Morgunblaðið - 28.11.1997, Page 61

Morgunblaðið - 28.11.1997, Page 61
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1997 61 J I I I ) I ) > ) ) ) ) ) ) ) ) ) > ) FRÉTTIR Morgunblaðið/Ásdís Nýmæli hjá Mann- eldisfélagi íslands HJÁ Manneldisfélagi íslands hef- ur verið bryddað upp á þeirri nýbreytni að heimsækja stofnan- ir og fyrirtæki, sem koma við sögu, þar sem hollt mataræði er annars vegar. Félagið er áhuga- mannafélag um allt sem viðvíkur hollu mataræði. Nýlega heim- sóttu félagar úr Manneldisfélagi Islands Lýsi hf. sem er matvæla- fyrirtæki, sem að mati Manneld- isfélagsins hefur tileinkað sér nýjungar í gæða- og markaðs- málum. Bendir félagið m.a. á viðurkenningu sem Lýsi fékk fyrir góða frammistöðu, þegar Matvæla- og næringarfræðinga- félagið afhenti fyrirtækinu Fjö- regg á síðasta matvæladegi fyrir afurðina Krakkalýsi. Myndin var tekin í kaffistofu Lýsis, þar sem Baldur Hjaltason, framkvæmda- stjóri kynnti gestunum fram- leiðslu fyrirtækisins. Iimsetningar- fyrirlestur við HI DR. Vilhjálmur Árnason flytur op- inberan fyrirlestur á vegum heim- spekideildar í hátíðasal Há- skóla íslands laugardaginn 29. nóvember kl. 15 í tilefni af ráðningu í starf prófessors í heimspeki. Fyr- irlesturinn nefnir hann Leikreglur og lífsgildi. Hugleiðing um hlutverk siðfræðinnar. Vilhjálmur mun færa rök fyrir því að meginhlutverk siðfræðinnar í nútímasamfélagi sé að móta sann- gjarnar leikreglur, en ekki að boða tiltekin lífsgildi. í ljósi þessa metur hann helztu siðfræðikenningar samtímans og heldur því fram að kenningar í anda Kants séu væn- legri kostur en aðrar stefnur sem í boði eru. Vilhjálmur Árnason er fæddur í Neskaupstað 6. janúar 1953. For- eldrar hans eru Ámi Vilhjálmsson, fv. skipstjóri, og Guðrún Magnús- dóttir, húsmóðir. Hann er faðir þriggja barna. Vilhjálmur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum að Laugarvatni 1973 og BA-prófi í heimspeki og almennri bók- menntasögu 1978 ásamt prófi til kennsluréttinda frá Háskóla ís- lands. Doktorsprófi í heimspeki lauk hann frá Purdue-háskóla í Indiana árið 1982. Vilhjálmur varð stunda- kennari í heimspeki við Háskóla íslands árið 1983, hlaut lektors- stöðu 1989, framgang í dósents- stöðu 1990 og var nýlega ráðinn í starf prófessors. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Söfnun fyrir Barnaheill og sýning í Perlunni FJÁRSÖFNUN fyrir heimili Barna- heilla fyrir börn í vanda verður um helgina á vegum samtakanna og útvarpsstöðvarinnar Matthildar FM 88,5. Fer söfnunin þannig fram að þeir sem vilja leggja málefninu lið koma í Perluna í Reykjavík og kaupa jólapemr, sem settar verða Basar KFUK KFUK í Reykjavík heldur sinn ár- lega jólabasar laugardaginn 29. nóvember kl. 14 í aðalstöðvum fé- lagsins við Holtaveg 28 gegnt Langholtsskóla. Basar KFUK hefur verið haldinn allt frá árinu 1909. Margt góðra muna verður á boðsMlum, kökur o.fl. Kaffí og vöfflusaia verður á sama tíma. á jólatré utan við anddyri Perlunn- ar. Einnig er tekið á móti framlög- um í síma Matthildar og verða einn- ig kveikt jólaljós fyrir þá sem hringja inn. í frétt frá aðstandendum söfnun- arinnar segir, að áætla megi að kveikt verði á um 10 þúsund jóla- perum á um 20 stórum jólatijám utan við Perluna. Reykjavíkurborg og Rafmagnsveita Reykjavíkur lána jólaljós og tré, sem verða síðan notuð til að skreyta höfuðborgina fyrir jólin. Um helgina verður einnig í Perl- unni vöm- og þjónustusýning á vegum Matthildar FM, þar sem fyr- irtæki kynna vörur auk þess sem skemmtiatriði verða í boði, þ.á m. kynna tónlistarmenn nýjar hljóm- plötur sínar. Fram kemur í fréttatil- kynningu að sýnendur verði um 20, allt frá bílaumboðum til matvæla- framleiðenda. Verður Perlan opin sýningargestum klukkan 10-18, laugardag og sunnudag. ISLENSKA BÓKAÚTGÁFAN SÍÐUMÚLA 11, síml 581 3999 HY BOK EFTIR IhETSOLUHOFUnDinn GUHHAR DAL LmoGnuD HSLUSAGA Skáldsagan LIFIÐ EFTIR LIFIÐ byggir að verulegu leyti á dulrænni reynslu höfundar. Lesandinn slæst í för með fölki sem hefur kvatt þennan heim og kemur aftur tll jaröar eftir að hafa upplifað eigin dul- vitund beggja megin landamæra lífsins. Þetta er heiilandi bók. Gunnar Dal er löngu þjóðkunnur fyrir rit- : verk sín, sannleiksleit ogjákvæða lífssýn. KRAKKAR! MUNIÐ EFTIR OKKUR TANNIOGTÚPA Öll Lionsdagatöl eru merkt: Þeim fylgir límmiði með Tanna og Túpu og tannkremstúpa, Allur hagnaður rerrnur til líknarmála. Blað allra landsmanna! - kjarm malsms!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.