Morgunblaðið - 27.01.1998, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 1998 B 11
KÖRFUKNATTLEIKUR
Morgunblaðið/Kristinn
GRINDVÍKINGARNIR Pétur Guðmundsson og Konstantionos Tsartsaris kljást við Valsmanninn Hjört Þór
Hjartarson í bikarleiknum á Hlíðarenda.
Dæmi-
gerður
bikar-
leikur
Góður varnarleikur skilaði
Grindvíkingum sigri
„ÞETTA var alveg dæmigerður bikarleikur
þar sem bæði lið komu mjög grimm til
leiks. Við eigum að vera með betra lið, en í
bikarkeppni skiptir það hins vegar ekki
alltaf öllu máli og oft er það dagsformið
sem ræður úrslitum. Við náðum þó að
sigra eftir mikinn baráttuleik og erum að
sjálfsögðu mjög ánægðir með að vera
komnir í úrslitaleikinn,“ sagði Benedikt
Guðmundsson, þjálfari úrvalsdeildarliðs
Grindavíkur í körfuknattleik, eftir að Grind-
víkingar sigruðu Valsmenn, 101:84, í und-
anúrslitum bikarkeppninnar á Hlíðarenda á
sunnudag.
Eg var ekki nógu ánægður með hversu mörg stig
við fengum. á okkur í fyrri hálfleik og taldi því
best að leggja meira upp úr varnarleiknum í síðari ~
hálfleik. Við náðum svo að herða vörnina þegar líða
tók á síðari hálfleikinn og má í raun segja að góður
varnarleikur hafi lagt grunninn að þessum sigri. Það
er segin saga að sterkur vamarleikur er lykillinn að
góðum árangri okkar og þegar við spilum góða vörn
þá fylgir góður sóknarleikur yfirleitt í kjölfarið,“
sagði Benedikt.
Valsmenn komu ákveðnir til leiks á heimavelli sín-
um á Hlíðarenda og höfðu forystu lengst af í fyrri
hálfleik. Grindvíkingar virtust ekki alveg finna rétta
taktinn til að byrja með, en hleyptu þó heimamönnum
aldrei langt á undan sér og var forskot Valsmanna yf-
irleitt aldrei meira en tvö til fjögur stig.
Undir lok fyrri hálfleiks tóku gestirnir síðan ágæt-
an sprett og þegar gengið var til búningsherbergja í
hálfleik var staðan 45:44 og forskot Valsmanna því
einungis eitt stig.
Ekki var svo liðin nema tæp ein mínúta af síðari
hálfleik þegar Grindvíkingar tóku forystuna í leiknum
og eftir það náðu heimamenn aldrei að snúa leiknum
sér í vil á ný. Með þá Darryl Wilson og Konstantionos
Tsai-tsaris í broddi fylkingar sigu Grindvíkingar jafnt
og þétt framúr og þegar yfir lauk höfðu þeir skorað
101 stig á móti 84 stigum Valsmanna.
„Grindvíkingar em einfaldlega með aðeins betra lið
en við, en munurinn í þessum leik hefði þó hæglega
getað orðið minni,“ sagði Guðni Hafsteinsson, fyrirliði
Vals.
„Við klikkuðum aðeins á móti svæðisvörn þeirra í
síðari hálfleik og tókum nokkur léleg skot, en það
þýðir þó ekkert að hengja haus og við komum bara
tvíefldir til leiks í næsta deildarleik," sagði Guðni.
Bestir Grindvíkinga á sunnudag voru þeir Wilson,
sem skoraði 35 stig, og Tsartsaris, sem skoraði 32, en
Guðlaugur Eyjólfsson var einnig sterkur og nýtti sín í'
tækifæri vel. Hjá Valsmönnum lék best Warren
Peebles, sem skoraði 31 stig, en þeir Brynjar Karl
Sigurðsson og Guðmundur Björnsson áttu einnig
ágæta spretti.
Auðvelt hjá ÍS
Lið UMFS úr Borgarnesi, sem er efst í 2. deild
kvenna, mætti ofjörlum sínum ÍS í undanúrslitum
bikarkeppni KKÍ í íþróttahúsi Kennaraháskólans. IS "
sigraði með 55 stiga mun, 88:33. Bestar í
f®*^*®* liði ÍS voru Hafdís Helgadóttir, Lovísa
AmJson Guðmundsdóttir og Alda Leif Jónsdóttir.
skrifar Það sem helst háði UMFS í þessum leik
var slök vítahittni og það hve leikmenn
liðsins eru litlir, sem gerði þeim erfitt að kljást við hið
hávaxna lið Stúdína. í liði UMFS var Halldóra
Jónasdóttir best.