Morgunblaðið - 28.11.1997, Side 39

Morgunblaðið - 28.11.1997, Side 39
38 FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1997 3§ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ÓLGAÍ UNDRALANDI RÍKIN í austurhiuta Asíu hafa á undanförnum árum gjarn- an verið nefnd til sögunnar sem efnahagslegar fyrir- myndir er önnur ríki gætu dregið lærdóm af. Asísku efnahags- undrunum hefur gjarnan verið stillt upp gegn hagkerfum Bandaríkjanna og Evrópu til að sýna fram á hversu stirðbusa- leg og gamaldags hin síðarnefndu séu. Hagvöxtur undanfar- inna áratuga hefur verið með ólíkindum í Asíu og Asíuríkin náð afgerandi forystu á fjölmörgum sviðum iðnaðar og há- tækni, þar sem Vesturlönd voru áður ráðandi. Til skamms tíma virtist ekkert geta stöðvað framrás Asíu- ríkjanna, þrátt fyrir að hægt væri að benda á ýmsa veikleika í innra skipulagi þeirra. Það kom því flestum sérfræðingum á óvart er núverandi erfiðleikar hófust með gengisfellingu tælenska bahtsins í júlí síðastliðnum. Hvert Asíuríkið á fætur öðru hefur orðið fyrir efnahagslegum skakkaföllum síðan. Indónesía og Malaysía fylgdu í kjölfar Tælands og Hang Seng- hlutabréfavísitala Hong Kong tók snarpa dýfu í síðasta mán- uði. Nú hefur Suður-Kórea, ellefta öflugasta hagkerfi heims, hafið viðræður við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um neyðaraðstoð og gífurleg gjaldþrot í japanska fjármálakerfinu hafa vakið upp ótta um að frekari áföll séu handan hornsins. Flestir sérfræðingar virðast þeirrar skoðunar að núverandi vandi sé tímabundinn. Ástæða hans sé ekki síst vanþróað fjár- málakerfi, á vestrænan mælikvarða, er byggist í of miklum mæli á vinargreiðum, óeðlilegri fyrirgreiðslu og ofljárfestingu í fasteignum. Það hafi ekki komið að sök er hagvöxturinn var sem mestur, en um leið og seglin voru dregin saman hafi þessar meinsemdir farið að segja til sín. Sviptingunum nú hefur gjarnan verið líkt við bankakreppu síðasta áratugar í Rómönsku Ameríku er leiddi til tímabund- inna efnahagslegra þrenginga en styrkti efnahag ríkjanna þegar upp var staðið, þar sem tekið var á vandanum af festu. Talsmenn þessara sjónarmiða telja ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af hinni efnahagslegu ólgu í Asíu. Sterkar undirstöð- ur og mikill sparnaður tryggi stöðu ríkjanna. Einnig má benda á að ólgan hefur ekki náð til Singapore, þar sem fjármálastarf- semi er hvað lengst á veg komin í Asíu. Þeir eru hins vegar til sem telja ástæðu til að hafa veruleg- ar áhyggjur af þróuninni. Ekki sé lengur hægt að líta á Asíu eða einstaka Asíuríki sem afmörkuð svæði. Heimurinn teng- ist það nánum böndum efnahagslega að sviptingar á einum stað hafi bein áhrif um allan heim. Lánaviðskipti banka og sjóða séu dreifð og það sama eigi við um fjárfestingar fyrir- tækja. Brenni bankar sig, á einum stað sé hætta á að þeir kippi til sín höndunum á öðrum af minnstu ástæðu. Grípi eitt ríki til verndaraðgerða, hvort sem er tollahækkana eða gengis- lækkunar, muni önnur ósjálfrátt fylgja í kjölfarið. Því sé ekki hægt að afskrifa vandamál Asíuríkjanna sem asískt vanda- mál, einhvers konar vaxtarverki efnahagsundranna. Veruleg hætta sé á að þau muni snerta heimsbyggðina alla með einum eða öðrum hætti. JAFNARISAMKEPPNI, MINNIRÍKISREKSTUR FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur.gefið út reglur um hvern- ig ríkisstofnanir, sem séu að hluta í samkeppni við fyrir- tæki á opinberum markaði, skuli skilja þann hluta rekstrarins frá öðrum rekstri. Tilefni þessa er gagnrýni talsmanna einka- rekstrar, sem hafa talið að ríkisstofnanir geti niðurgreitt sam- keppnisrekstur með fé frá starfsemi, sem nýtur einkaréttar eða framlaga úr ríkissjóði. Setning reglna af þessu tagi er mjög til bóta og stuðlar að því að ríkisfyrirtæki geri sjálf hreint fyrir sínum dyrum í þessum efnum, þannig að ekki þurfi að koma til ítrekaðrar íhlutunar samkeppnisyfirvalda. En reglur af þessu tagi stuðla ekki aðeins að því að bæta ríkisreksturinn og draga úr ójafnri samkeppni; ef rétt er á haldið munu þær verða til þess að dregið verði saman í ríkis- rekstrinum. í formála Friðriks Sophussonar fjármálaráðherra að reglunum kemur fram að meðal markmiðanna með reglu- setningunni sé að gera allan kostnað við samkeppnisstarfsemi á vegum ríkisins sýnilegan til að auðvelda mat á því hvort henni verði betur sinnt af einkafyrirtækjum. Það leiðir af sjálfu sér, að þegar farið hefur fram fjárhags- legur og jafnvel stjórnunarlegur aðskilnaður samkeppnis- rekstrar ríkisfyrirtækis frá öðrum rekstri liggur yfirleitt í augum uppi að það er þarflaust með öllu að ríkið sinni þess- um rekstri. Það á til dæmis við um sölu Pósts og síma á sím- tækjum og öðrum búnaði, sem virðist liggja í augum uppi að einkafyrirtæki eru fullfær um að sinna. Kosið um sameiningu sveitarfélaga í tveimur sýslum Hreppum landsins gæti fækkað um níu AF MÁLI forsvarsmanna í sveitarfélögunum sem teknir voru tali var að heyra að líklegra væri en ekki að sameining yrði samþykkt í báðum sýslunum. Verði það niðurstað- an fækkar hreppum landsins um níu í tveimur sýslum landsins. 16% fólksfækkun síðustu 10 ár íbúum í Vestur-Húnavatnssýslu hefur fækkað um 16% síðastliðin tíu ár. Þar verður kosið um sameiningu sjö hreppa og sveitarfélaga, þ.e. Hvammstanga, Ytri-Torfustaða- hrepps, Fremri-Torfustaðahrepps, Staðarhrepps, Kirkjuhvammshrepps, Þverárhrepps og Þorkelshólshrepps. Öll standa sveitarfélögin sameiginlega að rekstri Laugabakkaskóla en tvö þeirra, Þverárhreppur og Staðar- hreppur, halda uppi skóla heima í hreppi fyrir yngstu börnin. Verði sam- einingartillagan felld í einum hrepp verða greidd atkvæði á ný innan þeirra hreppa sem samþykktu sameining- una. Mestur hluti tekna til sameiginlegra verkefna Langmestur hluti tekna sveitarfé- laganna rennur til skólamála og rekst- urs heilsugæslu, brunavarna og ann- arra sameiginlegra verkefna í sýsl- unni. Þá eru sveitarfélögin einnig að taka yfir málefni fatlaðra sem hefur aukinn kostnað í för með sér þótt vissulega komi tekjur í staðinn. Dæmi eru um bekkjardeildir í sveitarfélög- unum með sex börnum. Verði samein- ing samþykkt í öllum sveitarfélögun- um verða að jafnaði 17-22 börn i bekk í hveijum árgangi. Björn Hermannsson, sveitarstjóri í Ytri-Torfustaðahreppi, kveðst telja að afstaða innan hreppsins til sameining- ar sé misjöfn milli manna en telur þó að sameining verði samþykkt. „Menn telja þó að þetta gæti staðið tæpt hérna. Helst er horft til þess að útgjöld gætu hækkað við sameiningu. Gert er ráð fyrir því í tillögum undir- búningsnefndar fyrir sameiningu að það verði svipuð innkoma hjá öllum sveitarfélögum vegna álaga. Væntan- lega gætu því útgjöldin hækkað héma og fasteignagjöldin jafnast út. Einnig er hitaveitan hérna ódýr og sumir óttast að hitaveitukostnaður hækki og verði svipaður og á Hvamms- tanga," segir Björn. 80% útsvarstekna ráðstafað sameiginlega Hann segir það engu að síður sína tilfinningu að sameiningin verði sam- þykkt í hreppnum. Málið snúist orðið meira um það hvort unnt sé að snúa við varnarbaráttunni hjá minni sveit- arfélögunum. „Það hefur verið fólksfækkun í hreppunum öllum og þeir eiga orðið fullt í fangi með að standa við það sem þeir eru bundnir af samkvæmt lögum. íbúafjöldi innan sveitahrepp- anna sex er innan við 300 manns í hveijum hreppi og það breytir tölu- verðu gagnvart framlagi úr Jöfnun- arsjóði hvorum megin við 300 íbúatal- an er. Jöfnunarsjóðsframlagið yrði um 16 milljónum kr. hærra fyrir sveitarfélögin sem eitt en sitt í hveiju Iagi. Fjármagnið er hægt að nota í uppbyggingu og til að fjölga atvinnutæki- færum,“ segir Björn. Hann bætir því við að nú þegar sé 80% af útsvarstekj- um allra sveitarfélaganna ráðstafað til sameiginlegra verkefna eins og skólans, heilsugæslustöðvarir.nar og héraðsnefndar, en í hennar höndum eru öll félagsleg mál, brunavarnir og fleiri mál sem eru sameiginlega rekin af hreppunum öllum. „Það eru í sjálfu sér ekki stórir málaflokkar sem sveitarstjórnarmenn Kosið verður um sameiningu sjö sveitarfélaga í Vestur-Húnavatnssýslu og fjögurra í Austur- Skaftafellssýslu á morgun. Sameiginlegur drifkraftur til sameiningar í báðum sýslum er aukinn kostnaður sem hreppamir bera af fræðslumálum og vilji til að hagræða á því sviði og einfalda alla stjómsýslu. Kosið um sameiningu í V-Húnavatnssýslu Hvar er kosið og hvenær? Austur-Skaftafellssýsla Kjörfundur verður í Bæjar- hreppi frá kl. 12-18 í fundarhúsi Lónmanna, í Nesjum verður kosið í Mána- garði frá kl. 12-22, í Höfn í Heppuskóla frá kl. 10-22, í Mýrum verður kjörið í Holti frá kl. 12-18, í Hofshreppi verður kosið í Hofgarði Við samein- ingu verða 17-22 börn í hverjum bekk frá kl. 12-18 og loks í Borgarhafn- arhreppi í HroIIaugsstöðum frá kl. 12-18. Þar sem kjörfundur stendur til kl. 22 í Höfn hefst talning atkvæða hvergi fyrr en kjörfundi er lokið þar. Talið verður á hveijum stað fyrir sig og er búist við að úrslit liggi fyrir upp úr kl. 23. Vestur-Húnavatnssýsla Kjörfundur hefst alls staðar kl. 12 í Vestur-Húnavatnssýslu og stendur í lengsta lagi til kl. 22. Kjörfundur verður í Staðarhreppi í Barnaskóla Staðarhrepps, í Fremri- Torfustaðahreppi verður kosið í Laxalivammi, í Ytri Torfustaðahreppi í félags- heimilinu Ásbyrgi, í Hvammstangahreppi í félagsheimil- inu á Hvammstanga og þar verður einnig kjördeild fyrir Kirkju- hvammshrepp, í Þverárhreppi í Vesturhópsskóla og í Þorkelshóls- hreppi í félagsheimilinu Víðihlíð. Talning atkvæða á að hefjast í hverri kjördeild kl. 22. Gert er ráð fyrir að úrslit liggi fyrir upp úr kl. 23. hafa hvort eð er með að gera hver í sínu sveitarfélagi," segir Björn. Hann á von á því að þátttaka í kosningunum verði góð og um fátt annað sé rætt þessa dagana í allri sveitinni. Góð samvinna í Austur-Skaftafellssýslu í Austur-Skaftafellssýslu verður kosið á morgun um sameiningu Hofs- hrepps, öðru nafni Öræfasveitar, Borgarhafnarhreppur, öðru nafni Suðursveitar, Hornafjarðarbæjar og Bæjarhreppa sem í daglegu tali kall- ast Lón. I febrúar 1994 var sameining Hafnar, Mýrarhrepps og Nesjahrepps samþykkt og stofnað sveitarfélagið Hornafjörður. Þorsteinn Geirsson, formaður und- irbúningsnefndar, segir að fyrir rösku einu ári hafi sameiningu sveitarfélag- anna fyrst borið á góma. Sveitar- stjórnirnar allar samþykktu að taka þátt í könnunarviðræðum um málið. Umræða á þessu ári hefur síðan leitt til þess að kosið verður um málið á morgun. Þorsteinn segir að það sem mæli með sameiningu séu stærri einingar með meiri hagkvæmni í rekstri og nefnir sérstaklega að aðstæður allar séu aðrar til sameiningar nú en áður vegna bættra samgangna. „Öll málefni hafa verið rædd sem hafa verið á borði sveitarstjórna. Fræðslumálin eru þó stærstu málin hjá þeim öllum þar sem sveitarfélögin hafa tekið þau að sér. Það kemur í ljós að mjög fámennir hreppar ráða ekki einir út af fyrir sig við mála- flokka af þessari stærð nema í sam- vinnu við aðra. Fyrst menn þurfa hvort eð er að hafa samvinnu við önnur sveitarfélög er kannski ekki annað eftir en að stíga síðasta skref- ið. Hornafjörður er reynslusveitarfé- lag með heilbrigðismál og það gæti verið undanfari að því að sá mála- flokkur færist yfir til sveitarfélag- anna,“ sagði Þorsteinn. Hann segir að samvinna hafi verið milli sveitarfélaganna síðustu áratug- ina um ýmis mál, eins og t.d. bruna- varnir og starf heilbrigðisfulltrúa. Einnig standi allir hrepparnir að rekstri héraðsbókasafns og fram- haldsskóla. Enginn hrepparígur „Út af standa smærri einstök mál sem fylgja helst hveijum sveitarhreppi sem tengjast aðallega búskap og eru ekki viðamikil. Það var álit undirbún- ingsnefndar, sem skipuð var fulltrúum frá öllum sveitarféiögunum að svo mikið hefði breyst í þjóðfélaginu í sambandi við stjórnsýslu að hún þyrfti að færast saman á einn stað. Það væri borin von að halda henni úti í mjög smáum einingum," segir Þor- steinn. Þorsteinn segist ekki kannast við hrepparíg í Austur-Skaftafeilssýslu. Mikil og góð samvinna hafi verið milli sveitarfélaganna. íbúaflöldi í sameinuðu sveitarfélagi í Austur-Skaftafellssýslu yrði um 2.500 manns. í Bæjarhreppi hafa ver- ið innan við 50 íbúar í þijú ár. Sam- kvæmt reglum mætti því _ leggja ----------- hreppinn niður. í Hofs- hreppi og Borgarhafnar- hreppi eru um 110 íbúar í hvorum hreppi. „Við höfum reynt að hafa góða kynningu á “1“““““““ málinu án þess að halda úti sérstökum áróðri. Við héldum kynningarfundi í öllum hreppsfélög- unum og ekki varð vart við mikla andstöðu við sameininguna," sagði Þorsteinn. Hann reiknar með góðri þátttöku í kosningunum í sveitunum er reynsl- an sýni að mun minni þál'Jika er jafnan í stærri bæjarfélögunum. Stjórnsýslan þarf að fær- ast saman á einn stað Reuters ANATOLI Tsjúbajs og Borís Jeltsín ræða málin. Jeltsín hefur lýst því yfir að hann muni standa við bakið á aðstoðarforsætisráðherra sínum þrátt fyrir harða gagnrýni á hann. Lifir umbóta- stefnan Tsjúbajs? Anatólí Tsjúbajs hefur verið sagður helsti hvatamaður umbótastefnunnar í Rússlandi um leið o g hann hafí reynst höfuðóvinur hennar eftir að hann varð ber að siðleysi og spill- ingu, segir Urður Gunnarsdóttir. Æ fieiri krefjast afsagnar hans og segjast vera þeirrar skoðunar að umbótastefnan sé svo vel á veg komin í Rússlandi að ekki verði aftur snúið. UMBÓTASINNAR í Rúss- landi eru heldur rislágir vegna þeirrar útreiðar sem helsta fyrirmynd þeirra og talsmaður, Anatólí Tsjúbajs, hefur hlotið í fjölmiðlum og hjá Borís Jelts- ín Rússlandsforseta. Tsjúbajs, sem hefur átt trygga fylgismenn á Vestur- löndum, hefur kallað yfir sig reiði manna og kröfur um að hann verði endanlega látinn víkja verða æ hávær- ari. Enn er of snemmt að segja til um hvort Jeltsín sleppir vemdarhend- inni af Tsjúbajs og hvaða áhrif slíkt mun hafa en margt bendir til að umbótastefnan í Rússlandi sé svo langt á veg komin að brotthvarf Tsjúbajs muni ekki hafa úrslitaáhrif á það hvort hún lifir eða deyr. Það er engum vafa undirorpið að Jeltsín er helsta ráðgjafa sínum í efna- hagsmálum og einum aðalhöfundi umbótastefnunnar öskureiður, þrátt fýrir að hann neiti að reka hann. Tsjúbajs, sem missti fjármálaráð- herraembættið, en heldur aðstoð- arforsætisráðherrastólnum, gerðist sekur um siðleysi en ekki lögbrot að mati forsetans er hann þáði sem svar- ar til 6,3 milljóna kr. fýrirfram- greiðslu fyrir bók um einkavæðingu, sem enn hefur ekki verið skrifuð og óvíst er hvort komist nokkurn tíma á prent. Fyrirframgreiðslan er ekki í nokkru samræmi við þær upphæðir sem tíðkast að greiða höfundum í Rússlandi. Hún á sér enda hugsan- lega aðra skýringu en rit- snilld Tsjúbajs. Bókaútgáf- an sem hyggst gefa út bók- ina er í eigu Uneximbank í Rússlandi og því hefur verið haldið fram að með fyrirframgreiðslunni hafi stjóm bankans verið að endur- gjalda Tsjúbajs stóran greiða er hann seldi bankanum hlut í ríkisfyrirtækj- um fyrir lágar upphæðir. Málið á sér rætur í gjörspilltu kerfmu í Rússlandi og hefur verið rakið aftur til kosninga- baráttunnar fyrir forsetakjörið á síð- asta ári. Fyrrihluta árs 1996 var staða Jelts- íns í kosningabaráttunni afleit og kommúnistinn Gennadíj Zjúganov hafði um 20% forskot á forsetann. Jeltsín sá sitt óvænna og kallaði Tsjúbajs til aðstoðar en forsetinn hafði neyðst til að reka hann úr embætti aðstoðarforsætisráðherra nokkrum mánuðum áður að kröfu andstæðinga sinna. Tsjúbajs sneri aftur til að tryggja forsetanum endurkjör, hvað sem það kostaði, og stjómvöld og fjölmiðlar í Rússlandi veittu þegjandi samþykki sitt. Fjölmiðlar í hendur kaupsýslumanns Þeir þögðu þunnu hljóði er sást til aðstoðarmanna Tsjúbajs þar sem þeir bám kassa fulla af fé út úr stjórnar- byggingum. Það sama var uppi á ten- ingnum þegar Tsjúbajs færði litlum hópi fjárfesta eignir stjómarinnar á silfurfati. Mótmælaraddir heyrðust vart og fjárfestarnir þökkuðu fyrir sig með því að dæla fé í kosningabaráttu Jeltsíns. Þegar endurkjör Jeltsíns var tryggt vörpuðu kaupsýslumenn, i Rússlandi og á Vesturlöndum, öndinni léttar og klöppuðu Tsjúbajs lof í lófa fyrir vel unnin störf. Nú er hins vegar að koma í ljós hvaða verði endurkjör Jeltsíns var keypt. Fjölmiðlar fylktu sér að baki Jeltsín og sýndu hvers þeir voru megnugir er þeir lögðust á eitt að halda fram ágæti forset- ans og koma í veg fyrir að andstæðingar hans gætu kynnt sjónarmið sín. En á þeim tima sem liðinn er frá kosningunum hafa flestir áhrifamestu fjölmiðlarnir kom- ist í hendur kaupsýslumanna og hópa fjárfesta sem hafa verið ófeimnir við að beita þessum nýju eignum fyrir sig. Bankarnir sem fjármögnuðu kosn- ingabaráttu Jeltsíns bjuggust við því að vera verðlaunaðir fyrir framlag sitt og brugðust því ókvæða við þeg- ar Tsjúbajs og starfsbróðir hans, Borís Nemtsov, hugðust breyta við- skiptaháttum hins opinbera, láta af vinargreiðum fyrir fjársterka stuðn- ingsmenn og taka upp heiðarlegri starfshætti. Fjölmiðlum var sigað á stjórnvöld og þá ekki síst Tsjúbajs, sem lá vel við höggi, og voru árásirnar svo hat- rammar að enn hriktir í stoðum stjórnkerfisins. Hversu mikill er skaðinn? Það reyndist vera brenglað siðferð- ismat Tsjúbajs sem kom honum í vanda, þar sem hann þáði milljónirn- ar sex af stjórn bankans sem hann hafði verið afar hliðhollur. Tsjúbajs hafði reynt að sannfæra Rússa og vestræna fjárfesta um að hann hygð- ist gera breytingar á viðskiptahátt- unum í Rússlandi en sökk svo sjálfur á kaf í fen siðleysis. Skaðinn er augljós. Helstu aðstoð- armenn Tsjúbajs voru reknir og hann missti annað tveggja ráðherraemb- ættanna, var vængstífður en heldur þó enn lífi í pólitískum skilningi. Spurningin er hins vegar hversu mikill skaðinn er til langs tíma. Full- yrt hefur verið að dregið hafi mjög úr líkunum á umbótum á skattkerf- inu, hernum og ellilífeyriskerfinu, og Rússland, sem virtist á leið út úr langvarandi efnahagslægð, verði stefnulaust um nokkurn tíma. Um- bótasinninn Jegor Gajdar orðaði það svo að menn væru tilbúnir að ganga býsna langt til að koma í veg fyrir að kommúnistar kæmust aftur til valda, en að þegar menn gerðu samn- ing við „djöfulinn sjálfan“, yrðu þeir að gjalda þess. Dagar Tsjúbajs taldir? Margir eru þeirrar skoðunar að dagar Tsjúbajs í stjórninni séu taldir vegna hneykslisins og það á ekki síð- ur við á Vesturlöndum, þar sem menn hafa hingað til talið hann eina helstu trygginguna fyrir því að um- bótastefnan nái fram að ganga. Á meðal þeirra sem krefjast af- sagnar hans er leiðarahöfundur stór- blaðsins The New York Times sem segir Tsjúbajs bæði helsta hvatamann og höfuðóvin umbóta. Ólíklegt sé að Rússland væri komið eins langt á veg í átt að lýð- ræði og frjálsum markaði ef Tsjúbajs hefði ekki notið við. Hann hafi hins vegar orðið sér til minnkun- ar með því að þiggja fyrirfram- greiðsluna og eigi að víkja. „Tsjúbajs hefur verið ófeiminn við að hygla mönnum og fyrirtækjum til að greiða fyrir umbótum... En umbætur eru komnar það langt á veg í Rússlandi að ekki þarf lengur að beita hvaða siðlausu brögðum sem er til að koma þeim á. Það kann vissu- lega að reynast Jeltsín erfitt að skilja við svo mikilvægan aðstoðarmann en hann verður að koma Tsjúbajs frá áður en frekari blettur fellur á um- bótastefnuna." Nemtsov með í fallinu Sigurvegarinn í málinu er að margra mati Viktor Tsjernómyrdín forsætisráðherra. Hann hefur virst síður hallur undir áhrif kaupsýslu- manna en Tsjúbajs, þótt hann hafi á síðustu vikum sýnt einum helsta og fjársterkasta andstæðingi Tsjúbajs, Boris Berezovskí, sem Jeltsín rak úr öryggisráði sínu í haust, meiri vin- semd en áður. Berezovskí er talinn vera maðurinn á bak við herferðina á hendur Tsjúbajs. Tsjernómyrdín lýsti því yfir við brotthvarf Tsjúbajs úr embætti fjár- málaráðherra að hann myndi hafa umbótastefnuna í heiðri sem fyrr. „Af einhverri ástæðu hafa allir ákveðið að allt sé að breytast, allt sé slæmt og brotthvarf eins eða tveggja manna úr stjóminni kalli á hörmungar. Stefna_ stjórnarinnar mun ekki breytast. Ég ber ábyrgð á því gagnvart þjóð minni,“ sagði Tsjernómyrdín. Forsætisráðherrann virðist hafa séð til þess að Tsjúbajs tók að nokkru leyti annan umbótasinna með sér í fallinu. Til að koma til móts við stjórnarandstæðinga á þingi án þess að reka Tsjúbajs, ákvað Jeltsín að ráðherrar mættu aðeins gegna ein^ embætti. Fjórir aðstoðarráðherranna gegndu öðru embætti en aðeins Tsjúbajs og Nemtsov, ein helsta von- arstjarna Jeltsíns og umbótasinna, urðu að sjá af öðru ráðherraembætt- anna og er talið að Tsjernómyrdín hafi ráðið því. Rússneskir stjórnmálaskýrendur segja forsætisráðherrann hafa séð ofsjónum yfir frama Nemtsovs og því hafi hann orðið að láta orkumála- ráðuneytið af hendi, þrátt fyrir að hann hafi ekki tengst bókarhneyksl| inú. Tsjernómyrdín hefur enn einu sinni bjargað Jeltsín úr vanda. Hann á ágætt samstarf við kommúnista á þingi, rússneskir blaðamenn segja hægan talanda og óljósa hugmynda- fræði hans róa kommúnista því hann minni þá á valdamenn á sovéttíman- um. Honum tókst t.d. fyrir skemmstu að fá kommúnista til að hætta við að bera fram vantrauststillögu á stjórn hans og taka fyrir fjárlaga- frumvarp hans og ræða umbætur í skattamálum. Síðarnefndu málin tvö strönduðu hins vegar á reiði komm- únista vegna Tsjúbajs. Umbætur komnar vel á veg Fullvíst má telja að hefði máT Tsjúbajs komið upp fyrir tveimur eða þremur árum, hefði það komið í veg fyrir frekari umbætur. Nú vonast stjómvöld og fjárfestar hins vegar til þess að áhrifin verði skammvinn, þrátt fyrir að margir búist við þvi að þau verði mikil fyrst í stað, ekki síst á erlendar fjárfestingar. Athyglin sem málið hefur vakið varð til þess að verðfall varð á mörk- uðum. Rússneskir bankar, sem marg- ir hvetjir standa tæpt, kunna að grípa til þess að hækka vexti. Erlendir fjár- festar verða að hafa mánaðar fyrir- vara á, ætli þeir að hætta viðskiptum í Rússlandi og því munu áhrifin ekki vet'ða að fullu ljós fyrr en undir árslofy: Sumir fjánnálasérfræðingar hafa hins vegar verið svo bjartsýnir að halda því fram að komist á jafnvægi á heimsmarkaði á næstu vikum, muni Rússar ekki biða mikinn skaða. Vari niðursveiflan lengur, t.d. þijá mán- uði, sé hins vegar hætta á ferðum. Fljótt á litið virðast ijárfestar ekki mjög óttaslegnir og verð á rússneska hlutabréfamark- aðnum hefur meira að segja hækkað örlítið að nýju- Það er til marks um þaý hversu vel á veg umbætumar erú komnar að mati Sergei Markovs, pró- fessors í stjórnmálafræði við Moskvu- háskóla, en hann fagnar hneykslis- málinu sem kostaði Tsjúbajs fjármála- ráðuneytið og góðan orðstír. „Það sýnir okkur að umbætumar lifa póli- tísk deilumál af... Þetta sýnir að hugmyndir Tsjúbajs, stefna han^ taka honum sjálfum fram.“ Endurkjör Jeltsíns dýru verði keypt Áhrifin að fullu Ijós um áramótin

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.