Morgunblaðið - 29.03.1998, Side 29
28 SUNNUDAGUR 29. MARZ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 29. MARZ 1998 29
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrímur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
TENGSL MENNING-
AR OG ATVINNULÍFS
SVO virðist sem gagnkvæmur
ótti hafi ríkt á milli at-
vinnulífs og menningar hér á
landi; menningin hefur ekki vilj-
að leita fjárhagslegs stuðnings
hjá einkafyrirtækjum vegna
þess að þar með hefði hún selt
sig mammoni og óhreinkað sig
og fyrirtækin hafa óttast að þau
hefðu ekki nægilegt vit á listum
til að geta valið og hafnað. Þetta
kom fram á morgunverðarfundi
Verslunarráðs íslands sem hald-
inn var á Hótel Sögu í vikunni
þar sem Sigurður Gísli Pálma-
son, framkvæmdastjóri Hofs
sf., og Stefán Baldursson þjóð-
leikhússtjóri höfðu framsögu.
Eins og fram kom í frásögn
Morgunblaðsins af fundinum
gæti þetta verið að breytast.
Sigurður Gísli sagði að gildi
þjóðar væru metin á grundvelli
menningar og lista sem ná að
þrífast á hveijum tíma og það
hljóti því að vera markmið
þeirra sem stuðla vilja að öflugu
atvinnulífi, yfirvalda og einka-
aðila, að hlúa að menningunni.
Þekkingarleysi háir forráða-
mönnum fyrirtækja hins vegar,
að mati Sigurðar, þeir virðast
til dæmis hræddir við samtíma-
myndlist og vilja helst festa
kaup á verkum viðurkenndra,
jafnvel látinna, iistamanna.
Sagði Sigurður að hér hefði
skólakerfið brugðist í uppeldi
sínu á listnjótendum.
Stefán sagði það sannfær-
ingu sína að atvinnulífið hefði
hlutverki að gegna í menning-
unni og öfugt. Hann taldi að
fyrirtæki hefðu á síðustu miss-
erum farið að veita meira fé til
menningarstarfsemi enda væru
augu manna smám saman að
opnast fyrir því að kostun list-
viðburða gæti verið góð auglýs-
ing. Stefán viðurkenndi að lista-
'mönnum hefði lengi staðið
stuggur af kostun, fundist þeir
vera að selja sál sína, en sá ótti
væri ástæðulaus, að minnsta
kosti ef gæði listamannanna og
fyrirtækjanna væru mikil.
Það er mikið ánægjuefni að
atvinnulífið skuli í auknum
mæli vera að vakna til vitundar
um mikilvægi þess að leggja
menningunni lið. Listasjóður
atvinnulífsins, sem er eins konar
bandalag fyrirtækja sem skuld-
binda sig til að kaupa listaverk
með vissu millibili, hefur nú
verið starfræktur um nokkurt
skeið og hefur hann gefið góða
raun. Tengslin á milli menning-
ar og atvinnulífs eru augljós,
eins og bent var á á fundinum,
hvorugt blómstrar án hins. Eins
og Stefán Baldursson benti á
er hlutur ríkisins í styrkveiting-
um til menningar hins vegar
alltaf nauðsynlegur í okkar
smáa samfélagi; aukinn stuðn-
ingur atvinnulífsins má þannig
ekki verða til þess að dregið
verði úr opinberum styrkjum til
menningarstarfsemi í landinu.
EFTIRLIT í
HÖLLUM
SADDAMS
VOPNAEFTIRLITSMENN
Sameinuðu þjóðanna hófu
fyrir helgina leit í einni af höll-
um Saddams Husseins í írak.
Hún gekk snurðulaust fyrir sig
og engar hindranir voru lagðar
í götu þeirra. Þetta eru ákveðin
tímamót í samskiptum SÞ og
íraka, en sem kunnugt er hafa
írakar gert vopnaeftirlitsmönn-
um erfitt fyrir. Þeir fylgjast með
því, að írakar hafi ekki gereyð-
ingarvopn undir höndum. Gífur-
legu magni efnavopna, sýkla-
vopna, eldflauga og skotpalla
hefur þegar verið eytt á vegum
SÞ, svo og tækjum og tólum til
framleiðslu efnavopna. Full
vissa er talin fyrir því, að írakar
eigi enn talsvert magn efna- og
sýklavopna og það var ástæðan
fyrir undirbúningi hernaðarað-
gerða gegn hersveitum Sadd-
ams á dögunum. Samkomulag
íraka og Kofi Annan, fram-
kvæmdastjóra SÞ, sem tókst á
elleftu stundu, á að tryggja full-
an og óskoraðan aðgang eftir-
litsmanna að þeim stöðum, sem
þeir telja ástæðu til að kanna.
Sameinuðu þjóðirnar eiga í
engu að gefa eftir fyrir harð-
stjóranum í Bagdad, slíkri ógn
sem umheiminum stafar af ge-
reyðingarvopnum hans.
EF ÞAÐ ER RETT
sem Elena í Vanja
frænda segir, að snilli
sé dirfska, fijálslyndi
og víðsýni - þá var
Sturla Þórðarson
snillingur. Allt eru
þetta einkenni verka hans,
snilldartaka á stíl og efni.
3Sturla hefur sem rithöfundur
• enga sérstaka kæki eins og
Brandur ábóti, sem virðist halda
sérstaklega upp á lýsingarorðið
hrikalegur, eða höfundur Árna sögu
byskups, sem er hallur undir orð
sem hefjast á stór-, einkum stórlega
sem hann ofnotar stórlega (segir
stórlega nær og stórlega mikið) eða
höfundur Arons sögu sem notar
atviksorðið örvænt í tíma og ótíma.
En það er einnig þó nokkurt uppá-
haldsorð höfundar Fóstbræðra sögu
sem bregður fyrir sig málvillum,
ef ekki vill betur til. I Arons sögu
er einnig notað orðalagið fannst á
sem víða má sjá, en þó oftast sem
eðlilegan stílsmáta. Höfundur Áma
sögu byskups hefur gaman af að
fara byggðum , en það er ekkert
séreinkenni hans, höfundur Njálu
hefur einnig gaman af að nota þetta
orðatiltæki. En hann hefur enga
sérstaka stílkæki, ekki frekar en
Sturla Þórðarson.
4Í Sturlungu segir að þær sögur
• sem gerðust á íslandi eftir
andlát Brands byskups Sæmunds-
sonar í upphafi 13. aldar hafi verið
„lítt ritaðar, áður Sturla skáld Þórð-
arson sagði fyrir Íslendinga sögur,
og hafði hann þar til vísindi af fróð-
um mönnum, þeim er voru á önd-
verðum dögum hans, en sumt eftir
bréfum þeim, er þeir rituðu er þeim
voru samtíða, er sögurnar eru frá.
Marga hluti mátti hann sjálfur sjá
og heyra, þá er á hans dögum gerð-
ust til stórtíðinda. Og treystum vér
honum bæði vel til rits og einurðar
HELGI
spjall
auk
að segja frá, því að
hann vissi eg alvit-
rastan og hófsamast-
an“.
Slík eftirmæli era
engin tilviljun. En
orðalagið „íslendinga
sögur“ verður ávallt ein af ráðgát-
um íslenzkrar ritlistar. Og hveijum
er gefið vald til að breyta því af
fullkomnu purkunarleysi eða geð-
þótta í íslendinga sögu?
5Lýsing Sturlu Þórðarsonar í
• íslendinga sögu á Þórði Þor-
valdssyni Vatnsfirðingi er hin sama
og á Gunnlaugi ormstungu í sögu
hans. Bent hefur verið á að lýsing-
ar Gunnlaugs og Hallfreðar vand-
ræðaskálds Óttarssonar í sögu
þeirra séu harla keimlíkar og má
það til sanns vegar færa. Það eru
þó varla nein stórtíðindi, svo mikil
sem víxláhrifin eru í fornum sögum.
Hallfreður var einsog Gunnlaugur:
mikill og sterkur, nefljótur og jarp-
ur á hár og fór vel en Gunnlaugur
ljósjarpur á hár og fór allvel einsog
segir í sögu hans. Þá voru þeir skáld
góð en „níðskár" notað um báða.
Hitt er merkilegra - og raunar
stórmerkilegt - hvað lýsing Sturlu
á Þórði Þorvaldssyni er lík Gunn-
laugi ormstungu og mætti draga
þá ályktun af því að höfundur
Gunnlaugs sögu hafi notað lýsingu
Sturlu í íslendinga sögu, en ekki
öfugt. Rithöfundar gefa pesónum
sínum oft svipmót þeirra sem þeir
þekkja úr umhverfi sínu en enginn
lýsir lifandi manni uppúr sögulegu
skáldverki. Höfundur Gunnlaugs
sögu réð því, hvernig hann lýsti
skáldinu, en Sturla var bundinn af
staðreyndum. Margir samtíma-
menn Sturlu þekktu Þórð Þorvalds-
son og vissu hvernig hann leit út,
þótt Sturla Sighvatsson dræpi þá
bræður unga, Þórð og Snorra, eins-
og lýst er í íslendinga sögu. Sturla
Þórðarson lýsir Þórði svo að hann
hafí verið herðabreiður, nefljótur
og þó vel fallin í andliti, eygður
mjög og fasteygur, ljósjarpur á
hár, skapmikill. En Gunnlaugi er
lýst svo í sögu hans að hann hafí
verið herðimikill, nefljótur og skap-
felligur í andliti, svarteygur (sem
er hið sama og eygður mjög og
fasteygur), ljósjarpur á hár og fór
allvel, hávaðasamur og mikill í öllu
skaplyndi.
6Þessar athugasemdir hef ég
•ritað inní eintak mitt af Sturl-
ungu en þar stendur einnig:
Til athugunar: í íslendinga sögu
Sturlu Þórðarsonar, 192 kap. segir
um Þórð kakala: „Er þar mikil saga
frá Þórði“ og litlu síðar: „Er frá
honum mikil saga“. Af þessu má
sjá að Þórðar saga er eldri en þessi
kafli íslendinga sögu og Sturla forð-
ast að endurtaka hana. En svona
pennaglöp koma einnig fyrir í Njáls
sögu, þegar lýst er kvonfángi Marð-
ara Valgarðssonar.
Guðbrandur Vigúfsson segir að
Sturla hafí ritað bæði Þórðar sögu
kakala og Þorgils sögu skarða og
séu þær eldri en íslendinga saga.
Aldur Þorgils sögu er óvissari en
Þórðar sögu. Auk þess sýnir lýsing-
in á Þórði Þorvaldssyni Vatnsfirð-
ingi og Gunnlaugi ormsstungu að
íslendinga saga er eldri en áður var
talið, skrifuð eftir 1272 hafa merk-
ir fræðimenn einsog Björn M. Olsen
og Pétur Sigurðsson talið, en það
er of seint með tilliti til Gunnlaugs
sögu. Guðbrandur Vigfússon sýndi
fram á að Lambkár ábóti skrifaði
Prestssögu Guðmundar Arasonar.
Hann bjó hjá Sturlu á Staðarhóli
1242 til um ’47.
Þórður kakali deyr 1256 en Þorg-
ils skarði er veginn tveimur árum
síðar. Þórðar saga er rituð fyrir
1255.
M.
\ * '4 J|J , .
aa. nj a pýIB > Vsjite i g&f fa•
WS? ! W* pi Í%M
to
m'*n
IW hb ÍW
Ív->y= fýrö
?! | i
§ ■
\\! ; av wmf.
• :v.;; [íM'
...
iii
wn ■(■•■■',; -vv' x k.-l1
:■■■".<&■ " i ,'i.r
V ‘iv'* í', li.lMij i' i»i i , i ‘ v
i-i é Nf. t 'I ij L V Lw
• - ,y ISV. 1» .. »i.-. j r.'vVfi
EDINBORG.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg.
GLUGGI Leifs Breiðfjörð í
St. Giles-dómkirkjunni.
kóngafólki ekki undanskildu. Þessi til-
komumikli gluggi er eftir islenzkan lista-
mann, Leif Breiðfjörð, sem stundaði nám
í Edinborg og hefur nú endurgoldið það
með frábæru listaverki sem er augnayndi
gestsins og aðdráttarafl. Á leiðinni út úr
kirkjunni heyrðist leiðsögukona segja frá
þesspm glugga og nefndi bæði Reykjavík
og ísland. Þá er staldrað við; leitað að
þessari fallegu kveðju frá íslandi.
St. Giles-kirkjan er meira en 1000 ára
gömul. Hún var að sjálfsögðu kaþólsk í
upphafi en varð síðan höfuðstöðvar kal-
vinsku eða skotzu kirkjunnar sem á rætur
í kenningum John Knox, siðskiptafrömuð-
arins mikla sem átti athvarf á þessum slóð-
um á erfiðum tímum. Og nú er þessi gamla
kirkja einskonar höfuðstöðvar mótmæl-
enda á þessum slóðum. í kynningabækl-
ingi er sagt að Leifur Breiðfjörð sé þekkt-
ur á alþjóðavettvangi fyrir list sína. Þar
er einnig sagt að efni gluggans sé sótt í
mikilvægan grandvöll kristinnar trúar.
Þar er vitnað í ljóðlínur eftir Burns um
bræðralag og dýrð náttúrunnar. En þar
eru einnig ástin og kærleikurinn í nánum
tengslum við sólina og þessar frægu ljóðl-
ínur þjóðskáldsins: My love is like a red,
red rose. Það er óvænt og skemmtileg
upplifun fyrir íslenzkan ferðalang að
standa andspænis slíku listaverki í jafn
gamalli og sögufrægri kirkju; það lyftir
andanum og eykur manni trú á raunveru-
leg verðmæti. Og það er framhald af
þeirri frægu og mikilvægu bók sem nefnd
hefur verið Landnáma þótt hér sé um
annars konar landnám að ræða en þegar
síyrkjandi víkingar komu askvaðandi
austan yfir hafið einsog minkar og gerðu
usla þar sem írskir munkar höfðu hreiðr-
að um sig til að losna við gargið í því
alþjóðlega fuglabjargi sem ýmist er kallað
samtími, eða tízkuheimur.
Falleg
kveðja frá
íslandi
í BÓK JÓNS ÞÓR-
arinssonar um
Sveinbjörn tónskáld
Sveinbjörnsson sem
er í fremstu röð ís-
lenzkra ævisagna
er ijallað um þjóðsönginn og dvöl Svein-
björns í Edinborg. Þar er sagt að sr. Matt-
hías hafi ort fyrsta erindi lofsöngsins Ó,
guð vors lands í Edinborg og leggur þá
þegar hart að Sveinbirni að semja lag við
sálminn, en Sveinbjörn er í fyrstu tregur
til, athugar þó vandlega textann, að sögn
Matthíasar, en kveðst að svo stöddu ekki
treysta sér við hann. Eftir að séra Matthí-
as var farinn frá Edinborg hélt hann áfram
að hvetja Sveinbjöm að reyna við sálminn
eins og hann kemst að orði og segir í
minningum sínum að hann hafi ort tvö
síðari erindi lofsöngsins í London.
Jón Þórarinsson segir m.a. svo í umfjöll-
un sinni: „Fyrstu árin eftir að Sveinbjörn
koma aftur til Edinborgar frá Leipzig
(fram til 1880) bjó hann í húsinu nr. 15.
við London Street og þar var Matthías
gestur hans. London Street er litlu norðar
og snýr eins og Princes Street, en þá götu
þekkja allir, sem komið hafa til Edinborg-
ar. Ef lagt er upp frá Princes Street aust-
anverðu, er ekki nema 5-6 mínútna gang-
ur þangað. Hverfíð er gamalt og heldur
drungalegt ásýndum, sambyggðar raðir
dökkgrárra steinhúsa, en þar eru sums-
staðar falleg torg. Það er yfir því nokkur
virðuleikablær þótt vafalaust megi það
muna fífil sinn fegri.
Húsið nr. 15 við Lundúnastræti má telj-
ast íslenzkur sögustaður, því að hér birtist
Matthíasi Jochumssyni sú skáldlega sýn,
sem fyrsta erindi þjóðsöngsins geymir, og
bak við þessa sótugu múra hljómuðu líka
í fyrsta skipti þeir tónar, sem óijúfanlega
eru tengdir ljóðinu. íslenzki þjóðsöngurinn
varð til í þessu húsi.
Brýning sr. Matthíasar hreif á Svein-
björn að lokum; hann samdi lagið um vet-
urinn eða vorið, hið fyrsta er hann gerði
við íslenzkan texta að eigin sögn. I marz
frétti hann lát móður sinnar, hún hafði
andazt 8. janúar. Þetta voru honum þung-
bærar fréttir, en hann tók þeim með still-
ingu. Um það leyti hefur hann, ef að líkum
lætur, verið að semja Ó, guð vors lands.
Ef til vill hefur hann í því verki fundið
styrk í sorg sinni, ef til vill hefur harmur-
inn gætt hörpu hans nýrri dýpt og lyft
anda hans í nýjar hæðir. Lagið, sem nú
var samið, tekur langt fram öllum öðrum
tónsmíðum Sveinbjöms fram að þessum
tíma, og raunar heldur það alltaf sérstöðu
sinni meðal verka hans.“
Þjóðsöngurinn var saminn við kvæði
séra Matthíasar svo unnt yrði að syngja
það á 1000 ára þjóðhátíðinni. En þá lá
engan veginn fyrir að Ó, guð vors lands
yrði þjóðsöngur íslands. Sveinbjörn kallaði
verkið þjóðsöng. Jón Þórarinsson sýnir
fram á að það hafí verið fræðimaðurinn
og eldhuginn Eiríkur Magnússon sem hafí
verið upphafsmaður þeirrar hugmyndar
að gera Ó, guðs vors lands að þjóðsöng
íslendinga. En það átti enn langt í land
að sá draumur rættist. Þar komu ýmis
önnur verk til greina, Eldgamla ísafold,
Island ögrum skorið - og kannski hefði
verið einfaldast að gera Þið þekkið fold
að þjóðsöng en það er einsog andblær á
íslenzku vori. En Ó, guð vors lands er
þroskandi áminning um það sem okkur
skortir helzt í daglegri íhugun og hvers-
dagslegum upphlaupum en það eru þau
sannindi sem speglast í þessum orðum
Bjömstjeme Björnson að það sé þó alltént
gott að eitthvað liggi svo hátt að hver
maður nái því eigi. Slík áminning á ekki
sízt við nú á dögum þegar enginn man
neitt stundinni lengur og íjölmiðlagjálfrið
er vísbending um þann glámskyggna sam-
tíma sem enginn hefur lýst betur en
Prédikarinn.
Tæknin er að verða
einhvers konar
óskiljanlegt ævintýri.
Hún er eins konar
framhald af veruleik-
anum eins og gamalt
ævintýri. Minnir öðru
fremur á furðuveröld
f ornaldarsagna
Norðurlanda. Ætli
okkur geti ekki dott-
ið neitt í hug sem er
svo furðulegt að það
verði ekki að raun-
veruleika einn góðan
veðurdag. Það má
ætla það andspænis
þessari tækni sem við
erum að upplifa nú
um stundir.
KOTAR ERU NÆSTU NÁ-
grannar okkar, ásamt Fær-
eyingum. Við eram á marg-
an hátt harla líkir þeim.
Þeir era ólíkir Englending-
um að ýmsu leyti. Það eram
við einnig. Veðurfar í Skot-
landi á útmánuðum getur
líkzt því sem við eigum að venjast. Það er
ekki síður vetur í Skotlandi en heima á
íslandi í byijun marz. En það kvartar eng-
inn og Skotar eyða litlum sem engum tíma
í að útmála vonzku veðurguðanna Edinborg
er Aþena norðursins í öllum veðram. Hún
er ekki stórborg en leynir á sér. Það er
gaman að kynna sér nýjungar í tölvu-
tækni, ekki síður en glugga í bækur í bóka-
búðum. Það era mjög góðar bókaverzlanir,
bæði í Englandi og Skotlandi. Þær era að
sumu leyti fínni í Edinborg en t.a.m. Lund-
únum. Kaffístofumar í þessum verslunum
era ekki sízt ánægjuleg viðbót við bækurn-
ar.
Nú eru komnir út margir nýir geisladisk-
ar fyrir tölvur og þeir álitlegustu til fróð-
leiksauka. Fátt er eins skemmtilegt og
bæta alin við ófullkomna þekkingu. Nú
er hægt að fá geisladiska um sögu mann-
kyns frá aldaöðli, dýralíf, jörðina og raun-
ar allt milli himins og jarðar. Það eykur
áhugann á tölvum ekki síður en alnetið
eða fréttavefur Morgunblaðsins sem er
nánast ómissandi ef dvalizt er í útlöndum.
Encarta er stórmerkileg alfræði fyrir tölv-
ur. Hún veitir manni bæði tækifæri til að
lesa og hlusta. í þessari alfræði er hægt
að hlusta á skáld lesa ljóð sín. Þá er stóra
brezka alfræðiorðabókin einnig komin út
á geisladiskum og fæst á góðu verði. Þetta
rit sem kallar á álitlegan bókaskáp tekur
nú minna pláss en lítil Ijóðabók. Annars
er hún í yfir 30 stórum bindum.
Tæknin er að verða einhvers konar
óskiljanlegt ævintýri. Hún er eins konar
framhald af veruleikanum eins og gamalt
ævintýri. Minnir öðru fremur á furðuver-
öld fornaldarsagna Norðurlanda. Ætli okk-
ur geti ekki dottið neitt í hug sem er svo
furðulegt að það verði ekki að raunveru-
leika einn góðan veðurdag. Það má ætla
það andspænis þessari tækni sem við erum
að upplifa nú um stundir. Það er engin
ástæða til annars en fagna því.
Á frum-
byggja-
slóðum
■ ÞAÐ ER ANÆGJU-
legt að glugga í
bækur í bókaverzl-
unum í Bretlandi
og þá ekki sízt í
Skotlandi. Þar er
lögð sérstök áherzla á skozkar bókmennt-
ir. Þeir leggja ekki síður mikla áherzlu á
skozka sögu. Þar rekst maður á bækur
eins og Early Medieval Ireland 400-1200
en þar koma frumbyggjar Islands við sögu
því þar er fjallað um írzka munka sem
komu til landsins á 9. öld. Það er að vísu
alkunna. Ari fróði nefnir þá í sínum ritum.
Það er algengt í þessum sögubókum að
vitnað sé í Landnámu þegar rætt er um
Orkneyjar, Hjaltlandseyjar eða Suðureyjar
og sögu þeirra. Norræn áhrif hafa verið
endingargóð þar um slóðir, allt fram á 18.
öld. í fyrrnefndu riti segir að írskur munk-
ur, líklega í klaustrinu Jona, Dicuil að
nafni, hafi haft þær upplýsingar frá írskum
presti að Thule eða Island, hafi verið vel
kunnugt írskum munkum sem þangað fóru
á öndverðri 9. öld og dvöldust þar frá febr-
úar og fram í ágúst, eða um hálfs árs
skeið. Presturinn hafði hitt þessa munka
þremur áratugum áður en hann sagði
Dicuil frá þessari reynslu sinni. Sjálfur
hafði hann verið um skeið á eyjunum norð-
ur af Bretlandi en þangað var tveggja
sólarhringa sigling að hans sögn. Sem
sagt, þarna er kominn í leitirnar prestur
sem hitti írska munka_ sem höfðu haft
margra mánaða dvöl á íslandi löngu áður
en víkingar hófu ferðir sínar þangað.
Norrænir víkingar töldu sér það ekki
sízt til tekna ef þeir gátu rakið ættir sínar
til fornra konunga. Þeir lágu svo sannar-
lega ekki á slíkum ættfærslum. Þess konar
REYKJAVÍK URBRÉF
Laugardagur 28. marz
snobb hefur loðað við okkur fram á þennan
dag og í fyrmefndu riti er þess m.a. getið
að fyrir því séu heimildir að landnámsmenn
hafí rakið ættir sínar til Kjarvals írlands-
konungs sem heitir svo sérkennilegu nafni
á írskri tungu að það hvarflar ekki að
nokkram manni að leggja það á tölvuna
að skila því óbjöguðu og bezt að láta það
liggja milli hluta. Tölvan er harla viðkvæm
þótt hún kalli ekki allt ömmu sína og hún
getur farið í kerfí ef á hana er lagt meira
en þanþolið leyfir. Menn skyldu ekki leggja
of mikið á tilfínningalíf tölvunnar, minnug-
ir þess hvemig fór fyrir lækninum í sögu
Vonneguts sem varð ástfanginn af sam-
starfskonu sinni en var svo óheppinn að
tölvan hafði einnig orðið ástfangin af þess-
ari sömu konu og gerði sér lítið fyrir og
kálaði lækninum án þess depla auga(I).
ÞÓ AÐ SUMT í
Edinborg minni
sérstaklega á ís-
land eins og þjóð-
söngur okkar sem
Sveinbjörn Svein-
björnsson samdi í þessari fallegu borg á
sínum tíma, þá má ætla að eitt dragi at-
hygli íslendingsins að sér öðru fremur en
það er aðalglugginn í St. Giles-dómkirkj-
unni við þingtorgið í gamla bænum; sólin
efst, græn jörðin neðst eins og til að minna
á umhyggju okkar fyrir umhverfinu sem
Jónas kallaði hugarveröld guðs, en það eru
engin meðvituð áhrif frá honum í þessum
gluggum heldur Robert Burns, þjóðskáldi
Skota sem er dýrkaður á þessum slóðum
meir og sterkar en nokkur annar; að
Þjóðsöngur-
inn og tilurð
hans