Morgunblaðið - 29.03.1998, Page 2

Morgunblaðið - 29.03.1998, Page 2
2 SUNNUDAGUR 29. MARZ 1998 FRETTIR MORGUNB LAÐIÐ Ibúar Grjóta- þorps mót- mæla ÍBÚASAMTÖK Grjótaþorps hafa sent Borgarráði bréf þar sem áframhaldandi vínveitinga- leyfi skemmtistaðar í Aðal- stræti 4B er mótmælt. Samtökin fara fram á að tek- in verði ákvörðun í Borgarráði fyrir 3. apríl nk. um hvort vín- veitingaleyfí verði veitt að nýju til eigenda staðarins sem nú undirbúa opnun nýs skemmti- staðar undir nafninu „Reggae Pub“. Lengst af var Duus-hús þama til húsa og nýverið skemmtistaðurinn Tetriz. I bréfinu benda samtökin á að bæði lögregla og eftirlits- menn vínveitingahúsa hafí gert athugasemdir við rekstur stað- arins vegna ítrekaðra brota, s.s. vegna gesta undir lögaldri, of mikils fjölda gesta, slæmrar umgengni og mikils hávaða. í bréfinu kemur einnig fram að rekstur skemmtistaðarins hafi legið niðri í hálft ár og mikil breyting hafi orðið til batnaðar, en ljóst sé að rekstur staðarins geti ekki samræmst íbúabyggð. íbúar Grjótaþorps krefjast flýtimeðferðar málsins í Borg- arráði „þannig að við sjáum það svart á hvítu, núna fyrir kosn- ingar, hver stefna núverandi borgaryfirvalda er gagnvart íbúðabyggð í Grjótaþorpi", seg- ir í bréfinu. Ferjuvél hrapaði um 14 þúsund fet TVEIR menn horfðust í augu við dauðann er drapst á báðum hreyflum flugvélar þeirra á leiðinni frá Stomoway til Kefla- víkur. Á síðustu stundu tókst þeim að ræsa hreyflana á ný eftir að flugvélin hafði hrapað 14.000 fet. Frá atvikinu, sem átti sér stað 4. mars sl., er sagt í breska blaðinu Daily Telegraph. Verið var að ferja flugvélina, sem er af gerðinni Beach Baron 28, frá Dusseldorf í Þýskalandi tii borgarinnar Columbia í Suður- Karólínu í Bandaríkjunum með viðkomu á Skotlandi, íslandi, Grænlandi og Kanada. Hálfa leið milli Stomoway og Keflavíkur, í 18.000 feta flug- hæð, byrjuðu gangtruflanir í hreyflunum. Freistuðu flug- mennimir, sem voru tveirþess, að snúa við til eyja undan Skotlandsströndum. Fljótlega drapst á hægri hreyfli og síðan á hinum og bjuggu mennimir sig undir lendingu á hafinu 160 mílur norðvestur af eynni Lew- is. í 4.000 feta hæð tókst flug- mönnunum loks að koma öðr- um hreyflinum í gang og flugu á honum til Stomoway í fylgd breskrar björgunarþyrlu. Þar lentu þeir heilu og höldnu. Naumt tap íslendinga SVEIT Georges Rapees með Jón Baldursson og Magnús Magnússon innanborðs tapaði naumlega í undanúrslitum Vanderbiltbridskeppninnar sem stendur yfir í Reno í Bandaríkjunum. Sveitin tapaði fyrir sveit Ric- hards Schwarts, 123-121, í 64 spila leik. Vanderbiltkeppnin er ein af fjórum stærstu sveita- keppnum í Ameríku og í henni taka þátt spilarar hvaðanæva úr heiminum. Sagt frá hrossasóttinni á forsíðu Financial Times HITASÓTT í íslenskum hestum vekur mikla athygli víða um heim. f frétt sem birtist á for- síðu Financial Times í gær er sagt frá því að útflutningur ís- lenskra hrossa hafi verið stöðv- aður og haft eftir Davíð Odds- syni forsætisráðherra að hann hafi áhyggjur af málinu. Fréttin er tveggja dálka efst á forsíðu við hlið fréttar um Jeltsín og KírQenko. Tim Burt, blaðamaður Fin- ancial Times, sótti ísland heim og fór í útreiðartúr á hestinum Blæ sem haldinn er kvillanum. Hann sagði að svo hefði virst sem Blær hefði þrátt fyrir allt vifjað sýna blaðamanni styrk ís- lenska hestsins, sem hefði lftið blandast og verið að mestu laus við algenga kvilla frá því víking- ar fluttu hann með sér til þess- arar klettaeyju í Norður-Atl- antshafi fyrir um 1.000 árum. ís- lenski hesturinn væri nú orðinn útflutningsvara og um 1.000 manns störfuðu í greininni. Blaðamaðurinn bendir á að það sem geri íslenska hestinn einstæðan séu tveir „aukagír- ar“. Meðan flestir hestar hafi þrenns konar gang hafi ís- lenski hesturinn tvær gang- tegundir til viðbótar, þ.e. tölt og skeið. Morgunblaðið/Halldór Braut sér leið inn í flugslj órnarklefa Sjálfstæðismenn ræða sveitar- stjórnarmál DAVÍÐ Oddsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, flutti ávarp við setningu ráðstefnu Sjálfstæðisflokksins um sveitar- stjómarmál í Valhöll í gær. Á ráð- stefnunni var fjallaö um ný og aukin verkefni sveitarfélaga, sam- einingu sveitarfélaga, kosninga- undirbúning og áherslur vegna komandi sveitarstjórnarkosninga. DRUKKINN og æstur bandarískur farþegi í Flugleiðavél á leið til Baltimore síðastliðinn sunnudag braut sér leið inn í flugstjómarklefa flugvélarinnar og krafðist þess að henni yrði lent þá þegar. Að sögn Margrétar Hauksdóttur, deildarstjóra upplýsingadeildar Flugleiða, tókst að róa manninn sem var mjög drukkinn og var hon- um komið fyrir aftur í flugvélinni þar sem hann var ekki til vandræða það sem eftir var flugsins. Lögreglu í Baltimore var tilkynnt um athæfi mannsins og var hann handtekinn við komuna þangað. Tillögur til ódýrarí lausnar á vanda íbúa Miklubrautar Húsin hljóðeinangr- uð og gatan færð HÓPUR fagmanna leggur til að hús við Miklubraut á milli Eskihlíð- ar og Lönguhlíðar verði hljóðein- angruð og gatan færð um hálfa breidd sína til norðurs til að draga úr ónæði og óþægindum sem íbúar á svæðinu verða fyrir vegna um- ferðar um Miklubraut. Þetta verði gert í stað þess að leggja vestasta hluta götunnar í „stokk“ eins og hugmyndir eru uppi um í borgar- kerfinu. Ódýrari og heppilegri lausn Sérfræðingahópurinn færir í til- lögum sínum rök fyrir því að vand- ann megi leysa á annan heppilegri og ódýrari hátt en með stokk. Til- lögurnar felast í stuttu máli í því að húsin á svæðinu verði hljóðeinangr- uð og loftræst; að Miklabraut verði færð um hálfa breidd sína til norð- urs og aukið verði rými fyrir gang- andi vegfarendur án þess að það bitni á bílaumferð; að gatan verði lækkuð að hluta og byggð yfir hana göngubrú á milli Engihlíðar og Reykjahlíðar; að reistar verði hljóð- manir beggja vegna götunnar og dregið þannig enn frekar úr hávaða, bæði í íbúðahverfinu sunnan við Miklubraut og á Miklatúni. í tillögunum er gert ráð fyrir að eitt hús verði rifið til að rýma fyrir tilfærslu á götunni. Hópurinn telur að heildarkostnaður við verkið yrði innan við 400 milljónir króna eða innan við helmingur þess sem áætl- að er að kosti að leggja Miklubraut í „stokk“. Samstarfshópinn skipa Guð- mundur Kr. Guðmundsson arkitekt, Guðmundur Bjömsson verkfræð- ingur, Bogi Þórðarson tæknifræð- ingur, Rafn Jensson verkfræðingur og Reynir Vilhjálmsson landslags- arkitekt. Hugmyndirnar í hefti Tillögurnar hafa verið útfærðar og settar fram á ítarlegan hátt í máli, myndum, teikningum og upp- dráttum í hefti. Þær hafa verið kynntar borgarstjóra og borgarfull- trúum meiri- og minnihluta, emb- ættismönnum borgarinnar og vega- málastjóra. A ► 1-56 Kapphlaup við sýkla ►Vaxandi ónæmi sýkla fyrir sýklalyfjum, möguleg endalok kraftaverkalyfjanna og hvað við getum gert til að koma í veg fyrir að svo fari /10 Öllum brögðum beitt ► Baráttan fyrir forsetakosning- amar á Filippseyjum þykir með líflegra móti að þessu sinni /12 Rannsóknir á krabba- meini aldrei jafn spennandi ►Viðtal við Curtis Harris einn af fremstu vísindamönnum heims á sviði krabbameinsrannsókna /22 Átta skósmiðir í œtt- inni ► í Viðskiptum/Atvinnulífi á sunnudegi er rætt við Kolbein Gíslason, eiganda Stoðtækni-Gísla Ferdinandssonar ehf /26 B ► 1-24 Gnægtahorn IMapa ►Einn vinsælasti viðkomustaður ferðamanna í Kalifomíu er Napa- dalurinn, þekktasta vínræktarhér- að Bandaríkjanna /1&12-13 Að takast á víð sjálfan sig ►Karateíþróttin hefur verið að breiðast hægt, en markvisst, út hér á landi síðasta aldarfjórðung- inn. /4 Vandi að brugga gott blóð ► Ragna Fossberg hefur séð um förðun í ótal sjónvarpsþáttum hjá Ríkissjónvarpinu í tæp þrjátíu ár. Einnig hefur hún búið til gervi í ijölda kvikmynda. /6 FERÐALÖG ► 1-4 Cotswold í Englandi ►í Cotswold eru þorpin varðveitt í upphaflegri mynd. /2 Washington ►Sagan í steinsteyu og á bók. /2 D BÍLAR ► 1-4 Tveir nýir frá FIAT ►FLAT-umboðið, ístraktor í Garðabæ, kynnir á næstunni tvo nýja bíla frá Fiat, smábílinn Seic- ento og Palio Weekend. /2 Reynsluakstur ►Velheppnaðar breytingar á VW Golf/4 Eatvinna/ RAÐ/SMÁ ► 1-24 Tölvuvædd gæða- handbók Nýju skoðun- arstofunnar ►íslenskum fyrirtækjum, sem nota vottað gæðakerfi, fjölgar stöðugt /1 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/8/bak Brids 44 Leiðari 28 Stjömuspá 44 Helgispjall 28 Skák 44 Reykjavíkurbréf 28 Fólk [ fréttum 46 Minningar 34 Útv./sjónv. 43,64 Myndasögur ■III Dagbók/veður 55 Bréf til blaðsins 40 Skoðun 30 Hugvekja 44 Mannlífsstr. 18b ídag 44 Dægurtónl. 22b INNLENDAR FRÉTTIR: 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.