Morgunblaðið - 29.03.1998, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 29. MARZ 1998 35
MINNINGAR
+ Ingibjörg Salóme
Sveinsdóttir
fæddist á Sauðár-
króki 10. maí 1947.
Hún lést á heimili
, sínu í Reykjavík 20.
febrúar síðastliðinn.
I Foreldrar hennar
j voru Sveinn Guð-
mundsson, f. 3. ágúst
1922, verslunarstjóri
og kjötmatsmaður á
Sauðárkróki, lands-
kunnur hrossarækt-
armaður, og sambýl-
iskona hans, Guð-
björg Þorvaldsdóttir,
. f. 15. mars 1925, d. 15. desember
1992, húsmóðir á Sauðárkróki og
( síðar í Reykjavík.
( Ingibjörg var eina barn móður
sinnar, en átti þijá hálfbræður
samfeðra, Aldred Wolfgang, f. 5.
ágúst 1953, gullsmið á Akranesi,
Guðmund, f. 16. október 1960,
kjötiðnaðarmeistara og tamn-
ingamann á Sauðárkróki, og Ósk-
ar Pál, f. 13. janúar 1967, upp-
tökumann og hljóðfæraleikara í
I London.
I Fyrrverandi eiginkona mín,
| Ingibjörg Salóme Sveinsdóttir, er
látin. Hún ólst upp hjá foreldrum
sínum á Sauðárkróki fyrstu árin,
en eftir samvistaslit þeirra fylgdi
hún móður sinni og sleit barns-
skónum hjá henni og sambýlis-
manni hennar, Erlendi Þórðarsyni
sendibifreiðarstjóra í Reykjavík.
Reyndist Erlendur henni af-
, bragðsgóður fósturfaðir og minnt-
ist hún hans jafnan með mikilli
( hlýju. Öll sumur fram að unglings-
| árum dvaldist Ingibjörg hjá
vandamönnum á Sauðárkróki, en
var jafnframt mikið viðloðandi hjá
heiðurshjónunum Ólafi Lárussyni
bónda og hreppstjóra í Skarði í
Gönguskörðum og konu hans Jór-
unni Sigurðardóttur Njarðvík, en
Skarð er næsti bær fyrir ofan
Ingibjörg var tví-
gift, fyrr Valtý
Ömari Guðjónssyni
Mýrdal, f. 20. nóvem-
ber 1938, bifvéla-
virkja, síðar Kristjáni
Pálssyni, f. 13. des-
ember 1943, um skeið
bónda á Reykjum á
Reykjabraut, en síðar
verkamanni í Reykja-
vík og Keflavík. Ingi-
björg eignaðist fimm
börn og þrjú barna-
börn. Börn hennar
eru: (Guðbjörg)
Linda Udengaard, f.
31. júlí 1966, forstöðumaður í
Kópavogi, Davíð Þorvaldur
Magnússon, f. 10. ágúst 1968,
verkamaður í Reykjavík, Júlíana
Ingimarsdóttir, f. 24. mars 1974,
verkakona á Sauðárkróki, Jón
Snorri Guðmundsson, f. 18. sept-
ember 1979, verkamaður í Hafn-
arfirði, og (Salóme) Sóley Ingi-
marsdóttir, f. 13. nóvember 1986.
Utför Ingibjargar fór fram í
kyrrþey frá Fossvogskapellu 3.
mars.
Sauðárkrók. Mynduðust þar á
milli vináttubönd sem entust uns
yfir lauk.
Ingibjörg átti mestan hluta æv-
innar heima í Reykjavík. Eftir að
við tókum saman bjuggum við örfá
ár á föðurleifð minni Reykjum á
Reykjabraut, skammt frá Blöndu-
ósi, en síðan lengst af í Reykjavík.
Einnig vorum við nokkur ár í
Keflavík og um skeið í Danmörku
og Svíþjóð. Tengdamóðir mín, Guð-
björg Þorvaldsdóttir, átti heima
hjá okkur um tíma, en með þeim
mæðgum var jafnan kært.
Bússý, eins og hún var gjarnan
kölluð af kunningjum nyrðra, en
nefnd Sallý í góðra vina hópi
syðra, var fríð kona og mjög
myndarleg, dökkbrún á hár. Hún
var artarmanneskja, einstakur
dýravinur og mátti ekkert aumt
sjá. Hún var vel gefin og fróð um
margt, hafði góða kímnigáfu og
kom oft skemmtilega fyrir sig orði.
Gaman hafði hún af ljóðum og
hnyttilegum lausavísum. Sallý var
trygglynd og vinaföst, afbragðs-
góður félagi, og vel metin af þeim
sem kynntust henni náið. Þótt hún
bæri ekki gæfu til að ala sjálf upp
börn sín hélt hún við þau góðu
sambandi og fylgdist með þeim
eins og hægt var. Síðustu árin var
hún orðin mjög heilsuveil.
Eg kveð Sallý með vii’ðingu og
þökk fyrir allar þær ánægjulegu
samverustundir sem við áttum.
Blessuð sé minning hennar.
Drottinn er minn hirðir,
mig mun ekkert bresta.
A grænum grundum lætur hann mig hvílast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu
fyrir sakir nafns síns.
(úr Davíðssálmum)
Kristján Pálsson.
SuðurlandsbrautlO
108 Reykjavík • Sími 553 1099
Opið öll kvöld
til kl. 22 - einnig um helgar.
j INGIBJÖRG SALÓME
SVEINSDÓTTIR
3lóma bwðin
öa^ðskom
v/ Possvo9skii*kjugaf*ð
Símis 554 0500
Persónuleg,
alhliða útfararþjónusta.
Áratöng reynsla.
Sverrir Einarsson, útfararstjóri
Sverrir Olsen, útfararstjóri
Utfararstofa Islands
Suðurhlíó 35 ♦ Sími 581 3300
Allan sólarhringinn.
£>***%.
%
/
Þegar andlát
ber að höndum
Útfararstofa kirkjugarðanna ehf.
Sími 551 1266
Allan sólarhringinn
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
vinarhug við andlát og útför ástkærrar sam-
býliskonu minnar, móður, dóttur, tengda-
dóttur, systur, barnabarns og mágkonu,
GUÐRÚNAR BJARGAR ANDRÉSDÓTTUR,
Blikahólum 12,
Reykjavík.
Páll Sævar Sveinsson,
Guðmundur Atli Pálsson,
Sigrún Sveinsdóttir, Kjartan Þórðarson,
Sveinn Guðmundsson, Erna Þórðardóttir,
Gerður Tómasdóttir, Ásmundur Ingimundarson,
Kristrún Klara Andrésdóttir, Völundur Þorbjörnsson,
Ásta Kristfn Andrésdóttir,
Guðmundur Páll Andrésson,
Sigrún Berglind Andrésdóttir,
Sigurjón Hákon Andrésson,
Guðrún Sigurjónsdóttir,
Anna Margrét Sveinsdóttir, Hrafnkell Proppé,
Halldór Sveinsson, Ása Kristín Óskarsdóttir
og aðrir vandamenn.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vin-
arhug við andlát og útför elskulegrar móður
okkar, fósturmóður, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
GUÐRÚNAR ÞORSTEINSDÓTTUR,
Álfaskeiði 113,
Hafnarfirði.
öllum þeim, sem hjúkruðu henni og hjálpuðu í
veikindum hennar, er þakkað af alhug.
Svava Gfsladóttir, Guðmundur Óskarsson,
Jón Þ. Gfslason, Ásdís Ingólfsdóttir,
Ágúst Gfslason, Sólveig Thorarensen,
Gísti Jónsson, Guðrún D. Rúnarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
KRISTJANA J. JÓNSDÓTTIR,
Sólvangi,
áður Fjóluhvammi 1,
Hafnarfirði,
sem lést laugardaginn 21. mars sl. verður
jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn
31. mars kl. 13.30.
Jón Gunnar Jóhannsson, Unnur Jóhannsdóttir,
Guðjón Jóhannsson, Helga Ólafsdóttir,
Hjalti Jóhannsson, Helga Bjarnadóttir,
Edda Jóhannsdóttir, Kristinn Friðrik Jónsson,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabarn.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
ALBERT ÞORBJÖRNSSON,
Arnasmára 8,
Kópavogi,
sem lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur aðfaranótt
mánudagsins 23. mars, verður jarðsunginn frá
Fossvogskirkju þriðjudaginn 31. mars
kl. 13.30.
Laufey Þorleifsdóttir,
Hreiðar S. Albertsson, María Olgeirsdóttir,
Sigurlaug Albertsdóttir, Eyþór Þórarinsson,
Guðrún Albertsdóttir, Hákon E. Farestveit,
Elfn Albertsdóttir, Ásgeir Tómasson,
Þorbjörg Albertsdóttir, Leópold Sveinsson,
Guðrún Egilsdóttir, Bjarni Kjartansson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
JÖRGEN FRANK MICHELSEN
Engjaseli 13,
Reykjavík,
sem lést að kvöldi miðvikudagsins 25. mars,
verður jarðsunginn frá Seljakirkju þriðjudaginn
31. mars kl. 13.30.
Þeim, sem vildu minnast hans, er vinsamlegast bent á Barnaspítalasjóð
Hringsins eða hjúkrunarþjónustu Karítas.
Sveinbjörg Steinþórsdóttir,
Steinþór Frank Michelsen,
Emil Orri Micheisen,
Arnar Páll Michelsen, Guðrún Ólína Ágústsdóttir,
Benedikt Steinþórsson,
Ágúst Frank og Elísa Arnarsbörn.
Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
ELÍNBERGUR EIRÍKUR GUÐMUNDSSON,
andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur (Landakoti),
sunnudaginn 22. mars.
Hann verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju
þriðjudaginn 31. mars kl. 15.00.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim, sem
vildu minnast hans, er bent á heimahjúkrun Karitasar.
Fjóla Unnur Halldórsdóttir,
Ragnar Snæfells Elfnbergsson, Ruby Eiínbergs,
Lára Halla Snæfells Elínbergsdóttir, Þorsteinn Stefán Eiríksson,
Birgir Snæfells Elínbergsson, Hugrún Þórarinsdóttir,
barnabörn og langafabörn.
+
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
EYJÓLFUR ÍSFELD EYJÓLFSSON,
fyrrv. forstjóri,
Sóleyjargötu 25,
verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju þriðju-
daginn 31. mars ki. 13.30.
Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á
heimahlynningu Krabbameinsfélagisins.
Oddný J. Eyjólfsdóttir, Sölvi Óskarsson,
Þorgeir Eyjólfsson, Kristín Lýðsdóttir,
Laufey Eyjólfsdóttir, Kjartan J. Kárason,
Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson, Ásdfs Þórðardóttir
og barnabörn.