Morgunblaðið - 27.01.1998, Side 2

Morgunblaðið - 27.01.1998, Side 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR 1991 1984 1979 1977 % dJ 1972 % íft'f /. ' 1971 91 1974) 1992 1973 1990 karla í körfuknattleik frá 1970, er keppnin var fyrst haldin 1989 1983) Éj99m (1996 Grindvíkingar og ísfirðingar leika um bikarinn þann 14. febrúar 1988 1981 f1994 {1986 1976 1970 11987 1980 1993 1985 1975) ...... .. ' KR Njarðvík Valur Keflavík Haukar Ármann Grindavík Frám 1995 1982 -W v m S \1978 ís ■ KRISTJÁN Brooks, miðherji í ÍR, fór til Lyn í Noregi í gær og verður hjá knattspyrnuliðinu fram á föstudag með samning í huga. ■ ANDREAS Thiel markvörður Ba- yer Dormagen og félagi Héðins Gilssonar og Róberts Sighvatsson- ar hefur framlengt samning sinn við Dormagen til loka keppnistímabils- ins vorið 1999. Thiel sem var til margra ára landsliðsmarkvörður Þýskalands er á 38. aldursári. ■ JÖRN-Uwe Lommel þjálfari Kon- ráðs Olavsonar og félaga hjá Niederwiirzbach tekur við þjálfun Essen í sumar, þar leikur m.a. Patrekur Jóhannesson. Fyrr í vet- ur hafði Lommel lýst því yfir að hann hygðist hætta hjá Niederwiirzbach í vor þrátt fyrir að liðinu gengi vel. ■ TÆPAR tvær vikur eru þar til Ólympíuleikarnir í Nagano hefjast, en á laugardaginn komu fyrstu keppendurnir til Japans og komu sér fyrir í ólympíuþorpinu. Þetta eru keppendur frá Tævan og Jóm- frúareyjum. Keppendur verða 2.450 frá 72 löndum og hafa aldrei komið frá fleiri á vetrarólympíuleika. ■ ZORAN Njegus, 24 ára miðju- FOLK maður hjá knattspyrnuliði Rauðu stjörnunnar í Júgóslavíku mun ganga til liðs við ítalska meistaralið- ið Juventus þegar deildarkeppninni í Júgóslavíu lýkur í júní. ■ ANNAR leikmaður Rauðu stjörn- unnar er einnig á fórum frá félag- inu. Nikola Lazetic, sem er 19 ára varnarmaður, fer til Feyenoord, en ekki PSV Eindhoven eins og allt benti til fyrir helgi. ■ TVEIR bandarískir körfuknatt> leiksmenn, Jens-Uwe Gordon og Lou Roe, sem leika með Unicaja Malaga á Spáni féllu á lyfjaprófi fyrir stuttu; höfðu báðir notað kannabisefni. ■ BANDARISKI kylfíngurinn Tiger Woods sigraði á sterku golfmóti í Tælandi á sunnudaginn. Hann var átta höggum á eftir Ernie EIs iyrir síðasta dag, vann það muninn upp og sigraði síðan á annari holu í bráðabana. Els hafði forystu alla þrjá dagana en síðasta hringinn lék Woods á 65 höggum, sjö undir pari vallarins, og jafnaði þar með við Els. ■ HAILE Gebrselassie frá Eþíópíu bætti eigið heimsmet í 3.000 m hlaupi innanhúss á móti í Karlsruhe á sunnudaginn. Hann hljóp vega- lengdina á 7.26,14 mín., en gamla metið var 7.30,72, sett í febrúar 1996 í Stuttgart. ■ EFTIR hlaupið sagði Gebr- selassie að hann hefði í huga að endurheimta heimsmetin í 5.000 og 10.000 m hlaupi utanhúss í sumar en hann missti bæði metin í hendur Kenýjamanna sl. sumar. ■ JONATHAN Edwiirds heimsmet- hafí í þristökki keppti á móti í Stange í Noregi um helgina og sigr- aði, stökk 17,26 m. Þá keppti hann einnig í 60 m hlaupi, vann sinn riðil en gat ekki keppt í úrslitunum þar sem þau fóru fram á sama tíma og þrístökkið stóð yfir. Edwards sagð- ist hafa æft vel í vetur og verið laus við meiðsli og hann liti með ánægju til sumarsins. ST0LT Nokkiir fremstu íþróttamenn þjóðarinnar voru í eldlínunni um helgina, bæði hér heima og er- lendis. Frjálsíþróttamennirnir Vala Flosadóttir, Jón Arnar Magnússon og Guðrún Arnardótt- ir á bráðskemmtilegu stórmóti ÍR-inga í Laugardalshöll og Krist- inn Björnsson skíða- maður í brekkunum í Kitzbuhel í Austumki, svo dæmi séu tekin. Úr nógu var sem sagt að velja íyrir íþróttaá- hugamenn og ekki skemmdu beinar útsendingar sjónvarpsstöðva fyrir þeim sem áhuga hafa á íþróttum í hæsta gæðaflokki; Islenska útvarpsfé- lagið - Stöð 2 og Sýn - bauð upp á hvorki fleiri né fæm en þrettán beinar útsendingar; frá knatt- spýrnu í Englandi og á Ítalíu, körfuknattleik á ísafirði og Reykjavík, amerískum fótbolta í San Diego og skíðum í Austurríki og RÚV vai1 með Stórmót ÍR í frjálsum og skíði í Austurríki í beinni. Árangur frjálsíþróttafólksins í Laugardalshöli lofar góðu, en framundan er Evrópumót bæði innan- og utanhúss. Vala á titil að verja á því fyrrnefnda og gaman var að sjá hve nálægt hún var að bæta Evrópumetið í stangar- stökki; Vala sýndi að hún kemst hærra en hún hefur þegar gert og fróðlegt verður að fylgjast með henni í Valencia á Spáni á EM innanhúss. Ljóst er að Jón Arnar og Guðrún eru iíka til alls vís. Með fúllri virðingu fyrir öllu öðru voru það þó líklega svigmótin tvö í Kitzbiihel sem landsmenn biðu eftir með mestri eftirvænt- ingu. Þeir eni farnir að fylgjast grannt með Kristni Björnssyni, eftir óvæntan og glæsilegan ár- angur hans í Park City í haust, þegar hann varð annar á fyrsta heimsbikarmóti vetrarins í svigi. Nú eru sjö slík að baki, Ki-istinn hefur reyndar aðeins skilað sér í mark í tveimur, en athyglisvert er að í bæði skiptin hefur hann náð á verðlaunapall. Ki-istinn var ekki ánægður með sjálfan sig um helgina en vert er að gefa orðum þjálfara hans, AustuiTÍkismannsins Christians Leitners, gaum. Hann segist, í samtali við blaðið í dag, ekki hafa miklar áhyggjur þó að Kristinn hafi ekki náð sér á strik í Kitz- búhel, hann eigi góða möguleika á Ólympíuleikunum í Nagano. Þjálf- arinn segir brekkuna þai- henta Kristni betur, því hún sé brött og verði örugglega hörð. „Við skulum sjá til hvað gerist þá.“ Leitner bendir á að ekki megi gera óraunhæfar kröfúr til Krist- ins; ekki megi ætlast til að hann komist á verðlaunapall í hverju einasta heimsbikarmóti. „Hann hefur sýnt að hann er kominn í fremstu röð og ég held að íslend- ingar ættu að vera stoltir af hon- um.“ Full ástæða er til að taka undir þessi orð þjálfarans. Kristinn er nánast að stíga sín fyrstu skref í heimsbikarkeppninni og árangur- inn til þessa - á þeim mótum sem hann hefur náð að klái-a - er auð- vitað frábær. Og meira býr í stráknum. Óþarfi er að magna upp væntingar í hvert einasta skipti sem hann stígur á skíði; gef- um honum aðeins meiri tíma. Skapti Hallgi'ímsson „Er í fremstu röð - íslendingar ættu að vera stoltir af Kristni“ Ætlar körfuknattleiksmaðurinn ÖLAFUR JÓN ORMSSON að vinna tvöfaltí vetur? Sé ekki eftir hvfldinni ÓLAFUR Jón Ormsson hefur leikið vel fyrir KFÍ í úrvalsdeild- inni í körfuknattleik í vetur. Þótt hann sé einungis 21 árs er hann orðinn leikreyndur í efstu deild, en hann hóf að leika í meistaraflokki 1991, með KR. Á sunnudag undirstrikaði Ólafur hæfni sína er hann gerði 21 stig í góðum sigri ísfirðinga á Njarðvíkingum í undanúrslitum bikarkeppninnar. Olafur gekk til liðs við KFÍ síð- astliðið sumar eftir ársfrí frá körfuknattleik og flutti þá til ísa- fjarðar ásamt unn- Eftlr ustu sinni, Hafdísi Edwin Guðrúnu Hilmars- Rögnvaldsson dóttur, en þau urðu svo lánsöm að eign- ast dóttur hinn 3. desember - Berglindi Marín. Ólafur átti eitt sinn við bak- meiðsl að stríða og ákvað því að hvíla sig á körfuknattleik um skeið eftir að hafa leikið með KR við góð- an orðstír, en íhugaði hann nokkum tíma að hætta í íþróttinni? „Það kom til greina. Það var erfitt að byrja aftur, því ég snerti bara ekki körfubolta í heilt ár. Ég ákvað að taka mér góða hvíld og ég sé ekki eftir því. Mér líður svo vel um þessar mundh- að ég get beitt mér að fullu, í stað þess að vera aðeins hálfur maður,“ segir Ólafur. Hvernig vildi koma þín til KFÍ til? „Ég þekki Friðrik [Stefánsson, leikmann KFI] mjög vel. Hann er mjög góður vinur minn. Einnig þekki ég Guðna [Guðnaspn, þjálf- ara] frá veru minni í KR. Ég komst að samkomulagi við hann og mér líður mjög vel hérna.“ Pessi staður er engum líkur hvað stemmningu á körfuboltaleikjum varðar. Hvemig tilfinning er að upplifa slíkt? „Ég hef aldrei kynnst öðru eins, ég verð að viðurkenna það. Þetta eru áhorfendur á heimsmæli- kvarða. Áhugi fólksins er gífurleg- ur. Ég held að ekkert íslenskt lið eigi jafngóða áhorfendur og við, al- veg sama í hvaða íþrótt það er.“ Hvenær hófst þú að leika körfuknattleik oghvers vegna? „Ég byrjaði tólf ára gamall. Ég var í handbolta og fótbolta, en síð- an fór ég á körfuboltaæfingu hjá KR með vinum mínum. Nokkrir jafnaldra minna, sem ég umgekkst, voru mikið í körfubolta og í dróst Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson ÓLAFUR Jón Ormsson, leikmaður KFÍ, var mættur til vinnu sinnar á bæjarskrifstofunum á ísafirði í gærmorgun. inn í þetta þannig. Strax á tólfta ári hætti ég öllu hinu; einbeitti mér að körfuknattleik. Mér gekk bara svo vel í körfuknattleiknum. Mér finnst þetta langskemmtilegasta íþrótt sem ég hef verið í.“ Hvað gerir körfuknattleik svona skemmtilegan? „Hann er svo fjölbreyttur. Það er mikið um að vera allan tímann, stöðug átök. Margir segja að körfuknattleikur sé ekki einu sinni líkamleg íþrótt, en menn þurfa bara að horfa á einn leik til að sjá að það er rangt. Þetta er bara svo skemmtileg íþrótt. Allir geta leikið körfuknattleik upp að vissu marki.“ Hvert er markmið ykkar á þessu tímabili? „KFÍ var mjög nálægt því að komast í úrslitakeppnina í fyrra og markmiðið í vetur er að gera betur. Nú er stefnan sett á toppinn. í fyrri umferðinni unnum við Hauka, Njarðvík og Keflavík, þrjá leiki í röð. Núna vorum við að vinna Njarðvík aftur - og Grindavík fyrir skömmu. Það sem hefur komið okkur í koll er að við höfum misst einbeitinguna þegar við leikum gegn lakari liðunum. Ef það hefði ekki gerst, vænim við efstir núna. Við erum að vinna efstu liðin leik eftii' leik, en síðan gerist eitthvað hjá okkur í hinum leikjunum, hugs- anlega er það vanmat. En ég stend fastur á því að við eigum góða möguleika á að vinna titil í vetur, jafnvel að vinna tvöfalt [í bikar- og deildarkeppni]. Við eigum engu minni möguleika en aðrir á því,“ segir Ólafur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.