Morgunblaðið - 28.11.1997, Blaðsíða 50
ð£> FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1997
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Konur og
karlar
í tölum
^FYRIR fyrstu kvenn-
aráðstefnu Sameinuðu
þjóðanna árið 1975 var
í fyrsta sinn safnað töl-
fræðilegum upplýsing-
um um stöðu kvenna
um allan heim. Þá tók
myndin af félagslegri
stöðu kvenna að ský-
rast fyrir alvöru. Töl-
urnar leiddu í ljós þann
gríðarlega mun sem er
á lífskjörum kvenna
eftir því hvort litið er á
suður- eða norðurhvel
jarðar, en jafnframt að
konur heimsins eiga
ffifirgt sameiginlegt í
oaráttunni fyrir bættri
stöðu. Þá þegar varð
ljóst að grípa þurfti til aðgerða á
mörgum sviðum, allt frá menntun
og atvinnu, til heimilisofbeldis og
kynfræðslu. Tölur segja ekki allt,
en þær gefa þó ákveðna mynd, vekja
spurningar og gefa kost á túlkun
staðreynda.
Hagstofa íslands gaf
nýlega út bæklinginn
„Konur og karlar
1997“. í fyrri grein sinni
fjallar Kristín Ast-
geirsdóttir um upplýs-
ingar sem koma fram í
ritinu.
Lengi vel gekk illa að fá kyn-
greindar tölulegar upplýsingar hér á
landi. Enn er það svo að stjómvöldum
verður á að gefa út skýrslur og kann-
anir þar sem eingöngu
getur að líta meðaltöl,
en framfarir em þó
miklar. Oft skiptir miklu
máli að greina í sundur
stöðu hópa og kynja til
að fá raunverulega
mynd af ástandi, t.d.
hvað varðar laun, at-
vinnuleysi, menntun og
heilsu, þannig að hægt
sé að grípa til viðeigandi
ráðstafana. Hagstofa
íslands hefur þó sannar-
lega lagt sitt af mörk-
um, ekki síst með bækl-
ingnum „Konur og karl-
ar 1997“, sem er nýbúið
að gefa út í annað sinn.
Ég ætla hér á eftir að
velta vöngum yfir nokkrum þeirra
upplýsinga sem koma fram í þessu
frábæra riti.
Fjölgun aldraðra
Það sem fyrst vekur athygli er
að nú eru töluvert færri konur í land-
inu á hveria þúsund karlmenn en í
upphafi aldarinnar. Árið 1901 voru
1.088 konur á hveija þúsund karl-
menn, en nú eru þær 995. Náttúran
virðist gera ráð fyrir meiri afföllum
meðal karla og það er líffræðileg
staðreynd að það fæðast ögn fleiri
sveinbörn en meybörn til að vega
upp þennan mun. Framfarir í læknis-
fræði, tækniþróun (t.d. við fiskveiðar
sem löngum tóku sinn toll) og breytt-
ir lifnaðarhættir gera það að verkum
að ótímabærum dauðsföllum karla
hefur fækkað. Munurinn á fjölda
karla og kvenna er þó óverulegur
og heldur ólíklegt að hann hafi ein-
hveijar félagslegar afleiðingar. Á
bak við hann liggja þó miklar þjóðfé-
lagsbreytingar. Annað atriði sem
snertir mannfjöldaþróun er fjölgun
Kristin
Ástgeirsdóttir
aldraðra. Öll vestræn samfélög spá
nú mjög í það hvaða afleiðingar
vaxandi hópur gamals fólks muni
hafa á atvinnulífið, velferðarkerfið
og skattbyrði komandi kynslóða.
Árið 1930 voru konur yfir 65 ára
aldri 9% kvenna á landinu en voru
á síðasta ári 13% kvenna. Því er
spáð að árið 2025 verði þær 19%
kvenna. Árið 1930 voru karlar eldri
en 65 ára 6% karla, árið 1996 voru
þeir 10% og verða 16% samkvæmt
spá fyrir árið 2025. Þessar tölur
sýna að mun fleiri konur ná háum
aldri en karlar og þegar hópur há-
aldraðra (80 ára og eldri) er skoðað-
ur eru þar um það bil tvær konur á
móti einum karli.
Eftir því sem við best vitum hefur
það ekki áður gerst í mannkynssög-
unni að svo stór hluti íbúa nái svo
háum aldri, enda var meðalaldur
löngum lágur einkum vegna vannær-
ingar og sjúkdóma. Vaxandi fjöldi
aldraðra kallar á greiningu á mis-
munandi þörfum eftir því hvort konur
eða karlar eiga í hlut. Félagsleg staða
kynjanna er ólík t.d. hvað varðar
vinnu, laun, lífeyri og tengsl við fjöl-
skyldu og sjúkdómar herja í mismun-
andi ríkum mæli á konur og karla,
sem reyndar er hægt að fyrirbyggja
og vinna gegn í meira mæli en við
nú gerum.
Víkur þá sögunni að fjölskylduhátt-
um íslendinga. Þegar litið er á hjóna-
vígslur kemur í ljós að þeim hefur
fækkað miðað við vígslur á hveija
þúsund íbúa. Á kreppuárunum (1930-
1940) fækkaði hjónavígslum verulega,
en tóku svo kipp eftir að heimsstyij-
öldin síðari hófst með Bretavinnunni.
Upp úr miðjum áttunda áratugnum
tók hjónavígslum mjög að fækka en
virðast hafa verið í jafnvægi það sem
af er þessum áratug. Á árunum
1961-65 voru 7,9 hjónavígslur á
hveija þúsund íbúa, en voru 4,7 á
árabilinu 1991-95. Á sama tíma hefur
hjónaskilnuðum fjölgað úr 0,9 á þús-
und íbúa í 2,0. Af þessum tölum má
ráða að hjónabandið hefur átt í vök
að veijast og fólk hefur frekar valið
óvígða sambúð en hjónaband. Þarna
liggja að baki viðhorfsbreytingar, m.a.
árhrif ’68-kynslóðarinnar og margvís-
legar þjóðfélagsbreytingar sem unnið
hafa gegn hjónabandinu og stöðug-
leika í Qölskyldulífi. Þessi þróun teng-
ist einnig annarri breytingu sem Evr-
ópusambandið hefur m.a. verið að
vekja sérstaka athygli á í sinni umfjöll-
un um félagsmál framtíðarinnar, en
það er fjölgun heimila þar sem aðeins
er einn fullorðinn, með eða án bama.
Ef marka má tölur Hagstofunnar
hefur lítil breyting orðið á hlutfóllum
milli fjölskyidugerða hér á landi síð-
astliðin 10 ár. Það er helst að fólki í
sambúð án bama hafi fjölgað. Þetta
vekur þá spumingu hvort hjónaband-
ið/sambúð standi hér fastari fótum
en annars staðar í Evrópu, eða hvort
við eigum eftir að sjá meiri breytingar
í átt við þær sem orðið hafa erlendis.
Fæðingartíðni, eða lifandi fædd
börn á ævi hverrar konu, hefur held-
ur farið lækkandi hér á landi, en það
athyglisvert að hún er þó meðal þess
mesta sem gerist í Evrópu. Aðeins
hinir rammkaþólsku írar hafa verið
iðnari en íslendingar við að eignast
böm. Bæklingur Hagstofunnar sýnir
svo ekki verður um villst að það eru
konur sem bera ábyrgð á fijósem-
inni, því þegar litið er á ófijósemisað-
gerðir á tímabilinu 1981-1995 kemur
í ljós að konur voru 93% þeirra sem
fóm í slíkar aðgerðir, karlar aðeins
7%. Körlunum hefur þó heldur fjölgað
á þessum áratug. Ég held að þessar
tölur segi meira um íslenskt samfélag
en margt annað. Tölurnar end-
urspegla það ábyrgðarleysi sem ein-
kennir allt of marga íslenska karla,
sem eignast börn út um borg og bý,
en kvarta svo sáran þegar kemur að
ábyrgðinni. framfærslu barnanna.
Því miður hefur lögunum um fóstur-
eyðingar og fræðslu um bameignir
frá 1974 verið slælega fylgt eftir.
Þar er verk að vinna til að koma í
veg fyrir ótímabærar þunganir og
erfiðleika í fjölskyldum. Þar getum
við margt lært af öðrum þjóðum, t.d.
frændum okkar Dönum, sem hafa
sinnt kynfræðslu almennilega með
þeim árangri að verulega hefur dreg-
ið úr unglingaóléttu og endurteknum
fóstureyðingum.
íslenskir
skuggar
í DREIFIRITINU
Bókatíðindum 1997, á
bls. 80, er undir yfir-
skriftinni „Ævisögur
og endurminningar"
kynnt bókin „Kín-
verskir skuggar" eftir
Oddnýju Sen. Bókin
er um móður mína,
Oddnýju Erlendsdótt-
ur Sen. í kynningunni
segir m.a.: „Þessa ein-
stæðu sögu ömmu
minnar og nöfnu segir
Oddný Sen hér og
sýnir lesendanum æv-
intýralegt lífshlaup
aldamótastúlkunnar
af Álftanesinu sem
örlögin bera yfir höf og lönd. “
Eftir þessa kynningu er eðlilegt
að menn líti svo á að ævisagan
sé sönn, byggð á traustum heim-
ildum, en móðir mín á tvö börn á
lífi, mig og Jón Sen fiðluleikara,
sem er faðir höfundar. Flestir
samtíðarmenn móður minnar er
þekktu hana vel eru fyrir löngu
látnir. Höfundur var rétt fimm ára
gömul er amma hennar lést hinn
9. júlí 1963. Hún hefur því ekki
getað þekkt ömmu sína með þeim
hætti og skynjað lífshlaup hennar
svo náið að hún væri þess umkom-
in að færa í letur ævisögu hennar
þrem áratugum síðar nema til
kæmu traustar heimildir nákom-
inna.
í eftirmála segir höfundur:
„...Ég hef byggt verkið á sögum
sem mér voru sagðar um hana og
bréfum hennar til vina og vanda-
manna; að öðru leyti er skáldað í
eyður..." Eins og áður er getið eru
flestir vinir og vandamenn móður
minnar er þekktu hana fyrir Iöngu
látnir og því harla ósennilegt að
þeir hafi sagt höfundi sögur af
henni. Mér er spurn: Hveijir eru
þessir sög'umenn?
Vegna heimildaskorts er
SKÁLDAÐ í EYÐUR, eins og
höfundur sjálf tekur fram í eftir-
mála í veikburða viðleitni sinni til
að firra sig ábyrgð. Hvað eru þá
staðreyndir og hvað er skáldskap-
ur eða hugarfóstur
höfundar? Ég vil því
benda á að bók þessi
er eins konar eldhús-
reyfari en ekki heim-
ildarrit um ævi for-
eldra minna.
Ævisaga sem
byggð er á moðsuðu
af staðreyndum,
skáldskap, söguburði
og rangfærslum er
ekki traustvekjandi.
Að blanda saman á
fijálslegan hátt stað-
reyndum og hugar-
burði í svonefndum
ævisögum mun að
vísu ekki vera óþekkt
fyrirbæri erlendis, en að höfundur
bókar sem tileinkar hana minn-
ingu ömmu sinnar og afa og lýsir
Ævisaga sem byggð er
á moðsuðu af stað-
reyndum, skáldskap,
söguburði og rangfærsl-
um, segir Signý Sen,
er ekki traustvekjandi.
samlífi þeirra á þann hátt eins og
kom fram i kafla þeim er Morgun-
blaðið var svo vænt að birta sunnu-
daginn 23. þ.m. held ég að sé al-
gert einsdæmi. Höfundi hefði verið
nær að birta valda kafla úr eigin
lífi, þar sem yrkisefni hennar
hefðu notið sín til fulls og ekki
þurft að skálda í neinar eyður.
Ég tek fram að ég hef hvergi
komið nálægt efni bókarinnar né
efnistökum höfundar. Ég harma
það ef söluvarningur þessi á eftir
að varpa ÍSLENSKUM SKUGG-
UM á minningu látinna foreldra
minna, Oddnýjar og Kwei Ting
Sen, og á bernskuheimili mitt.
Saga þessi er því að mestu leyti
skáldskapur en ekki sönn ævisaga.
Höfundur er lögfræðingur í
Reykjavík.
Signý Sen
Bindindishelgi
fj ölskyldunnar
NÚ NÁLGAST sá
tími tilhlökkunar sem
í hönd fer þegar fæð-
ingarhátíð frelsarans
gengur í garð. Hátíð
ljóss og friðar. Und-
irbúningur jólanna
ætti að vera börnum
jafnt sem fullorðnum
dýrmætur. Því miður
er oft svo að þeir sem
hafa orðið áfengis-
sýkinni að bráð
skemma sína eigin
jólastemmningu sem
og barnanna sinna.
Barn sem lifir í
spennu vegna mis-
notkunar áfengis
Ég minni á bindindis-
helgi fjölskyldunnar,
segir Gylfi Sigurðs-
son, og höldum öll jól
án áfengis.
nýtur ekki jólanna
sem skyldi. Ég hef
þá trú að úti í þjóðfé-
laginu sé fólk sem er
að reyna að hætta að
drekka og ég veit að
því fyrr sem ákvörð-
unin er tekin og fylgt
eftir, því ánægðari
verður viðkomandi
með sjálfan sig og
metur sig og sína á
meiri og betri hátt.
Til þeirra sem hafa
lofað sjálfum sér og
öðrum að drekka ekki
um þessi jól, standið
þið við það. Víman
er ekki þess virði að
eyðileggja líf sitt og annarra með
ofneyslu áfengis. Gangið því
hægt um gleðinnar dyr, samein-
umst um það að halda jól án
áfengis.
Guð gefi okkur öllum gleðileg
jól.
Gylfi
Sigurðsson
Höfundur er þingkona.
Höfundur er æskulýðsfulltrúi
I.nndakirkju.