Morgunblaðið - 29.03.1998, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 29. MARZ 1998 45í
I DAG
«
BRIDS
Ijinsjón Guðmiiniliir
l'áll Arnarxon
í SÍÐASTA mánuði komu út
þrjár nýjar bridsbækur hjá
Batsford-forlaginu í London.
Ein er samsafn greina eftir
Tony Forrester, sem birst
hafa í The Daily Telegraph
(Vintage Forrester). Onnur
er ágæt bók um litaríferð
eftir Sally Brock (Suit
Combinations), og sú þriðja
er eftir Mark Horton og
Tony Sowter, og fjallar um
hvemig læra megi af stjörnu-
spilurum (Leam from the St>
ars). Spilið í dag er úr síðast-
nefndu bókinni og það er
stjörnuspilarinn Garozzo
sem er í sæti sagnhafa, en
kvikmyndastjarnan Omar
Sharif er makker hans í
norður. Spilið kom upp í tvi-
menningi í Beirut árið 1975:
Norður
4ÁKG5
V95
♦ ÁKD4
*K32
Vestur
+2
VG2
♦ 1097652
+9654
Austur
+D109873
VKD643
♦ G8
+—
Suður
+ 64
VÁ1087
♦ 3
+ÁDG1087
Vestur Norður Austur Suður
— 1 lauf 1 spaði 1 grand
Pass 2grönd 31\jörtu 41auf
Pass 4 tíglar Pass 4 hjörtu
Pass 5 lauf Pass 6 lauf
Pass 6grönd Allirpass
Kerfi NS er sterkt lauf og
grandsvar Garozzos lofaði 4
kontrólum (ás=2, kóng-
ur=l). Síðan taka við eðlileg-
ar sagnir og austur kjaftar
frá spilum sínum í tvígang.
Utspilið er spaðatvistur, og
nú ætti lesandinn að gera
upp við sig hvemig best er
að spila.
Tólf slagir em upplagðir,
en þetta er tvímenningur,
svo yfirslagurinn er mikil-
vægur. Ef austur væri með
öll mannspilin í hjarta,
myndi renna upp einfold
þvingun í lokastöðunni. En
eins og sést, er vestur með
gosann annan í hjarta og
getur hugsanlega valdað lit-
inn. Nema, auðvitað, ef hægt
er að byggja upp tvöfalda
þvingun. Austur á spaða-
drottningu og vestur lengd í
tígli, svo hvorugur ætti að
geta valdað hjartað.
En það er ekki sama í
hvaða röð slagirnir eru tekn-
ir. Garozzo sá fyrir sér enda-
stöðuna þegar hann tók
strax ÁK í spaða. Spilaði svo
öllum laufunum. Þegar síð-
asta laufinu var spilað, var
vestur kominn niður á fjóra
tígla og tvö hjörtu. Hann
varð að henda hjartatvisti,
og þá kastaði Garozzo tígul-
fjarkanum úr borði. Síðan
tók hann ÁKD í tígii og
þvingaði austur í hálitunum.
Þvingunin virkar ekki ef
sagnhafi byrjar ekki á að
taka tvo slagi á spaðann.
«
n
MORGUNBLAÐIÐ birtir
tilkynningar um afinæli,
brúðkaup, ættarmót og
fleira lesendum sínum að
kostnaðarlausu. Tilkynn-
ingar þurfa að berast með
tveggja daga fyrirvara
virka daga og þriggja daga
fyrirvara fyrir sunnudags-
blað. Samþykki afmælis-
bams þarf að fylgja af-
mælistilkynningum
og/eða nafn ábyrgðar-
manns og símanúmer.
Fólk getur hringt í síma
569-1100, Sent í bréfsíma
569-1829, sent á netfangið
ritstj @mbl.is.
Einnig er hægt að skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1, 103
Reykjavík.
Með morgunkaffinu
HOGNI HREKKVISI
<> Uún eródnxgð n?eS hárícrá séri olag
ts*
. .. að láta ham halda
að það sé hann sem
Qltist við þig.
ÉG hef ekki mikla trú á
að þetta gangi, þau ætla
hvort í sínu lagi í brúð-
kaupsferðina.
sandi. Er það nú ekki
óþarfi?
COSPER
Pabbi, ég hringdi í öll símanúmerin í minnisbókinni
þinni og bauð þeim í kaffi.
NlvAk
IJmxjóii Margeir
Póturxxon
STAÐAN kom upp á
alþjóðlegu skákmóti í
Elgoibar á Spáni um
síðustu áramót.
Spánverjinn Alfonso
Romero-Holmcs
(2.465) var með hvítt,
en Franco Mata-
moros (2.470),
Ekvador, hafði svart
og átti leik.
19. - Rd3+! (Rýfur
vald hvítu drottning-
arinnar á a3 peðinu)
20. cxd3 - Dxa3+ 21.
Kc2 - exd3+ 22.
Bxd3 - Da2+ (En alls
ekki 22. - Hxd3?? 23. De8+
- Hd8 24. Dxd8+! - Kxd8
25. Bb4+ og hvítur vinnur)
23. Kc3 - Hxd3+! 24. Dxd3
(Eða 24. Kxd3 - Dxc4 mát)
24. - Da3+ 25. Kc2 - Be4 og
hvítur gafst upp því drottn-
ingin er fallin.
SVARTUR leikur og vinnur.
STJÖRNUSPA
eftir Franves Drake
HRUTUR
Afmælisbærn dagsins:
Undir rólegu yfírborði þinu
ólgar mikið skap, sem þú
hefur hugrekki til að temja.
Og ævintýraþráin blundar í
þér líka.
Hrútur _
(21. mars -19. apríl)
Þú átt erfitt með að einbeita
þér að hlutunum. Notaðu
daginn til þess að hvíla þig
og búa þig undir starf næstu
viku.
Naut
(20. aprfl - 20. maí)
Þrjóska getur gengið úr hófi
fram. Brjóttu odd af oflæti
þínu og náðum sáttum við
vini og vandamenn. Vertu
einn að öðrum kosti.
Tvíburar . .
(21. maí - 20. júní) nA
Þú hefur komizt vel frá
hlutunum og uppskerð nú
jafnvægi á öllum sviðum. En
mundu að sælan fæst ekki
baráttulaust.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þú þarft að leggja þig fram
við að halda heimilisfriðinn.
Vertu tillitssamur og
þolinmóður og þá helzt allt
eins og það á að vera.
Ljóm
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú þarft að gæta þess að fá
næga hreyfingu og ættir að
leggja kapp á útiveru
þennan frídaginn. Haltu þér
svo við efnið.
Meyja
(23. ágúst - 22. september) (Su>
Þér finnast of mörg spjót
beinast að þér þessa
stundina. Hertu upp hugann
og segðu nei, þegar það er
það sem þú vilt.
V* ^
(23. sept. - 22. október)
Ástæða þess að þér finnst
allt vera að fara úr
böndunum er að þú hefur
vanrækt vissa hluti of lengi.
Kipptu þeim í lag.
Sþorðdreki
(23. okt. - 21. nóvember)
Kappkostaðu að halda ró
þinni, þótt ýmislegt gangi á,
bæði í vinnunni og heima
fyrir. Mundu að aðrir
treysta á þig líka.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. desember) ák
Þig langar mest til þess að
æpa framan í vinnufélaga
þinn. En mundu að sjaldan
veldur einn, þá tveir deila.
Vertu sanngjam.
Steingeit
(22. des. -19. janúar) +0
Þú vilt leggja þig fram um
að læra nýja hluti og þessi
áhugi mun opna þér ýmsar
leiðir. íhugaðu þó
framhaldið vandlega.
Vatnsberi , .
(20. janúar -18. febrúar) CsR
Haltu starfi þínu og
félagslífi aðskildu. Vinnan á
að ganga fyrir á vinnustað,
en það er óþarfi að taka
hana þaðan með sér.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars)
Þér líður nú vel því þú hefur
fengið laun erfiðis þíns og þá
ekki hvað sízt í einkaUfinu.
En mundu að ekkert varir af
sjálfu sér.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöI. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Sölusýning á Grand
Hótel Reykjavík
á húsgögnum í
„antík“ stíl.
Allt handunnið, úr gegnheilum mahogny
við. Gæðahúsgögn.
Einnig til sýnis íkonar, antíkklukkur,
styttur o.fl. tilvalið til gjafa.
Skartgripaskrín - tilvalin til fermingargjafa,
frá kr. 14.800.
Stólar,
massíft
mahogny.
Stóll,
kr. 18.800
Armstóll kr. 24.800.
„Partner“skrifborð (1.80m x
1.90m) kr. 148.000.
Skrifborð, með „rulletop"
hurð, kr. 124.800.
Glerskápur,
tvöfaldur,
kr. 98.000.
Forstofuskápur,
kr. 29.900.
HOTEt
REYKJAVÍK
Sigtúni 38,
Opið Sunnudag
frá kl. 13.00 - 17.00
Mánudag frá kl. 11.00—18.00
Sjón er sögu ríkari!
/ntíft
-ðlofnnD 1974- munlt
Klapparstíg 40,
sími 552 7977