Morgunblaðið - 29.01.1998, Blaðsíða 5
MORGUNB LAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1998 D 5
VIÐSKIPTI
HVERSU OFT BORÐAR ÞU BRAUÐ?
REYKJAVÍK
REYKJANES
LANDIÐ ALLT
3,48
'= E
*o =o
3 £
2f
CQ E
2,21
‘3
O'C
3
CQ jQ
3,44
«o
■3
. J3
'3 E
«0 !g
S ■£
™ to
cq E
2,18
«o'=
3 CU
2 m
>r 2
m JQ
Eg nota þetta
merki oft
Eg nota þetta
merki nær
eingöngu
12 12
%
38
36
Eg nota
stundum
þetta merki
34Í34
Hversu oft borðar þú
I I Myllubrauð?
I I Samsölubrauð?
Eg nota
ekki en hef
þrófað það
12
10
Eg hef
aldrei
prófað
þetta
merki
0 1
----L--J
Eg hef
aldrei
heyrt um
þetta
merki
Svaraði ekki
spurningunni
1" □□
Heimild: Neyslu- og lifstilskönnun Gallup
um á annað borð ætlað að standast
samkeppni við innflutning.
„Hvað neytendur varðar þá er
það þeirra besta vopn að viðskipta-
hömlur hafa verið afnumdar á
flestum sviðum þjóðfélagsins.
Frjáls innflutningur veitir inn-
lendri framleiðslu mikia samkeppni
og því er lítil hætta á að einstök
fyrirtæki hér á landi geti náð
markaðsráðandi stöðu með sam-
runa.“
í einokunarstöðu gagnvart
stórmörkuðum?
Nokkur skipting hefur átt sér
stað milli Samsölubakarís og Myll-
unnar hvað stórmarkaði varðar á
undanfömum misserum. Myllan
hefur t.d. verið nánast allsráðandi
innan verslana Hagkaups en Sam-
sölubakarí hins vegar setið eitt um
hituna í verslunum Bónuss og
10-11.
Eins og sjá má í töflunni hér á
síðunni lauk hinni hörðu samkeppni
milli Myllunnar og Samsölubakarís
með jafntefli, ef marka má neyslu-
og lífsstílskönnun Gallup. Þar sést
að fjórðungur aðspurðra borðar
nær eingöngu Myllubrauð eða
Samsölubrauð og skiptist þessi
hópur jafnt milli fyrirtækjanna
tveggja. Þá borða 38% aðspurðra
oft Myllubrauð en 36% borða oft
brauð frá Samsölubakaríi.
Þegar litið er til þess hvar fólk
kaupir brauð sést að mun fleiri
kaupa brauð sín í stórmörkuðum
en bakaríum, en staða Myllunnar
og Samsölubakarís er einmitt
mjög sterk í stórmörkuðum.
Raunar má telja nær öruggt að
ekkert bakarí á höfuðborgarsvæð-
inu geti keppt við Mylluna og
Samsölubakarí í magni og verði og
því má ætla að verulega muni
draga úr samkeppni á þessu sviði
brauðmarkaðarins.
Vigfus Kr. Hjartarson, fram-
kvæmdastjóri Bakarameistarans,
segir að skipta megi brauðmark-
aðnum í tvennt. Annars vegar sé
þar um að ræða brauð til stórmark-
aða þar sem varan sé seld pökkuð
og því ekki með eins ferska ímjmd
og ný úr bakaríum, sem myndi hinn
hluta markaðarins.
„Hins vegar hefur Myllan alltaf
verið að færa sig meira inn á svið
bakaría með því að setja upp lítil
bakarí innan stórmarkaðanna.
Þeir hafa því verið að ganga meira
á hluta smærri aðilanna á mark-
aðnum og það segir sig sjálft að
eftir því sem fleiri bakarí eru sett
upp í stórmörkuðum og eftir því
sem stórmörkuðum fjölgar á höf-
uðborgarsvæðinu, þá hlýtur að
þrengja nokkuð að smærri aðilum
á þessum markaði.“
Gæti dregið úr harðri
verðsamkeppni
Hörður Kristjánsson, bakara-
meistari í Austurveri, dregur upp
aðra mynd af þessum samruna.
Hann bendir á að samkeppni hafi
verið gríðarlega hörð á undanfórn-
um árum og það hafi leitt til þess
að smærri bakarí hafi orðið á milli
stóru aðilanna og orðið að lækka
verð umtalsvert.
„Við seldum t.d. brauð í Bónus
lengi vel eða allt frá því Bónus
byrjaði og fram til 1996 en þá
pakkaði ég saman enda var verðið
komið niður úr öllu valdi.
Eg lít því svoh'tið björtum aug-
um á þetta. Ég held að þetta geti
ekki leitt nema gott af sér. Þessum
ógurlegu tilboðum hlýtur nú að
Mnna og verðlag í bakaríum hlýtur
að hækka í kjölfarið. Það þarf líka
að hækka því það er búið að halda
bakaríunum niðri svo lengi. Ég
vona því að við getum farið að stilla
verðin eins og þau eiga að vera því
það er alveg Ijóst að ekki er hægt
að reka bakarí til frambúðar á því
verði sem verið hefur," segir Hörð-
ur.
Hann segist raunar þegar vera
farinn að sjá merki þessa því á til-
boði sem Myllan hafi verið með í
Nóatúni um síðustu helgi hafi verð-
ið verið komið í 159 krónur sem sé
um 30 króna hækkum frá þeim til-
boðum sem verið hafi í gangi á
meðan samkeppnin hafi verið hvað
hörðust.
Af ofangreindu má ætla að sam-
runi Myllunnar og Samsölubak-
arís, hljóti hann náð fyrir augum
Samkeppnisstofnunar, muni hafa
veruleg áhrif á þessum markaði.
Þó virðist erfitt að halda því fram
að þetta nýja fyrirtæki sé komið í
einokunarstöðu enda eru alltaf til
staðar fleiri valkostir. Auk þess má
ætla að hörð samkeppni milh stór-
markaða muni halda verði niðri að
einhverju marki.
Það leikur enginn vafi á því að
með þessum kaupum hefur samn-
ingsstaða beggja fyrirtækja gagn-
vart stórmörkuðunum styrkst
verulega. Þá má ekki gleyma því að
í harðnandi samkeppni verður
hillupláss í stórmörkuðum sífellt
verðmætara og getur það skapað
fyrirtækjum vaxtartækifæri á nýj-
um sviðum.
Hagnaður
GM tvöfalt
meiri en
fyrir ári
Detroit. Reuters. -
GEMERAL MOTORS bflafyrir-
tækið skilaði rúmlega tvöfalt meiri
hagnaði á fjórða ársfjórðungi 1997
en á sama tíma árið á undan og
jókst hann í 1,7 milljarða dollara úr
786 milljónum 1996 þegar verkföll
háðu fyrirtækinu.
A móti 4,3 milljarða dollara ágóða
á fjórða ársfjórðungi í fyrra vó 4
milljarða dollara sérstök greiðsla.
Burtséð frá slíkum aukakostnaði
nam rekstrarhagnaður GM á fjórð-
ungnum 1,5 milljörðum dollara, eða
2,03 dollurum á hlutabréf, og hafði
aukizt úr 848 milljónum dollara, eða
1 dollar á hlutabréf. Sérfræðingar í
Wall Street höfðu spáð að rekstar-
hagnaður GM á fjórðungnum yrði
1,99 dollarar á hlutabréf.
Norður-Ameríkudeild GM skilaði
636 milljóna dollara ársfjórðungs-
hagnaði samanborið við 117 milljón-
ir dollara ári áður. Síðla árs 1996
leiddu verkföll í Bandaríkjunum og
Kanada til þess að fyrirtækið missti
af 700 milljóna dollara hagnaði að
því er áætlað er.
Afkoma bílapartadeildar batnaði,
en hagnaður alþjóðadeildar minnk-
aði í 197 mihjónir dollara úr 353
milljónum dollara ári áður. Hagnað-
ur GM í Evrópu minnkaði í 31 millj-
ón dollara úr 99 milljónum dollara
árið á undan.
Skýringin á sérstökum ágóða á
fjórða ársfjórðungi 1997 var sú að
GM seldi Raytheon Co. deild sína
Hughes Electronics fyrir 10,1 millj-
arð dollar.
Skýjum ofar sem
verðugur leiðtogi
fartölva
IBM er í sjöunda himni yfir velgengni ThinkPad
fartölvanna því engar aðrar fartölvur í heimi-
num hafa fengið fleiri verðlaun. Og það er
engin tilviljun því ThinkPad hefur fullkamna
tengi- og samskiptamöguleika, stóran og
vandaðan skjá ásamt þjálu lyklahorði í fullri
stærð. Gæöin stíga þú IBM ekki til höfuðs því
ThinkPad fartölvan er á ótrúlega lágu verði.
IBM
Sr
pentlum’
ThinkPad 51ÖE)
168,000,-)
örgi&rvi: Intel PBntium 133MHz MMX.
Vinnaluminni 16MB EDU, stækkanlegt i 64.
Harfidivkur: 1.6GB.
Sk|ár: 12,1" DSTN litaskjár.
Margmiðlun: Hljóðkort, hljóðneml, hátalarar.
Raihlaða: 3,5 klst, NiMH rafhlaða.
Hugbúnaður Windows 95, IBM Antivirus.
Við bióðum
takmarkað magn
á VBrði sem á sór
ekki hliðstaðu.
CQ>
NÝHERJI
Skaftahlið 24 • Sími 569 7700
Slób: http://www.nyherji.is
Netfang: nyherji@nyherji.is