Morgunblaðið - 28.11.1997, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ
SKOÐUN
FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1997 53
þjónustu Sjúkrahúss Reykjavíkur
að þar starfar einstaklega hæft og
metnaðarfullt fólk. Dugnaður
starfsfólks við að takast á við næsta
vonlausar aðstæður hefur í raun
verið ótrúlega mikill. Petta ber að
þakka og meta að verðleikum.
Vissulega má fagna einstaka góð-
um áfanga sem náðst hefur síðustu
ár þrátt fyrir allt. Flutningur
bamadeildar af Landakoti í Foss-
voginn bætti mjög aðstöðu og þjón-
ustu við böm og aðstandendur
þeirra. Það hafði lengi verið til
vansa að helsti slysaspítali landsins
veitti enga sérhæfða þjónustu fyrir
böm og unglinga. Hjartadeild fékk
líka stærri og fullkomnari aðstöðu
sem eykur öryggi sjúklinga og auð-
veldar að veita þeim góða þjónustu.
Þá er uppbyggingin á öldrunarþjón-
ustu sjúkrahússins á Landakoti til
fyrirmyndar. Ástæða er til þess að
hrósa heilbrigðis- og fjárveitinga-
valdi fyrir sldlninginn sem sýndur
var á þessum þörfum.
Vinnubrögð sem ganga ekki
Ráðherrar og alþingismenn
verða að viðurkenna þann alvar-
lega vanda sem þróun síðustu ára
hefur skapað. Þeir vita að sjúkra-
húsin í Reykjavík þjóna ölium
landsmönnum sem þarfnast þeirr-
ar sérhæfðu þjónustu sem einungis
býðst þar. Hafa verður í huga að
íbúum landsins fjölgar frá árinu
1988 til loka þessa árs um nær 8%.
A sama tímabili fjölgar íbúum í
Reykjavík og í Reykjaneskjördæmi
um ríflega 14% en þar er aðalþjón-
ustusvæði sjúkrahúsanna tveggja.
Skilningur á þessu verður að skila
sér við afgreiðslu fjárlaga nú undir
jólin.
Það er ekki verjandi að viðhafa
áfram þau vinnubrögð við fjárveit-
ingar sem haldið hafa Sjúkrahúsi
Reykjavíkur í viðvarandi uppnámi.
Vinnubrögðin birtast í því að fjárlög
em afgreidd rétt fyrir jólin með
stórfelldri og augljósri fjárvöntun
til sjúkrahússins. Strax um áramót-
in hefst vonlaus leit að leiðum til
þess að komast inn í fjárlaga-
rammann. Sparnaðarleitin tekur
lungann af tíma stjórnenda og eyk-
ur óróleikann á spítalanum þegar
reynt er að þrengja enn frekar að
starfsfólkinu. Þær leiðir sem gætu
minnkað kostnaðinn svo mikið að
komist yrði inn fyrir rammann eru
siðferðilega óverjandi gagnvart
sjúklingum. Jafnhliða þessum ógeð-
felldu störfum inni á stofnuninni
ganga stjórnendur ítrekað á fund
ráðherra til þess að reyna að sann-
færa þá um að vonlaust sé að reka
spítalann án viðbótarfjárveitinga.
Embættismenn ráðherra og borg-
arstjóra eru settir í að leita með log-
andi Ijósum að aðgerðum sem taka
til beggja spítalanna í Reykjavík og
gætu leitt til spamaðar. Sú leit tek-
ur átta til níu mánuði ársins. Allan
þann tíma býr sjúkrahúsið við
óvissu um hvort og þá hve mikil við-
bótarfjárveiting fáist, greiðslustað-
an versnar og starfsfólk er undir
stöðugum þrýstingi peningaskorts-
ins.
Þumalskrúfur
Loks þegar þriðjungur er eftir af
árinu fæst viðbótarfjárveiting.
Skilyrðið er undirritun samkomu-
lags um aðgerðir til sparnaðar á
næsta ári. Menn standa frammi
fyrir því vali að skrifa undir sam-
komulag og fá þá viðbótarfé til
reksturs ársins sem er langt liðið
eða að sitja uppi með gatið úr fjár-
lögunum. Menn eru missáttir við
aðgerðirnar sjálfar og upphæðirn-
ar sem þeim er ætlað að spara eru
fremur byggðar á óskhyggju en
raunsæi og nákvæmum útreikning-
um. Rekstraráætlun komandi árs
er þó ætlað að byggja á sparnaðar-
tölum samkomulagsins og standist
þær ekki fá stjórnendur og starfs-
fólk vænan skammt af skömmum.
Auk þess er Reykjavíkurborg hót-
að með því að borgarsjóður skuli
greiða hallann ef spítalinn geti ekki
haldið sig innan fjárlaga. Þótt Rík-
isspítalar fari fram úr fjárlögum af
því að þeirra vandi er einnig ærinn
er nokkuð ljóst að sá halli verður
að lokum greiddur af ríkissjóði,
enda ráð fyrir því gert að ríkið
standi straum af rekstrarkostnaði
sjúkrahúsa í landinu.
Fólk sér í hendi sér að þessar að-
ferðir sem kenna má við þumal-
skrúfur taka óhemju orku frá
stjómendum og brjóta niður vinnu-
anda stofnunarinnar. Tíma stjórn-
enda sem ætti að fara í að þróa
þjónustu, byggja upp starfsfólk,
styrkja eftirlit, gæði og hagræði
þarf að eyða í látlausa varnarbar-
áttu gegn eyðileggingu spítalans.
Fortíðarvandann
verður að leysa
Upphæðirnar sem ber á milli
fjárveitinga í fjárlagafrumvarpi og
þess sem forráðamenn Sjúkrahúss
Reykjavíkur telja að þurfi á næsta
ári eru háar og kunna að vaxa
mönnum í augum. En horfi menn
raunsætt á þann vanda sem safnast
hefur upp undanfarin ár sjá þeir að
óskir spítalans eru eðlilegar og
ábyrgar. Ástand húsnæðis og
tækjabúnaðar er orðið svo slæmt
vegna sveltiáranna að óverjandi er
að bregðast þar ekki við. Ekki er
nóg með að múr hrynji úr húsum,
þök leki og vatn og vindar smjúgi
meðfram gluggum. Spítalinn getur
ekki brugðist við athugasemdum
opinberra eftirlitsaðila eins og vera
ætti. Þrengslin í aðalhúsnæði spít-
alans í Fossvogi má rekja til þess
að ekki hefur fengist nema hluti af
því framkvæmdafé sem áætlað var
að þyrfti vegna sameiningar Borg-
arspítalans og Landakots. Hvorki
sjúklingum né starfsmönnum er
bjóðandi upp á núverandi aðstæður
enda hefur mikil starfsemi verið
flutt suður í Fossvog án þess að
nægilegt rými bættist þar við. í
frumvarpinu eru sömu lágu upp-
hæðirnar ætlaðar Sjúkrahúsi
Reykjavíkur til viðhalds og tækja-
kaupa og verið hafa undanfarin ár.
Til nýframkvæmda er ekki ætluð
ein króna. Það er eins og höfundar
frumvarpsins hafi lokað augum og
eyrum fyrir ítrekuðum lýsingum á
ofangreindu ástandi. I nýút-
kominni skýrslu nefndar um for-
gangsröðun í heilbrigðiskerfinu er
bent á að eðlilegt sé að ætla sjúkra-
húsum 3-5% af útgjöldum til tækja-
kaupa. í frumvarpi til fjárlaga er
Sjúkrahúsi Reykjavíkur áætlað
u.þ.b. 1% af rekstrarfé til þessara
þarfa eins og mörg undanfarin ár.
Niðurskurður sem birtist í frum-
varpinu á rekstrarfé til starfsem-
innar er ekki síður óskiljanlegur.
Það hefði ekki komið á óvart ef
sjúkrahúsunum í Reykjavík hefði
verið ætlað að minnka rekstrar-
kostnað frá því sem starfsemin
kostar í ár um samtals 205 milljón
krónur. Það er sú upphæð sem sam-
komulag heilbrigðisráðherra, fjár-
KM90:
Verð frá kr. 29.830 stgr.
m/hakkavél.
Margir litir.
Fæst um land allt.
50 ára frábær reynsla.
/■/■
Einar
Farestveit&Co.hf
Borgartúnl 28 TT S62 2901 og S62 2900
KitchenAid
DRAUMAVÉL
HEIMILANNA!
málaráðherra og borgarstjóra frá
12. september sl. gerði ráð fyrir að
sparaðist á næsta ári með þeim að-
gerðum sem grípa á til. Þótt það sé
meira en vafasamt að sá spamaður
náist allur með aðgerðum sam-
komulagsins væri rökrétt að ætla
ráðuneytunum að skera burt þá
upphæð. Niðurskurðurinn á rekstr-
arfé til núverandi starfsemi er hins
vegar samkvæmt frumvarpinu 900
milljónir króna, þar af kemur ríf-
lega 400 milijóna króna niðurskurð-
ur í hlut SHR.
Hvað vill þjóðin?
Frumvarpið tekur auk þess ekk-
ert á uppsöfnuðum halla sjúkrahús-
anna í Réykjavík en í lok þessa árs
verður hann samtals rúmlega 700
milljón krónur.
Fólk hefur vissulega velt því fyrir
sér hvort markviss, pólitísk hugsun
búi að baki því að þjarma svo illi-
lega að sjúkrahúsunum í Reykjavík.
Hvort tilgangurinn sé sá að svelta
þau til sameiningar og þar með
Sjúkrahús Reykjavíkur út úr hönd-
um Reykjavíkurborgar. Eða þá að
rýra þjónustu þeirra svo mildð að
ló-öfur um einkarekin sjúkrahús
verði kröftugri.
Sé þetta tilgangur manna ættu
þeir að segja það berum orðum og
takast á í opnum, pólitískum um-
ræðum um hvort þjóðin vilji gjör-
breytingu á núverandi heilbrigðis-
kerfi. Það væri mun siðlegra en að
neyða fram byltingarkenndar
breytingar með því að brjóta og
bramla og fóma í leiðinni hagsmun-
um sjúkra og slasaðra sem þurfa á
þjónustu sjúkrahúsanna að halda.
Ég á erfitt með að trúa því að
ráðamenn séu meðvitað að brjóta
niður sjúkrahúsin í Reykjavík í oF^
angreindum tilgangi. Mun líklegra
er að það markmið að ná fram
hallalausum fjárlögum hafi leitt þá
í freistni og lokað augum þeirra
fyrir raunverulegum vanda sjúkra-
húsanna. Vilji þeir koma í veg fyrir
hrun þjónustunnar verða þeir við
afgreiðslu fjárlaga komandi árs að
bregðast við veruleikanum sem við
blasir. Þjóðin fyrirgefur ekki að
sjúkrahúsin sem eru sérhæfð í því
að takast á við alvarlegustu sjúk-
dóma og slys verði eyðilögð. Um
það verður engin sátt.
Höfundur er formaður stjómar
Sjúkrahúss Reykjavíkur.
Þú getur gert frábær kaup í myndbandsupptökuvélum
í Japis, hér eru nokkur dæmi.
Panasonic
Panasonic NV RX10
Vélinni fylgir vegieg
taska og 4 spólur
VHS-C
14x sjálfv. aðdráttur (Digit.)
© Ljósnæmi 0,3 Lux
© Gleiðhornsiinsa
Sjálfvirk stilling á focus og mynd
« Program AE 3 stillingar
• Crystal Clear myndstilling
Panasonic NV SX3
• SVHS-C
© 14x stillanl. aðdráttur (Digit.)
• Ljósnæmi 1 Lux
• Hifi Stereo
: Super Image skjálftavörn
Gleiðhornslinsa
Program AE 3 stillingar
Crystal Clear myndstilling
Fjarstýring
Auto power saver
Antiground shooting
Panasonic NV RX50
VHS-C
• 25x stillanl. aðdráttur (Digit.)
e Ljósnæmi 0,7 Lux
e Gleiðhornslinsa
Super Image skjálftavörn
4 myndeffectar
■ Program AE 3 stillingar
Crystal Clear myndstilling
• Auto power saver
Antiground shooting
• Fjarstýring
Panasonic NV VX10
e VHS-C
e 17x stillanl. aðdráttur
e Ljósnæmi 0,3 Lux
e 3'Litaskjár
Gleiðhornslinsa
e Sjálfvirk stilling á focus og mynd
Program AE 3 stillingar
Crystal Clear myndstilling
e Fjarstýring
Panasonic NV RX20
VHS-C o14x stillanl. aðdráttur (Digit.) e Ljósnæmi 0,3 Lux e Gleiðhornslinsa e Sjálfvirk stilling
á focus og mynd e Program AE 3 stillingar e Crystal Clear myndstilling
Auto power saver e Antiground shooting e Fjarstýring
JAPIS
-hljóma betur
BRAUTARHOLTI OG KRINGLUNNI SÍMI 562 52