Morgunblaðið - 29.03.1998, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 29.03.1998, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. MARZ 1998 21 jjAuðvitað eru einhverjir sem hefðu viljað sjá einhvern annan rekstur hér. Það vit- um við vel og eins að fylgst verður með hvernig tekst til, en við viljum og ætlum okk- ur að vinna með heimafólki. Á því veltur reksturinn.“ áður en menn færu í salinn keyptu þeir eða leigðu skikkju og jafnvel skinnskó, sem heimamenn fram- leiddu. Hugmyndin var að fólk not- aði Snorrastofu til að koma saman í á veturna og sauma skikkjur, skó og vinna horn.“ Skólabúðir og brúðkaupsveislur Hann segir að sumar hugmynd- anna, sem nú séu uppi séu á við- kvæmu stigi og því ekki hægt að greina frá þeim. Nefnir þó að hann hafí mikinn hug á að koma upp skólabúðum yfír vetrartímann fyrir nemendur, sem eru að læra Islands- sögu. „Þeir sjá atburðina mun betur íyrir sér þegar þeir eru komnir í sjá öfluga og kröftuga mennta- stofnun í Reykholti. „Því miður hefur flætt undan henni. Það hófst strax á 9. áratugnum þegar fjöl- brautaskólarnir risu um allt land og menn fóru að sækja sem mest í sína heimabyggð," segir hún en bætir við að hún bindi vonir við samstarf við Hótel Reykholt. Þegar hún er spurð hvernig, segist hún einmitt hafa verið að ljúka samtali við starfsmann stór- fyrirtækis sem hafi verið að panta mat og þjónustu frá hótelinu fyrir hóp fólks. „Síðan kemur hópurinn hingað og fær leiðsögn og fyrir- lestur um þá hluti sem eru til sýn- is í Snorrastofu. Þetta er sam- vinna í hnotskurn, sem ég hlakka mikið til að nýta mér.“ Þá segir hún að sú hugmynd hafí komið upp að bjóða upp á Reykhoftskvöfd einu sinni f viku, því fleiri þúsund manns séu til dæmis í sumarbústöðum í ná- grenninu. Hjónin Óli Jón Ólason og Steinunn Hansdóttir stefni á að hafa mat á hótelinu á vægu verði en einnig standi til að hafa þar ein- hvers konar uppákomur, sem höfði til allrar fjölskyldunnar. Síðan geti fólk komið í Snorrastofu og fengið menningarlegan fróðleik. Dagný nefnir einnig tónleika- hald, sem hefur notið mikilla vin- sælda vegna þess hversu hljóm- burður í kirkjunni er góður. Nú séu möguleikar á því um helgar að fá mat og gistingu á hótelinu allan ársins hring í tengslum við tónleikahaldið. „Möguleikarnir eru því gríðarlega miklir og að- sóknin hér á staðnum er mikii. Nokkur þúsund manns koma hér árlega,“ segir Dagný Emilsdóttir. snertingu við sögufrægan stað. Skólamenn hafa tekið vel í þessa hugmynd. Þarna gæti skapast at- vinna fyrir sögufróðan heimamann. Ef heimamenn eru tilbúnir að vinna með okkur í að útfæra hugmyndir þá hef ég trú á að margt sé hægt að gera til að laða að ferðamenn, því fólk hér býr yfir miklum fróðleik og reynslu," segir hann. Eina hugmynd hefur hann sótt til Skotlands, það er að hafa líkön af sögulegum atburðum í glerkassa og fólk hlusti á atburðarrásina í gegn- um heyrnartól. Hann segir að ís- lendingasögurnar og Snorra-Edda höfði meðal annars mikið til Norð- manna og yfirleitt Norður-Evrópu- búa. Með því að koma upp samvinnu við Heimskringlu, sem rekur Snorrastofu, sé hægt að laða ekki bara fræðimenn heldur einnig al- menna ferðamenn til Reykholts. Þá segist hann ekki síst vilja höfða til íslendinga. Foreldrar ferðist mun meira með börn sín en áður og hann vilji láta útbúa bækling með merkt- um gönguleiðum og upplýsingum um sérstaka staði sem vert er að stoppa við og skoða. Fjölga þarf gistinóttum Óli Jón kveðst hafa orðið var við að kollegar sínir í nágrenninu óttist að hann muni taka frá þeim við- skiptavini, en bendir á að í nýlegri könnun hafi komið fram að fólk gist- ir lítið á Vesturlandi. Hann vill því leggja sitt af mörkum til að fjölga gistinóttum og fara nýjar leiðir. Hann hefur til dæmis í huga brúð- kaup. „Japanir fóru á sínum tíma í stórum stíl til Finnlands til að gifta sig. Kannski við getum höfðað til Norðmanna eða annarra útlendinga. Annaðhvort getur fólk látið gefa sig saman uppi á jökli eða í Reykholts- kirkju. Hér er prestur á staðnum, nægilegt rými til að halda brúð- kaupsveislur og þeir gestir sem það vildu gætu gist.“ Hann leggur áherslu á að hann hyggist ekki apa upp eftir öðrum og segist fremur hafa reynt að fara nýj- ar leiðir. „Ég var til dæmis fyrstur til að vera með fiskréttaveislur," segir hann og rifjar upp hvernig það kom til. Hann var ásamt fyrrverandi eiginkonu sinni á Kanaríeyjum, þar sem þau fóru í grísaveislu. Þá fór hann að velta fyrir sér hvort ekki væri tilvalið að bjóða upp á fisk- réttaveislur á Islandi. „Þegar ég hætti á Akranesi var orðið talsvert um útiendinga sem gerðu sér ferð þangað í þessar veislur," segir hann. Morgunblaðið/Golli RAGNHEIÐUR Jónasdóttir umhverflsfræðingur Fólk orðið lang- þreytt á erjum ÞÓ AÐ heimamenn í Borgarfirði - kannski sérstaklega í Reykholts- dalshreppi - séu ekki sáttir við að sjá á bak skólastofnun í Reykholti eru flestir reiðubúnir að leggja sig fram um að ná friði. „Þegar hugmyndin að hótelinu var kynnt fyrir sveitarsijórn á sinum tíma var nánast búið að ákveða hver niðurstaðan yrði. Við mótmæltum því alls ekki. Við fögnuðum því að einhveijir væru tilbúnir að gera eitthvað, því gríðarlegt áfall var að missa skól- ann, meðal annars vegna taps á skatttekjum," sagði Gunnar Bjarnason oddviti Reykholtsdals- hrepps, þegar Morgunblaðsmenn voru þar á ferð fyrir skömmu. Ljóst er að áhyggjur af minnk- andi atvinnumöguleikum í sveit- inni og brottflutningur fólks hafa sett mörk sín á heimamenn. Einnig eru menn orðnir þreyttir á erjum og að vera dregnir í dilka, ef þeir láta skoðun sína í ljós. Þeim finnst, að úr því sem komið er sé best að gefa þeim sem reka hótelið tækifæri og vonast til að reksturinn gangi upp, þótt margir hveijir séu ekki alltof bjartsýnir. „Fólk sættir sig við niðurstöðuna. Það er mest um vert að fólk fái vinnu,“ sagði Gunnar Bjarnason. „Óli Jón Ola- son hefur ákveðnar hugmyndir um starfsemina og hann vill fá heimamenn til að taka þátt í dag- skrá og fleira. Það er gott mál, einkum ef hann nær að halda starfseminni gangandi allt árið.“ Rætt um mennta- og menningarsetur Það sem heimamenn gagnrýna einna helst við framvindu mála í Reykholti er að þeim finnst hafa verið komið svolítið aftan að sér. Allan tímann hafi verið talað um að þar yrði mennta- og menning- arsetur. Sumir sögðust vel hafa getað sótt um rekstur hótels eða vitað af fólki í sveitinni sem hæft væri til þess, hefðu þeir látið sér detta í hug að þarna yrði hótel. Aðrir viðurkenna að heima- menn hafi ekki verið nógu harðir i að leita upplýsinga eða koma fram með hugmyndir um rekstur. „Sveitin er orðin svo dofin,“ sagði Ragnheiður Jónasdóttir umhverf- isfræðingur. „Hún hefur staðið í þvílíkri styijöld út af vegalagn- ingu, að fólkið tekur ekki af skar- ið í einu né neinu. Eg hef ekki heyrt um neinn sem er fullkom- lega ánægður með að þarna sé komið hótel. Ekki það að neinn hafi á móti fólkinu, heldur höfðu menn gert sér vonir um að starf- semin gæfi af sér fleiri störf. Það verður kannski síðar.“ Gamla skólahúsnæðið Það sem menn velta einna helst fyrir sér núna er hvað verð- ur uin gamla skólahúsnæðið, en ástand þess er lélegt. Leki er á sumum stöðum og skólastofurnar fremur óhijálegar. Hermann Jónasson deildar- stjóri í menntamálaráðuneytinu segir að endanleg ákvörðun hafi GUNNAR Bjarnason oddviti. ekki verið tekin um nýtingu þess. Hugmyndin um að nota húsið sem varaeintaka- og geymslu- bókasafn á vegum Landsbóka- safns Islands - Háskólabókasafns hafi þótt einna mest freistandi. Nú sé Rannsóknarstofnun bygg- ingariðnaðarins að kanna ástand hússins og ekki verði farið að vinna í málinu fyrr en þær niður- stöður liggi fyrir. „Ekki stórt verkefni" Heyrst hefur að sveitungum finnist ekki stórt verkefni fyrir staðinn að hafa þar skjala- geymslu, en aðrir segja skort á víðsýni að dæma slíkt fyrirfram. Hugsanlega geti einhver störf skapast í kringum safnið og óþarfi sé að fordæma það áður en hugmyndin hafi verið útfærð. Heimamenn virðast sjálfir hafa litlar hugmyndir um hvers konar starfsemi geti farið þarna fram. Þeir tala um skort á fjármagni til að standa undir einhvers konar starfsemi og menn þurfi að hafa aðgang að réttum sjóðum. Þó munu hafa komið upp hugmyndir um að skipta skólanum upp, þannig að þar verði einnig vinnu- aðstaða fyrir fræðimenn. Sömu- leiðis hefur Ragnheiður Jónas- dóttir ásamt öðrum handverks- konum falast eftir hluta af gamla skólahúsnæðinu eftir að þær fengu afsvar við að fá að nota gamalt geymsluhúsnæði, sem er innan þyrpingar Reykholts. Einu svörin frá ráðuneytinu, segir Ragnheiður, voru að benda þeim á að hafa samband við Óla Jón, sem rekur hótelið. „Hann sýndi okkur hrátt húsnæði bakatil í kjallara hótelsins, en við höfum ekki hug á því,“ sagði hún. Óli nýtir hluta húsins fyrir fundi ýmissa starfshópa og aðra sem þurfa á slíkri þjónustu að halda. „Upphaflega þegar talað var við okkur var gamla skóla- húsnæðið með í dæminu. Eg hef góð orð fyrir því að ég fái að hafa þau hús í fimm ár. Ef niðurstaðan verður að húsið verði nýtt sem varageymsla Landsbókasafnsins, telja menn sig ekki fylla húsnæð- ið af skjölum fyrr en í einhverjum áföngum,“ sagði hann. Atvinna og atvinnuhorfur Reykholtsskóli starfaði meira og minna í yfir 60 ár og var einn helsti atvinnurekandi í sveitinni. Aðspurð- ur hvernig Óli Jón sjái hugmyndir sínar þróast til hagsbóta fyrir at- vinnulífið, segir hann að í tengslum við hótelreksturinn muni skapast 10-12 störf, að minnsta kosti yfir sumartímann. Hann hafi þegar sent dreifibréf í sveitirnar, þar sem hann auglýsir eftir fólki bæði í sumarstörf og íhlaupastörf. Hann segist sjá fyr- ir sér að heimafólk geti komið inn í aukavinnu þegar mikið sé að gera á veturna, en þar fyrir utan verði auð- vitað einhver hlé. Oli Jón og Steinunn eru með kaupleigusamning til fimm ára. Að þeim tíma liðnum býðst þeim að kaupa húsnæðið á 65 milljónir króna miðað við byggingam'sitölu í desem- ber 1997. Spurður hvort hann sé að hugsa um að slá til segist hann stefna að því. „Ég sá þegar ég vann sem ferðamálafulltrúi að það tekur 3-5 ár að markaðssetja stað og vil gjarnan fá að njóta þess ef vel tekst til,“ segir hann. Þegar haft er orð á því, að kjörin séu hagstæð segir hann að þetta hafi verið mat þeirra, sem Hagsýslan lét vinna fyrir sig. Þau hjón hafi ekki gert tilboð í hótelið. Til samanburð- ar kveðst hann hafa verið að velta fyrir sér kaupum á Hótel Norður- landi fyrir nokkrum árum. Þar hafi flestöll herbergi, rúmlega 30 talsins, verið nýuppgerð og öll með baði. „Söluverð þess var um 50 milljónir króna,“ segir hann og bætir við að ieigan sem þau greiði nú sé svipuð og Hótel Edda greiddi. Auk þess þurfi þau sjálf að sjá um allt viðhald utanhúss og innan, sem Hótel Edda hafi ekki þurft að gera. Breytingar á húsnæði Ymsar breytingar eru fyrirhugað- ar á húsnæðinu, en í þær verður ekki farið fyrr en næsta haust. Ljúka þarf við 11 herbergi auk brúðarsvítu, sem eru fokheld, breyta 32 herbergjum í 24 herbergi með baði og setja upp svefnpokaað- stöðu í einni álmu með eldunarað- stöðu. Einnig er fokhelt pláss í kjall- ara sem þau hjón hafa ekki ákveðið hvernig verður nýtt. Kostnaðaráætl- un vegna fyrirhugaðra breytinga er um 20 milljónir króna, en heildartal- an fer eftir því hversu dýr húsgögn verða keypt. Oli Jón lítur svo á að næsta sumar sé að miklu leyti hlaupið frá þeim, þar sem markaðsmál í ferðaþjón- ustu séu til langs tíma. „Við ætlum að nota sumarið til að þreifa á ýms- um hugmyndum og nýta okkur skoðanir þeirra gesta sem hingað koma, því þeir eru okkar húsbænd- ur. Hjá þeim koma fram ótrúlegar hugmyndir, gefi maður sér tíma til að hlusta," segir hann. - Það fréttist að þið hefðuð boðið sveitungunum í kaffi eftir messu fyrir skömmu? „Já, hingað komu um 90 manns. Það var tvennt sem við ákváðum að gera þegar ljóst var að við fengjum Reykholt á leigu og höfum fram- kvæmt hvort tveggja. Annað var að bjóða sveitungunum í kaffi til að kynna okkur og áætlanir okkar. Hitt var að bjóða hingað börnum sem ættu ekki heimangengt af einhverj- um ástæðum. Við vorum með þroskaheft börn um daginn frá Vesturlandi, sem dvöldu hér daglangt og allir skemmtu sér ljóm- andi vel. Við höfðum boðið þeim gistingu, en það þótti of mikil rösk- un á högum þeirra.“ Þegar Óli Jón er spurður hvernig viðtökur þau hafi fengið í sveitinni, segir hann að þær hafi verið betri en þau bjuggust við eftir þann óróa sem varð fyrr í vetur. „Við vorum heppin, því þegar við skrifuðum undir 30. desemþer ákváðum við að dveljast hér um áramótin. Við vor- um kölluð í árlega blysfor, sem fram fer frá Reykholti. Þegar við komum á brennuna bauð fjöldi fólks okkur velkomin og bauð fram aðstoð sína ef á þyrfti að halda. Síðan hefur okk- ur verið tekið vel og enginn sýnt okkur óvild. Auðvitað eru einhverjir sem hefðu viljað sjá einhvern annan rekstur hér. Það vitum við vel og eins að fylgst verður með hvernig tekst til, en við viljum og ætlum okk- ur að vinna með heimafólki. A því veltur reksturinn."

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.