Morgunblaðið - 28.11.1997, Side 59

Morgunblaðið - 28.11.1997, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1997 Í9 Tölvukjör S Canon BJC-80 / Frábær ferðaprentari! A4 litableksprautuprentari 720 dpi upplausn 2ja hylkja kerfi <r' 2 bls mín í lit kr. 22.500 Cation Canon BJC-250 A4 litableksprautuprentari 2ja hylkja kerfi 720 dpi upplausn 100 blaða arkamatari |(r. 19.900J Canon BJC-4300 -•) 1 A4 litableksprautuprentari 2ja hylkja kerfi Þessir nýju\ prentarar 720 dpi upplausn \ 2 bls mrn 1(1 frá Canon ertu búnir KjmsCamni kr. 24.900 nýrri prenttækni sem gerir ljósmyndir\enn heimilanna Sjiis) *Jj ifl, ÍÍií'J'J iíi'il Canon Faxafeni 5 - Slmi 533 2323 tol«ukjar®itn.U J ólaskemmtun í Hellisgerði styrktar alnæmissjúkum í HAFNARFIRÐI verður haldin Jólaskemmtun í Hellisgerði alla sunnudaga aðventunnar. Sérstök dagskrá verður í gangi alla sunnu- daga frá kl. 15-18. Garðurinn verð- ur lýstur með sérstökum hætti þar sem reynt verður að undirstrika dulúð og fegurð umhverfisins. Grunnhugmynd og markmið verk- efnisins er að undirstrika helga þætti og friðarboðskap jólanna, segir í fréttatilkynningu frá Hafnarfjarð- arbæ. Einnig segir að af sviði garðsins muni söngfólk láta heyra í sér þar sem leikskólakórar, barnakórar, kirkjukórai- og karlakórinn Þresth- munu gleðja viðstadda með hátíðleg- um söng og uppátækjum. Prestarnir muni annast og flytja hugvekjur og friðarboðskap. Leikhópar og jóla- sveinar muni koma fram samkvæmt dagskrá. Landsþekktir söngvarar og leikarar muni eiga sinn sess í dag- skránni og verði Sigríður Beinteins- dóttir meðal fjölmargra sem fyrst komi fram úr þeirri sveit sunnudag- inn 30. nóvember. Þá verði hand- verksfólk á staðnum er sýni muni sína og selji og Kvenfélagskonur verði með heitt á könnunni í Oddrún- arkoti og selji rjómavöfflui'. Morgunblaðið/Þorkell UNGT fólk vinnur að gerð Rauða borðans. Rauði borðinn til Equity Fights AIDS í lið með sér og hvöttu alla sem komu fram á Tony-verðlaunahátíðinni viku síðar til að bera Rauða borðann. „Rauði borðinn er alþjóðlegt tákn um samstöðu og samhug með þeim sem eru smitaðir. Þú getur lagt þitt af mörkum til þess að gera alnæmi sýnilegt í þjóðfé- Iaginu og vakið umræðu sem nauðsynleg er til forvarnastarfs. Þetta gerir þú með því að bera Rauða borðann hinn 1. desem- ber,“ segir í frétt frá ungmenna- deild Reykjavíkurdeildar Rauða krossins. ------------------ Danssýning á sunnudag DANSRÁÐ íslands stendur fyi-ir danssýningu á Hótel íslandi sunnu- daginn 30. nóvember. Sjö dansskólar standa að þessari sýningu, Dansskóli Auðar Haralds, Dansskóli Heiðars Ástvaldssonar, Dansskóli Jóns Péturs og Köru, Dansskóli Sigurðar Hákonarsonar, Nýi dansskólinn, Danssmiðja Her- manns Ragnars og Jassballettskóli Báru. Fram koma nemendur skólanna á öllum aldri og á ýmsum stigum í danskunnáttunni. Húsið opnar kl. 14.30 og hefst sýningin kl. 15. Aðgangseyrir er 500 kr. fyrir 5 á ára og eldri. UNGMENNADEILDIR Rauða krossins í Reykjavík og Hafnar- firði ásamt Ný-ung, ungliða- hreyfingu Sjálfsbjargar, unnu að því um síðustu helgi að búa til Rauða borðann til dreifingar á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er liður í átaki Ung- mennahreyfingar Rauða kross- ins, Alnæmissamtakanna og Al- þjóðlegra ungmennaskipta fyrir 1. desember sem er alþjóðlegi al- næmisdagurinn. Sjálfboðaliðar þessara samtaka sjá um dreif- ingu Rauða borðans víðs vegar um landið dagana 28. nóvember til 1. desember. Upphafsmenn Rauða borðans eru listamannahópur í samtökun- um Visual AIDS í Bandaríkjun- um. Þetta eru samtök myndlist- armanna, listfræðinga og for- stöðumanna listasafna. Þeir vilja vekja athygli á því að alnæmi kemur okkur öllum við. I lok maí 1991 bjuggu fimmtán félagsmenn til fyrstu 3.000 borðana í höndun- um á fjórum og hálfum tima. Þeir fengu álíka samtök leiklist- arfólks, Broadway Cares og Athugasemd MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Þórólfi Halldórssyni sýslumanni á Patreks- firði: I Morgunblaðinu 27. nóvember 1997 er á bls. 4 grein með fyrirsögn- •nni „Tugir óskráðra skipa bíða þess að verða fargað“. I greininni er m.a. viðtal við Davíð Egilsson hjá Hollustuvernd ríkisins, þar sem haft er eftir honum (ekki bein tilvitnun) að sýslumannsemb- ættið á Patreksfirði hafi staðið fyrir leitinni að stálbátnum Þrym „að beiðni Hollustuverndar ríkisins.“ Af fréttinni mætti ráða að frum- kvæði að rannsókn málsins hefði að öllu leyti verið hjá Hollustuvernd ríkisins. Svo var ekki. Hið rétta er, að lögreglan á Patreksfirði hóf rann- sókn málsins að eigin frumkvæði og að höfðu samráði við ríkislögreglu- stjóra, enda er það hlutverk lögreglu að rannsaka meint lögbrot, án tillits til þess hvort óskir eru settar fram um slíkt eða ekki. Við rannsókn wálsins naut lögreglan á Patreks- firði dyggrar aðstoðar Landhelgis- gæslu Islands og einnig Siglinga- stofnunar íslands og Hollustuvernd- ar ríkisins. í máli sem þessu er enda mikilvægt að þær stofnanir sem mál- ið varðar eigi góða samvinnu. --------------- Verslunin Jata flytur VERSLUNIN Jata verður opnuð í nýju húsnæði á sama stað í Hátúni 2 laugardaginn 29. nóvember. Verslunin Jata er sérverslun með kristilegt efni og hefur á boðstólum mjög fallegt úrval af geisladiskum, íslenskum og erlendum bókum ásamt gjafavörum af ýmsum gerð- um. Á opnunardaginn verða opnunar- tilboð í gangi og er opið frá kl. 10-16. Prentþjónusta í Kringlunni NÝTT þjónustufyrirtæki var opnuð á 3. hæð Kringlunnar í Reykjavík nú nýlega. Fyrirtæki þetta heitir ATOP þjónustan, Alhliða tölvu- og prent- þjónusta. ATOP sinnir eins og nafhið gefur tii kynna hvers kyns prentþjónustu og grafískri tölvuvinnslu, hvort sem er í litlu eða miklu magni. Nafnspjalda- gerð, ijósmyndaviðgerðir og Ijósritun í lit eru dæmi um þjónustu sem ATOP veitir sínum viðskiptavinum. Á bakvið fyrirtækið standa þeir Eiríkur Finnsson og Ingþór Guð- mundsson en þeir hafa saman þó nokkra reynslu af gerð auglýsinga og bæklinga í Svíþjóð og víðar, segir í fréttatilkynningu. LEIÐRÉTT Vantaði höfundarnafn I GREIN í síðasta sunnudagsblaði, Englendingurinn, féll niður nafn greinarhöfundar, Bergljótar Ing- ólfsdóttur. Er beðist velvirðingar á því. Landvegur í FRÉTT í Morgunblaðinu í gær, um að Stórafell hafi boðið lægst í Árbæjarveg, var sagt að vegurinn lægi út frá hringveginum að Land- eyjavegi. Fréttin var byggð á upp- lýsingum frá Vegagerðinni, en nú hefur Morgunblaðið verið upplýst um að vegurinn heitir Landvegur, ekki Landeyjavegur. Magnea er forseti bæjarstjórnar TVÆR villur voru í baksíðufrétt Morgunblaðsins í gær, um bæjar- stjórnarfund á ísafirði. Sagt var að að í skýrslu ráðgjafarfyrirtækisins VSO hafi verið mælt með því að ódýrasti kosturinn við stækkun grunnskólans væri að kaupa Norð- urtangann og breyta honum. Hið rétta er, að VSO Ráðgjöf gerði eng- ar tillögur og mælti ekki með ákveðnum leiðum, heldur lagði fyr- irtækið mat á mismunandi kosti sem voru fyrir hendi, og mat ofan- greindan kost ódýrastan. í öðru lagi var sagt í fréttinni að Þorsteinn Jó- hannesson, oddviti sjálfstæðis- manna á Isafírði, væri forseti bæj- arstjómar. Hann er formaður bæj- arráðs en Magnea Guðmundsdóttir er forseti bæjarstjórnar. Morgun- blaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum. Kristófer Már Kristinsson í MYNDATEXTA í blaðinu í gær, með mynd frá útför Ólafs K. Magn- ússonar, var ranglega farið með föð- urnafn eins líkmannanna. Kristófer Már er Kristinsson en ekki Kristó- fersson, eins og sagt var í blaðinu. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Daniel og Anna Dögg í 4. sæti í UMFJÖLLUN Morgunblaðsins um Lotto-danskeppnina féllu niður nöfn þeirra Daníels Olsen og Önnu Daggar Gylfadóttur en þau urðu í 4. sæti í keppni 7 ára og yngri í A-riðli. Beðist er velvirðingar á mistökun- um. Ný bókaverslun BÓKALAGERINN, verslun Bóka- útgáfunnar Skjaldborgar, hefur opnað nýja verslun á Laugavegi 103 í Reykjavík, á móti Nóatúni við Hlemm. Verslunin býður upp á nýj- ar bækur frá Skjaldborg og öðrum bókaútgáfum auk eldri bóka á hag- stæðu verði að því er segir í frétta- tilkynningu frá Skjaldborg. Versl- unin er opin á sama tíma og aðrar verslanir við Laugaveg. Auk verslunarinnar við Laugaveg rekur Skjaldborg Bókalagerinn í Ármúla 23 og útibú að Furuvöllum 13 á Akureyri. Kertasýning á Kjarvals- stöðum KE RTAVE RKSMIÐ JAN Heimaey. heldur kertasýningu á Kjarvalsstöðum sunnudaginn 30. nóvember kl. 17 og lýkur kl. 18.30. Forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, mun tendra fyrsta ljósið. Forsvarsmenn kertaverk- smiðjunnar, bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum, félagsmála- ráðherra, iðnaðarráðherra, borgarstjórinn í Reykjavík og nývígður biskup Islands, hr. Karl Sigurbjörnsson, ásamt öðrum aðstandendum og velunnurum átaksins Færum fótluðum framtíð munu einnig heiðra sýninguna með nærveru sinni. Meðal annars sem verður á dagskrá mun Sigrún Hjálmtýs- dóttir, Diddú, syngja jólalög. Utandyra verða logandi kerti og við innganginn í húsið mun lúðrasveit spila jólalög. Inni verður kveikt á kertum sem sjást líka utan frá. í frétt frá framkvæmda- stjórn sýningarinnar kemui' fram að Kertaverksmiðjan Heimaey sé verndaður vinnu- staður í Vestmannaeyjum. Kertin séu handunnin, gegn- umlituð og hafi langan brennslutíma. Þau hafi verið ófáanleg í nokkuð langan tíma en nú síðsumars hafi farið af stað átak til að auka sölu á kertunum í þeim tilgangi að skapa fótluðum og öryrkjum vinnu og starfsþjálfun. Gífurleg vinna hafi verið lögð í endur- skipulagningu á rekstri verk- smiðjunnar og markaðssetn- ingu á kertunum sem hafi nú komið aftur inn á markaðinn í nýjum umbúðum undir slagorð- inu Færum fötluðum framtíð. Markmiðið var að framleiða og selja 200.000 kerti fyrir áramót og fyrirsjáanlegt er að tak- markið næst. Öll framleiðsla tengd kertun- um er íslensk. Kassagerðin framleiðir umbúðimar, Ofna- smiðjan framleiðir standana sem eru í verslunum og Hlynur Ólafsson hjá Auglýsingastofunni Góðu fólki sá um hönnunina.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.