Morgunblaðið - 28.11.1997, Síða 51

Morgunblaðið - 28.11.1997, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1997 51 AÐSENDAR GREINAR Andstæðingar kvótakerfisins ANDSTÆÐINGAR kvótakerfisins mynda fjóra hópa. í fyrsta lagi eru margir sjó- menn andvígir frjálsu framsali kvóta því að það hefur smám sam- an í för með sér hag- ræðingu, fækkun sldpa og sjómanna. En þeir hafa á röngu að standa um eigin hag. Hagur útgerðarinnar er um leið hagur sjó- manna, þegar til lengdar lætur. Þeir sjómenn, sem þurfa að færa sig eitthvað ann- að, geta gert það smám saman og munu finna góð störf við sitt hæfi, fái kvótakerfið að skila jafnmiklum arði inn í þjóðar- búið og það getur gert. I öðru lagi eru sumir vestfirskir útgerðarmenn andvígir aflakvótum. Þeir búa nálægt gjöfulum fiskimið- um og telja, að sóknarkvótar (til dæmis takmarkanir á leyfilegum veiðidögum) henti sér betur. En þeir hafa á röngu að standa um eig- in hag. Sóknarkvótar skaða alla út- gerðarmenn, þótt þeir skaði ef til vill hina vestfirsku minna en aðra. í stað þess að útgerðarmenn einbeiti sér að því að landa leyfilegum afla Hannes Hólmsteinn Gissurarson með sem minnstum til- kostnaði, eins og við aflakvóta, reyna þeir að veiða sem mest á sem skemmstum tíma, hvað sem það kostar, og standa að lokum uppi með allt of stóran og illa nýttan flota. í þriðja lagi eru sumir menntamenn andvígir því, að útgerðarmenn fái að ráðstafa arðinum af fiskveiðum. Þeir vilja, að ríkið geri hann upptæk- an með veiðigjaldi. Þeir telja væntanlega, að þeir geti haft meiri áhrif á þá Andstæðingar kvóta- kerfísins hafa, segir Hannes H. Gissurar- son, langflestir á röngu að standa um eigin hag. 32 stjómmálamenn, sem mynda hverju sinni meiri hluta á Alþingi, um ráðstöfun fiskveiðiarðsins en á rúmlega fjögur þúsund hluthafa í út- gerðarfyrirtækjum. Fyrmefndi hóp- urinn muni til dæmis frekar hlusta á óskir þeirra um hærri laun háskóla- prófessora, styrki til íslensku óper- unnar og niðurgreidd námslán til bama efnafólks. En þessir mennta- menn hafa á röngu að standa um eig- in hag. Þeir era ekki líklegir til að geta haft meiri áhrif á stjómmála- menn en útgerðarmenn. Þetta ættu þeir að hafa lært af reynslunni. Þess- ir menntamenn hafa verið ósparir á ráð um það, hvað gera eigi við þá rúmlega 100 milljarða króna upp- hæð, sem þingmeirihlutinn hefur nú þegar til ráðstöfunar árlega. Ekki hefur verið hlustað á þá. Þeir hafa enga tryggingu fyrir því, að frekar verði hlustað á þá um ráðstöfun þeirrar 10 milljarða upphæðar, sem hugsanlega fengist í ríkissjóð með veiðigjaldi. Ólíkt hinum þremur hópunum hefur hinn fjórði ekki á röngu að standa um eigin hag. Smábátaeig- endur eru andvígir aflakvótum, því að þeir vilja veiða eins mikið og þeir geta innan einhvers konar sóknarmarka. En smábátaeigend- ur eru ekki í raun að berjast fyrir varanlegum sóknarkvótum, því að þeir vita eins vel og aðrir, að þeir eru óhagkvæmir. Þeir era aðeins að tryggja sér aflahlutdeild í afla- kvótakerfinu íslenska. Þetta hefur þeim tekist vonum framar á síð- ustu áram. Undanlátssemi stjórn- málamanna við þennan háværa, vel skipulagða og freka þrýstihóp sýn- ir einmitt, hversu varasamt er að treysta þeim fyrir fiskveiðiarðirl^" um. Höfundur er prófessor i stjómmála- fræði i Háskóla íslands. 28 hver mínúta eftir kl.ig:oo á kvöldin 50 kr. PÓSTUR OG SÍMI jólatilboðin láta ekki á sér standa! 700 ríöa f/öktfrí mynd Super Black Line myndlampi (slenskt textavarp, sjálfvirk stöðvaleitun, Nicam Stereo hljóðkerfi, barnalæsing, svefnrofi o.fl. Black Matrix myndlampi, breiðtjaldsstilling. Nicam stereo, 70 stööva minni, tvö Scarttengi, NTSC afspilun, ísl.textavarp, fjarstýring o.fl. DAEWOO 6 hausa myndbandstæki meö NTSC afspilun, allar aðgerðir á skjá, tfmaupptaka, fjarstýring, Show View o.fl. Moulinex matvinnsluvél Kraftmikil ryksuga 1200 W, stillanlegur sogkraftur, fylgihlutageymsla og dregur inn snuruna. Tefal straujárn 1625 Brauðbökunarvél. Bakar 1 kg. I einu, 750 W Vélin bakar að nóttu til og þú snæðir volgt brauð að morgnil SONY cfd-vio 1400 W, rofar fyrir aukagufu og sprey, PTFE botn og sjálfnreinsibúnaður. Masterchef 650 - Hin sívinsæla frá Moulinex hakkar, hrærir, rífur, hnoðar, sker.... PHILIPS HQ3810 Feröatæki með útvarpi, kassettutæki og geislaspilara, FM/AM samræmd upptaka, tengi fyrir heyrnatól. 3 hausar m/tvöföldum hnífum, stillanlegum blöðum og hleðsluraf hlaða. erum l n®sla ^ús’v'^ 'Kr.* á íslandi RflFTffKJílUERfíUN ÍSLflNDS If - AN NO 1 929 - Skútuvogur 1 • S(mi 568 8660 • Fax 568 0776

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.