Morgunblaðið - 28.11.1997, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 28.11.1997, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1997 43 ' LISTIR • BERT og baðstrandagellurnar er sjöunda bókin um grallarann Bert. Bert hefur ákveðið að verja sum- arleyfinu í kvennarannsóknir og ætlar sér alþjóðlegan frama í grein- inni. Sumarfrí á sólarströndu gefur honum kærkomið tækifæri til rann- sókna en verst er að mamma og pabbi geta ómögulega hegðað sér eins og almennilegum foreldrum sæmir. Bókin er 220 bls. Leiðbein- andi verð er 1.580 kr. 0 GOTT hjá þér, Svanurler sjötta bókin um Svan sem er aðeins yngri prakkari en Bert. Svanur er góður í næstum öllu sem hann tekur sér fyrir hendur, að minnsta kosti að eigin áliti. Hann er sérstaklega góð- ur í að sjarma stelpur. En þó eru fáein smáatriði sem geta vafíst fyrir honum. Bókin er 148 bls. Leiðbein- a ndi verð er 1.480 kr. 0 DÚFA-Lísa og sonur vindsins er sjálfstætt framhald bókarinnar Dúfa-Lísa sem kom út fyrir nokkrum árum. Dúfa-Lísa er á viðkvæmasta aldri og skiptast á skin og skúrir í lífi hennar. Hér segir af rómantík, vináttu, sambandinu við mömmu og pabba - og son vindsins, dularfulla skáldið í almenningsgarðinum. Bókin er 176 bls. Leiðbeinandi verð er 1.480 kr. Bækurnar þrjár eru allar eftir Sören Oisson ogAnd- ers Jacobsson íþýðingu Jóns Daní- elssonar. Útgefandi er Skjaldborg. BOKMENNTIR Barnabók GRÝLA eftir Gunnar Helgason. Myndir eftin Þórarin Gunnarsson Blöndal. Bóka- útgáfan Hólar, 1997 - 32 bls. ÞAÐ er ekki oft sem lesendum gefst kostur á að lesa sjálfsævi- sögu tröllskessunnar Grýlu sem skapað hefur skelfingu og hrylling meðal íslenskra bama í áraraðir. I hugum fólks hefur Grýla tæplega haft á sér ákveðna mynd heldur aðeins lifað í hugarheimi hvers og eins. Helsta Grýlumyndin sem hef- ur verið til staðar í íslenskum barnabókum er mynd Halldórs Péturssonar úr Vísnabókinni þar sem Grýla gengur um með poka fullan af óþekkum börnum. í þessari endurminningabók Gýlu er hún hið ferlegasta tröll eins og vera ber. Hún hefur 12 eyru, 6 hvorum megin á höfðinu, og sagt er að hún hafi hala 15 þótt þeir komi ekki vel í ljós nema hvað þeir gægjast stundum undan pilsfaldinum eins og gulrætur. Einnig telur Grýla sig eiga 72 tröllabörn. í sögu Grýlu er m.a. fjallað um það þegar jólasveinarnir fara í bað á Hveravöllum í óþökk mömmu sinnar og þeir verða að reyna að útskýra fyrir henni hvaða breytingar hafa orðið á hlutverki þeirra í nútímanum þegar ekki dugar lengur að stela og stríða. Orðfærið er óvenju- legt, t.d. er kveðja Grýlu „Komið þið öll sömul sæl og beygl- uð“ (bls. 3). „Fimm- tán hala upp til guðs og korriró og han- anú!“ (bls. 3) er þó engan veginn við hæfi því í þjóðsögunni geta tröll aldrei nefnt nafn guðs án þess að hljóta illt af. Eins og vera ber meðal trölla er talsvert af endurtekning- um þar sem orð og setningahlutar eru tvíteknir til að leggja áherslu á það sem sagt er: „Lyktina og lyktina" (bls 8), „allt var hreint og hræðilegt og hræðilegt" (bls.6) svo aðeins séu dæmi tekin. Oft eru lokaorð setningar líka látin ríma s.s. bretta og fletta (bls. 3), og hnakkanum og makk- anum (bls. 6). Saga Grýlu er sögð af hugmyndaauðgi sem verður æ glanna- legri þegar á söguna líður. I síðustu köflun- um finnst mér höfund- ur fara algerlega yfir strikið. Fjallað er um jólaköttinn sem étur einn af sonum Grýlu og kerling refsar hon- um með því að leggja á hann söðul og ríða honum um fjöll og fímindi þar til hann er orðinn tamur eins og hestur. Loks em svo leidd til sögunnar tvö fyrrverandi „eigintröll" Grýlu - því ekki gátu þeir verið eiginmenn - þeir Boli og Gustur. Annar er hálf- ur hestur og hálfur tröllkarl, en hinn er hálft naut og hálfur af tröllakyni. Þeim er boðið til jóla- veislu en matur er enginn til í hellinum. Grýla krefur Leppalúða um að heilsa nú upp á „kviðmága" sína sem telja hann ekki Grýlu samboðinn. Grýla gleðst samt yfír því að þeir skuli ennþá vera skotn- ir í sér. Upphefjast nú hin mestu rifrildi og slagsmál sem enda með *" því að einn aðdáendanna lendir í potti Grýlu og verður að jólamat fjölskyldunnar. Hugmyndin að því að skrifa sögu Grýlu er sniðug og myndirnar nógu gasalegar til að hæfa þessari tröllkonu úr íslenskri þjóðtrú. En höfundur missir efnið út úr hönd- unum þegar líður á og sagan verð- ur að hálfgerðu klúðri í lokin. Það er erfítt að sjá að þessar nýju ófreskjur, Boli og Gustur, eigi nokkurt erindi í sögu Grýlu og síst er það til að prýða þjóðsöguna að * láta Grýlu framreiða ijúkandi steik úr fyrrverandi „eigintrölli" sínu á jólunum. Myndir Þórarins eru mjög fag- lega unnar, mikið af smáatriðum, og Grýla öll hin ferlegasta eins og vera ber. í myndunum er mikil hreyfíng og glannaleg glettni sem hæfir vel sögunni. Gaman er t.d. að sjá mýsnar sem skreyta sig með jólahúfum, laumast upp um hillur í bústað Grýlu. Það verður fróðlegt að fylgjast með þessum listamanni í framtíðinni. Sigrún Klara Hannesdóttir Grýla segir frá Gunnar Helgason 1- Islenskt sveitalíf BOKMENNTIR Unglingasaga KAPPI Á KROSSGÖTUM. AF JÓA í BORG OG SVEIT eftir Stefán Aðalsteinsson. Mál ogmenning, 1997 - 171 bls. STEFÁN Aðalsteinsson hefur vakið óskipta athygli fyrir gullfal- legar fræðibækur fyrir böm um íslensk dýr og náttúru sem Bókaútgáfan Bjallan gaf út. Honum er einstaklega vel lag- ið að lýsa náttúruleg- um fyrirbrigðum á einfaldan og fagran hátt sem allir geta skilið. Nú fetar hann inn á nokkuð aðrar brautir og sendir frá sér skáldsögu fyrir börn og unglinga um Jóa og líf hans fyrst í Reykjavík og síðan í sveitinni. í upphafi kynnumst við Jóa sem er ein- mana og vansæll eftir skilnað foreldra sinna. Hann er látinn fylgja pabba sínum en mamma fór með systur hans út á land þar sem hún tók upp sambúð með nýjum manni og þar á Jói hálfsystur. Pabbi er sjómaður og fjarverandi langtímum saman og Jói býr þá hjá frænku sinni sem ekki nær vel til hans. Við kynn- umst því hversu erfítt hann á í skólanum og svo strákaeijum og einelti. En svo kynnist hann Sig- rúnu sem er einkar góður kennari, hann eignast hana og dóttur henn- ar Möggu að vinum, og með þeim fer hann í sveit. Þegar Jói kemur í Mjóadal fær hann að kynnast gjörólíku lífi því sem hann lifði í Reykjavík því að á bænum er leitast við að sinna sjálfsþurftarbúskap og mest notuð gömul tækni við búskapinn. Jói er mjög jákvæður og námsfús og til- búinn að læra allt sem afi og amma vill kenna honum varðandi bú- skapinn. Jói lærir að mjólka geitur, skilja mjólk á skilvindu, slá með orfi og ljá, hann fer í smalamennsku og hjálpar til við rúning, fer á silungsveiðar og gómar lax og svona mætti lengi telja. I einni skoðunarferðinni finna þeir meira að segja kuml sem „ligg- ur þó nokkuð undir öskulaginu sem féll úr Heklu árið 1104“ (s. 139). Það eru kveðnar vísur og allir spreyta sig á kveð- skapnum og heimilislífið er ein- staklega gott og fagurt eins og það gerist best. í lýsingum sínum á þessum gömlu, íslensku vinnubrögðum er Stefán á heimavelli og lýsir ákaf- lega vel hvernig hvert verk var unnið, getur um orð og orðatiltæki sem tengjast þessum horfnu vinnu- brögðum sem eiga sér enga skír- skotun til lífs nútíma íslendinga sem flestir lifa í borgarsamfélagi. Hann útskýrir fyrir lesendum af einstakri þolinmæði það sem fyrir augun ber. Gaman hafði ég af því þegar höfundur leggur Jónínu, sem er meðlimur í Hundaræktarfélag- inu, í munn fróðleik um íslenska hundinn og afi veit að norrænir kettir hafa fundist í Ameríku. Þarna er einmitt vísindamaðurinn kominn með sínar eigin rannsóknir sem hann setur inn í söguna sem hluta af þeirri uppfræðslu sem Jói fær í sveitinni. Öll vandamál Jóa hverfa eins og dögg fyrir sólu þegar hann er kominn i Mjóadal og búinn að kynnast þessu ágætisfólki þar. Hann ætlar að ílengjast þar, að hausti er hann sæll og hamingju- samur, hefur eignast hvolp af ís- lensku kyni og bíldótt lamb sem á að marka með hans eigin marki. í sögulok er hann meira að segja búinn að sættast við strákana sem voru óvinir hans í Reykjavík. Trúlega er saga Jóa eingöngu hugsuð sem umgjörð um aðalatriði sögunnar sem eru lýsingar á bú- skaparháttum sem nú eru annað hvort horfnir eða að hverfa. Sem slík er bókin á mörkum þess að vera skáldsaga og fræðibók. Að mínu mati er mesta gildi sögunnar fólgið í lýsingum á þeim vinnu- brögðum sem brátt verða hvergi til sjáanleg en aðeins til í minni manna og uppskriftum þeirra sem hafa kynnst þeim af eigin raun. Sigrún Klara Hannesdóttir Stefán Aðalsteinsson Klókir krakkar BÆKUR Barnabók ÚT í VÍÐA VERÖLD eftir Iðunni Steinsdóttur. Myndskreytt af Brian Pilkington. Iðunn 1997 - 105 bls. ÞAÐ er hátíð í bæ. Það er vor og fjólurnar eru að springa út í Fjólubæ. Fjólurnar eru lifíbrauð bæjarbúa. Þeir þurrka þær, saxa og búa til te sem býr yfír lækningamætti. Þegar tegerðinni lýkur halda þeir út! heim að selja teið sitt og kaupa fyrir það allar aðrar nauðþurftir. En á veturna er bærinn einangraður frá um- heiminum vegna ófærðar og því erf- itt að fylgjast með því sem gerist þar. Það kemur því flatt upp á bæj- arbúa þegar óvæntur gestur kemur á fjóluhá- tíðina þeirra, sendiboði Frið- leifs góða. Sendi- boðinn flytur þeim aldeilis tíð- indi því hann segir Friðleif góða banna þeim að t!na fjólur, þær séu í útrýmingarhættu. Það verður uppi fótur og fít en hvers mega fáfróðir bæjarbúar sín gegn hinum alvitra og góða Friðleifi? Afleiðingarnar eru alvarlegar. Bæjarbúar verða fljótt hungraðir því þrátt fyrir nýjan atvir.nuveg, vöru- skiptaverslun, hefur enginn mat á boðstólum. Fullorðna fólkið bognar í bakinu, allt utan ein kona sem lætur ekki beygja sig og tínir nokkr- ar fjólur í trássi við bannið. Það lend- ir á ungu kynslóðinni að fara út í víða veröld, finna Friðleif og leita á náðir hans. Vinirnir þrír, Birta, Hers- ir og Dúi hafa Elliða forseta bæjar- stjórnar og klárinn Jarp sér til full- tingis. Sagan er þjóðlegt ævintýri með nútímaspurningum. Álfar, tröll og dvergar verða á vegi ferðalanganna ásamt landshornaflækingum og ýmsum náttúrufyrirbærum. Hver þekkir náttúruauðlindir best og kann að nýta þær? er meðal þess sem spurt er. Er það Friðleifur góði sem enginn hefur séð eða veit hvar býr? Eða eru það bæjarbúar sjálfír sem hafa nytjað auðlindina mann fram af manni öldum saman? Siðlausum gróðasjónarmiðum, fíkn og um- gengni við náttúruna er fléttað inn í ferðalagið og svarið er einfalt; láttu skynsemina ráða. Atburðarásin er hröð og spenn- andi og það reynir á hyggjuvit krakkanna þegar þau lenda í marg- víslegum hættum. Málfarið er fjöl- breytt nema að orðasambandið „bú- inn að“ einhveiju kemur of oft fyr- ir, til dæmis fjórum sinnum á tveim- ur blaðsíðum undir lokin. Letur og sagan eru einkum ætluð læsum krökkum sem lesa söguna sjálfir þó fleiri geti haft gaman af. Kristín Ólafs Kramhúsið verðlaunað SÝNING og kynning á ís- lenskri barna- og unglinga- menningu var haldin í Ham- borg í Þýskalandi nýlega. Sýn- ingin var á vegum Katholische Akademie í samvinnu við IKM (Das Institut Fiir Interdiszipl- inSre Kultur und Medien- Forschung). Á sýningunni voru Kram- húsinu í Reykjavík veitt verð- laun fyrir skapandi starf með börnum og unglinum á síðast- liðnum árum. Björn Bjarnason menntamálaráðherra veitti verðlaununum viðtöku fyrir hönd Kramhússins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.