Morgunblaðið - 28.11.1997, Qupperneq 42
42 FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Morgunblaðið/Steinunn
ÞÆR íris Hafþórsdóttir í sænskum þjóðbúningi og Ragnheiður
Ósk Guðmundsdóttir í upphlut kynntu dagskrána.
Sænskt kvöld
á bókasafni
Undur og stórmerki
Hvolsvelli - Nýverið héldu
nemendur í 7. og 8. bekk Hvols-
skóla á Hvolsvelli sænskt kvöld
í Héraðsbókasafni Rangæinga.
Tilefnið var norræn bóka-
safnavika og það að næsta vor
ætla þessir nemendur í skóla-
ferðalag til Svíþjóðar. Margt
var til skemmtunar. Lesin voru
verk sænskra höfunda, s.s. eft-
ir Astrid Lindgren og Selmu
Lagerlöv bæði á íslensku og
sænsku. Hljómsveit Hvolsskóla
flutti sænska tónlist. Þá kynntu
nemendurnir Svíþjóð og hérað-
ið sem þau ætla að heimsækja
í vor. Að lokum var boðið uppá
veitingar að sænskum hætti.
BOKMENNTIR
Unglingasaga
GALDRASTAFIR OG
GRÆN AUGU
Höfundur. Anna Heiða Pálsdóttir.
Kápa: Helgi Sigurðsson. Utgefandi:
Mál og menning 1997, - 171 síða.
FJÖRLEG og skemmtileg saga.
Kargur snáði, Sveinn 13 ára, nærri
14!, var á ferð með systur og móður
ásamt sambýlismanni
hennar. Dæmigerður
sunnudagsbíltúr, þar
sem hinir eldri völdu
leið framhjá dýrð
sjoppunnar; hossuðust
á rykslóða, þóttust vilja
fræðast um land og
þjóð, kofarústir, punt-
strá, lækjarsprænur og
polla; þóttust já, en til-
gangurinn sá einn að
ráðast, eins og geit-
ungar, að vamarlaus-
um unglingi, eg meina
sko manni. Stefna tek-
in í Selvog, og ekki
numið staðar fyrr en
við einhverja kirkju! I
ólund ráfaði táningurinn niður á
fjörukamb Engilsvíkur, horfði á
hafölduna reiða hramm að lágri
strönd, stóð þar ekki einn, heldur
við hlið ... (leyfum sögu að kynna
þér karl). Við Hlíðarvatn ákvað
móðir, að hjörð hennar skyldi ráðast
að lyngi, tæta og rífa, því nú var
beijatíð. Slíkt láta frjálsbornir menn
ekki bjóða sér, svo Svenni 13, sko
næstum 14!, leitaði uppi stein til
þess að leggjast undir. Steininn fann
hann, með einhveiju kroti á, eg á
við galdrastaf. Undur og stórmerki
skeðu, og Sveinn, er segir sögu,
hefði getað tekið undir með Jóni
Helgasyni, skáldi, er hann segir:
„hálfvegis vakandi,hálfvegis eins og
í draumi heyrði ég þungann í ald-
anna sígandi straumi.“
Orðinu „heyrði" hefði hann orðið
að breyta, því 1997 hvarf honum af
tjaldi og 1713 birtist, —
umlukti hann. Eins og
álfur úr hól gekk hann
í hlað að bænum Hlíð,
var boðin þar vist, unz
séra Eiríkur í Vogsós-
um tók snáða í læri. Þar
með var Sveinn orðinn
þjóðsagnapersóna,
deildi kjömm með
samtíð séra Eiríks, en
bar í kolli þroska er ald-
imar skilur, því öllum
ráðgáta, bæði vinum og
fyrstu ástinni með augu
græn. Ekki þó öllum,
því Þorsteinn blindi,
skyggn gamlingi, lýsti
fyrir Sveini því er hann
taldi sig þekkja og varð fegurra og
fegurra í sál hans, en hann skildi
ekki, hví hann var lokaður frá.
Fanga dreymir frelsi, jafnvel þó
hann viti það engan dans á rósum.
Svein dreymdi Kópavog. Allir
draumar eiga dagmynd. Hver
Sveins var, læt eg Ónnu eftir að
segja þér.
Víst er gaman að fylgjast með,
hvernig höfundur breytir lafhrædd-
um kenjakrakka í áhugasaman
ungling um erfð og sögu, — prúðan
pilt. Sannarlega lifir margt barnið
það, á aldursskeiði Sveins, að vakna
upp í heimi sem það telur sig gest
í, kannast þó við umhverfið allt,
aðeins ekki „álfinn" sjálfa(n) sig.
Þessa staðreynd nýtir höfundur sér
og gerir vel, því fjörugt ímyndunar-
afl knýr hann á þansprett, og stíl-
grip hans eru fim, svo að neistar
fljúga úr „sporum". Aðeins meiri
ögun finnst mér vanta, og sú er
spá mín, að þá henni er náð breyt-
ist gáskagrip í hýruspor. Skoðum
aðeins nánar. 13 ára snáði grípur
til orða, sem falla kannske ekki að
ströngustu kröfum máls, en taki
hann hreinlega að villast, verður
höfundur að leiðrétta hann. Tökum
dæmi: Á blaðsíðu 78 eru ullarkamb-
ar kallaðir hrífur. Það leyfir íslenzk
tunga ekki, þó kambar líktust
stundum „...hátinduðum hrífuhaus
með skafti út úr miðju“.(íslenzkir
þjóðhættir séra Jónasar frá
Hrafnagili, bls. 103). Á blaðsíðu
99 stendur „... sleikja mér upp við
...“, hér skal vera þolfall í stað
þágufalls. Sparðatínsia, rétt er það,
en áhugasöm munu börn fylgja
sögu Önnu, nema af, svo bráð-
snjöll sem sagan er, líkleg til að
komast i margra hendur, og því
má hvergi slaka á kröfum.
Kápa snjöll og lokkandi. Frá-
gangur allur útgáfunni til sóma.
Sig. Haukur
Anna Heiða
Pálsdóttir
Af ævintýrum og stórum stöfum
BÆKUR
Barnabækur
LÍSA í UNDRALANDI og
GALDRAKARLINN í OZ
eftir Lewis Carroll og L. Frank
Baum. Setberg 1997.
FLEST þekkjum við sögurnar
um ævintýri Lísu í Undralandi og
ferð Dóróteu til galdrakarlsins í
Oz - ef ekki úr bókunum sjálfum
þá úr sjónvarpsmyndum, teikni-
myndum, útvarpi eða af leikhús-
fjölum. Galdrakarlinn í Oz er ein-
mitt lesin í útvarpssögu barnanna
á rás 1 um þessar mundir og
bamaleikrit Borgarleikhússins á
þessu leikári er sótt á sömu mið.
Og nú hefur Setberg gefíð þessar
frægu barnasögur, Lísu í Undra-
BOKMENNIIR
Barnabókmenntir
ÞAÐ VAREKKI ÉG!
(LÍTIÐ EITT UM
HEIÐARLEIKA)
Eftir Brian Moses (texti) og
Mike Gordon (myndir). íslenska
þýðingu gerði Sigrún Amadóttir.
Mál og menning 1997.
AÐ REYNA að skjóta sér undan
ábyrgð með klausum á borð við
„Það var ekki ég!“ þekkja allir. Hið
þrönga einstigi réttrar hegðunar er
nefnilega oft þymum stráð. Hvar-
vetna leynast hættur og freistingar
til að falla fyrir. Þess vegna er svo
nauðsynlegt að hafa styrka hönd
að styðjast við og alveg sérstaklega
fyrstu sporin á ævibrautinni. For-
eldrar eru auðvitað best til þess
fallnir að veita ungum börnum leið-
sögn. Verkefnið getur verið flókið
og því er gott að geta gripið til bóka
um heiðarleika og önnur grundvall-
arhugtök í mannlegum samskiptum.
Einn helsti vandi höfundarins
landi og Galdrakarlinn í Oz, út í
nýrri og myndskreyttri útgáfu.
Sögurnar hafa verið styttar og
endursagðar svo þær henti börnum
sem farin eru að lesa af sjálfsdáð-
um, eins og stendur aftan á bók-
arkápunum, en þær henta ekki
síður til að lesa upp fyrir forskóla-
börn.
Ævintýri Lísu og Dóróteu eru
skemmtilegar lýsingar á ferðalög-
um telpnanna á óvæntar og ókunn-
ar slóðir óraunverulegra atburða
og atburðarása. Lögun og stærð
lífvera og hluta verður afstæð og
ótal spurningar vakna í litlum koll-
um hvort heldur sem er þegar
myndirnar eru skoðaðar eða meðan
á lestrinum stendur. Boðskapur
Lísu í Undralandi og Galdrakarlsins
í Oz felst ekki í uppeldislegum gild-
um heldur fremur í því að það sé
felst hins vegar í því að aðstoða
foreldrana við verkefnið með því
að koma efninu til skila með já-
kvæðum og skemmtilegum hætti.
Óhætt er að segja að félögunum
Brian Moses og Mike Gordon takist
hið fyrmefnda í bókinni „Það var
ekki ég!“ - lítið eitt um heiðar-
leika. Tvímenningamir kasta á milli
sín bolta. Brian varpar fram spum-
ingum og fullyrðingum á borð við
„Lygin hleður utan á sig...“ og
Mike túlkar svarið „eins og snjó-
bolti sem veltur niður fjallshlíð"
með glettnum teiknimyndum. Böm-
in þekkja formið, myndimar vekja
kátinu, og efnið ýtir undir umræður
um þarft efni.
Aftast í bókinni em ábendingar
til foreldra og kennara og yfirlit
yfír bækur þar sem tekið er á sama
efni. Atriðaorðaskrá fylgir í kjölfar-
ið. Aðeins einn galli fannst á bók-
inni. Hann felst í því óhagræði að
kaflafyrirsögn í efnisyfirliti skuli
ekki fylgt eftir þegar byijað er að
fjalla um viðeigendi efni síðar í
bókinni.
Anna G. Ólafsdóttir
í himnalagi að nota hugmyndaflug-
ið til hins ýtrasta og skrifa bullu-
sögur eins og sumt smávaxið fólk
myndi orða það. Sögurnar eru
ánægjuleg tilbreyting frá annars
mörgum ágætum bókum þar sem
fjallað er um óþægð og ólund eða
önnur vandamál sem tengjast
bamauppeldi. Annars tala vinsæld-
ir sagnanna sínu máli og ekki
mörgu við það að bæta.
Augnayndi
Letur bókanna er stórt og læsi-
legt enda er markmiðið með útgáf-
unni ekki síst það að þær henti
börnum sem em farin að lesa sjálf.
Texti hverrar blaðsíðu í Lísu í
Undralandi er einmitt mátulega
langur til að börn sem nýlega em
orðin læs geti einbeitt sér að
lestrinum auk þess sem mynd
• LATIBÆR í vandræðum er eft-
ir Magnús Scheving. Um að ræða
tvær útgáfur með sama heiti. Önn-
ur er ætluð til
lesturs fyrir börn
(3-6/7 ára) og
fylgir henni lita-
bók. Hún er
merkt „Fyrir
yngri“. Hin
höfðar til krakka
á aldrinum 7/8-
11/12 ára - og
er merkt „Fyrir
eldri“. Henni
fylgir sportbók með lýsingu á 40
æfíngum - í máli og myndum.
Íþróttaálfurinn fer í leyfí til að
hitta vini sína Eðvarð og Peggý
pílu. Á meðan kemur óprúttinn
náungi til Latabæjar og tekst að
villa um fyrir íbúum hans.
Latibær í vandræðum er sjálf-
stætt framhald Áfram, Latibær! og
Latibær á Ólympíuleikum.
Útgefandi erÆskan. Latibærí
vandræðum er 103 bls. ístóru broti.
Auglýsingastofan hið Opinbera!
hannaði kápu ogbraut um síður
(einnig í fylgiheftunum). Filmur
voru unnar af K-prenti. Prentsmiðj-
skreytir hveija blaðsíðu. Textinn í
Galdrakarlinum í Oz er svolítið
lengri en hann ætti ekki að vefjast
fyrir vel læsum krökkum. Ýmist
ein mynd eða tvær eru á hverri
opnu. Myndirnar í báðum bókunum
eru fallegar og vel gerðar, já, eigin-
lega augnayndi.
Það er einungis yfír einu að
klaga í þessum annars ágætu bók-
um Setbergs og það er ritháttur-
inn. Hann er alls ekki í samræmi
við auglýsingu um íslenska staf-
setningu og ber keim af enskum
rithætti. Það á ekki að hafa stóran
staf inni í miðjum setningum nema
í sérnöfnum og það er óþolandi að
svo skuli vera í barnabókum og það
bókum sem ætlast er til að börnin
lesi sjálf og læra þar með af.
an Oddihf. prentaði bókina ogbatt
hana inn. Filmuvinnslu ogprentun
Litabókar Latabæjar og Sportbókar
annaðist Svartlist á Hellu. Myndir
teiknaði Halldór Baldursson.
Eva ogAdam - eða vera ekki -
saman - er eftir Máns Gahrton.
Þetta er önnur bókin í flokknum
sem kemur út á íslensku. Sú fyrsta
kom út í fyrra. Bækumar fjalla um
allt sem ungu fólki þykir mikil-
vægt: Vináttuna, áhugamálin og
auðvitað ástarskotin.
Eva og Adam hafa verið vinir -
en nú eru þau saman. „Hvenær
ætlið þið að kela?“ spyr Alexander,
vinur þeirra. Kærustuparið hefur
nóg að gera: Að kyssast í fýrsta
sinn, hittast án þess að leiðinda-
gaurarnir, bræður Evu, og óþolandi
mömmur tmfli - og vera saman!
Lýsing Máns Gahrtons á því
hvemig er að vera ungur og ást-
fanginn er gamansöm en jafnframt
skilningsrík, segir í kynningu.
Teikningar eru eftir Johan Unenge.
Útgefandi er Æskan. Bókin er
122 bls. GIH auglýsingastofa braut
um, K-prent annaðist filmuvinnu,
Hagprent/Ingólfsprent prentaði,
Flatey batt bókina inn.
Nýjar bækur
• SEX bækur eru komnar út í
bókaflokknum Skemmtilegu
barnabækurnar.
• Svarta kisa er nr. 9 í þessum
bókaflokki. Höfundur hennar er
Alice Williamson.
Sagan segir frá lítilli kisu sem
þykir mjólk góð en fær enga. Vil-
bergur Júlíusson endursagði.
• Skoppa ernr. 11. Höfundur
hennar er Alice Williamson. Vil-
bergur Júlíusson endursagði.
Sagan segir frá lítilli rauðri
skopparakringlu sem langar til að
læra að spinna og leitar að einhveij-
umtil að kenna sérþað.
• Úlfurinn ogsjö kiðlingarer nr.
37. Höfundur hennar er Richard
Scharry, sem einnig er höfundur
bókarinnar Húsið mitt sem bókaút-
gáfan Björk gaf út árið 1987. Stef-
án Júlíusson hefurþýtt bókina.
Sagan segir frá geitamömmu
sem á sjö kiðlinga og skilur þá
eftir heima þegar hún þarf að
skreppa frá.
• Þríhjólið hans Stebba er nr.
38. Höfundur er Pnina Moed-Kass.
Lorna Tomi hefur myndskreytt og
Stefán Júlíusson þýddi bókina.
Sagan er af Stebba og ferðum
hans á þríhjólinu sem hann er ný-
búinn að eignast.
• ÞegarKoIur verður stórer nr.
39. Höfundur er Lucille Hammond
en Eugenic hefur myndskreytt.
Stefán Júlíusson þýddi.
Sagan er um hundinn Kol og hin
ýmsu ævintýri sem hann lendir í.
Verð þessara bóka m/vsk. er kr.
262.
• Jólagjafire r að koma út í fyrsta
skipti hér á landi. Höfundur er
Ester Wilkin en Barbara Lanz hef-
ur myndskreytt. Stefán Júlíusson
íslenskaði textann og færði í bund-
ið mál. Segir þar af fyrstu jólunum
hans Jonna og öllum jólagjöfunum
sem hann fær. Vísurnar má syngja
við lagið „Bráðum koma blessuð
jólin". Jólagjafír er í heldur stærra
broti en þær bækur sem áður eru
taldar.
Bókin kom út í fyrrahaust í Bret-
landi og Bandaríkjunum og seldist
í milljónum eintaka í hinum ensku-
mælandi heimi. Verð m/vsk. er kr.
595. Bækurnar eru allar unnar hjá
prentsmiðjunni Odda.
María Hrönn Gunnarsdóttir
Að feta einstigi
Nýjar bækur