Morgunblaðið - 28.11.1997, Page 48

Morgunblaðið - 28.11.1997, Page 48
FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1997 AÐSENDAR GREIIMAR MORGUNBLAÐIÐ Bjarga útlendingar byggðinni? „HVERT stefnir siginlega þessi þjóð?“ spurði Skjalda rétt í þann mund sem ég þvoði júgrið á henni nú fyrir skemmstu. Hún hafði komist í Moggann og séð frétt- ir um áframhaldandi Siiksflutninga til höf- uðborgarsvæðisins. „Nú á malbikið," sagði ég heldur önugur, enda langþreyttur á fréttum af þessum toga. „Og ekki bara á eitthvert malbik held- ur á Malbikið sjálft, þar sem tveirþriðju hlutar þjóðarinnar eru þegar fyrir, á hið eftirsóknarverða Höfuðborg- arsvæði." - „Nú, er það nema eðlilegt?“ spurði Kola. „Á ekki öll uppbygging sér stað þar og er ekki mannlífið svo fjölbreytt þarna í fjölmenninu? Já, mér heyrðist £lavíð segja í viðtali um daginn að nú lifðu menn ekki bara af atvinnu sinni heldur þyrfti líka fjölbreytt mannlíf." - „Það er nú trúlega létt í maga að sjá útlenskar stelpur dansa berrassa eða geta drukkið sig fullan á fimmtíu krám í mið- borginni um helgar," hnussaði í mér. „Ekki svona neikvæður," sagði Kola, „ef þú værir maður með mönnum, Stefán minn, þá hefðir þú farið í Háskólann eða Versló og lært lögfræði eða við- .-jkiptafræði og ynnir í dag við að færa fé og upplýsingar milli staða, eins og svo vinsælt er í dag, og ef ekki það þá værir þú alla vega í fjölmiðlageiranum. Og þessum burðarásum þjóðfélagsins er nú ekki ofgott að lyfta sér aðeins upp að afloknum erfíðum vinnudegi.“ Mér var brugðið. Gat verið að Kola væri yxna? Henni gat ekki verið sjálfrátt. „Kola mín,“ sagði ég í umhyggjutóni, því yxna kýr geta nú verið kvefsnar, „hver hef- ur eiginlega komið því inn í höf- uðið á þér að þjóðin geti lifað af því að færa fé úr einum vasa í annan eða af því að segja okkur hvað sé næst á dagskrá í útvarp- ABu?" Og nú var komið að stóru ræðunni „Kæru kýr,“ sagði ég í upp- fræðslutón. „Það er nú ekki flókn- ara en það, að meðan íbúar þessa lands trúa því að lífshamingjan felist í borgarsamfé- lagi eins og nú er að þróast á höfuðborgar- svæðinu þá einfald- lega heldur fólki áfram að fækka á landsbyggðinni og fólkinu fjölgar fyrir sunnan. Reyndar verð- ur byggð áfram eitt- hvað víðar en þær byggðir verða annað- hvort hreinræktaðar verstöðvar eða nánast vemdarsvæði þar sem byggðinni verður bók- staflega meira og minna haldið uppi með byggðastyrkjum. Það er ekkert í pólitík dagsins í dag sem leyfir mér að draga aðrar ályktan- ir. Stórhuga stóriðjuráðherrar kunna að gefa einstökum byggðum lífsvon um nokkurra áratuga skeið en álver í Reyðarfirði minnkar að sama skapi líkur á að aðrir lands- hlutar eigi sér viðreisnar von. Þá er sameining sveitarfélaga ekki annað en skipulagsbreyting á formi þjónustu. Og við horfum uppá fiskinn fara meira og minna óunninn úr landi. Fátt bendir til að byggðaþróuninni verði snúið við, segir Stefán Tryggvason í þrumu- ræðu, sem hann hélt yfír kúnum í fjósinu. Nei, kæru kýr, það er því miður fátt í kortunum sem bendir til að byggðaþróuninni verði snúið við. Meðan við sem teljum okkur til landsbyggðarinnar erum sífellt að láta okkur dreyma um að fá og hafa allt eins og þau fyrir sunnan, og meðan sveitarstjórnarmenn bíða endalaust eftir því að ríkið eða einhver ósýnileg hönd færi þeim atvinnutækifæri og atvinnu- lífið bíður eftir meiri styrkjum og auknum kvóta, þá hlýtur þessi þró- un að halda áfram. Okkur fækkar og borgríkið styrkist. Það tekur eins og hálfa öld til viðbótar að keyra þessa þróun í strand. Þá verður byggðavandi íslendinga fækkun þeirra sjálfra með flutningi til annarra ríkja.“ „Er þá allt tapað og öll von úti?“ stundi Búkolla mædd. Ég hélt áfram. „Ekki segja útlendingamir sem koma til landsins. Það er eins og þeir sjái auð í öllu okkar um- hverfi: ótrúleg náttúra, ósnortið land, vistvæn þjóð, grænt land, dýrmætt strjálbýli og einstök saga þjóðarinnar. En afhvetju sjáum við Islendingar þetta ekki sjálfir? Af- hveiju finnst okkur ásættanlegt að nýta miðhálendið til raforku- framleiðslu fyrir mengandi stór- iðju, sækja stjórnlaust á fjarlæg fískimið, flytja inn óendumýtan- lega orkugjafa í stómm stíl, brenna og grafa óflokkað msl um allar jarðir, beita landið á stundum úr hófí og ögra náttúrunni með ýms- um öðmm hætti? Afhveiju þarf útlendinga til að benda okkur á að einhver mestu auðævi þessarar þjóðar felast einmitt í víðeminu og sttjálbýlinu? - Jú, kannski vegna þess að við verðum að gleyma ræðum stjórnmálamann- anna, síbylju fjölmiðlanna, væli þrýstihópanna og jafnvel um stundarsakir stund og stað til að öðlast þennan skilning. Við verðum að loka augunum, anda djúpt og hugsa um framtíð barnanna okk- ar. Við sem viljum sjá meginhluta landsins í blómlegri byggð eftir nokkra áratugi, þannig að fram- sækin atvinnustarfsemi fái þrifíst, verðum að leita samstöðu meðal þjóðarinnar um að byggja upp þjóðfélag sem býður upp á tvo góða kosti m.t.t. búsetu. Annars vegar öflugt höfuðborgarsvæði og hins vegar landsbyggðina, e.k. grænt samfélag, sem umframt allt virðir náttúruna og lifír með henni. En við verðum að gera okkur grein fyrir því að það er hið heildræna við þessa mynd sem gerir hana mögulega. Það er ekki nóg að framleiða vistvænt dilkakjöt eða selja ferðamönnum ferðir á sögu- slóðir. Það verður að vera hægt að markaðssetja landsbyggðina þannig að öll framleiðsla og þjón- usta falli að heildarmyndinni. Þannig munum við fá erlenda gesti, sem jafnvel gætu aukið íbúa- fjöldann um tugi prósenta, allt árið um kring. Þessir gestir kæmu til að njóta þjónustu heilbrigðis- stétta, einkum aldraðir og fólk í endurhæfingu, og fólk sækti hing- að menntun og fróðleik af ýmsu tagi auk þess sem enn er mjög mikið óunnið við að skapa heilsárs starfsemi í hefðbundinni ferðaþjón- ustu. - Þessum gestum okkar myndum við síðan þjóna með sölu á matvælum, menningu og mörgu fleiru löngu eftir að þeir væru komnir til sinna heima því þeir hafa þá flestir tekið „íslands- trúna“, sem ég kalla svo, og eru því tryggir neytendur. Já, stelpurnar mínar. Tækifærin eru til staðar. Við verðum bara að opna augun og trúa á landið okkar og okkur sjálf." Svo mörg voru þau orð. Það leið nokkur stund í þögn. Flestar kýrnar voru lagstar og jórtruðu. Þeim fór líkt og þjóðinni. Andríki og ákafi fyrirlesarans hafði víst farið framhjá þeim flest- um. Það var þó með meira móti í tveimur eða þremur kúm í kvöld- mjöltunum. Höfundur er bóndi á Þórisstöðum á Svalbarðsströnd í Eyjafirði. - kjarni málsins 1 Stefán Tryggvason Mannréttinda- brot á íbúum Kópavogshælis MEÐ breytingum á lögum um málefni fatlaðra, er samþykkt voru á Alþingi í maí 1992, var Kópavogs- hæli undanskilið frá lögunum, sem vist- heimili fyrir fatlaða. Það var skilgreint sem sjúkrastofnun, án þess að gera neinar samþykktir um rétt allra þeirra fötluðu einstaklinga er þar dvelja. Þetta voru hrein mannréttinda- brot á þessu fólki. Foreldra- og vinafé- lag Kópavogshælis gerði athugasemdir við lagafrum- varpið og varaði félagsmálanefnd Alþingis við hættunni sem fólst í frumvarpinu óbreyttu. Í þessum athugasemdum kom meðal annars fram: „Við aðra málsgrein laganna bætist. Vegna Kópavogshælis er áætlað að út- skrifa alla fatlaða sem ekki eru sjúkir á næstu 4 árum. Við fjórðu málsgrein langanna bætist. Þrátt fyrir þetta verður réttur vistmanna á Kópavogshæli sá sami og á öðr- um vistheimilum fatlaðra. Við óttumst, ef þetta kemur ekki skýrt fram, verði réttur skjól- stæðinga okkar véfengdur gagn- vart þessum lögum. I því sam- bandi má nefna 6. gr. um Svæðis- ráð og eftirlit þess. 28. gr. um styrk til tækjakaupa. 34. gr. um rétt til félagslegra íbúða. 37. gr. um réttargæslu, svo sem skipan trúnaðrmanns. Þar sem ekki hefur náðst sam- komulag um að Kópavogshæli heyri undir félagsmálaráðuneytið eins og önnur vistheimili, verður að setja bráðabirgðarákvæði í lög- in, þar sem fram kemur, að meðan fatlaðir eru vistaðir á Kópavogs- hæli nái lögin til þeirra, jafnt og á öðrum vistheimilum fatlaðra." Það hefur allt komið fram sem við óttuðumst og gerðum athuga- semdir um, við lagafrumvarpið. Skjólstæðingar okkar hafa ekki notið neinna þeirra réttinda sem fram komá í lögum um málefni fatlaðra frá 1992. Þeir fá ekki örorkubætur eins og aðrir fatlaðir heldur eitthvað sem nefnist vasapeningar fyrir fullorðið fólk. Þeir verða af öllum styrkjum frá Tryggingastofnun til kaupa á hjálpartækjum. Svæðisráð Reykjaneskjördæmis í málefnum fatlaðra, telur sig ekki hafa lög- sögu til að gæta réttar þeirra. Stjórnarnefnd Ríkisspítala gerði á haustmánuðum 1992 tillögu til heilbrigðisráðherra um breytingar á nafni og starfsemi Kópavogshæl- is. Frá 1. jan 1993 nefndist það endurhæfíngadeild Landspítalans, Kópavogi. Ráðherra fól stjórnar- nefnd að skipa nefnd til að útfæra betur tillögur sínar um framtíðar- fyrirkomulag Kópavogshælis og hefja viðræður við félagsmálaráðu- neytið um flutning íbúanna þaðan. Vegna klúðurs þáverandi for- stjóra Ríkisspítala, skilaði þessi nefnd ekki áliti fyrr en í mars 1994. Það dróst fram í október að stjórnarnefnd kom álitinu til heil- brigðisráðherra. Samkomulag varð milli ráðuneyta í mars 1995 um flutning 37 himilismanna af Kópa- vogshæli. Enn eru eftir 14 af þess- um_ lista. Á landsþingi Þroskahjálpar 26. okt. sl. kom fram í máli Páls Pét- urssonar félagsmálaráðherra, að 12 manns flyttu frá Kópavogahæli á næsta ári (1998), en óvíst væri um framtíð þeirra (75) sem eftir verða, þar sem áhöld eru um for- gangsröðun, vegna biðlista fatlaðra í heimahúsum. Við mótmælum þessu alfarið. Ef Framkvæmdasjóður fatlaðra getur ekki fjármagnað íbúðir og sambýli fyrir þetta fólk verður að fá sér- staka fjárveitngu frá Alþingi því mestallt húsnæði Kópavogs- hælis hefur verið fjár- magnað úr sjóðum fatlaðra og því verður að skila aftur. Óskiljanlegt er áhugaleysi stjórnamefndar Ríkisspítala og heilbrigðisráðuneytis um flutning vistmanna af Kópavogshæli. Það hýtur að vera þeirra hagur að fá húsnæðið sem fyrst undir þá starf- semi sem því er ætlað í framtíð- inni. Þess vegna skora ég á þessa aðila að aðstoða félagsmálaráðu- neytið að fá fjármagn í kaup á húsnæði fyrir þetta fólk. Stöðugildi á Kópavogshæli hafa verið fengin til að þjónusta þetta fólk og eiga því að fylgja með þegar það flyt- ur. Ríkisspítalar geta útvegað ný stöðugildi fyrir nýja starfsemi á hælinu. Þessi seinagangur er stjómvöldum til hábor- innar skammar, segir Birgir Guðmundsson. hér er um hrein mann- réttindabrot að ræða. Þessi seinagangur er stjórnvöld- um til háborinnar skammar og sýnir virðingarleysi við þennan hóp fatlaðra. Það er krafa okkar að haldið verði áfram að flytja íbúa Kópa- vogshælis út í samfélagið og því verði lokið hið allra fyrsta. Við teljum það mannréttindabrot á skjólstæðingum okkar að þeir dvelji á sjúkrastofnun án þess að vera veikir. Það eru 87 heimilismenn á Kópavogahæli nú og þeir verða af allri þjónustu er sveitarfélögin veita fötluðum. Svo sem niður- greiðslu á ferðaþjónustu fatlaðra, liðveislu og fl. Ætlunin er að flytja þjónustu við fatlaða til sveitarfélaganna 1. jan. 1999. Hvað verður um íbúa Kópavogshælis sem þá verða eftir á hælinu? Þegar fjallað er um mannrétt- indi fatlaðra og hvernig þau verði best tryggð, er rétt að hafa það hugfast, að fatlað fólk á að njólta allra borgaralegra, stjórnmála- legra, efnahagslegra, félagslegra og menningarlegra réttinda, sem felast í alþjóðlegum sáttmálum um mannréttindi á nákvæmlega sama hátt og aðrir þegnar þjóðfé- lagsins. Til dæmis segir í Mann- réttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna, að hver maður eigi kröfu til Íífskjara sem nauðsynleg eru til verndar heilsu og vellíðan hans sjálfs og fjölskyldu hans. Jafnframt er í yfirlýsingunni lagt bann við mismunun sem vísar sér- staklega til fatlaðra. Höfundur er formaður Foreldra- og vinafélags Kópavogshælis. Birgir Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.