Morgunblaðið - 29.01.1998, Page 8
8 D FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1998
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
Opinberar framkvæmdir fyrir um 33 milljarða króna á árinu 1998
Fjör á útboðsmarkaði
Miklar framkvæmdir eru fyrirhugaðar á
vegum opinberra aðila á þessu ári og mun
kostnaður við þær nema um 33 milljörðum
króna. Kjartan Magnússon sat Utboðsþing
Samtaka iðnaðarins og Félags vinnuvéla-
eigenda þar sem fyrirhugaðar framkvæmd-
ir hins opinbera á árinu voru kynntar.
UTBOÐSÞING er orðið ár-
legur viðburður en hlut-
verk þess er að kynna öll
helstu útboð verklegra
framkvæmda ríkisins og Reykjavík-
urborgar og þeirra opinberu stofn-
ana sem mest kveður að á útboðs-
markaði. Útboðsþing 1998 var hald-
ið síðastliðinn fóstudag og fram-
sögumenn voru Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir borgarstjóri, Halldór
Jónatansson, forstjóri Landsvirkj-
unar, Helgi Hallgrímsson vegamála-
stjóri, Steindór Guðmundsson frá
Framkvæmdasýslu ríkisins, Jón
Leví Hilmarsson frá Siglingamála-
stofnun, Viðar Viðarsson frá Lands-
síma íslands hf. og Jón Vilhjálmsson
frá Verkfræðistofunni Afli.
Miklar Qárfestingar fram
undan hjá Landsvirkjun
Framkvæmdir Landsvirkjunar,
sem nú standa yfir við byggingu
virkjana, háspennulína og aðveitu-
stöðva, taka mið af samningum er
gerðir voru á árunum 1995-97 um
prkusölu vegna stækkunar álvers
, Isals í Straumsvík, álvers Norðuráls
á Grundartanga og þriðja ofns Jám-
blendiverksmiðjunnar á Grundar-
tanga.
Fjárfesting Landsvirkjunar á
tímabilinu 1996-2000 er áætluð um
23 milljarðar króna. Eru þá meðtal-
in fjögur nokkuð stór verk, sem þeg-
ar hefur verið lokið við, en þau eru
hækkun Blöndustíflu sem lokið var
árið 1996, bygging 5. áfanga Kvísla-
veitu sem lauk í nóvember síðast-
liðnum og framkvæmdir við þétta-
virki og endurbætur á varnarbúnaði
' sem einnig var lokið við á síðasta
ári. Áætlaður fjöldi ársverka við um-
ræddar framkvæmdir er um 1.100 á
tímabilinu 1996-2000.
Á yfirstandandi ári hyggur stofn-
unin á framkvæmdir fyrir 9.522
milljónir vegna nýframkvæmda eða
verkefna við endurbætur og endur-
nýjun mannvirkja. Hæst ber miklar
framkvæmdir við Sultartangavirkj-
un og mun kostnaður við þær sam-
tals nema um 3,6 milljörðum króna.
Framkvæmdimar eru nú að komast
á fullan skrið og munu þær ná há-
marki á þessu ári. Undirritaðir hafa
verið allir meiri háttar samningar
um byggingarvinnu og um kaup og
uppsetningu vél- og rafbúnaðar.
, Eftir er að bjóða út yfirfallið, og
gúmmílokuna ásamt viðeigandi
mannvirkjum og búnaði. Samið hef-
ur verið um að fyrri vél virkjunar-
innar verði tilbúin til rekstrar í nóv-
ember 1999 og hin seinni í janúar
árið 2000.
í tengslum við stækkun Búrfells-
stöðvar og byggingu Sultartanga-
virkjunar og vegna aukins orku-
flutnings til Faxaflóa þarf að leggja
94 km langa 400 kV háspennulínu
frá Búrfellsstöð til höfuðborgar-
svæðisins, Búrfellslínu 3A. Heildar-
kostnaður er talinn munu verða um
2,4 milljarðar króna. Framkvæmdir
við slóðagerð og undirstöður voru
boðnar út um mitt síðasta ár sem og
efni í línuna ásamt samsetningu og
reisingu mastra og strengingu leið-
ara og jarðvírs. Vegna umhverfis-
mats hefur orðið töf á verkinu en
eigi að síður er stefnt að verklokum í
nóvember nk. Þegar hefur verið
samið um undirstöður og lagningu.
Tilboð í efni, samsetningu og streng-
ingu voru opnuð um miðjan desem-
ber og standa nú yfir samningar við
lægstbjóðendur.
Á árinu er fyrirhugað að bjóða út
slóðagerð, jarðvinnu og byggingu
undirstaðna og allt efni í nýja línu,
Sultartangalínu 1, sem mun tengja
Sultartangavirkjun við Búrfellsstöð.
Verklok eru áætluð í september
1999 og kostnaður áætlaður 165
miljjónir króna.
Akveðið var að ráðast í að auka afl
Búrfellsstöðvar þegar ákvörðun lá
fyrir um stækkun álversins í
Straumsvík. Samhliða endumýjun
vatnshjóla verða rafalar endurbætt-
ir. Framkvæmdir vegna þessa
hófust árið 1996 og verður lokið á
þessu ári. Heildarkostnaður við
framkvæmdirnar er áætlaður 506
milljónir króna.
Tengivirkið við Búrfellsstöð
verður stækkað á árinu vegna teng-
ingar hinna nýju Búrfellslínu 3A og
Sultartangalínu 1. Samið hefur ver-
ið við Siemens AG í Þýskalandi um
kaup á rofabúnaði en bygging rofa-
húss er nú í útboði. Heildarkostn-
aður er áætlaður 711 milljónir
króna.
Mannvirki Sogsstöðvanna
þriggja, við Ljósafoss, Irafoss og
Steingrímsstöð, eru komin til ára
sinna og hefur því verið ákveðið að
endurbæta búnað og mannvirki og
tryggja öruggan rekstur þeirra til
næstu 30-40 ára. Heildarkostnaður
er áætlaður 604 milljónir króna.
Lokið við Kröfluvirlg'un
Nú standa yfir framkvæmdir við
að ljúka Kröfluvirkjun en verkið er
hluti af þeim framkvæmdum sem
þörf er á vegna orkusölu til stækk-
unar álversins í Straumsvík og ál-
vers Norðuráls á Grundartanga.
Framkvæmdir hófust um mitt ár og
á þessu ári verður ráðist í endur-
bætur á raf- og stjómbúnaði fyrir
vélasamstæðu 1. Áformað er að öll-
um framkvæmdum við Kröfluvirkj-
un verði lokið í haust en heildar-
kostnaður við framkvæmdimar er
áætlaður 419 milljónir króna.
Hágöngumiðlun. í júní í fyrra
hófst vinna við að auka miðlunar-
rými á vatnasviði Þórisvatns og felst
verkið í því að stffla Köldukvísl við
Syðri-Hágöngu og mynda þar lón
sem geymir vatnið frá sumri til vetr-
ar. Ráðgert er að ljúka verkinu í
haust og heildarkostnaður við það er
áætlaður 372 milljónir króna.
Á árinu verður einnig unnið við
stækkun tengivirkis á Brennimel
(172 milljónir), stækkun tengivirkis
og varastöðvar Rangárvallastöðvar
(110 miUjónir), og lagningu Norður-
álslínu 1 og 2 frá Brennimel í Hval-
firði til álvers Norðuráls á Gmndar-
tanga (100 milljónir), svo eitthvað sé
nefnt.
7,6 milljarðar til vegamála
Um 7,6 milljörðum króna verður
varið til vegamála á árinu. Helstu
framkvæmdir vegagerðarinnar
verða vegna lagningar hringvegar
um Mosfellsbæ og vegatenginga við
Hvalfjarðargöng. Þá verður einnig
unnið við þvemn Gilsfjarðar, teng-
ingu Norður- og Austurlands, hring-
veg í Hróarstungu og hringveg á
Skeiðarársandi.
Mikilvægt er að vegamannvirki
séu vel undirbúin og því leggur
Vegagerðin mikla áherslu á áætl-
anagerð. Framkvæmdir sem áætlað
er að ráðist verði í á næstu ámm em
nú í undirbúningi og má þar nefna
framkvæmdir við breikkun Reykja-
nesbrautar frá Breiðholtsbraut að
Fífuhvammsvegi sem áætlað er að
kosti 180 milljónir, gerð mislægra
gatnamóta Miklubrautar og Skeið-
arvogs (430 milljónir), lagningu
bundins slitlags á Þingvallaveg 130
milljónir, framkvæmdir við Borgar-
fjarðarbraut, Barðastrandarveg
(100 milljónir), veg við Búlandshöfða
(470 milljónir), veg um ísafjarðar-
djúp (100-150 milljónir á ári, Siglu-
fjarðarveg (220 milljónir), Grenivík-
urveg (300 milljónir), norðausturveg
í Axarfirði (100 milljónir) og hring-
veg í Berufirði (100 milljónir).
Meira fé til viðhalds
en nýframkvæmda
Nokkur óvissa ríkir um breikkun
Gullinbrúar í Reykjavík sem mun
kosta um 200 milljónir. Ekki er gert
ráð fyrir henni á áætlun Vegagerð-
arinnar í ár en Reykjavíkurborg
hefur óskað eftir viðræðum við
Vegagerðina um heimild til að hraða
verkefninu og er borgin reiðubúin
að lána fé fyrir framkvæmdinni.
Samkvæmt langtímaáætlun í
vegamálum verður tæpum 36 millj-
örðum króna varið til vegamála á
tímabilinu 1999-2002. Langstærstur
hluti fer til nýrra þjóðvega, þ.m.t.
lagning bundins slitlags, eða 15,6
milljarðar króna og viðhalds eldn
þjóðvega eða 14,6 miljjarðar. Á
tímabilinu 2003-2006 er í fyrsta sinn
gert ráð fyrir því að kostnaður við
viðhald þjóðvega verði hærri en
kostnaður við nýframkvæmdir og
frá 2007-2010 er ráðgert að verja
17,5 milljörðum til viðhalds þjóðvega
en 15,8 milljörðum til nýrra þjóð-
vega.
3 milljarðar til fjárfestinga
hjá Landssúnanum
Landssími íslands hf. mun verja
um þremur milljörðum króna til
verklegra framkvæmda á árinu.
Þetta er töluverð aukning frá fyrra
ári þegar rúmlega tveimur milljörð-
um var varið í þessu skyni. Helstu
verkefni ársins verða vegna staf-
ræna dreifikerfisins en um einum
milljarði verður varið til lagningar
breiðbands í dreifikerfinu og 500
milljónum til lagningar þess milli
sveitarfélaga. Mest áhersla verður
lögð á breiðbandslagningu á höfuð-
borgarsvæðinu, í Stykkishólmi, á
Akureyri og Egilsstöðum. Þá verður
700 milljónum króna varið til fjár-
festinga í byggingum, m.a. vegna
byggingar fimm þúsund fermetra
póstmiðstöðvar í Höfðahverfi í
Reykjavík sem ráðgert er að taka í
notkun á næsta ári. Þá verður ráðist
í framkvæmdir vegna endurgerðar
gamla Kvennaskólans við Austurvöll
sem á að hýsa mötuneyti Landssím-
ans. Fram kom í máli Viðars Viðars-
sonar að húsnæði Landssímans og
Islandspósts er metið á um tvo millj-
arða króna og verður unnið að marg-
víslegum viðhaldsverkefnum þess á
árinu.
10 milljarðar til nýfram-
kvæmda hjá borginni
í heild fara um 10 milljarðar
króna til nýframkvæmda á árinu
1998 af hálfu Reykjavikurborgar og
borgarfyrirtækja. Þar af fara 853
milljónir til stofnkostnaðar fræðslu-
mála á árinu og verða stærstu verk-
efnin bygging íþrótta- og hátíðarsal-
ar við Rimaskóla, stækkun Mela-
skóla og viðbyggingar við Háteigs-
skóla og Fossvogsskóla. Gert er ráð
fyrir byggingu tveggja nýrra leik-
skóla á næsta ári, þ.e. við Mururima
og Seljaveg, og að leikskóli í Selási
komist vel á veg. Stofnkostnaður
leikskólabygginga er áætlaður 250
milljónir króna.
Stofnkostnaður á sviði íþrótta- og
tómstundamála er áætlaður 347
milljónir króna. Stærsta verkefnið á
sviði íþrótta- og tómstundamála er
bygging Sundlaugar í Grafarvogi.
Þá verður nýtt íþróttahús byggt fyr-
ir starfsemi íþróttafélagsins Þróttar
í Laugardal.
Á vegum veitufyrirtækjanna
þriggja, Hitaveitu, Rafmagnsveitu,
og Vatnsveitu, ber hæst fram-
kvæmdir Hitaveitu við raforkuver á
Nesjavöllum. Áætlaður heildar-
kostnaður er áætlaður 4,5 milljarðar
króna en á þessu ári verður rúmum
3,6 milljörðum varið til raforkuvers-
ins sem tekið verður í notkun í árs-
lok. Rafmagnsveitan mun eiga og
reka háspennulínu frá raforkuver-
inu til borgarinnar og heildarkostn-
aður við lagningu hennar er áætlað-
ur 390 milljónir króna.
Af öðrum framkvæmdum má
nefna framkvæmdir við nýja aðalæð
hitaveitunnar frá Reykjum og dælu-
stöð þar. Samtals mun Hitaveitan
verja 440 milljónum til framkvæmda
við dreifikerfið.
Olíubryggja í Örfirisey
Stærsta verkefni Reykjavíkur-
hafnar er bygging olíubryggju í
Örfírisey sem lokið verður árið 1999
og er heildarkostnaður við hana
áætlaður 600 milljónir króna. Heild-
arkostnaður við nýframkvæmdir
hafnarinnar mun nema 531 milljón
króna á þessu ári.
Nýlega var ný hreinsi- og dælu-
stöð fyrir skólp gangsett við Ána-
naust en áætlaður kostnaður við
stöðina og dælukerfið, sem tengist
henni, er 2,3 milljarðar. Fram undan
er bygging annarrar eins stöðvar
austan Laugarness og stefnt er að
því að henni verði lokið árið 2000.
Barnaspítali byggður
og Flugstöð stækkuð
Á vegum Framkvæmdasýslu rík-
isins verður um 1.487 milljónum
króna varið til framkvæmda á þessu
ári. Miklar framkvæmdir eru m.a.
fyrirhugaðar vegna stækkunar
Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar á ár-
inu og mun Framkvæmdasýslan
bjóða út framkvæmdir vegna jarð-
vinnu fyrir 300 milljónir króna
vegna þeirra. Heildarkostnaður við
framkvæmdimar nemur 1,1 millj-
arði króna og verklok eru áætluð ár-
ið 2000.
Nýbygging Bamaspítala í
Reykjavík verður einnig boðin út á
árinu. Fjárveiting nemur 200 millj-
ónum á árinu en heildarkostnaður
við verkið er áætlaður 900 milljónir
króna og áætluð verklok em árið
2000. 150 milljónum króna verður
varið til nýbyggingar D-álmu
sjúkrahússins í Keflavík á árinu en
heildarkostnaður er áætlaður 380
milljónir og fyrirhuguð verklok em
árið 2000.
Um 100 milljónum króna verður
varið til nýbyggingar og endurbygg-
ingar Menntaskólans í Reykjavík á
árinu en heildarkostnaður við fram-
kvæmdirnar er áætlaður um 700
milljónir. Þá verður 50 milljónum
varið til endurbóta Menntaskólans á
Laugarvatni og 100 milljónum til
fyrsta áfanga við endurbyggingu
Þjóðminjasafnsins. Þá verða fram-
kvæmdir við Safnahúsið við Hverfis-
götu boðnar út ásamt nýbyggingu
sambýla við Dimmuhvarf í Kópavogi
og Berjahlíð í Hafnarfirði auk ým-
issa viðhaldsverkefna.
Á árinu verða einnig boðin út verk
vegna snjóflóðavai-na í Neskaup-
stað, á Patreksfirði, Seyðisfirði og
Flateyri, endurinnréttingar Nátt-
úmfræðistofnunar Austurlands, inn-
réttingar sendiráðs í Berlín, breyt-
ingar í stjómarráðsbyggingum, ný-
byggingar sýsluskrifstofu og lög-
reglustöðvar í Stykkishólmi og end-
urinnréttingar fangelsisins á Litla-
Hrauni. Þá verður hafist handa við
jarðvinnu og nýbyggingu annars
áfanga Háskólans á Akureyri.
Aukið fé
til hafnarframkvæmda
Nokkuð hefur dregið úr hafnar-
framkvæmdum á síðustu áram en
útlit er fyrir aukningu á næstunni.
Samkvæmt hafnaáætlun verður
framkvæmt fyrir 633 milljónir á
þessu ári en auk þess verða 246
milljónir veittar vegna svokallaðra
flýtiframkvæmda þannig að unnið
verður fyrir samtals 879 milljónir í
málaflokknum í ár. Mun framlag
ríkisins til hafna hækka úr 567 millj-
ónum króna á árinu 1997 í 693 millj-
ónir árið 2000. Á þessu ári verður
steinbryggja við Stykkishólm end-
urbyggð og verður 30 milljónum
króna varið til verksins. 45 milljónir
verða veittar vegna dýpkunar og
smíði stálþils í Sundahöfn, 39 millj-
ónir vegna lengingar Norðurgarðs á
Sauðárkróki, 26 milljónir til fyrsta
áfanga vegna smíði stálþils á Eski-
firði, 32 milljónir vegna dýpkunar
innsiglingar á Djúpavogi, 35 milljón-
ir til endurbyggingar trébryggju við
Vogarhús á Höfn í Homafirði, 51
milljón til endurbyggingar Friðar-
hafnarkants í Vestmannaeyjum og
20 milljónir vegna þekju á Norður-
garð í Sandgerði.
Ráðgert er að flýta nokkrum
verkum, sem em á áætlun 1999-2000
og vinna þau á þessu ári. Má þar
nefna dýpkunarframkvæmdir og
smíði stálþils vegna 2. áfanga Fiski-
hafnar á Akureyri, (143 milljónir)
smíði stálþils á Raufarhöfn (53 millj-
ónir) og Eskifirði (81 milljón) og
dýpkun hafnarinnar í Sandgerði (50
milljónir).