Morgunblaðið - 29.03.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.03.1998, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 29. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 22/3 - 28/3 ►VERÐ á ýsu á fiskmörkuð- um var í vikunni bærra en nokkru sinni þar sem lítið framboð var af henni vegna sjómannaverkfallsins. Á mánudag var sett met á Fisk- markaði Snæfellsness þar sem dragndtabáturinn Stein- unn fékk 420 krónur fyrir kílóið af stórri, slægðri ýsu. Einnig hafði verð á lúðu og steinbít hækkað til muna. ►RAGNAR H. Hall var í vik- unni skipaður sórstakur rík- islögreglustjóri til að rann- saka hvort starfsmenn eða yfirmenn embættis lögreglu- stjórans í Reyigavík hafi gerst brotlegir við starfs- skyldur sínar eða hegningar- lög og til að kanna vðrslu og meðferð fíkniefna. Er rann- sóknin f framhaldi af niður- stöðu úttektar ríkislögreglu- stjóra á ffkniefnum f vörslu lögreglustjóraembættisins í Reykjavík þar sem kemur m.a. fram að rúm fjögur kfló af ffkniefnum vanti f geymsiu lögreglunnar í Reykjavfk miðað við skráningu. Sjómannaverkfalli lokið VERKFALLI sjómanna á fiskiskipaflot- anum lauk á fóstudags- kvðld eftir að Aiþingi lög- festi miðlunar- tillögu ríkis- sáttasemjara og þijú frum- vörp til viðbót- ar, um kvóta- þing, verðlagsstofu skiptaverðs og breytingu á lögum um stjórn fiskveiða, sem felur í sér að framsal á aflaheimild- um er takmarkað við 50% af árlegri út- hlutun. Ríkisstjómin kom til móts við sjómenn og breytti ákvæði, sem koma átti í veg fyrir að launakostnaður hækk- aði við fækkun í áhöfn, á þann veg að það var takmarkað við rækjuveiðar. Átök voru í sjávarútvegsnefnd um frumvörpin fjögur og margklofnaði nefndin í afstöðu sinni. Fór svo að ein- ungis tveir stjómarþingmenn í sjávar- útvegsnefnd stóðu að öllum fjómm álit- um stjómarmeirihlutans. Strax og fmmvörpin vom orðin að lögum lögðu fiskiskip úr höfn. ERLENT ►KAFLASKIPTI hafa orðið í rannsóknum á orsökum hita- sóttarinnar sem geisað hefur í hrossum á Suður- og Suð- vesturlandi þar sem fyrir liggur að hitasóttin er ekki af völdum þekktrar hrossa- veirn. Sendar vom fyrir- spurnir um sóttina til aðila f Bandarfkjunum, Bretlandi og víðar, spurst var fyrir um sóttina á Netinu auk þess sem sýni hafa verið rannsökuð á tilraunastöðinni á Keldum, f Dýralæknaháskólanum f Uppsölum í Svfþjóð og í Sviss. í ljós hefur komið að veiran er ekki lík neinu sem menn kannast við úr hrossum eða öðrum skepnum. Feðgum bjargað af sökkvandi báti FEÐGAR frá Vestmannaeyjum björg- uðust giftusamlega á fimmtudagskvöld eftir að bátur þeirra, Mardís VE, sjö tonna trefjaplastbátur, lagðist á hliðina og byrjaði að sökkva um 20 mílur undan Selvogsvita. Feðgamir höfðust við í litl- um björgunarbát þegar þyrla Land- helgisgæslunnar fann þá. Þeir voru fluttir í sjúkrahús, kaldir og blautir en heilir á húfi. Varðskip náði að draga bátinn upp síðar um nóttina og kom með hann til Þorlákshafnar á fostu- dagsmorgun þar sem hann var skoðað- ur af fulltrúum rannsóknanefndar sjó- slysa og tryggingafélagi bátsins. Jeltsín rekur stjórnina og hótar þingrofi ► LEIÐTOGAR „þríeykisins" svokallaða - Rússlands, Þýskalands og Frakklands - komu saman skammt frá Moskvu á fimmtudag. Borfs Jeltsín Rússlandsforseti sagði f tilefni fundarins að sór hefði tekist að reisa skorður við drottnun Bandaríkjanna eftir iok kalda stríðsins með því að mynda „þríeykið". Jacques Chirac Frakidandsforseti minnti hins vegar á þá sögu- legu staðreynd að samskipti ríkjanna þriggja hafa ætíð verið þyrnum stráð. SERGEJ Kfrfjenko og Borís Jeltsfn. ► VOPNAEFTIRLITSMENN BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, til- kynnti á fóstudag að hann hefði ákveð- ið að tilnefna Sergej Kíríjenko næsta forsætisráðherra landsins og varaði andstæðinga sína í Dúmunni, neðri deild þingsins, við því að hann kynni að leysa hana upp og boða til kosninga ef hún samþykkti ekki tilnefninguna. Forsetinn hafði falið Kíríjenko, 35 ára orkumálaráðherra, að mynda nýja stjóm eftir að hafa ákveðið á mánudag að víkja Viktor Tsjemomyrdín forsæt- isráðherra og allri stjóm hans frá. Sú ákvörðun kom flestum á óvart þar sem talið var að Tsjemomyrdín myndi gegna embættinu út kjörtímabilið og verða í framboði í forsetakosningunum árið 2000 með stuðningi Jeltsíns. Talið er að brottvikningin dragi mjög úr líkunum á því að Tsjemomyrdín verði kjörinn forseti. Jeltsín kvaðst hafa vikið stjóminni frá vegna þess að henni hefði ekki tekist að leysa ýmis efhahagsleg vandamál en margir fréttaskýrendur telja að ákvörðunin sé mnninn undan rifjum Borís Berezovskís, áhrifamikils kaup- sýslumanns í Moskvu, dóttur forsetans og skrifstofustjóra hans. Þingið er tregt til að skipa Kíríjenko sem forsætisráðherra vegna reynslu- leysis hans í efnahagsmálum. Neiti það að samþykkja tilnefningu forsetans hefur hann vald til að leysa þingið upp og boða til kosninga. Sameinuðu þjóðanna hófu eft- irlit f einni af forsetahöllum Saddams Husseins f írak á fimmtudag og engin tilraun var gerð til að hindra störf þeirra. Þetta er í fyrsta sinn frá því vopnaeftirlitið hófst fyrir sjö árum að írakar heim- ila eftirlitsmönnunum aðgang að forsetahöllum. ► BILL Clinton, forseti Bandarfkjanna, hóf tólf daga Afrfkuheimsókn sfna á mánu- dag. Clinton fór fyrst til Ghana, Uganda og Rúanda og varð sfðan fyrsti forseti Bandarfkjanna tíl að heim- sækja Suður-Afríku. Forset- inn lagði áherslu á að Banda- ríkjamenn myndu aðstoða við að koma á lýðræði f álfunni. ► ÁTÖK blossuðu upp að nýju í Kosovo-héraði á þriðju- dag þegar serbneska lögregl- an réðst á nokkur þorp til að hefna tilræðis, sem kostaði einn lögreglumann lífið. Fjór- ir Albanir féUu í árásinni. Sex samstarfsríki um málefni gömlu Júgóslavfu samþykktu á miðvikudag að gefa serbneskum sfjórnvöldum mánaðarfrest til að finna frið- samlega lausn á deUu þeirra við albanska meirihlutann í Kosovo. FRÉTTIR Óánægja með kjaramál hjá háskólamenntuðum heilbrigðisstéttum NOKKUÐ er um að hjúkrunarfræðingar hafí sagt upp störfum og tilgreina óánægju með kjör sem ástæðu uppsagnar. Myndin er úr safni Morgunblaðsins. Uppsagnir hafnar hjá hjúkrunarfræðingum Kjaramál margra há- skólamenntaðra stétta í heilbrigðiskerfinu eru nú á leið til meðferðar hjá úr- skurðarnefndum. Hefur ekki tekist að Ijúka gerð stofnanasamnings við þessar stéttir eins og kjarasamning- ur frá í fyrra gerir ráð fyrir. I framhaldi af kjarasamningum á síðasta ári áttu aðlögunarnefndir með stofnanasamningum að koma sér saman um reglur um röðun sem stofnunum bar að framfylgja. Náist ekki samningur vinnuveitenda og stéttarfélaga er málum vísað til úr- skurðamefnda sem skipuð er fyrir hvert félag. Skipar vinnuveitandi einn fulltrúa, fagráðuneytið, í þess- um tilvikum heilbrigðisráuneytið einn, viðkomandi stéttarfélag tvo og ríkissáttasemjari skipar oddamann. Hann hefur hins vegar valið þá leið að skipa ekki oddamann fyrr en sáttaleiðin hefur verið reynd að minnsta kosti á einum fundi. í úrskurðarnefndir Fyrir nokkru var úrskurðað í mál- um náttúrufræðinga sem starfa á Ríkisspítölum. Fulltrúar þeirra í nefndinni skrifuðu reyndar ekki und- ir samninginn og lýsa með því óánægju sinni með hann. Rflrissátta- senyari hefur nú skipað oddamann í úrskurðamefnd fyrir sálfræðinga þar sem ekki náðust sættir. Málum fleiri hópa, sem starfa hjá Rflrisspítölum eða Sjúkrahúsi Reykjavíkur eða hjá báðum aðilum, hefur einnig verið vís- að til úrskurðamefnda og liggur fyrir hjá sáttasemjara að halda einn fund og reyna til þrautar en skipa ella oddamann. Þessir hópar em mat- væla- og næringarfræðingar, sjúkra- í framhaldi af kjara- samningum á síðasta ári átti með stofnanasamn- ingum að setja reglur um röðun starfshópa í launaramma. Hægt hef- ur miðað í þessum efn- um hjá sumum heil- brigðisstéttum eins og Jóhannes Tómasson komst að og ber á vax- andi óánægju meðal margra þessara stétta. þjálfarar, iðjuþjálfar, bókasafnsfræð- ingar, meinatæknar, félagsráðgjafar og sálfræðingar. Segja má að óánægja þessara starfshópa stafi annars vegar af því að þeir em orðnir langþreyttir á ástandinu innan heilbrigðiskerfisins. Kröfur um spamað, niðurskurður á fjárveitingum, lokanir deilda, and- lega og líkamlega erfið álagsstörf, h'1> il umbun og neikvæð viðhorf hafa þrúgandi áhrif og sumir formælend- ur þessara stétta segja fólk vflja hverfa í annars konar störf þar sem allt umhverfið er jákvæðara. Þá hefur borið á þeirri kröfu innan þessara stétta að vilja fá inní gmnn- laun yfirgreiðslur sem margar þeirra hafa notið. Tókst það ekki í síðustu kjarasamningum nema hvað náttúm- fræðingar telja sig hafa fengið vilyrði fyrir því að þessi atriði yrðu telrin inn við gerð stofnanasamninga. Telja fulltrúar þessara stétta almennt að með því móti einu fáist sú kjarabót sem sóst er eftir, með því móti hækki gmnnlaun þannig að una megi við. Hins vegar ríkir óánægja með launaþróun innan þessara stétta, sem telja sumar hverjar að ákveðnar stéttir háskólamanna, t.d. læknar, hafi náð kjarabótum langt umfram það sem þessum stéttum hafi verið boðið. Spyrja forsvarsmenn þeirra af hverju heilbrigðisstofnanir geti ekki boðið þeim sambærileg kjör. Einnig er spurt af hverju ýmsar aðrar rflris- stofnanir hafi getað gengið frá stofn- anasamningum við sína hópa en heil- brigðisstofnanimar ekki. Fulltrúar sjúkrahúsanna telja hins vegar að óþolinmæði gæti hjá sumum þessara stétta; verið sé að hefja við- ræður um röðunarkerfi og önnur at- riði stofnanasamninga sem geti haft í för með sér kjarabætur og því sé of snemmt að gefa sér að enginn árang- ur náist eða að ijúka til með hug- myndir um uppsagnir. Forsvarsmenn heilbrigðisstofnana telja útilokað að verða við kröfum um að yfirgreiðslur eða persónulegir samningar myndi stofn fyrir bundin lágmarkslaun samkvæmt kjarasamn- ingi. Slíkt myndi raska um of því launajafnvægi sem er til staðar á stoftiunum þessum. Segja þeir allt annað að semja um slíkt við einsleit- an hóp starfsmanna hjá ákveðnu fyr- irtæki en við þær fjölmörgu stéttir sem starfa á heilbrigðisstofnun. Uppsagnir hafnar Hjúkrunarfræðingar hótuðu fyrir nokkru að til uppsagna myndi koma vegna óánægju með kjaramál. All- margir hjúkrunarfræðingar á ýmsum deildum Landspítala hafa nú látið verða af þessari hótun sinni og svo er einnig um nokkra hjúkrunarfræð- inga á Sjúkrahúsi Reykjavfloir. Segja þeir í uppsagnarbréfum að ástæðan sé óánægja með kjör. Lfldegt má telja að þeir hjúkrun- arfræðingar sem sagt hafa upp hugsi sér í fullri alvöru að hverfa til ann- arra starfa enda víða möguleikar. Stórfyrirtæki hafa í vaxandi mæli ráðið hjúkrunarfræðinga til að sinna fræðslu, forvömum og heilsufars- málum starfsmanna, íslensk erfða- greining þykir áhugaverður vinnu- staður margra heilbrigðisstétta og þar á bæ hefur verið bætt við starfs- fólki og lyfjafyrirtæki hafa jafnan í þjónustu sinni hjúkrunarfræðinga sem sinna t.d. kynningu og sölu á lyQum. Kostur við þessi störf utan hefð- bundinna heilbrigðisstofnana er oft sá að starfsmenn eru lausir við vaktavinnu en bera úr býtum svipuð heildarlaun fyrir dagvinnu og jafnvel hærri en þótt þeir sinni vaktavinnu á spítaladeild.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.