Morgunblaðið - 29.03.1998, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 29.03.1998, Qupperneq 30
30 SUNNUDAGUR 29. MARZ 1998 ...fi ...... SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ Listamannalíf árið 1998 UPP Á fjall, vinur, sagði Júst blíðlega og gekk skrefi nær piltin- 'am. Kjur á láglendinu, öskraði Nasi og gekk einnig skrefí nær honum. Gegndu mér, hvíslaði Júst. Gegndu mér, grenjaði Nasi. ... Það sem gerðist mundi hann aldrei glögt, maður reynir ekki að rifja upp slík augnablik eftirá. Hann sá aðeins hnefa hefjast á loft. Mér varð hugsað til þessa kafla úr Heimsljósi eftir Halldór Kiljan Laxness (blessuð sé minning hans) héma á dögunum. Þá var ég nýbú- inn að lesa þrjár greinar í Morgun- blaðinu um þann vanda listamanna að búa enn í dag við aðstæður ekki með öllu ósvipaðar þeim sem skáldið Olafur Kárason mátti þola í uppvexti sínum hjá þeim bræðr- um Júst og Nasa á Fæti undir Fót- arfæti. Tvær greinanna fjölluðu um að afkastamikið skáld (Gyrðir Elías- son) hefði borið skarðan hlut frá borði við úthlutun starfslauna til rithöfunda og fengið sex mánaða laun, en ætti í nafni alirar sann- gimi skilið að fá föst laun í þrjú ár, að mati greinarhöfunda. Þriðja greinin fjallaði um úthlut- un úr Kvikmyndasjóði íslands. Höfundur þeirrar greinar lýsti óá- nægju sinni með að tiltekinn kvik- myndastjóri (Margrét Rún) hefði ekki fengið grænan eyri til að gera mynd eftir handriti byggðu á snilldarverki Davíðs Stefánssonar „Sólon Islandus". „De gustibus non est disputand- um“, segir gamalt mál, og þýðir eitthvað í þá veru að hver hafi sinn smekk og um það tjói ekki að deila. En kannski vom greinarhöf- undarair alls ekki að kvarta undan misjöfnum smekk heldur því ólukkulega fyrirkomulagi að ís- lenskir listamern skuli þurfa að eiga lífsbjörg sína undir tveimur húsbændum, að vísu ekki Júst og Nasa, heldur Almenningi og Út- hlutunamefndum. Að sjálfsögðu kemst enginn listamaður hjá því að leggja verk sín fyrr eða síðar í dóm almenn- ings. Sá dómur getur verið sann- gjam eða ósanngjam eftir atvikum hveiju sinni og litaður af tísku- sveiflum samtímans. Mestu tísku- höfundar heimsins í dag heita John Grisham og Stephen King. Hins vegar er það huggun harmi gegn að mesti metsöluhöfundur heimsins heitir William Shakespe- are og hefur selt tíu sinnum fleiri bækur gegnum tíðina heldur en þeir Grisham og King samanlagt. Þetta ásamt ýmsu öðm bendir til þess að réttlætið sigri að lokum í bókmenntaheiminum eins og í þeim góðu bókum sem hafa farsæl- an endi. Hins vegar bendir fátt til þess að réttlætið sigri að lokum þegar úthlutunamefndir eru annars veg- ar. Þær koma og úthluta og hverfa síðan og aðrar nýjar rísa upp og enginn ber ábyrgð á einu eða neinu og allir em tandurhreinir ^um hendumar og enginn er skyld- Túgur til útskýringa eða andsvara þegar einhverjum finnst á ein- hvem hallað. Nú var Jónas að vísu eldri og sterkari, og það hafði sýnt sig að þegar fór í verulega hart þá hafði hann ýngra bróðurinn undir, svo samkvæmt hnefaréttinum þá bar að hlýða honum. En Júst var hinsvegar álitinn séðari maður, og þessvegna erfítt að giska á fyrirfram hvaða ráðstafana hann mundi grípa til ef hann biði ósigur, hann gat sagt „vinur“ brosandi og skorið mann á háls. Það er erfitt að fá fólk til að starfa í út- hlutunamefndum, en samt tekst alltaf að fínna einhverja sem era til í tuskið. Einhverjum finnst þetta trúlega virðing- arstaða. Einhverjir finna fró í valdinu. Það er borgað fyrir þetta. Svo er þetta notaleg innivinna. Það em ekki til neinar starfs- reglur fyrir úthíutunarnefndir að fara eftir, en að athuguðu máli virðist starfið að miklu leyti ganga út á að svara spurningum á borð við þær sem fara hér á eftir: 1) Hvor er betra skáld Bubbi Morthens eða Sigurður Pálsson? 2) Hvor er betri kvikmynda- stjóri Agúst Guðmundsson eða Hrafn Gunnlaugsson? 3) Hvor er betri rithöfundur Guðbergur Bergsson eða Einar Kárason? 4) Hvor skrifar betri leikrit Ólafur Haukur Símonarson eða Oddur Bjömsson? 5) Hvor skrifar betri bamabæk- ur Iðunn Steinsdóttir eða Þor- grímur Þráinsson? 6) Hvor skáldsagan er betri efniviður í kvikmynd „101 Reykja- vík“ eftir Hallgrím Helgason eða „Sólon Islandus" eftir Davíð Stef- ánsson? Setjum nú svo að einhver úthlut- unamefnd hefði svarað þessum erfiðu spumingum á eftirfarandi hátt og komist að eftirfarandi nið- urstöðu: 1) Bubbi núll - Sigurður sex- hundruð þúsund. 2) Agúst þrjátíuogfimm milljón- ir - Hrafn núll. 3) Guðbergur núll - Einar þrjár komma sex milljónir. 4) Ólafur Haukur tólfhundrað þúsund - Oddur núll. 5) Iðunn núll - Þorgrímur sex- hundrað þúsund. 6) 101 Reykjavík tuttuguogfimm miHjónir - Sólon Islandus núll. Maður heyrir storminn gnauða í kaffibollunum þegar þessar fregn- ir spyrjast út: Hva? Er engin kona í hópnum? Alltaf er þeim mismunað, segir einhver. Maður er nú fljótur að sjá af hvaða pólitíska sauðahúsi sá er sem gengur framhjá Hrafni Gunn- laugssyni, segir annar. Eg veit ekki betur en Guðberg- ur hafi markað tímamót í íslensk- um bókmenntum meðan Einar Kárason hefur verið að skrásetja sögur af fyllibyttum og aumingj- um; segir sá þriðji. Ég er samþykkur þessu með Ólaf Hauk og Ágúst. En ósam- þykkur hinu, segir sá fjórði. Afhveiju er enginn ævisagna- höfundur þama? segir sá fimmti. Ég hefði haft þetta allt saman akkúrat öfugt, segir sá sjötti. Og svo framvegis. En úthlutunamefndin segir ekki neitt. Hún hefur lokið störfum. En stundum gat líka komið fyrir að Magnína heimasæta gæfí hon- um leifar sínar þegar allir aðrir voru famir út, og það leyndist oft í skál hennar góður biti, þó einginn yrði var við þegar honum var laumað ofaní. Annars borðaði fyrirfólkið mest í laumi utan mála. Þetta héma að framan er bara sak- laus leikur og móðgar vonandi engan og allra síst það góða fólk sem ég hef leyft mér að nefna af handahófi máli mínu til skýring- ar. Höldum leiknum aðeins áfram: Setjum nú svo að þjóðin tæki þá sameiginlegu ákvörðun að einbeita sér að lífsbaráttunni næsta áratug- inn eða svo og ákvæði að skipta sér ekkert af bókmenntum og kvik- myndagerð á meðan, heldur væri ákveðið að fela þriggja manna nefnd að hafa skoðun á öllu þessu fyrir hönd þjóðarinnar og velja einhverja listamenn til ásetnings. Þetta hljómar fremur langsótt. En þó er það svo í reynd að þjóðin felur á hverju ári þriggja manna nefndum að úthluta eftir smekk og geðþótta umtalsverðu fjármagni sem hefur áhrif á hvaða listamenn fái að þroskast og dafna og hverjir fái að snapa gams. Meðal þessara úthlutunamefnda era úthlutunamefnd Starfslauna rithöfunda og úthlutunarnefnd Kvikmyndasjóðs íslands. Þetta skömmtunarkerfi hefur vakið mikla reiði og sárindi meðal þeirra listamanna sem ekki hafa hlotið mikla umbun fyrir verk sín hjá almenningi og því verið að von- ast til að nefndimar bættu þeim upp sljóleika lýðsins - en orðið fyr- ir vonbrigðum. Þá hefur þetta skömmtunarkerfi ekki síður vakið gremju þeirra listamanna sem njóta hylli almenn- ings en hafa einhverra hluta vegna ekki náð máli í augum úthlutunar- nefnda. Úthlutun almannafjár, án þess að strangar reglur gÚdi um með- ferð fjárins, býður heim vangavelt- um um hagsmunatengsl, stjóm- málatengsl, vinatengsl, ættar- tengsl, mismunun, skammsýni, þröngsýni, annarleg sjónarmið eða spillingu af einhverju öðra tagi. Um þetta nefndakerfi hafa spunnist margar spillingarsögur, m.a. að það hafi komið fyrir að valdamenn hringdu I nefndarmenn og pöntuðu styrki handa vildarvin- um sínum. Þessar sögur hafa aldrei fengist staðfestar. Hins veg- ar staðfesta þær að granur leikur á að þetta úthlutunamefndaskipu- lag gæti boðið upp á sorglega spill- ingu ef íslenskir ráðamenn væra ekki hafnir yfir allan gran. Þá spyr einhver: Afhveiju rek- um við hér bókmenntasósíal með skömmtunarstjórum og listrænum félagsráðgjöfum sem gerir lista- menn okkar að ölmusumönnum og styrkþegum í augum þjóðarinnar? Hvaða áhrif er Iíklegt að þetta hafi á sjálfsímynd listamannanna og þróun verka þeirra þegar til lengri tíma er litið? Myndu til dæmis sauðfjárbænd- ur una því að sérstökum sauða- vemdarsósíal væri falið að stuðla að vexti og viðgangi sauðfjárbú- skapar með því að úthluta sumum sauðfjárbændum - ekki öllum - mismunandi fjárhæðum án alls til- lits til hvemig þeir pluma sig á markaðnum að öðra leyti? í þeirri úthlutunamefnd gætu til dæmis setið matreiðslukennari, fyrrver- andi landbúnaðarráðherra og þekktur sælkeri sem öll væra talin hafa torgað miklu lambaketi. Væri það í samræmi við heil- brigða skynsemi? Hvað sem því líður þá búa rit- höfundar og kvikmyndagerðar- menn við sósíalaðstoð eða félags- málaafskipti af þessu tagi. Ég ætla ekki að fjölyrða um með hvaða hætti þetta umdeilda kerfi komst á því það skiptir ekki meg- inmáli. Það sem máli skiptir er að breyta skipulaginu og finna leið til að leggja niður listasósíalinn og gera sósíaltilfellunum kleift að standa á eigin fótum og sjá fyrir sér á vinnumarkaðnum í heil- brigðri samkeppni. Það er eitt að styðja menningu og annað að gera hana að vemduðum vinnustað. Orð era til alls fyrst og mig langar að leggja fram til umræðu Leggjum niður þetta umdeilda sovétskipu- lag, segir Þráinn Ber- telsson, svo ekki þurfi að skrifa fleiri greinar í Morgunblaðið um að einhverjar úthlutunar- nefndir neiti nafn- greindum rithöfundum og kvikmyndagerðar- mönnum um réttlæti. hugmynd um breytingu á skipu- laginu. Þetta er fyrst og fremst ábending um að gömlum lögum um menningarstarfsemi þurfi að breyta í fijálsræðisátt og hverfa frá forræðishyggju fyrri tíma. Fyrst fáein orð um hvemig skipulagið er núna: Rithöfundar hafa í fyrsta lagi tekjur frá almenningi fyrir milli- göngu útgefenda eða annarra aðila sem birta verk þeirra samkvæmt samningum Rithöfundasambands íslands við útgefendur, leikhús, sjónvarps- og útvarpsstöðvar og svo framvegis. í öðra lagi hafa rithöfundar tekjur af ríkisframlagi til bók- mennta sem veitt er gegnum Launasjóð rithöfunda og Rithöf- undasjóð íslands. Úr Launasjóði rithöfunda er út- hlutað ákveðnum fjölda mánaðar- launa til rithöfunda á ári hverju. Þessi laun era veitt ýmist til sex mánaða, eins árs eða þriggja ára. Um þessi starfslaun er sótt og þeim er úthlutað af þriggja manna nefnd sem valin er af stjórn Rit- höfundasambands íslands og skip- uð af menntamálaráðherra. Nefndin úthlutar án þess að hafa nokkrar reglur að fara eftir aðrar en þær að peningamir eigi að fara til að auka vöxt og viðgang íslenskra bókmennta, rétt eins og dómstólum væri einfaldlega falið að kveða upp dóma í þágu al- mannaheilla samkvæmt réttlætis- kennd dómaranna án þess að hafa nokkur lög til að styðjast við. Húsbændumir era sem sagt tveir: Almenningur og Úthlutunar- nefnd, Júst og Nasi. Það er ófátt sem mínu elskulega hjarta getur dottið í hug, sagði bróðirinn Júst. Einfaldara væri og réttlátt að taka þá upphæð sem kölluð er Launasjóður rithöfunda úr hönd- um úthlutunamefnda og greiða hana út sem viðbótarritlaun til að bæta höfundum upp smæð mark- aðarins. Skömmu eftir áramót liggja fyr- ir sölutölur frá forlögum þannig að ekki væri vandasamt að skipta upphæðinni milli höfunda. Þessi í VIST HJÁ JIJST OG NASA Þráinn Bertelsson viðbótarritlaun væra að hluta til framlag ríkisins til að vega upp á móti þeirri tekjuskerðingu sem rit- höfundar urðu fyrir þegar lagður var virðisaukaskattur á íslenskar bækur; og að hluta til fjárhagsleg hvatning ríkisvaldsins til að efla vöxt og viðgang bókmennta. Þessi aðferð hefur það sér til ágætis að þarna fengi bók- menntasmekkur heillar þjóðar að ráða úthlutun en ekki smekkur þriggja manna nefndar. Höfundar fengju stuðning í hlutfalli við þá peninga sem þjóðin leggur fram til að kaupa bækur þeirra. Mótmælin við þessu verða sjálf- sagt á þann veg að mikil sala tryggi ekki mikil gæði heldur jafnvel þvert á móti, því að til er fólk sem gengur í þeirri trú að þjóðin sé svo vitlaus að hún kaupi helst það versta sem henni er boðið upp á. Ef koma ætti til móts við slíka bölsýn- ismenn ætti þá að íhuga hvort rétt- látara væri að úthluta þessum pen- ingum í öfugu hlutfalli við sölu. Trúlega kemur þó í ljós að helstu bókmenntajjós þjóðarinnar eins og Einar Már og Éinar Kárason selj- ast alveg prýðilega, svo að kannski er þjóðin ekki eins vitlaus og menn era hræddir um þótt ekki sé hún óskeikul - en það er engin þriggja manna nefnd heldur. Enda eram við hér að ræða um fjárhagslegt réttlæti en ekki listrænan óskeikul- leika. Og réttlæti eiga menn að fá að búa við hvort sem þeir stunda handavinnu eða andavinnu. I Sovétríkjunum var reynt að út- rýma vondum rithöfundum meðal annars með því að taka mark- aðslögmálin úr sambandi og skipa smekkvíst fólk í úthlutunarnefndir. Og hvergi vora skrifaðar verri bækur. Ef ég á kæfubelg og þú átt hljóð- pípu, þá færð þú kæfu hjá mér og leikur í staðinn fyrir mig á hljóðpíp- una. Eitthvað í þessa vera sá ég ein- hvem tímann haft eftir Ragnari heitnum í Smára sem skildi það manna best að svo lengi sem við eigum kæfubita höfum við þörf fyr- h- uppbyggilegan hljóðpípuleik. Það er gömul saga að sá sem borgar hljómsveitinni hefur áhrif á lagavalið. Og ef stórsveit lista- manna spilar fyrir heila þjóð, er þá ekki rétt að þjóðin öll fái að hafa eitthvað að segja um lagavalið í stað þess að fela þremur danskenn- urum að panta bossanova og chachacha og enskan vals? Og nú dreg ég af þér átmatinn á hverju kvöldi í viku til þess að kenna þér að öll skáld eru helvítis ræflar og óbótamenn, nema hann HaUgrímur heitinn Pétursson. Látum þetta duga um þriggja manna nefndir og styrkjafargan og komum nú að Rithöfundasjóði fs- lands sem geymir annað ríkisfram- lag til bókmennta sem er einhvers konar táknræn friðþæging fyrir ótakmörkuð afnot af verkum ís- lenskra rithöfunda á bókasöfnum. Peningum úr Rithöfundasjóði er úthlutað í samræmi við fjölda ein- taka sem höfundar eiga í Borgar- bókasafninu í Reykjavík. Sem dæmi um upphæðimar sem höfundum era greiddar get ég upp- lýst að síðustu árin sem Halldór Laxness lifði fékk hann sjö eða áttaþúsund krónur á mánuði fyrir aftiot heillar þjóðar af öllum þeim verkum sem hann samdi á löngum ferli. Og hvað er þá verið að borga öðr- um höfundum sem ekki hafa skrif- að 60 merkilegar bækur? Fyrir afnot af bókum í bókasöfn- um á þjóðin að greiða sanngjama upphæð árlega. Þessari upphæð á að skipta milli höfunda á þann hátt að þeir fái vissa prósentu af verði bókarinnar í sinn hlut hvert sinn sem bókin er tekin að láni. Eintaka- flöldi í saftiinu réði þá ekki upphæð greiðslu heldur fjöldi útlána, sem auðvelt er að fylgjast með. Af öðram útgjöldum ríkisins til

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.