Morgunblaðið - 27.01.1998, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 1998 B 3
IÞRÓTTIR
KÖRFUKNATTLEIKUR / NBA
Reuters
MICHAEL Jordan með knöttinn í leiknum gegn Utah. Hann gerði 32 stig en Greg Ostertag, sem er
til varnar, og samherjar fögnuðu sigri að leikslokum.
Lára Hrund bætti
met Ragnheiðar
LÁRA Hrund Bjargardóttir, SH, bætti tæplega 11 ára gamalt íslandsmet
Ragnheiðar Runólfsdóttur, IA, í 400 m fjórsundi kvenna á Stórmóti Búnað-
arbankans og VISA sem fram fór í sundlaug Hafnarfjarðar um helgina.
Synti Lára á 5.01,53 mín. og bætti gamla metið um 74/100 úr sekúndu. Tím-
inn er einnig stúlknamet, en sjálf átti Lára Hrund fyrra stúlknametið.
Á sama móti bætti Öm Arnarson, SH, eigið piltamet í 50 m skriðsundi er
hann kom í mark á 23,59 sek.
Nú náði
Utah að
sigra í
Chicago
Seattle vann Los Angeles Lakers
á heimavelli á laugardagskvöld-
ið í uppgjöri þeirra liða sem hafa
hæsta vinningshlutfall í deildinni,
101:95. Vin Baker gerði 213 stig og
tók 10 fráköst fyrir heimaliðið og
Gary Payton fylgdi á eftir með 20
stig, 11 fráköst og 7 stoðsendingar.
„Sigurinn var okkur mikilvægur
bæði vegna stöðunnar í deildinni og
ekki síður tilfinningalega," sagði
Baker í leikslok. „Vinningurinn
tryggði einnig þjálfara okkar, Ge-
orge Karl, sæti stjómanda vestur-
strandarliðsins í Stjörnuleiknum,"
bætti Baker við. Það að Seattle hef-
ur hæsta sigurhlutfall liða í vestur-
deildinni þýðir að þjálfari þeirra
hlýtur þetta eftirsótta embætti.
Shaquille O’Neal var atkvæða-
mestur leikmanna Lakers með 30
stig auk þess að taka 12 fráköst.
Á sama tíma og þessu fór fram
náði Denver að binda enda á eina
mestu raunagöngu liðs í NBA-deild-
inni frá upphafi er það sigraði Los
Angeles Clippers 99:81 í Los Angel-
es. Kvöldið áður hafði Denver tapað
sínum 23. leik í röð og jafnað met
Vancouver Grizzlies frá árinu 1996.
Anthony Goldwire gerði 20 stig fyr-
ir Denver og hefur ekki gert fleiri
stig í einum leik á ferlinum í NBA-
deildinni. Johnny Newman fylgdi
honum fast eftir með 19 stig en alls
gerðu sex leikmenn liðsins einn tug
stiga eða meira.
Reggie Miller skoraði 32 stig er
Indiana, undir stjórn Larry Birds,
tókst að vinna gamla félag þjálfara
síns, Boston Celtics, í annað sinn, að
þessu sinni 95:88.
Á sunnudagskvöldið tókst leik-
mönnum Utah Jazz að gera nokkuð
sem þeim lánaðist aldrei í úrslita-
keppninni sl. vor, þ.e.a.s. að vinna
Chicago Bulls á þeirra heimavelli.
Karl Malone fór mikinn í leiknum
og gerði 35 stig auk þess að taka 11
fráköst í þessum átta stiga sigri
Utah, 101:94. Þetta var annar ósig-
ur Chicago á heimavelli á leiktíðinni
og fyrsta tap þeirra fyrir liði af
vesturströndinni í nærri þrjú ár eða
frá því að Michael Jordan sneri á ný
til liðsins að loknu leyfi sem hann
tók sér frá körfuknattleik. Jordan
gerði 32 stig nú.
„Þetta er ekkert stórmál í mínum
augum,“ sagði Jeff Hornacek, leik-
maður Utah. „Það vegur ekki þungt
að vinna Chicago í deildarkeppn-
inni, meira máli skiptir að leggja þá
í úrslitakeppninni."
„Mér er meinilla við að tapa,“
sagði Jordan. „Ekki hvað síst á
heimavelli, það kemur sér illa fyrir
sjálfstraustið."
Tap Chicago þýðir að það verður
Larry Bird sem stjórnar liði austur-
strandarinnar í stjörnuleiknum en
ekki Phil Jackson, þjálfari meistar-
anna. „Eg er dauðfeginn að losna
við það verkefni," sagði Jackson í
leikslok.
FOLK
■ PAULO Sousa fékk í gær leyfi
frá Dortmund til að ganga þegar
til liðs við Inter á Ítalíu, sem greið-
ir þýska félaginu 15 milljónir
marka (um 608 millj. kr.). Portú-
galski miðherjinn var samnings-
bundinn Dortmund út næsta tíma-
bil en mátti fara ári fyrr.
■ SOUSA, sem er 27 ára, hafði til-
kynnt Dortmund að hann vildi
leika við hliðina á Ronaldo hjá Int-
er, en félagið var ekki tilbúið að
láta hann fara vegna mikilvægra
verkefna liðsins á næstunni. En fé-
lögin náðu samkomulagi þegar
ljóst varð að Sousa hafði gert
samning við Inter frá og með júlí
nk.
■ DORTMUND greiddi Juventus
7,5 millj. marka fyrir Sousa 1996
en hann var aldrei ánægður hjá
þýska félaginu. „Við urðum að láta
hann fara þegar boð um 15 milljón-
ir marka kom því við hefðum feng-
ið minna fyrir hann í júlí,“ sagði
stjómarmaðurinn Ottmar Hitz-
feld.
■ ANDRE Agassi tapaði óvænt
fyrir Alberto Berasategui í 16
manna úrslitum á Opna ástralska
meistaramótinu í tennis um helg-
ina.
■ PELE, sem er almennt þekktur
sem einn besti ef ekki besti knatt-
spymumaður sögunnar frekar en
íþróttamálaráðherra Brasilíu, ætl-
ar að hætta sem ráðherra í maí til
að geta tekið að sér að lýsa leikjum
frá Heimsmeistarakeppninni í
knattspymu. Hann áætlar að taka
aftur við ráðherrastöðunni í ágúst.
■ LÖG í Brasiliu heimila ekki ráð-
herram að taka sér tímabundið frí
frá störfum en Pele sagði í samtali
við blað í Brasilíu að hann yrði af
milljón dolluram, um 70 millj. kr., á
ári vegna starfa sinna fyrir ríkis-
stjómina.
■ ULF Kirsten, miðherji Lever-
kusen, fær að leika með liði sínu á
móti Werder Bremen 7. febrúar.
Hann var úrskurðaður í níu vikna
bann fyrir að gefa mótherja oln-
bogaskot í andlitið í liðnum mánuði
en refsingunni var breytt í átta
vikna bann í gær.
■ DANIELE Dichio var í gær
keyptur til 1. deildarliðs Sunderland
á Englandi frá Sampdoria á Ítalíu á
„innan við eina milljóna punda,“ eins
og Peter Reid, knattspymustjóri
enska félagsins orðaði það.
■ DICHIO, sem er 23 ára fram-
herji, fór til Ítalíu frá QPR í fyrra-
sumar en hefur ekkert fengið að
leika þar á bæ; var síðan leigður til
Lecce þar sem hann gerði þrjú
mörk í tveimur leikjum en fékk svo
ekki fleiri tækifæri.
Bróðuriega skipt á Akureyri
Stjaman sótti KA heim á Akur-
eyri um helgina í 1. deild karla í
blaki og skemmst er frá því að segja
að liðin skiptu leikjunum bróður-
lega á milli sín; Stjarnan vann þann
fyrri á fostudagskvöldið 3:1, en
heimamenn þann síðari 3:0. Guð-
bergur Egill Eyjólfsson, sem skipti
í KA um áramótin, stjórnaði upp-
spilinu ágætlega á köflum og það
verður að telja líklegt að hann
styrki liðið meira í framhaldinu.
Vignir Hlöðversson og Emil Gunn-
arsson voru einna skárstir í
Stjörnuliðinu sem á nú í hörkubar-
áttu við KA um sæti í úrslitakeppn-
inni.
Hörkubarátta
á Húsavík
Völsungsstúlkur tryggðu sér
áframhaldandi þátttöku í bikar-
keppninni og eru komnar í undan-
úrslit eftir að þær skelltu nágrönn-
um sínum úr KA í 5 hrina leik á
laugardaginn. Framan af leik var
útlitið ekki gott hjá Húsavíkurliðinu
sem tapaði fyrstu tveimur hrinun-
um, en unnu næstu tvær.
KA-stúlkur byrjuðu betur í úr-
slitahrinunni og voru alltaf skrefi á
undan allt þar til Völungsstúlkur
náðu að jafna 8:8 en eftir það var
jafnt á flestum tölum. Völungsstúlk-
ur náðu síðan að höggva á hnútinn
og innbyrða tvö síðustu stigin og
breyta stöðunni úr 16:16 í 18:16 eft-
ir tveggja tíma baráttuleik. „Jafn-
ara gat þetta ekki verið. Við ætluð-
um alltaf að vinna og það tókst en
ég neita því ekki að bekkurinn var
orðinn nokkuð stressaður á tímabili
en þetta hafðist", sagði Sveinn
Hreinsson, þjálfari Völsungs í leiks-
lok.
Birna Baldursdóttir lék best fyrir
KA ásamt uppspilaranum Höllu
Halldórsdóttur, en hjá Völsungi
léku þær Ágústa Þorsteinsdóttir og
Jóhanna Gunnarsdóttir mjög vel.
Bai’áttan um sæti í úrslitakeppninni
stendur einnig á milli sömu liða og
línur ættu að skýrast fljótlega hvort
liðið kemst áfram.
Stúdínur skelltu liði Þróttar N.
3:0 í Hagaskólanum á laugardaginn
og það var nokkuð ójafn leikur þar
sem gestirnir urðu fyrir mikilli
blóðtöku strax í byrjun fyrstu hrinu
þegar Jóna Harpa Viggósdóttir
meiddist og þurfti að yfirgefa leik-
völlinn fyrir fullt og allt. Eftir það
náðu gestimir aldrei að sýna sitt
rétta andlit. Hinn nýi lettneski upp-
spilari stúdína, Agita Zavica sýndi
þó að þar er á ferðinni sterkur leik-
maður en hún fyllir skarð Önnu G.
Einarsdóttur fyrrverandi uppspil-
ara sem hélt utan til náms.
Wachter meiddist
ANITA Wachter frá Austurríki snéri sig illa á hægra hné þegar
hún datt á risasvigsmóti á Ítalíu á laugardaginn. Liðband tognaði
illa og hún verður ekki með á Ólympiuleikunum í Nagano í næsta
mánuði. Wachter missti skíðin sitt til hvorrar handar og datt og
rann um 80 metra niður brautina í Cortina D’ampezzo. Binding-
arnar brugðust og hún losnaði ekki úr skiðunum og því fór sem
fór. Wachter er þrítug, hefur tekið þátt i heimsbikarmótum frá
1984 og varð m.a. Ólympíumeistari í tvíkeppni 1988 og varð þá
önnur í risasvigi og tvíkeppni. Hún ætlaði að keppa á Qórðu
Ólympíuleikunum í röð í Nagano og hugðist hætta keppni eftir
þetta túnabil.
írar vilja ekki
Wimbledon
ÍRSKA knattspymusambandið
áréttaði í gær að það væri á
rnóti því að enska úrvalsdeild-
arliðið Wiinbledon flytti til
Dublin en írskir fjölmiðlar
gerðu því skóna fyrir helgi að
sambandið væri að gefa eftir
í inálinu.
Einn af eigendum Wimble-
don heinisótti írsk félög f lið-
inni viku og í blöðum kom
fram að enska félagið hefði
tryggt sér stuðning 17 írskra
félaga í tengslum við fyrirhug-
aðan flutning. Irska dagblaðið
Suiiday Tribune sagði auk þess
að Wimbledon hefði ráðið
belgíska lögfræðinginn Jean-
Louis Dupont, verjanda Jean
Marc Bosman í frægu máli, til
að fá opinbera staðfestingu á
því að félaginu væri heimilt að
ilytja hvert sem væri iiman
Evrópusambandsins.
BLAK
SUND