Morgunblaðið - 28.11.1997, Síða 56
56 FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1997
SKOÐUN
MORGUNBLAÐIÐ
TUGGAN í TÚN GARÐINUM
Um fáein aukaat-
riði í skrifum
Kristjáns Krist-
jánssonar
Í LESBÓK Morgunblaðsins hefur
um tíu vikna skeið mátt lesa skel-
eggan greinaflokk um póstmódern-
isma eftir Kristján Kristjánsson,
doktor í heimspeki frá St. Andrews-
háskóla í Skotlandi og dósent við
Háskólann á Akureyri. Stefnu þessa
ræðir hann frá ýmsum sjónarhom-
um og leggur það mat á hana að
hún sé „hnignunarheimspeki i ald-
arlok“. Að baki býr tilvísun í
frönsku hugtökin „décadence“ og
„fín de siécle" sem hafa verið notuð
til að lýsa menningarástandinu í
Evrópu í lok 19. aldar. Að sögn
Kr.Kr. varð þessi stefna til við það
að „reykinn frá kaffihúsum Parísar-
borgar lagði til listhúsa New York
r og samlagaðist andblænum þar“.
Fram kemur að svonefndir frum-
kvöðlar póstmódemismans hafi
flestallir verið franskir heimspek-
ingar eða „heimspekingar" innan
gæsalappa eins og Kr.Kr. kýs að
rita orðið þegar um franska heim-
spekinga er að ræða. Greinaflokk-
urinn allur angar eins og skambor-
ið eyfirskt tún af glaðhlakkalegum
háðsglósum og spotti í garð
franskrar heimspeki og er það satt
að segja ekki einleikið hvað skosk-
menntuðum íslenskum heimspek-
ingum virðist mikið í nöp við
franska starfsbræður sina. Þessi
sérkennilega afstaða er fyrst og
síðast óþarfi - því að íslendingar
ættu að sjá sóma sinn í því að geta
unnið sjálfstætt og fordómalaust
úr þeim heimspekihefðum sem þeim
eru tiltækar. Hver hefur sín til
ágætis nokkuð, og engin ástæða til
að innleiða breskættaða hleypidóma
gagnvart franskri heimspeki eða
meginlandsheimspeki almennt.
Auðvitað hafa Frakkar sína galla,
eins og flestir leiðsögumenn fá að
kynnast, en þeir hafa líka sína kosti,
ekkert síður en Skotar eða Englend-
ingar, og það marga og ágæta. Nú
fer því fjarri að ég telji franska
' heimspekinga hafna yfir gagnrýni
og mín vegna mega menn fjargviðr-
ast út í póstmódernismann eins og
þá lystir. En vegna þess hve hörðum
orðum farið er um franska heim-
speki í greinaflokknum, svo vart
getur sú mynd talist óhlutdræg sem
þar er dregin upp af henni, og þar
sem enginn hefur orðið til and-
svara, tel ég óhjákvæmilegt að taka
upp hanskann fyrir Frakkana í
þetta sinn.
TI1J3CÐ
HjáamyjuLiatafa
Qunnwta Jnginuvtaóonwt
Suðurveri, slmi 553 4852
Frönsk heimspeki hefur iðulega
mátt sæta því að vera kennd við
kaffíhús og tísku: við froðuna í
svarta expressókaffínu og jafnvel
líka reykinn sem stígur þar upp af,
og hvikult sviðsljósið sem beinir
athygli fólks að tilteknu málefni um
stund en hvarflar jafnskjótt frá því
aftur svo það er öllum gleymt eins
og það hefði aldrei komið til álita.
Samkvæmt þessari skoðun er
frönsk heimspeki loftkennd og yfir-
borðsleg, léttúðarfullt daður við
hugmyndir, oft býsna álitlegar en
ærið vafasamar, sem alvarlega
þenkjandi fólki er ráðlegast að láta
eiga sig. Þessir fordómar stafa
hugsanlega af þvi að Parísarborg,
háborg tískunnar og kaffíhúsanna,
hefur jafnan verið miðstöð fran-
skrar heimspeki og franskir heim-
spekingar oftar komist í sviðsljósið
en skoskir og enskir starfsbræður
þeirra. Kannski hafði það sín áhrif
að franski heimspekingurinn og rit-
höfundurinn Jean-Paul Sartre sat
löngum og skrifaði á kaffíhúsi. Það
var þó ekki til marks um annað en
gamla evrópska aðferð til að ráða
bót á lélegri upphitun í heimahús-
um. Af sömu ástæðu ætti að kenna
íslenska mótmælendaguðfræði við
ijósamennsku af því að Oddur Gott-
skálksson þýddi Nýja testamentið
úti í §ósi. Sannleikurinn í málinu
er hins vegar sá að franskir heim-
spekingar starfa sjaldnast á kaffi-
húsum, heldur við skólastofnanir
lands síns. Oftast nær byija þeir
að kenna í menntaskólum, færa sig
síðan yfír í smærri háskóla eftir því
sem stöður losna, og komast um
miðjan aldur, eða jafnvel fyrr ef
þeir hafa skarað fram úr, yfír í virt-
ustu háskólana sem flestir eru í
Parísarborg. Tveir þeirra sem
Kr.Kr. tekur í karphúsið hafa til
dæmis kennt við tvær af æðstu
menntastofnunum Frakklands,
Collége de France (Foucault) og
École Normale Supérieure
(Derrida). Einhverjir kynnu að
segja að þetta sýndi bara hve lélegt
franska menntakerfíð sé: ef þessir
eru við bestu skólana, hvemig eru
þá hinir? Því vitaskuld eru til fleiri
heimspekingar en þeir sem oftast
ber á góma í greinaflokknum.
Frakkar eiga sér langa og merka
hefð í heimspeki sem margt má af
læra. Þar er heimspeki til dæmis
kennd í framhaldsskólum, 2-8
stundir á viku eftir brautum, enda
er almenn opinber umræða um
heimspeki miklu meira áberandi í
Frakklandi en víða annars staðar
og velflestir menntamenn ágætlega
að sér um heimspekilegar forsendur
skoðana sinna. Meðal þess sem hin
franska skólaheimspeki leggur
mikla rækt við er að lesa og skýra
BÓKHALDSHUGBÚNAOUR
fyrir WINDOWS
Yfir 1.200
notendur
Ffl KERFISÞRÓUN HF.
PSJ Fákafeni 11 - Sími 568 8055
www.ireknet.is/throun
sígilda heimspekitexta,
t.d. eftir höfunda á
borð við Platón, Arist-
óteles, Descartes,
Hume og Kant, og
skrifa frumlegar heim-
spekilegar ritgerðir þar
sem nemendum er ætl-
að að glíma sjálfstætt
við hugmyndir, greina
þær og rökræða, oft
með það fýrir augum
að skapa nýjar hug-
myndir og sjónarhorn
til þess að mynda sér
eigin skoðanir og
greina og hugsa sam-
tímann. Franskir heim-
spekingar eru iðulega
leitandi hugsuðir sem breyta oft
afstöðu sinni frá einni bók til ann-
arrar, enda er tilgangur þeirra
gjarnan í og með sá að skapa um-
ræður. Verða því sumir hveijir
umdeildir og vekja athygli út fyrir
raðir heimspekinga. Margir, en
Vegna þess hve hörðum
orðum farið er um
franska heimspeki í
greinaflokki Kristjáns
Kristjánssonar um
póstmódernisma, telur
Gunnar Harðarson
óhjákvæmilegt annað
en taka upp hanskann
fyrir Frakkana.
langt frá því allir, hafa orðið þekkt-
ir að því að taka pólitíska afstöðu,
til dæmis Sartre, sem var vinstra
megin, en ekki má gleyma hugsuð-
um eins og Raymond Aron sem var
hægra megin í afstöðu sinni. Fæst-
ir te(ja þann hugsuð einberan kaffi-
húsaspeking og froðusnakk þótt
hann hafí verið franskur og meira
að segja tilheyrt minnihlutahópi
franskra gyðinga í þokkabót eins
og „tískuspekingurinn“ Derrida.
Lítum nú aðeins á útreiðina sem
franskir heimspekingar fá í greina-
flokknum. Sem dæmi má taka
hvemig Foucault er kynntur til sög-
unnar og hvaða umsögn hann hlýt-
ur undir lokin: „Fyrst er frægan
að telja Frakkann Michel Foucault
(f. 1926) sem var prófessor í sögu
hugmyndakerfa við College de
France er hann lést úr eyðni árið
1984. - Fyrir honum mætast aldrei
svo tveir ókunnugir einstaklingar í
ÐataCard
Plastkortaprentarar
fyrir félaga- og viðskiptakort
Gæðaprentun í lit
Otto B.Arnar ehf.
ÁRMÚLA 29 • 108 REYKJAVlK
SÍMI 588 4699 • FAX 588 4696
Ódáðahrauni að annar
beiti ekki hinn valdi;
valdi sem oft er blandið
sadisma - og þá í sam-
ræmi við kynhvatir
Foucaults sjálfs -“ (3.
grein) Frá hvaða heim-
spekilegum sjónarhóli
eru þessi ummæli
eiginlega sett fram?
Getur það hugsast að
lesandanum sé ætlað
að sjá beint samhengi
milli meintra lifnaðar-
hátta eða jafnvel óeðlis
Foucaults og heim-
spekilegrar hugsunar
hans? Eða hvers vegna
endilega í Ódáða-
hrauni? Og hvað segir hinn eyfírski
heimspekingur um næsta mann,
Jacques Derrida? „Allt sem hann
segir þar um heimspeki sína - er
óskiljanlegt blaður." (10. grein)
Allt? Látum nú vera að hér stæði
sumt eða jafnvel flest. En allt? Og
hver er svo rökstuðningurinn fyrir
þessu? Enginn. Eftir svona ummæli
er varla við mikilli miskunn að bú-
ast hjá Magnúsi, enda er annað í
sama dúr. Lesandinn fær afar tak-
markaða innsýn í viðfangsefni, for-
sendur, aðferðir og skoðanir þess-
ara heimspekinga. í stað þess að
fjalla um rit þeirra af réttsýni og
skilningi og styðja mál sitt rökum,
er hrært saman blöndu af sleggju-
dómum og skrumskælingu, sem á
að heita endursögn á kenningum
þeirra og lýkur iðulega á upphróp-
unarmerki til þess að árétta vitleys-
una! Raunar væri leikur einn að
taka hvern sem er sömu tökum og
Kr.Kr. tekur Foucault og Derrida.
Til að sýna fram á það skulum við
gera eina litla tilraun til að fjalla
um Wittgenstein, „frægasta heim-
speking 20. aldar“, á sama hátt og
Kristján fjallar um frönsku heim-
spekingana. Hvemig útreið hefði
Wittgenstein fengið ef hann hefði
orðið skotspónn Kr.Kr.? Hér er einn
möguleiki:
„Wittgenstein, sem oft er rang-
lega sagður frægasti heimspekingur
20. aldar, var austurrískur verk-
fræðingur af efnafólki kominn,
moldríkur, samkynhneigður iðju-
leysingi sem komst með einstæðum
hætti inn í samfélag heimspekinga
í Cambridge, þótt hann væri öldung-
is ómenntaður í heimspeki. Þar
rændi hann skörpustu menn vitinu
með þeim átakanlegu afleiðingum
að bresk-bandarísk heimspeki hefur
ekki enn náð að jafna sig á tilfínn-
ingarótinu sem hann olli meðal læri-
feðranna, enda hefur raunin orðið
sú, að engum hefur tekist að kom-
ast raunverulega til botns í hinum
bijálæðislegu heilaköstum hans. En
af því að hver um sig heldur að all-
ir hinir sjái þar gullkom sannleikans
sem ekki er annað en slettur úr for-
arvilpu lokleysunnar, þorir enginn
annað en ljúka lofsorði á rit þessa
svokallaða „heimspekings" og hrópa
upp yfír sig í andagt eins og ráðgjaf-
amir í Nýju fötunum keisarans:
Hvílíkt mynstur! Hvílíkir litir! Og það
þrátt fyrir þá hlálegu staðreynd að
allt sem hann segi þar um heim
speki sína sé óskiljanleg þvæla.“
Einfalt, ekki satt? Látum þá gott
heita og víkjum að öðm. Heimilda
greinaflokksins er getið neðanmáls,
og segja þær sína sögu um sjón-
deildarhring höfundarins í þessari
umræðu. Allar bækur eftir franska
heimspekinga sem vitnað er í heita
enskum nöfnum og em gefnar út
í Bretlandi eða Bandaríkjunum.
Samkvæmt greinaflokkinum skrif-
ar Foucault The Order of Things
og The Archaeology of Knowledge,
og gefur þær út í New York árið
1970 og 1972. En i raun og sann-
leika heita bækumar Les mots et
les choses og L’archéologie du savo-
ir og vora gefnar út í París 1966
og 1969. Þama munar fjóram áram
• Smiójuvegi 9 • Simi 564 1475*
Gunnar
Harðarson
á fyrri bókinni og þremur á hinni
síðari. Ekki er tekið fram að ensku
titlarnir -éu þýðingar né heldur
getið upprunalegs útgáfuárs.
Derrida, tii dæmis, gefur út tvær
bækur, Of Grammatology og Writ-
ing and Difference, fyrri bókina í
Baltimore árið 1976 en þá síðari í
Chicago árið 1978. En í raun og
vera heita þessar bækur De la
grammatologie og L’écriture et la
différence og komu báðar út í Par-
ís árið 1967. Munurinn þarna er
öllu meiri eða ein 10 ár að meðal-
tali. Og aðrir franskir eða frönsku-
mælandi höfundar fá sömu útreið.
Þannig er Baudrillard sagður gefa
út eina bók sína í St. Louis, Mo.,
árið 1981 en í rauninni kom hún út
í París árið 1972 og Lacan, sem fær
heldur betur fyrir ferðina sem
hnignunarspekingur í aldarlok,
skrifaði sitt endemis rugl á fjórða,
fimmta og sjötta áratugnum. Einna
verst er þó meðferðin á svissneska
málfræðingnum Ferdinand de
Saussure, þeim sem lagði grund-
völlinn að málvísindum nútímans,
því samkvæmt greinaflokkinum
heitir bók hans A Course in Gener-
al Linguistics og kom út í Skot-
landi árið 1974. En í raun réttri
nefnist hún Cours de linguistique
générale og kom út á frönsku árið
1916. Hér skakkar hvorki meira
né minna en 58 áram.
Af þessum og raunar öðram
heimildum höfundar sést hverrar
ættar sú umræða er sem Kr.Kr.
hefur verið að leggja fram skerf til
í Lesbók Morgunblaðsins um tíu
vikna skeið. Þetta er ekki íslensk
umræða, enda kemur það fram
strax í fyrstu grein Kr.Kr. að litlar
sem engar umræður hafí verið um
póstmódemisma á Islandi fram að
þessu. Því síður er hér á ferðinni
frönsk umræða, eins og sést glöggt
á þeim ummælum að póstmódern-
isminn hafi orðið til við að reykinn
frá kaffíhúsunum í París lagði til
New York og samlagaðist andblæn-
um þar. Það sem borið er á borð
sem nánast algildur sannleikur um
meinta helstu hugmyndafræði und-
anfarinna þriggja áratuga reynist
að mestu leyti sérstök ensk-amerísk
umræða, mótuð af tilteknum að-
stæðum, einkum í Bandaríkjunum,
þar sem hörð og jafnvel harðvítug
menningarpólitísk átök hafa staðið
um alllangt skeið milli þeirra sem
í því samhengi mætti ef til vill kalla
hefðarsinna og fjölhyggjumenn.
Einhvern veginn læðist sú skoðun
að manni við lestur þessa greinar-
flokks að höfundur hans sé talsmað-
ur einhvers konar heimspekilegs
rétttrúnaðar sem hafi gert það að
köllun sinni að útrýma heimspeki-
legri villutrú með því að brenna á
báli nokkra helstu forkólfa fran-
skrar samtímaheimspeki. Hvað er
nú orðið af mestu grundvallarrétt-
indum fijálsrar hugsunar sem era
þau að mega taka þá áhættu að
hafa rangt fyrir sér án þess að eiga
yfír höfði sér valdbeitingu af hálfu
annarra? Þessi „heimspekilega rétt-
hugsun" virðist vilja einskorða
heimspekihugtakið við svokallaða
„hefðbundna bresk-bandaríska
heimspeki", en ýta öllu öðra niður
á óæðri stall og uppnefna „heim-
speki“ innan gæsalappa. Þetta vek-
ur að vísu upp þá spurningu, hvað
sé hefðbundin bresk-bandarísk
heimspeki, þvi að með nokkram
rétti mætti segja að hún sé að
minnsta kosti að hluta til síðsprott-
inn angi af þýskri og austurrískri
heimspeki. _En það vita auðvitað
ekki allir. í bókinni Orðræða um
aðferð, sem er íslensk þýðing á riti
eftir franska heimspekinginn René
Descartes segir á einum stað að
eitt af því sem heimspekin kenni
mönnum sé „að tala spaklega um
hvaðeina og vinna aðdáun þeirra
sem minna vita“. Slikri heimspeki
hafnaði reyndar Descartes sjálfur
og lagði með því grandvöllinn að
heimspeki nútímans. En meðferðin
á franskri heimspeki í umræddum
greinaflokki sýnir að enn er alllangt
í land að „heimspeki" af þessu tagi
heyri sögunni til.
Höfundur hefur numið heimspeki
í Bandnríkjunum og Frakklandi.