Morgunblaðið - 29.03.1998, Side 23

Morgunblaðið - 29.03.1998, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ | Tónlist fyrir alla í Blásarar í Grafar- vogi r ÞAÐ kom í hlut Blásarakvintetts I Reykjavíkur að leika fyrir nemend- " ur í grunnskólum Grafarvogs á vegum verkefnisins Tónlist fyrir alla. Blásarakvintettinn heldur lokatónleika sína í Grafarvogs- kirkju í dag kl. 17. A efnisskrá eru m.a. verk eftir Johann Sebastian Bach, Luciano Berio, Anton Reicha og George Gershwin ásamt syrpu íslenskra laga í útsetningu Páls Pampichlers | Pálssonar. | Blásarakvintett Reykjavíkur hefur starfað óslitið frá árinu 1981 og verið skipaður sömu mönnum frá upphafí: Bernharður Wilkinson leikur á flautu, Daði Kolbeinsson á óbó, Joseph Ognibene á horn, Ein- ar Jóhannesson leikur á klarínett og Hafsteinn Guðmundsson á fagott. v, Kvintettinn hefur fjölbreytta tónlist á verkefnaskrá sinni og leggur sérstaka áherslu á flutning ^ íslenskrar tónlistar, sem hann flyt- ur á tóniistarhátíðum víða um heim, nú síðast í Astralíu í septem- ber sl. I fréttatilkynningu segir að þátttaka í verkefninu Tónlist fyrir alla hafi verið hópnum mikilvæg og mun hann halda því starfi áfram. LISTIR JÓN Aðalsteinn Þorgeirsson, Örn Magnússon og Sigurður Halldórs- son æfa dagskrána fyrir tónleikana á sunnudag. Kammertónleikar í H ver ager ðiskirkj u KAMMERTÓNLEIKAR verða haldnir í Hveragerðiskirkju í dag, sunnudag 29. mars kl. 17. Flytjemlur eru Jón Aðalsteinn Þorgeirsson klarinettuleikari, Sigurður Halldórsson sellóleik- ari og Örn Magnússon píanó- leikari. Flutt verða meginverk síð- ustu aldar fyrir þessa hjóðfæra- skipan. Það eru tríóin opus 11 eftir Ludwig van Beethoven og opus 114 eftir Johannes Br- ahms. Einnig leika þeir útsetn- ingar Þorkels Sigurbjörnssonar á íslenskum þjóðlögum. Undanfarin ár hefur tríóið leikið þessa efnisskrá á tónleik- um frá syðstu byggðum landsins til þess nyrstu voga og eru þetta síðustu tónleikarnir að sinni. Þess má geta að kirkjan hefur nú af að státa nýjum og glæsi- legum flygli. ## Einsöngstónleikar Oldu Ingibergsdóttur ALDA Ingibergsdóttir sópransöng- kona heldur tónleika í Hafnarborg, Hafnarfirði, mánudagskvöldið 30. mars kl. 20.30. Á efnisskránni eru ljóð eftir íslensk, þýsk og frönsk | tónskáld og aríur. Olafur Vignir Al- I bertsson leikur undir á píanó. " Alda Ingibergsdóttir er fædd og uppalin í Hafnarfirði. Hún lauk ein- söngvaraprófi frá Söngskólanum í Reykjavík vorið 1994 undir leiðsögn Dóru Reyndal. Sama ár hóf Alda framhaldsnám við Trinity College of Musie í London, þar sem aðal- kennari hennar var Teresa Cahill, og lauk þaðan Fellowship Diploma vorið 1996. í uppfærslu Trinity Col- js lege hefur Alda sungið hlutverk Pa- í min í Töfraflautunni og hlutverk Lillian Russel í Mother of Us All þar sem Alda hlaut lof gagnrýnenda. Við ís- lensku óperuna hefur Alda sungið hlutverk Fyrsta anda í Töfraflautunni og hlut- verk Dísu í Galdralofti eftir Jón Ásgeirsson. Alda hefur einnig sung- ið með Sinfóníuhljóm- sveit íslands og komið fram sem einsöngvari með kór íslensku óper- unnar bæði hér heima og í útlöndum. Á tónleikunum í Hafnarborg flytur Alda ljóð eftir Sigfús Hall- dórsson, Jón Ásgeirs- son og Árna Gunnlaugsson, lög- fræðing og tónskáld frá Hafnarfirði en Alda hefur nýlokið við að syngja nokkur lög eftir Áma inn á geislaplöt- una Þú fagra vor sem hefur að geyma safn laga Ama í flutningi ýmissra listamanna. Þá verða flutt erlend sönglög, m.a. eftir Strauss, Mendelsohn og Schuman og loks tvær aríur. Framund- an hjá sér segir Alda vera áframhaldandi tónleikahald, hér á landi og í Þýskalandi auk þess sem hún ráð- gerir að vinna að eigin geislaplötu. Ingibergsdóttir SUNNUDAGUR 29. MARZ 1998 Jóga gegn kvíða ; með Ásmundi Gunnlaugssyni. Uppbyggjandi námskeið fyrir þá sem eiga við kvíða og fælni að stríða og/eða eru að ganga í II gegnum miklar breytingar í lífinu. Kenndar verða leiðir til þess að slaka á og öðlast aukið frelsi og lífsgleði. Engin reynsla eða þekking á jóga nauðsynleg. Mán. og mið. kl. 20.00. Hefst 6. apríl. Jógatímar, tækjasalur og pólunarmeðferð. yqga# STUDIO Hátúni 6a, sími 511 3100 HOTEL REYNIHLIÐ Njóttu lífsins og fjölbreyttrar útivistar um páskana í vetrarriki Mývatns þarsem töfrandi fegurð náttúrunnar á sér engin takmörk. Hótel Reynihltð Stmi: 464 4170 Fax: 464 4371 dorgveiði skíðaganga gönguferðir skautar stjörnuskoðun norðurljós BÓKANIR OG UPPÝSINGAR HJÁ FERÐASKRIFSTOFU GUÐMUNDAR JÓNASSONARl simt: 511 1515 soffIa fraenka I ► > ► I ► i Mallorca 8. • 20. april. Nú eru aöeins örfá sæti laus í heillandi páskaferð í sólina viö Miöjaröarhafiö. Staðgreiðsluverð frá 42.965 kr. á mann miðað viö tvo fulloröna og tvö börn (2-11 ára) á MarthaS hótelinil, Innifaliö: Flug, gisting, akstur til og frá flugvelli erlendis, íslensk fararstjórn og skattar. Hægt er aö nota ATLAS-ávísun að upphæö 4.000 kr. í 4 sset\' ^\aUQirca www.samvinn.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.