulegar útlits, ef
marka má upplýsingar á bók-
arkápu. Höfundar, þær Fein og
Schneider, efast ekki um söluvör-
una sína: „Fylgdu reglunum," segja
þær, og prinsinn mun „ekki aðeins
kvænast þér, hann mun líka verða
hugfanginn af þér að eilífu! Við
lofum að þið verðið „hamingjusöm
til æviloka". Við lofum himna-
sælu.“ Hvorki meira né minna!
Ekki slæm kaup í svona bók. Fein
og Schneider gangast auðvitað við
því að það er hægt að giftast, jafn-
vel, „án þess að fara eftir reglun-
um“ en þá ábyrgjast þær ekki „að
hjónabandið verið farsælt." Skiljan-
lega. Það væri í hæsta máta ósann-
gjöm krafa og þykir eflaust flestum
næg fyrir sú ábyrgð sem þær hafa
tekist á hendur með því að lofa
reglukonum vist í himnaríki.
I bókinni eru 35 reglur (og 12
góð ráð í kaupbæti) sem amma
hennar Melanie (vinkona höfunda)
notaði á þeim tíma þegar karlmenn
voru karlmenn og konur konur. Þá
var allt svo gott og konur kunnu
sitt hlutverk í lífinu. Nú á dögum,
eins og við vitum, hefur hins vegar
bannsett kvenfrelsið ruglað konur
í ríminu, þær villst úr eldhúsinu út
á vinnumarkaðinn og þær hafa illu
heilli Iært „í langskólanámi að
verða gerendur sem hafa stjórn á
lífi sínu og starfsferli.“
Fein og Schneider em að upp-
lagi kvenfrelsissinnar, enda nú-
tímakonur. En eftir að hafa dreymt
í uppvextinum um að verða „for-
stjóri fyrirtækisins, ekki kona for-
stjórans", viðurkenndu þær fyrir
sér hvað það er sem hver kona
hlýtur að þrá innst inni: að giftast.
Hjónaband vilja þær, „alla róman-
tíkina, brúðarkjólinn, blómin, gjaf-
irnar, hveitibrauðsdagana, allt
þetta.“ Það rann einnig upp fyrir
þeim að þær þurftu „á reglunum
að halda“ eftir að hafa „lent aftur
og aftur í ástarsorg". Þessar miklu
hugsjónakonur mynduðu líka „neð-
anjarðarhreyfingu" (sjálfsagt inn-
an um alla hræðilegu femínistana)
til að láta „galdrana" ganga, mynd-
uðu í raun, eins og „konur hafa
gert frá örófi alda [...] samskipta-
net til að ná árangri".
Nú hugsa kannski sumir (femín-
istar), „Hvað eru þær að rugla,
blessaðar konurnar?" En hægan
nú; ruglurnar hafa sannanir:
„Kona sem við þekkjum og fór
eftir reglunum er nú gift stórkost-
legum manni sem reynir ekki að
losna við hana til að „fara út með
strákunum.“ Ef farið er eftir regl-
unum þá mun draumaprinsinn
nefnilega koma fram við þá lukku-
legu „eins og drottningu" og það
þarf sko engar áhyggjur að hafa
af því að hann „eltist við aðrar
konur, hvorki nágrannakonuna
aðlaðandi né bijóstamikla einka-
ritarann".
Konur verða að skilja að karlar
eru öðruvísi en konur. í sambandi
karls og konu er það „karlmaður-
inn sem á að ráða ferðinni"; það
er til dæmis hann sem „á að bera
upp bónorðið". Og þetta er ekki
neitt sem þær stöllur eru að finna
upp, ekki aldeilis; „karlinn er i
eðli sínu drottnunargjarn.“ Þannig
viðurkenna reglurnar „ákveðna,
einfalda staðreynd, nefnilega að
karlar vita hvað þeir vilja“. Varúð:
„Það er almennt vitað að karlar
ganga eins langt og þeir geta á
fyrsta stefnumótinu." (Sjá regla
14: Aðeins kossar á fyrsta stefnu-
mótinu. Ath. einnig reglu 15:
Haltu ró þinni varðandi kynlífið
og aðrar reglur um náin kynni.)
Þessi bók á eflaust mikið og
gott erindi við íslenskar konur,
átján eða áttræðar; það er löngu
tímabært að reka það slyðruorð
af Fróni að þar vaði allt uppi í
kvenfrelsisbryðjum. Svei mér þá
ef þessi bók gæti ekki orðið síð-
asti naglinn í líkkistu Kvennalist-
ans! (Ef þetta er ekki næg ástæða
til að fjárfesta í bókinni, mundu
þá, að ,,[R]eglurnar spara þér
stórfé í sálfræðiþjónustu“. Og þá
er gott að hafa í huga reglu 31:
Ræddu reglurnar ekki við sálfræð-
inginn þinn. Að ógleymdri reglu
32: Ekki brjóta reglurnar, og reglu
35: Vertu þægileg í sambúð.)
Geir Svansson