Morgunblaðið - 31.03.1998, Síða 5

Morgunblaðið - 31.03.1998, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ HANDKNATTLEIKUR ÞRIÐJUDAGUR 31. MARZ 1998 B 5 Haukar leiddust ATHYGLI vakti þegar leik- menn Hauka komu hlaupandi inn á leikvöllinn áður en leik- urinn höfst að þeir leiddust. SÓKNARNÝTING 9 23 39 F.h 9 24 38 11 21 52 S.h 11 20 55 6 9 67 Framl. 4 9 44 5 Langskot 7 6 Gegnumbrot 9 5 Hraðaupphlaup 0 1 Horn 4 3 Lína 1 I 6 Vfti 3 Gífurleg spenna og darraðardans í uppgjöri Hafnarfjarðarbræðranna í 8-liða úrslitunum í Kaplakrika ðji leikur liðanna í 8 liða úrslitum, iikinn í Kapiakrika 29. mars 1998 Haukar Mörk Sóknir FH örk Sóknir % Enginn er annars bróðir ÞAÐ var sannkallaður Hafnarfjarðarslagur með stímabraki og flestu öðru sem honum fylgir er Haukar sóttu FH-inga heim í Kaplakrika í 3. og síðasta leik liðanna í átta liða úrslitum. Jafnt var á nær öllum tölum í leiknum og vart mátti á milli sjá fyrr en leiknar höfðu verið 70 mínútur. Þá voru það FH-ingar sem hrósuðu sigri enda enginn annars bróðir í leik. Þeir unnu með tveimur mörkum, 26:24, eftir að hafa verið skarpari á lokakafl- anum. En það var svo sannarlega spenna og fjör sem á þriðja þúsund áhorfendur fengu að vera vitni að og flestir þeirra tóku eins ríkan þátt í og þeim var heimilt. Haukar eru þar með komnir í sumarleyfi ásamt Aftureldingu og Stjörnunni, en FH getur hald- ið stuðningsmönnum sínum í spennu um sinn. Morgunblaðið/Árni Sæberg STUÐNINGSMENN FH-liðsins voru vel með á nótunum og fögnuðu vel og lengi þegar þeirra menn voru búnir að leggja Hauka að velli. Eftir að tvær fyrri viðureignir liðanna í úrslitakeppninni höfðu verið heldur ójafnar, FH huft yfirburði í fyrsta /var og Haukar í þeim Benediktsson öðrum var allt annað skrifar Upp á teningum að þessu sinni. Strax frá fyrstu sókn var Ijóst að leikmenn ætluðu að halda áhorfendum og sjálfum sér í spennu. Ekkert yrði gefíð eftir fyrr en í fulla hnefana enda ekki vaninn þegar þessir hafnfirsku bræður mætast. Strax í upphafi gaf Suik Hyung Lee, markvörður FH, tóninn með því að veija vítakast en náði ekki að halda knettinum og Haukar sóttu að hon- um á ný og Halldór Ingólfsson skoraði fyrsta mark leiksins eftir 1,20 mín. Guðmundur Pedersen svaraði að bragði með marki af línu hinum megin vallarins. FH-ingar voru beittari á upphafskaflanum, 5- 1 vörnin var sterk og yfirvegun réð ríkjum í sókninni. Eftir 13,10 mín. voru þeir komnir með 5:2 forystu og ýmislegt benti til að þeir væru að endurtaka leikinn frá sl. mið- vikudag. En Haukar voru á öðru máli og Sigurður Gunnarsson, þjálfari þeiri’a tók leikhlé, endur- skipulagði sóknarðagerðimar sem vom fálmkendar. Og viti menn, að- gerðir hans bám árangur, aðeins hálfri fjórðu mínútu síðar vom Haukar búnir að jafna, 6:6, og eftir það var jafnt á öllum tölum til leiksloka að undanskildu því að Haukar komust í 13:11 í síðari hálf- leik. Mikill darraðardans var stiginn undir lok venjulegs leiktíma og í framlengingunni er við tók. Þegar tæpar þrjár mínútur vom eftir af hefðbundnum leiktíma var Páli Ólafssyni, aðstoðarþjálfara Hauka, vikið af leikvelli fyrir að hlaupa inn á leikvöllinn og mótmæla dómi. Var það seigur biti að kyngja fyrir Hauka sem þegar vora einum færri og urðu að sjá á bak öðram leikmanni til að taka út refsingu Páls. Hálfri mínútu síðar kom fimmti sóknarmaðurinn inn á og Haukum tókst að halda sjó uns Gústaf Bjarnason kom til skjalanna þegar 57 sek. vom eftir. Þá höfðu FH-ingar misst gullið tækifæri til að tryggja sér sig- ur er Sigurjón Sigurðsson komst í hraðaupphlaup en fékk á sig dæmdan raðning. mestu um að sigurinn lenti okkar megin að við nýttum betur okkar færi í framlengingunni. Við lékum UPP á góð færi og Lee markvörður okkar varði mikilvæg skot. Eftir það fóra Haukar að reyna erfiðari skot, en þetta var munurinn, skyn- semin réð ferðinni hjá okkur.“ Guðjón sagði að útreiðin í öðrum leiknum hafi ekki setið lengi í FH- ingum. „Við höfum verið að búa okkur undir úrslitakeppnina um tíma og inni í því reiknum við með að útileikimir tapist svo það má ekki taka það of alvarlega. Nú var nýr leikur á heimavelli og nú sann- aðist það enn einu sinni hversu mik- ilvægur heimavöllurinn er og deild- arkeppnin þar vegur þyngra en margir hafa viljað meina.“ 23. markið gerði útslagið „Þetta var svakaleg barátta frá upphafi til enda,“ sagði Kristján Arason, þjálfari FH, og var að von- um brosmildur, enda ástæða til. En hvað lagði hann fyrir sína menn þegar út í framlenginu var komið? „Þá fórum við að leika tvö leikk- erfi þar sem allir leikmenn komu nærri, þannig náðum við að virkja alla sóknarmennina og enginn var staður. I vörninni var mikilvægt að fá engan brottrekstur dæmdan á sig því því slíkt getur reynst dýrkeypt á svona stuttum tíma. Vömin hélt velli og Lee varði vel auk þess að eiga írábæra sendingu fram á Gunnar (Beinteinsson) í upphafi síð- ari hluta framlengingarinnar sem skilaði 23. marki okkar, það gerði útslagið." Kristján sagði að hann hefði lagt áherslu á að sínir menn mættu Haukum af festu til þess að koma í veg fyrir Haukar næðu að leika af sömu hörku og í öðrum leik liðanna þar sem Haukar sigraðu. „Næstu leikir verða í svipuðum dúr, hvort sem við mætum IBV eða Fram, og heimavöllurinn gæti ráðið úrslitum hvort liðanna kemst alla leið.“ SIGURINN hefði geta lent hvor- um megin sem var, bæði lið léku vel,“ sagði Guðjón Amason, fyrirliði FH. „Eg held að það hafi munað Morgunblaðið/Ámi Sæberg . . . og leikmenn FH-liðsins stigu tryiltan sigurdans á vellinum. Rúnar Sigtryggsson jafnaði, 20:20, 50 sekúndum fyrir leikslok. Það sem eftir lifði nægði FH-ingum ekki til að knýja fram sigur þrátt fyrir ákafar tilraunir. I framlengingunni vora FH-ing- ar yfirvegaðri, Guðjón Arnason skoraði strax en Haukar náðu ekki að jafna fyrr en 50. sek vora eftir af fyrri hluta. Valur Arnarson svar- aði að bragði og FH var marki yfir er skipt var um leikhluta. Haukar byrjuðu með boltann í síðari hlut- anum og glopraðu honum eftir 20 sekúndur og Lee markvörður nýtti sér það með því að senda glæsilega sendingu upp völlinn þar sem Gunnar Beinteinsson var réttur maður á réttum stað og kom FH í tveggja marka forystu. Og Lee hélt áfram, hann varði boltann í tveimur næstu sóknum FH og það nýtti Knútur Sigurðssonar sér til hins ýtrasta er hann kom FH í 24:21 með marki úr gegnumbroti eftir 2,30 mín. í síðari hluta. Þar með var björninn unninn fyrir FH þrátt fyrir að Haukar reyndu hvað þeir gátu, þá dugði það ekki til. Haukar léku lengst af flata 6-0 vörn og bratu hana ekki upp nema í þau skipti sem þeir urðu manni fleiri. Hún var sterk en það var ekki sama grimmdin í þeim og í leiknum í Strandgötu á föstudag- inn enda vart hægt að óska eftir að hægt sé að endurtaka þann leik. Bjarni Frostason markvörður varði vel, einkum setti hann strik í reikning FH er hann varði fjögur hraðaupphlaup í fyrri hálfleik. Sóknin var allsæmileg, en líkt og hjá FH áttu menn til að velja lak- ari kostinn ellegar fyrsta kost. Víst er hins vegar að það er enginn hægðarleikur að finna saumsprett- ur á vörn FH um þessar mundir. Eftirtektarvert er að sjá leikmenn Hauka ekki skora neitt mark eftir hraðaupphlaup í leiknum og aðeins eitt af línu. Þrátt fyrir að Lee verji 13 langskot í marki FH skora Haukar sjö mörk með langskotum. Eins og áður var vörnin og markvarslan aðal FH, sóknarleik- urinn var e.t.v. með skásta móti og munaði mikið um að Valur Arnar- son var í miklum ham, gaf Hauka- vörninni aldrei stundarfrið. Þá var Guðjón öflugur að vanda en reynsla hans og yfirvegun nýtist vel í leikjum sem þessum. Minna fór fyrir Gunnari Beinteinssyni í sókninni en oft áður. Við nýttum okkarfærí 500. leikur Gunnars GUNNAR Beinteinsson lék sinn 500. leik með meistaraflokki FH gegn Haukum á sunnudag- inn og fékk fyrir leikinn blómvönd frá hand- knattleiksdeild FH. Eftir leikinn var síðan leikmönnum og velunnurum boðið upp á kaffi og kökur í tilefni áfangans. Stefán Guðmundsson fékk blómvönd í sama leik fyrir leikinn fyrir að hafa leikið 100 leiki fyrir meistaraflokk FH. Þannig vörðu þeir Suik Hyung Lee, FH: 2SV1 (8/1): 13(4) langskot, 2(2) eftir gegn- umbrot, 3(0) eftir hraðaupp- hlaup, 2 (1) úr homi, 1 af línu, 1(1) vítakast. Bjarni Frostason, Haukum: 14/1 (8): 5(2) langskot, 2(2) eftir gegnumbrot, 4(3) eftir hraða- upphlaup, 1(0) úr hroni, 1(1) af línu, 1(0) vítakast. í leik

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.