Morgunblaðið - 29.03.1998, Side 43

Morgunblaðið - 29.03.1998, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ Gæsluvellir opnir lengur I SÁ TÍMI sem gæsluleikvellir | Reykjavíkurborgar eru opnir lengist ■ nú með hækkandi sól. Borgin starf- i rækir nú 25 gæsluvelli í öllum hverf- um borgarinnar og njóta þeir vin- sælda eins og sést á því að á síðasta ári voru heimsóknir á vellina 136.400, segir í fréttatUkynningu. Hinn 1. aprfl verða gæsluvellirnir við Dunhaga, Sæviðarsund og Yrsu- fell opnaðir aftur en þeir hafa verið lokaðir frá 15. nóvember sl. Sumar- | opnun er hafln og verða vellirnir I opnir á virkum dögum í sumar frá kl. 9-12 og 13.30-17. Á gæsluvöllunum stendur börnum á aldrinum 2-6 ára tfl boða þroska- vænleg og örugg útivist og eru for- eldrar hvattir til að nýta sér þessa einstöku þjónustu við börn sín, segir ennfremur í fréttatilkynningu frá Dagvist bama. Félagsfundur i Sagnfræðingafé- lagsins FÉLAGSFUNDUR Sagnfræðinga- félags íslands verður haldinn þriðju- dagskvöldið 31. mars kl. 20.30 í húsa- kynnum Sögufélags í Fischersundi. Fyrirlesari kvöldsins er Davíð Ólafsson sagnfræðingur. Hann vinn- ' ur að rannsókn á dagbókum á ís- | landi og hefur tekið saman skrá yfir I allar dagbækur sem varðveittar eru í handritadeild Landsbókasafns ís- lands - Háskólabókasafns. Fyrirlest- ur sinn nefnir Davíð: Dagbækur og hagnýting skriftarkunnáttu á 19. öld. Að flutningi loknum verða veiting- ar og umræður með vanabundnum hætti. Allir áhugamenn um sögu eru velkomnir. Mælskukeppni grunnskóla UNDIRBÚNINGUR að mælsku- keppni grunnskóla hófst í janúar með því að nemendur úr 12 skólum í borginni hófu keppnina sem var með útsláttar fyrirkomulagi. í úrslit komust Hagaskóli og Ölduselsskóli og keppa þeir sín á milli miðvikudagskvöldið 1. aprfl kl.20. Umræðuefnið verður „Hrein- skflni“. Málstofa í guðfræði MÁLSTOFA í guðfræði á vegum Guðfræðistofnunar Háskóla íslands verður haldin þriðjudaginn 31. maí í Skólabæ, Suðurgötu 26 og hefst kl. 16. Dr. Arnfríður Guðmundsdóttir flytur erindi um efnið: Konurnar í Gamla testamentinu - Er hugsan- legt að þær eigi erindi við okkur? amerísk Gott úrval gæði - gott verð Nýborg:# Ármúla 23, sími 5686911 i ! i I 1 uKadu strax Aðeins viðbótaríbúðir Við höfum nú tryggt okkur viðbótargistingu á Costa del Sol í , vorferðina 14. apnl á hreint | frábæru verði. Sunny Beach, fal- legt, lítið íbúðarhótel við hliðina á hinum þekkta Benal Beach gisti- stað. Studioíbúðir með eldhúsi, baði, svölum, fallegum garði og móttöku sem er opin allan sólar- hringinn. Veðrið í apríl og maí á Costa del Sol er eins og best verður á kosið og þú nýtur þjónustu farar- stjóra Heimsferða allan tímann. M.v. 2 í studio, Sunny Beach, 28 nætur, 14. apríl. Austurstræti 17, 2. hæð sími 562 4600 Sértilboa til Costa del Sol 14. apríl, 4 vikur frá 43.575 SUNNUDAGUR 29. MARZ 1998 4B? Eru peningarnir þínir örugglega á réttum stað? Skiptir fjárhagslegt Öryggi þig miklu máli? Við hjáVÍB teljum það vera hlutverk okkar að vaka yfir fjármunum viðskipta- vina okkar með þeirra hagsmuni að leiðarljósi og veita þeim þá bestu þjónustu sem völ er á. Gefðu þér tíma til að íhuga hvað liggur að baki þessum orðum og hvað þau geta þýtt fyrir fjárhagslegt öryggi þitt. Þau þýða einfaldlega að við skuld- bindum okkur til að vinna af einurð að hagsmunum viðskiptavina okkar. Sífellt fleiri telja VerðbréfasjóðiVÍB vera rétta staðinn fyrir peningana sína 3,5 5,0 6,0 7,7 14,4 Stærö Verðbréfasjóða VlB i milijörðum króna. Má ekki bjóða þér að lita inn og sjá hvemig við getum aðstoðað þig? . > 1 & Verið velkomin í VÍB og til verðbréfafulltrúa i útibúum íslandsbanka VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Kirkjusandi • Sími: 560-8900, 800-4-800 ■ Myndsendir: 560-8910 • Veffang: wwsv.vib.is • Netfang: vib@vib.is J*

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.