Morgunblaðið - 29.03.1998, Page 8

Morgunblaðið - 29.03.1998, Page 8
8 SUNNUDAGUR 29. MARZ 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ HJÁLP, hjálp, það er búið að stela hassinu minu ... 3 g ** 1 Rafrænn afsláttur! Hringiðan lntemetþjónusta COífMCT Dunhaga 8 • Reykjavík Skipagötu 2 • Akureyri JL ÓÐINSVÉ Laugavegi 54 * Reykjavík ÓSinstorgi • Reykjavík JdmCas^kicas 1 C E L A N D Höfðabakka 1 * Reykjavík Skeifunni 7 • Reykjavík Arfíi'vS Alíureyri Nethyl SÓLBAÐSSTOFA REYKJAVlKUR Geislagötu 7 • Akureyri • Nethyl 2 * Reykjavík Eddufelli 2-4 * Reykjavík Gullsmiðir v\jy Sigtryggur & Pétur sf. Hamraborg 10 • Kópavogi Brekkugötu 5 * Akureyri Þessi fyrirtæki veita öllum sem greiða með VISA kreditkorti rafrænan afslátt Fjöldi annarra fyrirtækja veitir einnig afslátt © FRIÐINDAKLUBBURINN www.fridindi.is • www.visa.is Flutti hey og áburð milli svæða Sauðárkrdki. Morgunblaðið. LÖGREGLUNNI á Sauðárkróki barst á föstudag vitneskja um að vöruflutningabíll úr Skagafírði væri í Reykjavík að lesta áburð, en hann hafði flutt hey úr Eyjafirði og Húna- vatnssýslum til Reykjavíkur og farið með það inn á svæði sem sýkt eru af hitasótt þeirri sem herjar á hross á suðvestanverðu landinu. Var þegar haft samband við lög- regluna í Reykjavík, sem fann bílinn og gerði bílstjóranum að sótthreinsa hann, eins og ný reglugerð sem sett var til að hefta útbreiðslu veikinnar segir til um, en það hafði ekki verið gert. Að sögn lögreglu á Sauðárki'óki er vitað að þetta er önnur ferðin sem umræddur bílstjóri fer með hey að norðan inn á sýkt svæði í Reykjavík og flytur áburð til baka. Erill og æfingar ERILL var í miðborg Reykjavíkur aðfaranótt laugardags en að sögn lögreglu bar þó ekkert sérstakt til tíðinda. Lögregla talaði um hefð- bundna pústra. Lögregla í Vestmannaeyjum og á Hvolsvelli stóðu í ströngu í gær þegar haldin var sameiginleg stór- slysaæfing. Líkt var eftir flugslysi á flugvellinum á Bakka og í Vest- mannaeyjum og tóku björgunar- sveitir þátt í æfingunni. Ekkivitað um upptök TÖLUVERÐAR skemmdir urðu á læknastofum í verslunarmiðstöðinni í Glæsibæ þar sem kom upp eldur aðfaranótt laugardags. Allt tiltækt slökkvilið í Reykjavík var kvatt á staðinn. Töluverður eldur og hiti var á læknastofunum þegar að var komið. Logaði inni í einu herberginu og mikill reykur hafði borist um húsið. Vel gekk að slökkva eldinn. Ekki er vitað hver eldsupptök voru. Norræn fræði í Þýskalandi Verið að semja um þýzka útgáfu á ferðasögu Maurers M EÐAL nýrrar kynslóðar þýzkra iháskólaprófessora i norrænum fræðum er Stefanie Wiirth, sem tók við slíkri stöðu við háskól- ann í Tubingen haustið 1996. Norræn tungumál, bókmenntir og önnur fræði tengd menningu Norðurlanda eru kennd við tíu þýzka háskóla, en við fjóra þeirra eru nú starfandi konur í prófess- orsstöðum í greininni. Stefanie Wiirth hefur dvalið hérlendis undan- farnar vikur við rann- sóknastörf á Stofnun Arna Magnússonar. Morgun- blaðið tók hana tali og fékk hana til að segja frá við- fangsefni sínu, og ekki sízt þætti sínum í útgáfu ferða- dagbóka fræðimannsins og Islandsvinarins Konrads Maurers frá 1858, sem kom út á vegum Ferðafélags íslands í fyrra. „Eg byrjaði að vinna með Kurt Schier að ferðadagbókum Kon- rads Maurers árið 1978, eftir að ég hóf háskólanám. Það fyrsta sem ég gerði var að skrifa upp all- ar neðanmálsgreinar úr handrit- inu, leysa úr skammstöfunum og finna þær bækur sem Maurer vis- aðij. Ég vann að þessu í mörg ár með Schier. Þegar við byrjuðum voru engar tölvur til. Þegar þær komu til sögunnar þurfti einhver að sjá um að slá handritið inn. Fyrst var reynt að nota skanna til að flytja vélritaða textann í tölvu- tækt form, en á þeim tíma voru skannar það ófullkomnir að ég ákvað að vélrita handritið allt upp á nýtt í tölvu. Við réðumst í alla þessa vinnu með það að markmiði að gefa ferðabókina út. Það gekk seint að finna þýzkan útgefanda og Schier fór því að leita fyrir sér um mögu- leika á að þýða söguna á íslenzku og fá hana útgefna á Islandi. Það tókst að fá Ferðafélagið til að taka útgáfuna að sér og Baldur Hafstað til að þýða bókina. Það er reynar að mörgu leyti auðveldara að gefa þessa bók út á íslandi, þar sem hún þarfnast miklu færri útskýringa." - Standa vonir til að þýzkar útgef- andi finnist að bókinni eftir frum- útgáfu hennar hér? „Já. Hinar góðu viðtökur bók- arinnar hér á Islandi auðvelda Schier að finna útgefanda í Þýzkalandi. Hann er nú að semja um útgáfu við Bayerische Aka- demie der Wissenschaften [Vís- indaakademíu Bæjaralands]. Hugmyndin er að bókin komi út í tveimur bindum á þýzku, einu textabindi og einu ------------- skýringabindi. I skýr- ingabindinu yrðu kort af staðháttum, upplýs- ingar um allt það fólk sem Maurer segir frá og hann sjálfan, um “ sögu Islands á 19. öld og fleira. Niðurstaða í samningaviðræð- ur um útgáfuna ætti að nást alveg á næstunni. Ég trúi því líka að það hjálpi tO að nú hefur verið ákveðið að reisa minnisvarða til heiðurs Maurer á leiði hans í Munchen. Það á að afhjúpa hann 29. apríl, á 175 ára afmæli Maurers." - En að hverju ertu að vinna hér nú? „Ég er að skrifa formála að endurútgáfu á fornnorrænni bók- menntasögu eftir Jan de Vries. Þetta er útgáfa sem kom út í Stefanie Wiirth ► Stefanie Wiirth fæddist í Kempten í Bæjaralandi 1957 og lagði stund á nám í þýzku og norrænum tungumálum við há- skólann í Miinchen, þaðan sem hún lauk magistersprófi 1983 og doktorsprófi í fornnorrænum bókmenntum 1987. Habilita- tions-verkefni sínu, sem veitir réttindi til prófessorsembættis í þýzka háskólakerfinu, lauk hún 1995. Frá árinu 1984 starfaði Wurth sem aðstoðarkennari við norrænudeild Miinchenháskóla, sem prófessor Kurt Schier veitti forstöðu, en hann var jafnframt leiðbeinandi Wurth við doktors- verkefni hennar. Wiirth dvaldi fyrst á íslandi 1980-1981, en síð- an jafnan í fríum frá námi og starfi. Þegar Kurt Schier fór á eftirlaun 1995 gerðist Wurth staðgengill hans, en hún tók síð- an við stöðu prófessors í nor- rænum fræðum við háskólann í Tiibingen haustið 1996. Um 7% pró- fessora í Þýzkalandi eru konur tveimur bindum 1963 og 1967 og verður endurprentuð hjá DeGru- yter-forlaginu. Ég var beðin að skrifa inngang þar sem ég segi frá hvernig þetta verk varð til og hversu mikilvægt það var og/eða er og hvers vegna ástæða þykir til að gefa verkið út að nýju.“ - Þú ert nýlega tekin við stöðu prófessors í norrænum fræðum við Tubingen-háskóla. Ertu fyrsta konan sem gegnir slíku embætti í Þýzkalandi? „Nei, ég er hvorki sú yngsta né fyrsta til að taka við prófessors- stöðu í faginu. Við erum fjórar núna, svo ég viti til. Ein er í Boch- um en tekur við prófessorsstöðu í Múnster, ein er í Kiel og ein í Múnchen, reyndar í norrænum nútímabókmenntum. Ég tók við stöðunni í Túbingen af Jurg Glauser, sem fór aftur til Zúrich, en hann hafði tekið við af Wil- _ helm Friese [sem margir Islendingar þekkja]. Ástæðan fyrir því að konum hefur fjölgað í prófessorsstöðum í mínu fagi er einfaldlega sú að á liðnum árum hefur svo mikill meirihluti háskólanema í tungu- málum, bókmenntum og slíkum fögum verið konur. Það er ein- faldlega þess vegna sem núna er komið að því að ekki verður fram- hjá konum gengið við embættis- veitingar í þessum fögum. Það breytir því samt ekki, að á heild- ina litið er hlutfall kvenna í pró- fessorsstöðum í Þýzkalandi mjög lágt, eða um 7%.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.