Morgunblaðið - 28.11.1997, Side 46

Morgunblaðið - 28.11.1997, Side 46
MORGUNBLAÐIÐ 46 FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1997 AÐSENDAR GREINAR Flæðilínur - framför eða fásinna? í KJÖLFAR hinnar Jaörfu úttektar Huldu $ Ólafsdóttur sjúkra- þjálfara á vinnuum- hverfi fiskvinnslufólks hefur sprottið nokkur fjölmiðlaumræða. Því miður hefur hún verið á fremur neikvæðum nótum og mótast af þekkingarskorti og til- hneigingu til að ein- falda málin um of. Ein- blínt hefur verið á einn þátt, flæðilínur, og sú tilfinning sem eftir sit- ur er efi um hvort þær eigi yfirhöfuð rétt á sér í nútíma fisk- *• vinnslu, jafnvel að líðan fisk- vinnslufólks myndi batna, sem og hagur fiskvinnslunnar, ef horfið væri til vinnubragða fyrri tíðar. Þessu fer fjan-i og rétt að líta á málið frá fleiri hliðum. Flæðilínur þær sem framleiddar Flæðilínur eru ekki gallalausar, fremur en önnur mannanna ( verk, en Kristján Þ. Davíðsson telur kosti þeirra ótvíræða. eru á íslandi eru þróaðar og fram- leiddar í samstarfi margra aðila, hönnuða, framleiðenda og fisk- vinnslufólks víða um landið. Þær hafa rutt sér til rúrris bæði á ís- landi og erlendis og eru mikilvæg útflutningsvara. Þótt ætíð megi gera betur, ekki síst hvað varðar mannlega þáttinn, er einnig vert að geta þess sem vel er gert og má nefna að til dæmis í Færeyjum, Noregi, Kanada, Bandaríkjunum, •i S-Afríku og Chile eru í notkun flæðilínur hannaðar og framleiddar á íslandi. Alls staðar hafa þær þótt spor í átt til framfara. Það er ljóst að flæðilínur eru hvorki töfralausn né endastöð í þróun tækjabúnaðar til fiskvinnslu. Þær eru ekki gallalausar, fremur en önnur mannanna verk, en kostir þeirra eru ótvíræðir og það eru líklega fæstir sem í fiskvinnslu starfa sem vilja aftm- til gömlu „góðu“ dag- anna og þess fyrir- komulags sem var fyr- ir daga flæðilínanna. Það er nefnilega ljóst að þótt hægt sé að gera vel með bakka- kerfi þá er það dýrara og óhagkvæmara. Því hefur jafnvel verið haldið fram að flæðilínur væru að hluta skýring á vanda fiskvinnslunnar og að milljónatugum hafi verið kastað á glæ með fjárfesting- um í flæðilínum. Ástæðan sé sú að með tilkomu flæðilína í frystihús- um hafi afkastamiklir starfsmenn dottið niður í meðalmennskuafköst. Orsök þessa er ekki tækin í vinnsl- unni heldur launakerfín. Hópbónus er ráðandi fyrirkomulag í fisk- vinnslu í dag, en flæðilínur, að minnsta kosti þær sem framleiddar eru af Marel, hafa boðið upp á ein- staklingseftirlit, sem gefur mögu- leika á einstaklingsbónus, síðan ár- ið 1992. ... * - -•'•'.,. Hið jákvæða „gleymist" Vissulega er það þarft verk að gera úttekt á starfsumhverfi í stærsta og mikilvægasta iðnaði landsins. Þó er vert að hafa í huga þegar ályktanir eru dregnar að í rannsókn þeirri sem var kynnt í fréttum voru bomir saman hópar sem ekki eru að öllu leyti sambæri- legir. Bornar eru saman vinnuað- stæður, tæknilegar og félagslegar, eins og þær voru annars vegar fyr- ir áratug og hins vegar fyrir fjór- um árum. Einnig er rétt að hafa í huga að tækninni fleygir fram og á síðustu fjórum árum hefur margt breyst, bæði tæknilega og ekki síður fé- lagslega. Flæðilínur sem og önnur tæki hafa veríð þróuð áfram og ný tækni verið innleidd, til dæmis sjálfvirkar skurðarvélar fyrir bita- skurð fiskflaka og sjálfvirk innmöt- un á flokkunar- og pökkunai’vélar. Kristján Þ. Davíðsson 1/ U Vönduð vara á afar hagstæðu verði. Ókeypis teikningar og tilboðsgerð. Góður magn- og staðgreiðsluafsl. Við bjóðum allt sem þig INNRÉTTINGAR OG RAFTÆKI i eldhúsið, barnaherbergið, þvottahúsið og að auki fataskapa í svefnherbergið, barnaherbergið og anddyrið. Nettaf^ ELDHÚS - BAÐ - FATASKÁPAR /ponix HÁTÚNI6A REYKJAVlK SÍMI 552 4420 Vitund fólks og kröfur þess til starfsumhverfis breytast einnig ört í samræmi við breyttar áherslur í þjóðfélagsumræðunni. I fjölmiðlaumræðu er oft hætt við að of grunnt sé farið í málefnið og í stórum fyrirsögnum slegið upp neikvæðu hliðunum. Augljóst dæmi um þetta er umfjöllunin um líðan fólks sem vinnur við snyrtingu flaka á flæðilínum. Þar er ítrekað nefnt að óþægindi í úlnliðum og fingrum hafi aukist hjá starfsfólki við flakasnyrtingu á árabilinu 1987 til 1993. Þess er hinsvegar lítt eða í engu getið að líðan í hnjám og ökklum er marktækt betri og að óþægindi í hálsi, herðum og mjó- hrygg eru minni, þótt ekki sé marktækur munur staðfestur á þessu atriði. Þegar litið er á þetta má sjá að áhrif flæðilína á líðan starfsfólks eru að sumu leyti til betri vegar, að sumu leyti ekki. Ný tækni - betri vinnuaðstæður Þróun flæðilína og annarra tækja til fiskvinnslu er hvergi nærri lokið, hún er stöðugt í gangi og meðal þess sem nýjasta kynslóð flæðilína frá Marel er búin, auk hönnunar sem bætir meðferð flakanna, er skömmtun inn á vinnustæðin. Þetta minnkar þörf á löngum handarteygjum og mun efalítið koma fram í betri líðan starfsfólks. Með flæðilínunum er einnig búið að fjarlægja að mestu leyti þjónustustörf við snyrtingu og pökkun, burð á þungum bökkum og annað strit því tengt. Auk þessa hafa flæðilínur sann- að gildi sitt svo ekki verður um deilt hvað varðar vörugæði, nýt- ingu hráefnis, sveigjanleika í vinnslumöguleikum og afkasta- möguleika. Mun einfaldara var að setja upp fjölbreytta vinnslumögu- leika og fylgjast með þeim vinnslu- þáttum sem þarf að vaka yfir; nýt- ingu, afköstum, afurðasamsetningu og gæðum svo dæmi séu nefnd. Vinnuaflsþörf minnkaði og fram- leiðni jókst í kjölfar fækkunar á þjónustustörfum. Og þvert á það sem margir hefðu ef til vill búist við fækkar störium ekki í heild heldur eykst fullvinnsla hér heima og tekjur þjóðarbúsins með. Tækninni fleygir fram og innan fárra ára væntir Marel þess að geta kynnt vélmenni sem tekur við því einhæfa og iðulega hættulega starfi að raða fiski í vélar, til dæmis hausunarvélar. Þess má einnig geta að þegar eru framleidd hjá Marel tæki sem taka við frosnum fiskstykkjum frá lausfrystum, ís- húða þau og raða þeim svo sjálf- virkt í flokkunar- og pökkunarbún- að. Eitt slíkt tæki vinnur gjarnan á við tvo til fjóra starfsmenn sem þyrftu annars að raða ísköldum fiskstykkjum á færiband, 100 - 200 stykkjum á mínútu allan dag- inn árið um kring. Hlutverk stjórnenda mikilvægt Notkun flæðilína er ein sér engin töfralausn. Það sem úrslitum ræð- ur er skynsamlegt skipulag og góð stjómun þeirra sem ráða fyrir hverjum vinnustað. Margir stjórn- endur nýta sér með góðum árangri að færsla fólks á milli starfa eykur fjölhæfni og fjölbreytni auk þess sem það tryggir að ætíð em tiltæk- ir margir starfsmenn sem kunna hvert starf. Einnig má ætla að samvinna verði betri þegar starfs- menn öðlast innsýn reynslunnar af störfum vinnufélaga sinna. Það sem skiptir máli í vinnuum- hverfi í fiskvinnslufyrirtækjum, rétt eins og í öðrum fyrirtækjum, eru ekki aðeins vélarnar og tækin sem notuð era við framleiðsluna heldur miklu fremur góðir og hæfir stjómendur sem nýta sér mögu- leika tækninnar og gera sér jafn- framt grein fyrir mikilvægi þeirrar auðlindar sem er mannauður fyrir- tækisins. Höfundur er sjávarútvegs- fræðingiir og starfnr sem sölustíórí hiá Mnrel hf. JÓN Sigurðsson er óneitanlega einn merkasti og framsýn- asti stjórnmálamaður sem Islendingar hafa átt. Stjórnmálamenn dagsins í dag mættu margt læra af Jóni forseta, t.d hvað varð- ar stefnuna í mennta- málum. Hvað hefði Jón for- seti sagt uni mennta- stefnuna? Árið 1842 skrifaði Jón forseti grein sem heitir „Um skóla á Is- landi“. Þar lagði Jón mikla áherslu á að auknu fjár- magni væri varið í eflingu skólans því „engum peningum er varið heppiligar enn þeim, sem keypt er fyrir andlig og líkamlig framför". Hann gagnrýndi harðlega yfirvöld síns tíma fyrir að veita lítið fjár- magn í skólana. Hann sagði einnig að það væri „hryggilegt að vita, hversu að vel- ferð landsmanna og framför henn- ar skuli vera svo lítils metin, að Jón Sigurðsson er einn merkasti stjórnmálamaður sem —7------------------------- Islendingar hafa átt og telur Þorvarður Tjörvi Ólafsson að margt megi af honum læra. engin úrræði skuli verða höfð til að bæta úr bráðustu nauðsyn landsins t... ] samt ítrekar meiri- hluti embættismanna-nefndarinn- ar fleirumsinnum - og eg er viss um það er sannfæring hans - að hann gjöri engan veginn lítið úr mentun, og vilji jafnvel bæði fjölga kennerum, bæta við fleiri bekkjum, lengja skólatímann og auka við lærdóminn - en það má ekki kosta nema svo ofboð lítið. Það er ómetanligt hvað slíkar sparnaðarreglur hafa skaðað Is- land og skaða það enn í dag, því þó það sé fátækt land þá er þó engan- vegin svo vesælt, allrasízt nú, að það geti ekki haldið við svo góðum skóla sem það þarf.“ Pólitískan vilja til að efla menntun hefur skort Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú farið með stjórn menntamála í meira en sex ár. Líklegt er að Jón forseti yrði lítt hrifinn af þeim „sparnaðarreglum" sem þeir hafa farið eftir. íslendingar verja hvað minnstu fjármagni til menntamála af öllum ÖECD löndunum, aðeins fjögur lönd verja minna! Grunnskólinn fær ekki nóg. Framlög á hvern grannskólanem- anda eru um tvöfalt hærri á hinum Norðurlöndunum en á íslandi. Framhaldsskólinn fær ekki nóg. Á síðasta ári voru samþykkt ný framhaldsskólalög þar sem m.a. er gert ráð fyrir eflingu verknáms. Það voru orðin tóm. Ríkisstjórnin samþykkti um hæl 200 milljóna króna niðurskurð til framhalds- skólanna. Háskóli íslands fær ekki nóg. Við íslendingar verjum þjóða minnst innan OECD í háskóla- menntun. Auka þyrfti fjárframlög til HÍ um 250 milljónir til að ná því marki sem þau voru árið 1991 þegar Alþýðubandalagið fór síðast með stjórn menntamála. Ríkis- stjórnin gerir hins vegar aðeins ráð fyrir 60 milljóna króna aukn- ingu í fiárlögum fyrir næsta ár. Þetta eru sorglegar tölur. Ráðamenn þjóð- arinnar hafa mikið rætt um nauðsyn þess að forgangsraða í þágu menntunar og að nauðsynlegt sé að auka framlög til menntamála. Efndirn- ar hafa hins vegar verið engar. Pólitísk- an vilja hefur skort. Og á meðan mennta- kerfið er svelt heldur sukkið og svínaríið í bankakerfinu áfram. Orðræða ríkisstjórn- arinnar um að pening- ar til að verja í mennt- un séu ekki til fellur um sjálft sig þegar sukkið í bankakerfinu er skoðað. Síðan árið 1993 hefur 1,3 millj- arður farið í bíla, risnu og ferðir hjá ríkisbönkunum. Háskóli Is- lands biður um 250 milljónir en fær sextíu. Ríkisbankarnir eyða hins vegar 678 milljónum í bíla- styrki og 205 milljónum í risnu. Bankastjórafrúr fá hátt í hálf kennaralaun á mánuði frá bönk- unum. Og ríkisstjórnin vogar sér að halda því fram að engir pen- ingar séu til, það verði að skera niður í menntakerfínu eins og annars staðar! Pólitík er spurn- ing um rétta forgangsröðun og trúverðugleika. Núverandi ríkis- stjórn skortir hvorttveggja. Afrek ríkisstjórnarinnar í menntamálum felast ekki í efl- ingu menntunar. Afrek hennar felast í því að hafa velt kostnaðin- um við menntakerfið yfir á náms- menn og afnema þannig í reynd jafnrétti til náms. Á síðustu árum hefur verið gerð atlaga að Lána- sjóði íslenskra námsmanna, þá hafa verið tekin upp innrituriar- gjöld, efnisgjöld, fallskattur, bókaskattur og svona mætti áfram telja - listinn er langur og nú á að lengja hann enn, það á að „heimila“_upptöku skólagjalda við Háskóla Islands. Fyi'ir 155 árum sagði Jón forseti að það væri hlutverk stjórnvalda að sjá til þess „að svo verði hagað til að enginn kraptur [...] mistist, sem stoðað gæti til velferðar alls fé- lagsins, heldur að sérhverjum stæði vegur opinn til að nema það sem honum væri best lagið“. Rík- isstjórnin hefur hins vegar vegið harðlega að þessum grundvallar- rétti um jafnrétti til náms sem hefur lifað í takt við réttlætis- kennd þjóðarinnar allt frá dögum Jóns forseta. Þjóðfélag framfara og jafnaðar Menntastefna ríkisstjórnarinnar sem felst í afnámi jafnréttis til náms og því sem Jón forseti nefnd „spamaðarreglur“ er atlaga að framtíðinni. Islendingar eru fjórða yngsta þjóðin innan OECD, um fjórðungur íslendinga eru á grannskólaaldri. Möguleikar okk- ar til að skapa þjóðfélag framfara og jafnaðar á næstu öld era fólgnir í að nýta þann mannauð sem býi' í æsku landsins. Látum ekki skammsýni ríkisstjórnarinnar hindra okkur á þeirri för. Því eins og Jón forseti minnir okkur á: „eptir því sem [þjóðirnar] eru daufari og afskiptaminni um að læra sem allramest það, sem nyt- samt og fróðligt er bæði innan og utanlands, eptir því standa þær neðar í röð [hinna] menntuðu þjóða“. Höfunilur er formaður Verðnmli, samtnka ungs alþýðuhandalagsfólks og óháðra. Jón forseti og menntamál Þorvarður Tjörvi Ólafsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.