Morgunblaðið - 28.11.1997, Page 62

Morgunblaðið - 28.11.1997, Page 62
‘62 FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Jólakort KFUM og KFUK komið út KFUM og KFUK í Reykjavík hafa gefið út jólakort til styrktar starfi sínu eins og undan- farin ár. Kortið er dökkgrænt með gyllingu og hvítu en á því er mynd af gamalli, ís- lenskri torfkirkju og mynd af kolu, gömlu íslensku ljósmeti, felld inn í áletrunina Gleði- leg jól. Kortið hannaði Bjarni Jónsson mynd- listarmaður. Kortin eru til sölu á skrifstofu félaganna, Holtavegi 28. Þau eru send til kaupenda þeim að kostnaðarlausu ef keypt eru 10 eintök eða fleiri. Fundur um Palestínu FIMMTÍU ár verða liðin laugar- daginn 29. nóvember frá því að Allsheijarþing S.Þ. samþykkti hina umdeildu og örlagaríku ályktun um skiptingu Palestínu í tvö ríki, gyðinga og araba. Að frumkvæði Sameinuðu þjóð- anna var 29. nóvember síðan gerð- ur að alþjóðlegum samstöðudegi með baráttu Palestínumanna fyrir sínum þjóðarréttindum. Félagið Ísland-Palestína var stofnað á þessum degi, 29. nóvember 1987, og er því 10 ára. Dagsins verður minnst með fundi í Lækjarbrekku við Bankastræti, laugardaginn 29. nóvember, og hefst hann kl. 14. Svavar Gestsson, alþingismaður, flytur ávarp en einnig verður flutt tónlist og lesið upp. Gáfu Grafarvogskirkju trjáplöntur LIONSKLÚBBURINN Fjörgyn, Grafarvogi, og Skeljungur gáfu nýlega trjáplöntur á lóð Grafar- vogskírkju. Á myndinni eru frá vinstri: Gísli Jónsson, Friðrik Han- sen Guðmundsson, Haukur Aðal- steinsson, Magnús Ásgeirsson, Einar Þórðarson og Ólafur Odds- son. Tómstundahúsið í nýtt húsnæði TÓMSTUNDAHÚSIÐ flutti starfsemi sína í nýtt húsnæði að Nethyl 2, Artúnsholti, um síðustu mánaðamót. Verslunin er opið virka daga kl. 10-18 og laugardaga kl. 10-14. Kattholts- dagur í Dýraríkinu DÝRARÍKIÐ Grensásvegi verður með Kattholtsdag laugardaginn 29. nóvember þar sem fulltrúar Katta- vinafélags íslands verða þar með heimilislausa ketti úr Kattholti. Viðskiptavinum Dýraríkisins verður boðið að ættleiða kött og fá að auki matargjöf frá fyrirtækinu 9 Lives. í Kattholti er nú á áttunda tug óskilakatta og er því ástandið með versta móti. Þessara katta biður aðeins svæfíng ef ekkert heimili fæst innan ákveðinna tímamarka, segir í fréttatilkynningu frá Dýra- ríkinu. ASÍ ályktar um félags- lega húsnæðiskerfið Á SAMBANDSSTJÓRNARFUNDI Alþýðusambands Islands í vikunni var samþykkt ályktun um félags- lega húsnæðiskerfið þar sem m.a. var skorað á ríkisstjómina að fjölga heimildum til nýrra félagslegra íbúða um a.m.k. helming. í ályktuninni segir að stöðugt hafí dregið úr framlögum ríkisins til nýrra félagslegra íbúða á undan- fömum ámm og í fmmvarpi til fjár- laga fýrir næsta ár sé aðeins gert ráð fyrir 170 nýjum íbúðum á næsta ári. Veitt framkvæmdalán til bygg- inga og kaupa á félagslegum íbúð- um hafí verið 570 á ári að meðal- tali á ámnum 1990-1995. Fram kemur að hugmyndir ASI og félagsmálaráðuneytisins um framtíð félagslega íbúðakerfísins fari saman í megin atriðum. ASÍ hafí alltaf látið félagslega íbúða- kerfíð sig miklu skipta og nú hafí félagsmálaráðherra skipað starfs- hóp til að semja lagafmmvarp um félagslegar íbúðir. í þeim starfshópi séu a.m.k. tveir fulltrúar frá sveit- arfélögunum en enginn frá Alþýðu- sambandinu og er í ályktuninni skorað á félagsmálaráðherra að skipa fulltrúa frá ASÍ í starfshópinn. Fjallað er um fmmvarp um húsa- leigubætur, sem nú liggur fyrir Al- þingi, og sagt að þar sé tekið á tveimur mikilvægum atriðum til styrktar leigjendum. Annars vegar að öllum sveitarfélögum verði gert skylt að greiða húsaleigubætur og hins vegar að þær nái til alls íbúðar- húsnæðis. Hins vegar lækki raun- gildi bótanna umtalsvert, einkum hjá þeim tekjulægstu, og skorar sambandsstjóm ASI á Alþingi að taka inn í fmmvarpið ákvæði um að bætumar verði ekki skattlagðar. „Við þurfum eitthvað svo stórfenglegt að Gísli Sigurðsson veltir fyrir sér hvort hús aldarinnar sé að finna í Bilbao. Lesbókin í blaðinu á laugardaginn. það skipti sköpum og komist í fjölmiðla um allan heim.“ R/CtP

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.