Morgunblaðið - 28.11.1997, Side 76
JtewU&t
-setur brag á sérhvern dag!
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181
PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1
FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1997
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Kísilgúrnám í Mývatni
Mat lagt á áhrif
nýrrar tækni
STJÓRN Kísiliðjunnar hf. í Mý-
vatnssveit hefur ákveðið að láta
meta umhverfisáhrif nýrrar tækni
við kísilgúrvinnslu í Mývatni.
Stjómarformaður Náttúrurann-
sóknastöðvarinnar við Mývatn telur
að dýpkun vatnsins geti haft alvar-
legar afleiðingar fyrir lífríkið.
Kísiliðjan hefur leyfi til vinnslu
kísilgúrs á afmörkuðu svæði í Mý-
vatni til ársins 2010. Við framleng-
ingu þessa námaleyfis fyrir fjórum
Aram var talið of áhættusamt að
hefja kísilgúmám í syðri hluta
vatnsins og gengið út frá því að
starfsemi verksmiðjunnar hætti
þegar núverandi námur tæmdust.
Nú er talið að hráefnið dugi til
2002-2004.
Tilraunir gerðar
næsta sumar
Stjórnendur Kísiliðjunnar hafa
unnið að þróun nýrrar tækni við
hráefnisöflun til að skapa forsendur
til áframhaldandi reksturs fyrir-
tækisins. Tæknin verður reynd í
vatninu næsta sumar en hún felst í
því að skorið er lag undan botnlagi
vatnsins og er hún því talin raska
lífríkinu minna en núverandi að-
ferð.
■ Hálmstrá/26-29
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
HUSFYLLIR var í Stjórnsýsluhúsinu á Isafirði á borgarafundi um húsnæðismál Grunnskólans á ísafirði.
Borgarafundur um husnæðismál Grunnskóla fsafjarðar
Frystihús var rýmt
vegna ammoníaksleka
Sakaðir um valdníðslu
og slæm vinnubrögð
ísafjörður. Morgunblaðið.
LEKI kom að loka í ammoníaks-
' *p,kerfi hjá frystihúsinu Snæfelli á
Dalvík um hádegisbilið í gær. Húsið
var tæmt meðan komist var fyrir
bilunina og loftað út. Tjón varð
einkum vegna tafa við fiskvinnsl-
una.
Loki í ammoníaksröri stóð á sér
og fór ammoníak og fnykur um sali
frystihússins en ekki í frysti-
geymslur. Var húsið rýmt meðan
FISKISTOFA rannsakar nú tvö til-
--»Tik á Patreksfirði, þar sem rökstudd-
ur grunur er um að afla hafi verið
landað framhjá vigt. Þar sem kæra
hefur enn ekki verið gefin út, fást
nöfn þeirra fyrirtækja, sem málinu
tengjast, ekki gefin upp.
gert var við lokann og það hreinsað.
Gunnar Aðalbjömsson frystihús-
stjóri telur að ekki hafi orðið
skemmdir á afurðum sem verið var
að vinna og er tjón einkanlega
vegna bilunarinnar og tafa á
vinnslu. Ekki var unnið frekar við
fisk eftir hádegi í gær enda yfirleitt
ekki unnið lengur en til kl. 15. Bjóst
Gunnar við að vinnsla yrði með eðli-
legu móti í dag.
Málsatvik eru þau, samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins, að eftir-
litsmenn Fiskistofu komu þar að sem
fiskur var kominn í fiskvinnsluhús án
þess að hann hefði verið vigtaður.
Líklegt er að kæra verði gefin út í
dag eða eftir helgi.
ISFIRÐINGAR fylltu Stjórnsýslu-
húsið á Isafirði í gærkvöld þar sem
fram fór almennur kynningarfund-
ur um húsnæðismál Grunnskóla
Isafjarðar. Starfandi meirihluti
bæjarstjómar sprakk í gær vegna
málsins.
Hjá fundargestum kom fram
mikil gagnrýni á nýjan meirihluta
fyrir að hafa knúið fram samþykkt
um að Norðurtangalausninni
svokölluðu yrði hafnað á aukabæj-
arstjórnarfundi daginn áður en
kynna átti bæjarbúum niðurstöður
starfshóps um mögulegar lausnir.
Túlkuðu margir fundargestir þenn-
an starfsmáta sem vanvirðingu við
íbúa og töldu ákvörðun sexmenn-
inganna, sem mynda nýja meiri-
hlutann, fljótfærnislega og bera
vott um ófagleg vinnubrögð og
valdníðslu.
Kolbrún Halldórsdóttir, einn sex-
menninganna, vísaði því á bug að
um valdníðslu væri að ræða.
Fundargestir óskuðu eftir því að
hinn nýi meirihluti gerði grein fyrir
tillögum sínum í húsnæðismálum og
greindi Kolbrún frá því að leita yrði
eftir leiguhúsnæði til bráðabirgða
til að mæta þeim skorti á kennslu-
húsnæði sem fyrirsjáanlegur er á
næsta ári, þar til nýbygging verði
tekin í notkun. Jafnframt yrði könn-
uð hagkvæmni þess að byggja
skólahúsnæði við Skólagötu og
Austurveg og leysa lóðamál skólans
með uppkaupum nálægra húsa. Kol-
brún sagði að ef í Ijós kæmi að
framangreindar lausnir reyndust
ófærar yrði starfshópi falið að hefja
viðræður við forystu IBÍ um flutn-
ing á knattspymuvöllunum á Torf-
nesi á nýtt svæði í Tungudal og gert
yrði ráð fyrir skólabyggingu þar.
Bæjarstjórinn hættur
Stjórnsýsla Isafjarðarbæjar virð-
ist vera að lamast vegna húsnæðis-
mála grunnskólans, en á fundinum
var upplýst að Rúnar Vífilsson
skólafulltrúi og Þórunn Gestsdóttir,
aðstoðarmaður bæjarstjóra, hefðu
sagt upp störfum sínum vegna óá-
nægju með framvindu mála. Fyrr
um daginn sagði Kristján Þór Júlí-
usson upp starfi sínu á sömu for-
sendum.
Bæjarstjórinn/4
Afli framhjá vigt?
Héraðsdómur leitar til EFTA-dómstóls vegna skaðabótamáls
I fyrsta sinn sem ráð-
gefandi álits er leitað
Morgunblaðið/Þorkell
Loftfím-
. leikar
ÞAÐ er víst eins gott fyrir bygg-
ingaverkamennina, sem undir-
búa uppsetningu byggingar-
krana þar sem verið er að reisa
tölvuháskóla við hlið Verslunar-
skólans, að þjást ekki um of af
lofthræðslu. Þessi kappi virtist
fullkomlega rólegur þar sem
hann dinglaði í körfunni í lausu
lofti í umtalsverðri hæð.
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
hefur farið fram á ráðgefandi álit
frá EFTA-dómstólnum í Lúxem-
borg vegna skaðabótakröfu starfs-
manns, sem sagt var upp hjá
einkafyrirtæki, á hendur ríkinu
fyrir að hafa ekki lagað íslenzk lög
réttilega að samningnum um Evr-
ópskt efnahagssvæði. Þetta er í
fyrsta sinn sem íslenzkur dómstóll
leitar álits EFTA-dómstólsins á
túlkun á ákvæðum EES-réttar og
löggjöf, sem leidd er af honum.
í fréttatilkynningu frá EFTA-
dómstólnum kemur fram að mála-
vextir eru þeir að starfsmanni fyr-
irtækis var sagt upp störfum, en
áður en uppsagnarfrestur hans
rann út var fyrirtækið tekið til
gjaldþrotaskipta. Abyrgðarsjóður
launa hafnaði kröfu starfsmannsins
um greiðslu launa í uppsagnar-
fresti með vísan til þess að starfs-
maðurinn væri systir eins eigenda
fyrirtækisins, sem ætti 40% hlut í
því, og með vísan til að kröfunni
hefði verið hafnað sem forgangs-
kröfu í þrotabúið samkvæmt
ákvæðum laga um gjaldþrota-
skipti.
Telur ríkið ekki hafa Iagað lög-
gjöf að EES-samningnum
Starfsmaðurinn hefur höfðað
skaðabótamál á hendur íslenzka
ríkinu og byggir á því að íslenzka
ríkið beri skaðabótaábyrgð á því
að hafa ekki lagað íslenzka lög-
gjöf réttilega að EES-samningn-
um. EES-löggjöfin, sem um ræð-
ir, er tilskipun ráðherraráðs ESB
nr. 80/987/EBE um samræmingu
á lögum aðildarríkjanna um
vernd til handa launþegum, verði
vinnuveitandi gjaldþrota. Tilskip-
unin er hluti af EES-samningn-
um.
Héraðsdómur Reykjavíkur leitar
álits EFTA-dómstólsins á túlkun
tilskipunarinnar og sérstaklega á
túlkun 10. greinar og 2. máls-
greinar 1. greinar hennar, en sam-
kvæmt síðarnefndu greininni er
heimilt að gera sérstakar undan-
þágur frá meginreglum tilskipun-
arinnar. Með heimild í þeirri grein
hafa íslenzk stjórnvöld gert fyrir-
vara, sem lýtur að rétti tiltekinna
aðila, sem hafa yfirsýn yfir fjár-
hagsstöðu félags sem tekið er til
gjaldþrotaskipta, sem og maka
þeirra og tiltekinna ættingja.
Jafnframt er leitað álits á því
hvort einstaklingur geti átt rétt á
skaðabótum frá ríki, sem á aðild að
EES-samningnum, í því tilviki að
löggjöf ríkisins hafi ekki verið
réttilega löguð að tilskipuninni.
Ók ölvaður
og óskaði
aðstoðar
lögreglu
HÆSTIRÉTTUR svipti mann
ökuréttindum í 3 ár og dæmdi
hann til greiðslu 70 þús. kr.
sektar fyrir ölvunarakstur.
Maðurinn ók heim eftir sam-
kvæmi. Hann fann ekki hús-
lyklana og notaði farsíma í bíln-
um til að hringja í lögreglu og
biðja um aðstoð.
Lögreglan furðaði sig á því
að engin önnur fór voru í ný-
föllnum snjónum við húsið en
bílför og fótspor að og frá bíln-
um. Maðurinn kvaðst ekki
muna hvemig hann hefði kom-
ist heim.
Ekki vænkaðist hagur
strympu daginn eftir, þegar
kunningi mannsins gaf sig fram
við lögreglu og sagði að maður-
inn hefði óskað eftir að hann
bæri ljúgvitni og segðist hafa
ekið honum heim.
Maðurinn var yfirheyrður
aftur og kvaðst þá ekki geta úti-
lokað að hafa ekið sjálfur.