Morgunblaðið - 31.03.1998, Qupperneq 8
8 B ÞRIÐJUDAGUR 31. MARZ 1998
KNATTSPYRNA
MORGUNBLAÐIÐ
Edwin
Rögnvaldsson
skrifar frá
Englandi
Her-
mann
ekki í
náðinni
Var í banni þegar
Lombardo tók við
og hann heldur sig
við sömu leikmenn
Hermann Hreiðarsson kom inná
sem varamaður fyrir Crystal
Palace á 61. mínútu þegar liðið tap-
aði enn og aftur á
heimavelli í ensku úr-
valsdeildinni, í þetta
sinn fyrir Tottenham,
3:1, en bæði lið berj-
ast nú fyrir að halda sæti sínu í
efstu deild. Tottenham hefur þó
lyft sér af hættusvæðinu um stund-
arsakir, en Crystal Palace er í
neðsta sæti.
Nicola Berti kom Tottenham yfir
á 56. mínútu með kraftlitlum skalla
sem Kevin Miller, markvörður
Palaee, reyndi ekki að verja, en
hann átti vissulega möguleika á
því. Chris Armstrong og Jiirgen
Klinsmann, framherjar gestanna,
bættu hinum tveimur mörkunum
við eftir að Crystal Palace hafði
lagt meiri áherslu á sóknarleik - á
kostnað vamarinnar. Neil Shipp-
erley, markahæsti leikmaður
Palace, kom inná eftir langa fjar-
veru vegna meiðsla á 67. mínútu og
skoraði er um átta mínútur lifðu
leiks.
Hermann skipti við júgóslav-
neska landsliðsmanninn Sasa
Curcic er Tottenham hafði eins
marks forskot og tók stöðu vinstri
útherja. Eyjamaðurinn gerði tvær
góðar tilraunir til að skora, þá fyrri
aðeins fjórum mínútum eftir að
hann kom inná, en Ian Walker
varði skalla hans glæsilega. Curcic
lék í fyrsta sinn í byijunarliði
Palace eftir að hann kom frá Aston
Villa ekki alls fyrir löngu. Júgósla-
vinn var sprækur framan af, líkt og
flestir leikmenn Palace fyrstu þrjá-
tíu mínútumar.
Hermann hefur verið varamaður
síðan ítalinn Attilio Lombardo tók
við stöðu knattspymustjóra Crys-
tal Palace um miðjan mars. Morg-
unblaðið spurði hann hvers vegna.
„Þegar ég tók við ákvað ég að
skipta um leikaðferð. Áður lékum
við 5-3-2, en ég kýs að leika 4-4-2.
Við lékum vel í síðari hálfleik gegn
Aston Villa og unnum Newcastle.
Hermann var í leikbanni í fyrsta
leik mínum sem stjóra [gegn Aston
Villa] og ég hef haldið mig við
sömu vamarmennina og léku þann
leik [Jamie Smith - Valerien Ism-
ael - Marc Edworthy - Dean Gor-
don]. Þannig er hún skipuð um
þessar mundir,“ sagði Lombardo.
Morgunblaðið/Reuters
SPARIKLÆDDUR Gianluca Vialli, knattspyrnustjóri Chelsea með fyrstu sigurlaun sín frá því hann
kom til liðs við enska knattspyrnu.
Mistök Gazza komu
Chelsea á bragðið
í annað sinn á tæpu ári vann Chelsea lið Middlesbrough í úr-
slitaleik á Wembley og í þriðja sinn á einu ári tapaði síðar-
nefnda liðið úrslitaleik. Enn um sinn verður þetta 122 ára
gamla félag að bíða eftir að fá einhvern af bikurunum þremur
í safn sitt. En liðsmenn Chelsea þurftu að hafa meira fyrir 2:0
sigri sínum nú í deildarbikarnum en í maí í fyrra er félögin
áttust við í bikarúrslitunum. Mörkin tvö sem tryggðu sigur
voru gerð í framlengingu og það fyrra eftir að nýliðanum hjá
Middlesbrough, Paul Gascoigne, höfðu orðið á mistök.
Fyrra markið gerði Frank
Sinclair með skalla á 95. mínútu
og tólf mínútum síðar innsiglaði
Roberto di Matteo sigurinn með
hörkuskoti af stuttu færi eftir
homspymu Gianfranco Zola. Þetta
var í fyrsta sinn sem Chelsea
stendur uppi sem sigurvegari í
keppninni síðan 1965 og vann um
leið rétt til að leika í Evrópukeppni
félagsliða á næstu leiktíð. Hins
vegar tekur Boro sæti þeirra vinni
Chelsea Evrópukeppni bikarhafa
þar sem liðið hefur tryggt sér sæti
í undanúrslitum.
Þrátt fyrir hpurleg tilþrif gekk
leikmönnum illa að skora í venju-
legum leiktíma. Er komið var fram
í framlengingu varð misskilningur
á milli Gascoigne og Paul Merson á
miðjum vellinum til þess að leik-
menn Chelsea snera vöm í sókn og
Sinelair skoraði eftir undirbúning
Zola og Dennis Wise.
Gianluca Vialli, knattspymu-
stjóri Chelsea, Iék ekki með sínum
mönnum að þessu sinni heldur
fylgdist með leiknum frá hliðarlín-
unni spariklæddur og leiddi sína
menn upp í heiðursstúkuna til þess
að taka á móti bikamum í leikslok.
„Ég taldi að Mark Hughes, Ro-
berto di Matteo og Zola gætu leyst
hlutverk mitt betur og því taldi ég
að kröftum mínum væri best varið í
að stjóma liðinu frá bekknum,"
sagði Vialli sigurreifur í leikslok.
Hann undirstrikaði hins vegar að
sigurinn væri góðu starfi forvera
sína, Ruuds Gullits, að þakka.
„Gullit á veralegan hlut í sigrin-
um.“
„Hundleiður á því að tapa“
Wise sagðist hafa átt von á að
Vialli yrði með því hann hefði að-
eins leildð með í tvær mínútur í
bikarúrslitunum sl. vor. „Hann
kaus að fara íyrir okkur upp og
taka á móti bikamum - það verð-
skuldaði hann svo sannarlega.“
„Ég er hundleiður á því að tapa
úrslitaleikjum,“ sagði Bryan Rob-
son, knattspymustjóri Middles-
brough. „Ég er hins vegar stoltur
af leikmönnunum, þeir áttu í fullu
tré við Chelsea allan tímann.
Stundum þarf smá heppni í úrslita-
leikjum.“
Fótboltaáhorfandi
myrtur á Englandi
MAÐUR var myrtur eftir knatt-
spymuleik í Englandi á laugar-
dag en víða um landið bratust út
átök í kjölfar íþróttaviðburða.
Maðurinn sem lést var 24 ára og
áhangandi liðsins Fulham sem
mætti liði Gillingham á útivelli í 2.
deildarkeppninni. Hann var
stunginn með hnífí í átökum sem
brutust út í Kent á Priestfield-
leikvanginum í bænum Gilling-
ham í suðausturhluta Englands.
Fleiri voru fluttir á sjúkrahús eft-
ir átökin. Þá brutust út átök með-
al áhorfenda á leik Bamsley og
Liverpool og leik Everton og
Aston Villa.
Samtök áhangenda knatt-
spymufélaga lýstu miklum
áhyggjum af ofbeldinu og óttast
að það kunni að leiða til þess að
færri aðgöngumiðar að HM í
knattspymu í Frakklandi í sumar
komi í hlut breskra áhorfenda.
Guðni Bergs-
son fékk rautt
BOLTON hlaut þrjú dýrmæt stig í
botnbaráttu ensku úrvalsdeildar-
innar er liðið sigraði Leicester, 2:0,
á heimavelli á laugardag. Alan
Thompson gerði bæði mörk heima-
manna í síðari hálfleik. Guðni
Bergsson, fyrirliði Bolton, fékk
rautt spjald strax á 26. mínútu fýrir
að toga Emile Heskey niður er sá
síðarnefndi var kominn inn fyrir
vömina. Robert Ullathome, leik-
maður Leicester, hlaut síðar sömu
örlög og Guðni.
Bolton er nú í næstneðsta sæti
með 30 stig, einu stigi á eftir Bams-
ley og þremur á eftir Everton.
Crystal Palace, lið Hermanns
Hreiðarssonar, er neðst með 26
stig. Bolton og Bamsley eiga átta
leiki eftir, einum fleiri en Everton
og Palace.
Staðan
óbreytt á
toppnum
EFSTU Iiðin I ensku úrvals-
deildinni, Manchester
United og Arsenal, sigruðu
bæði um helgina og staðan á
toppnum er því óbreytt.
Meistarar United gerðu tvö
mörk á síðustu sjö mmútun-
um og það dugði til sigurs
gegn Wimbledon og Dennis
Bergkamp skoraði eina
mark leiks Arsenal og
Sheffield Wednesday. Því er
ljóst að einvígi liðanna um
meistaratitilinn verður
æsispennandi; United á eftir
sex leiki og Arsenal níu og
er sex stigum á eftir meist-
urunum. Arsenal mætir
Bolton á útivelli og gæti þá
minnkað forskot meistar-
anna niður í þijú stig.
„Við sýndum í dag að við
erum tilbúnir í bardaga,"
sagði Alex Ferguson, knatt-
spymustjóri Manchester
United, eftir sigurinn á
Wimbledon. „Ég er augljós-
lega mjög feginn," bætti
hann við, í kjölfar þessa
fyrsta sigurs United í mán-
uð. Lengi vel leit út fyrir að
Arsenal minnkaði muninn
niður í fjögur stig en sjö
mín. fyrir leikslok
skoraði norski
varnarmaðurinn
Ronny Johnsen
fyrir Man. Utd;
knötturinn hrökk
fyrir fætur hans
eftir homspymu
og Johnsen þram-
aði í netið frá vítapunkti.
Enski landsliðsmaðurinn
Paul Scholes gulltryggði svo
sigurinn á 90. mín. með
skalla.
Arsenal hefur nú leikið
níu leiki í röð án þess að
tapa og þrengir mjög að
meisturam United. Mark
Bergkamps í sigri liðsins á
Sheffíeld Wednesday var af-
rakstur hollenskrar sam-
vinnu eips og hún gerist
best. Marc Overmars gaf
hárnákvæma sendingu frá
vinstri, framhjá nær öllum
varnarmönnum gestanna,
og tímasetning Bergkamps
var með eindæmum - hann
þurfti aðeins að stýra bolt-
anum inn fyrir marklínu
gestanna. Arsenal nýtur
ekki krafta Bergkamps í
næstu þremur leikjum, því
þá tekur hann út leikbann
vegna refsistiga. „Við verð-
um að vera hugmyndaríkir
án Bergkamps. Við verðum
að finna leið til að tengja
miðju og sókn. Ég hef þegar
fengið góða hugmynd..."
sagði Arsene Wenger, stjóri
Arsenal.
Liverpool komst í hann
krappan á heimavelli Barns-
Iey, Oakwell Park, en hafði
sigur, 3:2 eftir sigurmark
Steves McManamans á
lokamínútunni. Þrír leik-
menn Barnsley fengu rautt
spjald í leiknum og áhan-
gendur heimamanna vora
mjög óhressir með það.
Nokkrir þeirra veittust að
dómara leiksins, sem var
fylgt í skjól. Karlheinz
Riedle gerði tvö fyrstu mörk
Liverpool, en Neil Redfearn
jafnaði, 2:2, úr vítaspyrnu er
heimamenn vora tveimur
færri. Þriðji leikmaður
Barnsley fékk reisupassann
eftir sigurmark gestanna
undir Iokin. Liverpool er nú
í þriðja sæti með 54 stig, níu
stigum á eftir Man. Utd., en
á einn leik til góða.