Morgunblaðið - 31.05.1998, Page 1
fttorjpniHfifrfö
ATVINNU/RAD-
OG SMÁAUGLÝSINGAR
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS SUNNUDAGUR 31. MAÍ1998 BLAÐ JOj
ATVINNUAUGL ÝSINGAR
Gluggakerfísforritun
í Danmörku
TVÆR stöður við gluggakerfisforritun í Umhverfisupplýs-
ingadeild verkfræðistofnunarinnar Danish Hydraulic
Institute í Danmörku eru lausar til umsóknar. Verksvið
deildarinnar er hönnun og þróun notendaviðmóts og ann-
ars hugbúnaðar til meðhöndlunar gagna fyrir reiknilíkön
DHI. Umsækjendur skulu hafa háskólapróf í tölvunar-
fræði eða verkfræði og/eða þekkingu og reynslu á viðkom-
andi sviðum.
Verkfræðingur og
hjúkrunarkona
VARNARLIÐIÐ auglýsir eftir byggingaverkfræðingi til
starfa á verkfræðideild. Æskilegt er að viðkomandi geti
byrjað sem fyrst. Þá leitar Varnarliðið að hjúkrunarfræð-
j ingi til starfa við heilsuverndardeild sjúkrahússins á Kefla-
■ víkurflugvelli. í báðum tilvikum þurfa umsækjendur að
búa yfir mjög góðri enskukunnáttu.
Sérkennarar við
fjölbrautaskóla
MARGIR skólar auglýsa innritun fyrir næsta ár í blaðinu í
dag og aðrir leita starfsmanna. Fjölbrautaskólinn í Garða-
bæ óskar eftir tveimur sérkennurum og einum aðstoðar-
manni til að kenna næsta skólaár fjórum nemendum með
miklar sérþarfir. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti auglýsir
einnig eftir tveimur sérkennurum, til að hafa umsjón með
sérdeild fyrir fatlaða nemendur skólans.
RAÐAUGL ÝSINGAR
Hross á Hólum
HÓLASKÓLI, Hólum í Hjaltadal, auglýsir starfsnám á
ferðamálabraut, fiskeldisbraut og hrossabraut. Umsækj-
endur þurfa að vera 18 ára, með 65 einingar úr framhalds-
skóla, góða starfsreynslu og verkhæfni, eða 25 ára með
góða starfsreynslu og verkhæfni. Þá auglýsir skólinn þjálf-
ara- og reiðkennaranám, sem er framhaldsnám fyrir þá
sem hafa frumtamningapróf og búfræðipróf og fullnægja
færnikröfum. Heimavist er á nemendagörðum.
Föndur í Reykjavík
' HOLL, fyrirtækjasala, auglýsir til sölu fóndurverslun mið-
svæðis í Reykjavík. Hóll segir að fyrirtækið henti vel fjár-
K sterku og hugmyndaríku fólki og frábær sölutími sé
framundan.
Ibúð í París og
Jarna í Svíþjóð
AUGLÝST er til leigu vistleg, lítil íbúð í hjarta Parísar, í
ágústmánuði. Þá óskast íbúð í Reykjavík í skiptum í júlí
íyrir raðhús í bænum Járna í Svíþjóð, sem er lýst sem
kyrrlátum bæ suður af Stokkhólmi.
SMÁAUGL ÝSINGAR
Samkoma
á hvítasunnu
SAMKOMA verður á annan í hvítasunnu í íslensku Krists-
kirkjunni, Bfldshöfða 10, kl. 20. Unga fólkið í kirkjunni
hefur umsjón með samkomunni og vöfflur með rjóma
verða seldar með kaffinu á eftir.
Samanburðarkönnun á launum starfsmanna Reykjavíkur
Ríki og önnur sveitar-
félög borga hærri laun
MEÐALLAUN starfsmanna Reykjavíkurborgar eru
lægri en starfsmanna annarra sveitarfélaga. Mestur
er munurinn hjá starfsmönnum sem falla undir
flokkinn „tæknihópur". Þar hafa landsbyggðarstarfs-
menn 13,1% hærri laun en borgarstarfsmenn og í
flokknum „fræðslumál" hafa starfsmenn sveitarfé-
laga á landsbyggðinni 12,5% hærri laun en borgar-
starfsmenn. Laun borgarstarfsmanna eru hins vegar
í sumum tilvikum hærri en laun ríkisstarfsmanna í
sambærilegum störfum. Þar munar mestu á vélfræð-
ingum, sem hafa 7,6% hærri laun í Reykjavík en hjá
ríkinu. Að meðaltali hafa starfsmenn sveitarfélaga á
landsbyggðinni 7,1% hærri laun en kollegar þeirra í
Reykjavík og ríkisstarfsmenn hafa að meðaltali 6,7%
hærri laun, sé litið á öll stöðugildi.
Þetta kemur fram í samanburði
Helgu Jónsdóttur, hagfræðings
Reykjavíkurborgar og Rannveigar
Sigurðardóttur, hagfræðings
BSRB. Aðdragandi samanburðar-
ins var sá, að í bókun í kjarasamn-
ingi Starfsmannafélags Reykjavík-
ur og Reykjavíkurborgar frá 30.
aprfl á síðasta ári var tekið fram að
halda skyldi áfram vinnu við sam-
anburð á launum starfsmanna
Reykjavíkurborgar og starfsmanna
annarra sveitarfélaga í sambæri-
legum störfum, auk þess sem slík
könnun skyldi einnig ná til starfs-
manna í sambærilegum störfum hjá
ríkinu.
Samanburðarsveitarfélögin voru
Akureyri, Garðabær, Hafnarfjörð-
ur, Kópavogur, Selfoss og Vest-
mannaeyjar. Starfsheiti voru valin
út frá þeim starfsheitum sem St-
arfsmannafélag Reykjavíkurborgar
semur um við Reykjavíkurborg og
kannaðir eftirtaldir hópar: Skrif-
stofuhópur, skólaritarar, tæknihóp-
ur, mötuneyti, vagnstjórar, verk-
stjórn, umsjón fasteigna, gæslu-
menn leikvalla, heilbrigðishópur,
leikskólahópur, æskulýðsmál og
fræðslumál, en nokkrir þessara
hópa innihalda mjög mörg starfs-
heiti og taka höfundar fram í
skýrslu sinni að ekki sé hægt að
túlka niðurstöður einstakra yfir-
hópa yfir á einstök starfsheiti innan
hópsins.
Mismikill munur
Starfsfólk innan skrifstofuhóps
hefur 11,9% hærri laun hjá saman-
burðarsveitarfélögunum en Reykja-
víkurborg, en laun ríkisstarfsmanna
í þessum hópi eru 1,4% hæm en
borgarstarfsmanna. Skólaritarar í
Reykjavík hafa 11,3% lægri laun en
kollegar þeirra hjá sveitarfélögum
og 4,4% lægri en ríkisstarfsmenn,
bókaverðir í Reykjavík 11,9% lægri
laun en hjá hinum sveitarfélögun-
um, en 4,2% hærri laun en starfs-
menn rfldsins. Hjá tæknihópi eru
landsbyggðarstarfsmenn betur
settir svo munar 13,1%, en ríkis-
starfsmenn innan þessa hóps hafa
aðeins 2,5% forskot á borgarstarfs-
menn.
Reykjavík borgar 9,9% betri laun
fýrir störf i mötuneytum en hin
sveitarfélögin og 14,5% hærri en
ríkið. Verkstjórar fá 8,7% minna í
sinn hlut í Reykjavík en hinum
sveitarfélögunum, en þó 8,5% meira
en ríkisstarfsmenn við verkstjórn.
Starfsmenn við umsjón fasteigna fá
3,3% hæiTi iaun utan Reykjavíkur,
nema þeir starfi hjá ríkinu, því þar
eru launin 6,7% lægri en í Reykja-
vík.
Aðeins munar hálfu prósenti á
launum starfsmanna Reykjavíkur
og annarra sveitarfélaga í æsku-
lýðsmálum, Reykjavík í vil, bað- og
klefaverðir eru nánast á sömu laun-
um alls staðar, þó með 1,7% betri
laun utan Reykjavíkur og sama tala
fyrir gangaverði er 1,9%. Munur á
launum innan hópsins sem fellur
undir „fræðslumál" er hins vegar
12,5%, samanburðarsveitarfélögun-
um í vil.
l-Vf ’nB - > ' R ys * m \; *|ÍB| - t ** * AV |j - w \ - ** (1. Up yi
Nfi JS j V Wxsf ~ - í# aL”
; w 1 s* y ViKfiv
1 V-JSflaraíœÍ; ' \ 'íwMÍk ' ■ r '
FRAMLEIÐENDUR úrvalsmjólkur með verðlaunagripina.
Morgunblaðið/Atli
Verðlaun fyrir úrvalsmjólk
Laxamýri - Verðlaunaafhending fyrir úr-
valsmjólk sem lögð var inn hjá Mjólkur-
samlagi Kaupfélags Þingeyinga á sl. ári,
fór fram á aðalfundi samlagsins nú í vik-
unni.
Fram kom að frumutala er lægst hjá
þingeyskum mjólkurframleiðendum yfir
landið, en á undanfórnum árum hafa
bændur unnið mjög mikið að þvi að bæta
framleiðslu sína og heilbrigði kúa.
Það var Kristín Halldórsdóttir gæða-
stjóri sem afhenti verðlaunin, en Hlífar
Karlsson samlagsstjóri ávarpaði bændur
og þakkaði þeim fyrir gott hráefni til
mjólkurvinnslunnar.