Morgunblaðið - 29.03.1998, Síða 22

Morgunblaðið - 29.03.1998, Síða 22
22 SUNNUDAGUR 29. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Ámi Sæberg CURTIS Harris stýrir sameindaerfðafræðirannsókmim á krabbameini við National Cancer Institute innan National Institute of Health. Hann er þar að auki klínískur prófessor við læknadeild Georgestown-háskóla og ritstjóri ýmissa kunnra vísindarita. RANNSÓKNIR Á KRABBAMEINIALDREI JAFN SPENNANDI Krabbamein leiðir hugann að ógn og sárs- auka. Lengi vel fylgdi dauði í kjölfarið. Krabbamein var og er enn einn helsti ógnvaldur hins dauðlega manns. Anna G. Ólafsdóttir komst að því í samtali við Curtis Harris, einn af færustu vísinda- mönnum heims á sviði krabbameinsrann- sókna, að verið er að stíga stór skref í átt að dýpri skilningi og þar af leiðandi árang- ursríkari meðhöndlun á hinum ýmsu tegundum krabbameins. „ÉG HEF stundað rannsóknir frá 17 ára aldri og þori að fullyrða að á mínum ferli hefur rannsóknarvinn- an aldrei verið jafn spennandi og síðustu fimm árin. Ungir vísinda- menn eru öfundsverðir af því að standa á þröskuldi hinnar gullnu aldar rannsókna á sviði læknavís- inda. Skilningur vísindamanna er að dýpka og gefur möguleika á því að hægt verði að þróa árangurs- ríkari meðhöndlun á ýmsum alvar- legum sjúkdómum, að krabba- meini meðtöldu, á næstu áratug- um,“ segir Curtis Harris og vekur athygli á því að full ástæða sé til bjartsýni enda sé þróunin í átt til árangursríkari meðhöndlunar þeg- ar hafin. Harris var fenginn hingað tO lands frá Bandaríkjunum til að flytja fyrirlestur í tilefni af 10 ára afmæli Rannsóknastofu Krabba- meinsfélags Islands í sameinda- og frumulíffræði í liðinni viku. Fyrir- lesturinn vakti óskipta athygli ís- lenskra vísindamanna enda er Harris einn af fremstu vísinda- mönnum heims á sviði krabba- meinsrannsókna. Harris er í for- svari fyrir sameindaerfðafræði- rannsóknir krabbameins í mönn- um við National Cancer Institute innan National Institutes of Health. Hann er þar að auki klínískur prófessor við læknadeild Georgestown-háskóla og ritstjóri ýmissa kunnra vísindarita. íslenskar rannsóknir á heims- mælikvarða Orðstír Harris veldur því að full ástæða er til að vekja sérstaka at- hygli á inngangsorðum hans um sjálft afmælisbarnið. „Rannsókna- stofan er ung eða aðeins tíu ára,“ sagði Harris og lagði kíminn í bragði áherslu á að tíu ár væru ekki langur tími. Allra síst þegar- verið væri að koma á fót vísinda- starfi. „Því er eftirtektarvert að hún skuli þegar hafa skapað sér al- þjóðlegan sess. íslendingar mega vera stoltir af því að eiga hlutdeild í starfsemi rannsóknastofunnar. Hver og einn hefur auðvitað sína persónulegu ástæðu til að styðja við starfsemina enda hafa því mið- ur flestir haft kynni af ógnvaldin- um krabbameini á einn eða annan hátt. Allir ættu hins vegar að vita að fjárfestingin er að skila sér til baka. íslenskar rannsóknir á borð við rannsóknir á brjóstakrabba- meini eru á heimsmælikvarða. Vís- indamenn vitna í og notfæra sér ís- lenskar upplýsingar í rannsóknum í barátt- unni við krabbamein um allan heim,“ sagði Harris og taldi upp- lýsingamar ekki að- eins gagnlegar fyrir baráttuna gegn krabbameini. „Niður- stöðurnar velga at- hygli á vönduðum vinnubrögðum á sviði íslenskra rannsókna hvar- vetna úti í hinum stóra heimi.“ Erfðir og umhverfi í fyrirlestrinum velti Harris fyr- ir sér áhrifum erfða og umhverfis- þátta á borð við mengun og matar- æði á áhættuna á krabbameins- myndun. „Við höfum auðvitað lengi vitað að krabbamein og jafn- vel ákveðnar tegundir krabba- meins séu algengari í sumum fjöl- skyldum en öðrum. Smám saman er svo að fást gleggri mynd af því hvemig erfðir og áhrif frá um- hverfinu hafa áhrif á krabbameins- myndunina. Stundum hafa erfðir mun meira vægi en talið hefur ver- ið og er lungnakrabbamein þar í flokki. Við getum sjálf haft talsvert að segja um eigin líkur á að fá lungnakrabbamein, þ.e. með því að velja eða hafna því að taka upp reykingar. Samt er ómögulegt að útiloka erfðir enda virðast sumir vera útsetnari fyrir lungnakrabba- mein en aðrir,“ segir Harris og minnir á að rannsóknir gefi vís- bendingar um að sjálf reykinga- fíknin geti erfst innan fjölskyldna svo að sumir verði háðari reyking- um en aðrir. „Yfirleitt er um sam- spil að ræða og ekki rétt að kenna umhverfinu einu um eins og al- gengt var að gert væri í Banda- ríkjunum á sjöunda áratugnum eða álíta að erfðir einar valdi því að sumir fái krabbamein og aðrir ekki eins og síðar var almennt álitið." Harris segir að nýjar upplýsingar komi að góðu gagni. „Gagnabanki með upplýsingum um áhrif erfða og umhverfis er af- ar gagnlegur í meðhöndlun krabbameins. Þegar komist hefur verið að því að umhverfið sé aðalá- hrifavaldurinn er með markvissari hætti en áður, t.d. í gegnum heilsu- gæslu, hægt að vinna gegn krabbameinsmynduninni. Við stöndum frammi fyrir flóknara vandamáli þegar sterkar erfðir eru annars vegar. Eina færa leiðin er að halda áfram að leita eftir upp- lýsingum um sjálft ferlið í þvi skyni að grípa inn í, koma í veg fyrir eða lækna krabbameinið í tæka tíð. Meðferðin gæti falist í genalækningum eða þróun lyfja til að líkja eftir starfsemi skaddaðra gena.“ Æxlisbælandi gen (p53) Þegar frekar er gengið á Harris kemur í ljós að hann og rannsókn- arhópur hans hefur haft sérstakan áhuga á geninu p53 enda koma stökkbreytingar í því geni ósjaldan við sögu í myndun krabbameins. „Genið hefur verið flokkað í hópi svokallaðra æxlisbælandi gena því prótein frá geninu hefur bælandi áhrif á skiptingu krabbameins- fnima. Gallinn er bara sá að genið í sjálfri krabbameinsfrumunni virkar ekki. Við höfum því gert til- raun til að færa heilbrigt gen yfir í krabbameinsfrumu. Tilraunin hef- ur borið árangur því að genið virð- ist hafa bælandi áhrif á skiptingu krabbameinsfrumunnar. Hafa verður í huga að rannsóknirnar hafa verið gerðar á rannsóknar- stofu. Meðhöndlun á fólki er á til- raunastigi og tengist því að fundin verði nægilega árangursrík tækni til genalækninga enda verður að vera hægt að koma heilbrigða gen- inu fyrir í hverri einustu ki;abba- meinsfrumu," segir hann. „Önnur leið gæti verið að þróa lyf til að líkja eftii' starfsemi p53 í krabba- meinsfrumunni." Hann segir að einn angi rann- sóknanna felist í þvi að reyna að lesa ákveðnar upplýsingar út úr stökkbreytingu p53 gensins. „Við erum að reyna að gi-afast fyrir um hvað stökkbreytingarnár segja okkur sjálfar um orsakavaldinn. Hvort hann hefur ekki skilið eftir sig fingraför á stökkbreytingunni. Nú erum við með ákveðnar vís- bendingar og leitin heldur áfram,“ segir Harris. Hann segir að annar angi rann- sóknarinnar hnígi að starfsemi p53 í líkamanum. „A herðum heil- brigðs p53 gens hvílir heilmikil ábyrgð. P53 tekur á því þegar fnima hefur orðið fyrir skemmd. Annað hvort hefur það áhrif á að fruman hægi á sér og bæti sér upp skaðann eða, ef fruman er orðin al- varlega skemmd, að hún drepist. Almennt sér p53 um að viðhalda ákjósanlegu jafnvægi i myndun og dauða fruma í líkamanum. Hið síð- artalda er sérstaklega mikilvægt í tengslum við krabbameinsmyndun enda veldur óeðlileg frumufjölgun æxlismyndun," segir hann og tek- ur fram að við stökkbreytinguna verði p53 ófær um hvort tveggja. Harris segir að rannsóknir á stökkbreytingum tengist beint meðhöndlun einstakra tegunda krabbameins. „Mismunandi stökk- breytingar geta valdið krabba- meini í einu og sama líffærinu, t.d. í brjóstum. Ekki er því endilega víst að sama meðhöndlunin eigi endilega við í hvert sinn. Hægt er að nefna að rannsóknir hér og ann- ars staðar hafa sýnt að erfiðara er að eiga við brjóstakrabbamein sem ber stökkbreytt p53 en brjóstakrabbamein með aðrar stökkbreytingar," segir hann og ít- rekar að á grundvelli upplýsinga um stökkbreytingu sé hægt að velja markvissari aðferð til að ráð- ast gegn krabbameininu. Full ástæða til bjartsýni Harris segir nánast ómögulegt að staðhæfa hvenær ógnvaldurinn hafi endanlega verið hrakinn af sjónarsviðinu. A hinn bóginn sé með tilliti til vaxandi þekkingar á krabbameinsferlinu óhætt að stað- hæfa að árangursríkari aðferðir til að meðhöndla margar tegundir krabbameins eigi eftir að koma fram á næstu áratugum. „Þróunin er hafin og góðu fréttirnar eru að almenningur virðist, a.m.k. í Bandaríkjunum, vera farinn að minnka reykingar. Magakrabba- mein er í rénun og gæti ástæðan falist í breyttu mataræði. Nú er hægt að greina krabbamein í melt- ingarfærum mun fyrr. Sá mögu- leiki virðist meira að segja vera að þróast að hægt verði að koma í veg fyrir magakrabbamein með lyfja- gjöf. Þrátt fyrir að enn sé langt í land er því full ástæða til bjartsýni á sviði krabbameinslækninga.“ Gleggri mynd af áhrifum erfða og umhverfis á krabbamein i I I ! í c i t í t ! i ! 8 i t I f i í, X

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.