Morgunblaðið - 31.05.1998, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 31. MAÍ 1998 E 7
dLeikskólar Reykjavíkurborgar
óska að ráða eftirtalið starfsfólk í neðangreinda
leikskóla:
Álftaborg v/Safamýri
Leikskólakennari í deildarstjórastarf á deild
fyrir 3—6 ára börn. Fullt starf.
Leikskólakennari í deildarstjórastarf á deild
fyrir 1—3 ára börn, 50% starf eftir hádegi.
Upplýsingar gefur leikskólastjóri, Ingibjörg
Kristjánsdóttir í síma 581 2488.
Engjaborg v/Reyrengi
Leikskólakennari, leikskólasérkennari eða
þroskaþjálfi í stuðningsstarf frá 1. júní.
Upplýsingar gefur leikskólastjóri, Auður
Jónsdóttir í síma 587 9130.
Funaborg v/Funafold
Leikskólakennari eða annað uppeldismenntað
starfsfólkfrá 1. ágúst.
Upplýsingar gefur leikskólastjóri, Sigríður
Jónsdóttir í síma 587 9160
Grandaborg v/Boðagranda
Þroskaþjálfi, leikskólasérkennari eða leikskóla-
kennari í stuðningsstarf.
Leikskólakennari eða annað uppeldismenntað
starfsfólk.
Upplýsingar gefur leikskólastjóri, Guðrún
María Harðardóttir í síma 562 1855.
Gullborg v/Rekagranda
Leikskólakennari eða annað uppeldismenntað
starfsfólk í fullt starf.
Upplýsingar gefur leikskólastjóri, Rannveig
Bjarnadóttir í síma 562 2455.
Hulduheimar v/Vættaborgir
Leikskólakennari eða annað uppeldismenntað
starfsfólkfrá 1. september.
Upplýsingar gefur leikskólastjóri, Bryndís
Markúsdóttir í síma 586 1870.
Matreiðslumaður
Óskast í leikskólann Laufskála v/Laufrima
frál.júní.
Upplýsingargefurleikskólastjóri, Lilja Ólafs-
dóttir í síma 587 1140.
Dagvist barna
Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 563 5800.
ÓLAFSFJÖRÐUR
Kennarar — Kennarar
Barnaskóla Ólafsfjarðar vantar á næsta skólaári
a.m.k. tvo eldhressa kennara þar sem tveir eru
nú að yfirgefa okkur. Um er að ræða almenna
bekkjarkennslu í yngri árgöngum. Einnig vant-
ar kennara í mynd- og handmennt. Þá vantar
og sérkennara í hlutastarf. (Þroskaþjálfi kæmi
til greina).
Við bjóðum þeim sem koma til starfa hjá okkur:
• ókeypis flutning til Ólafsfjarðar
• ókeypis flutning frá Ólafsfirði starfi þeir
í fjögur ár.
• 50% niðurgreiðslu húsaleigu fyrstu tvö
árin.
• 25% niðurgreiðslu húsaleigu þriðja árið.
• ódýra hitaveitu.
• aðstoð við að útvega barnagæslu
(leikskóli, dagmamma).
Barnaskóli Ólafsfjarðar er einsetinn skóli, nem-
endur um 150 og 15—22 nemendur í bekkjar-
deild.
Vinnuaðstaða kennara er góð, þ.m.t. tölvur
bæði PC og Mac. Auk þess er tölvuver með
10 PC tölvum fyrir nemendur. Samstarf og
samvinna kennara mikil og áhersla er lögð á
endur- og símenntun.
Ólafsfjörður er öflugur útgerðarbær í um 60 km fjarlægð frá Akureyri
og samgöngur greiðar allan ársins hring. Á staðnum er öll nauðsynleg
þjónusta; heilsugæslustöð, tannlæknir, sjúkraþjálfun, góðar verslanir,
hótel, sparisjóður, pósthús og bensínstöðvar. Þá er góður leikskóli
á staðnum og öflugur tónskóli.
Nýja íþróttamiðstöðin er mjög vel búin enda áhugi á íþróttum mikill.
Aðstaða til skiðaiðkunar og vélsleðaferða er mjög góð. Þá eru knatt-
spyrnuvellir skammtfrá skólanum og tennisvöllur á skólalóðinni.
í tveggja km fjarlægð frá Ólafsfjarðarbæ er skemmtilegur 9 holu
golfvöllur. Ólafsfjörður er rómaður fyrir náttúrufegurð jafnt sumar
sem vetur og þar er tekið vel á móti fólki.
Ágæti kennari ef þú hefur áhuga á að taka þátt
í líflegu skólastarfi með jákvæðum kennurum
þá hafðu samband við mig sem fyrst og fáðu
nánari upplýsingar. Vinnusími er466 2245 —
heimasími er 466 2461.
Umsóknarfrestur er til 20. júní.
Gunnar Lúðvík Jóhannsson,
skólastjóri.
Störf hjá Sjónvarpinu
Starf útsendingarstjóra frétta sem vinnur
að gerð og útsendingu fréttatíma Sjónvarpsins
og starf útsendingarstjóra í tæknideild
sem annast útsendingu dagskrár.
Við leitum að fólki
• sem hefur menntun og/eða mikla reynslu
í dagskrárgerð fyrir sjónvarp eða sjónvarps-
tækni
• Sem er reiðubúið að vinna óreglulega og
á vöktum
• sem er reiðubúið að vinna undir miklu álagi
• sem hefur mikla skipulagshæfileika
• sem er samviskusamt og á auðvelt með að
vinna með öðrum.
í starfi útsendingarstjóra frétta reynir mikið
á hæfni og hygmyndaauðgi til að útfæra frétta-
efni á myndrænan og skilmerkilegan hátt.
Umsækjendur um þetta starf gangast undir
hæfnispróf í raunhæfum verkefnum.
Einnig er lausttil umsóknar starf tækni-
manns við útsendingu dagskrár og starf dag-
skrárklippara á tæknideild. Menntun eða
reynsla í sjónvarpstækni, rafeindavirkjun eða
sambærilegu er nauðsynleg. Vaktavinna.
Miðað er við að ráðið verði í öll störfin sem
fyrst. Starfskjör eru samkvæmt kjarasamning-
um opinberra starfsmanna.
Nánari upplýsingar eru gefnar í síma
515 3900.
Umsóknarfresturertil 16. júní nk. og ber að
skila umsóknumtil Sjónvarpsins, Laugavegi
176 eða í Útvarpshúsið við Efstaleiti, á eyðu-
blöðum sem þar fást á báðum stöðum.
©
RÍKISÚTVARPIÐ
®
■—WURTHf
w
Wúrth afslandi ehf.
Wurth verslar með rekstrarvöru og verkfæri fyrir
fagmenn. Vörunúmer á lager skipta þúsundum.
Sölu- og afgreiðslumaður óskast
Við óskum eftir að ráða sölu- og afgreiðslumann.
Ábyrgð og verklýsing:
• Sala og afgreiðsla í verslun á Bíldshöfða.
Eiginleikar:
• Iðnmenntun, verslunarskólamenntun eða
sambærileg menntun.
• Vilji til að ná árangri.
• Samstarfsvilji og jákvæð viðhorf.
• Reynsla við sölu er æskileg en ekki nauðsyn-
leg. Starfið gefur góða möguleika, bæði fag-
lega og persónulega fyrir viðkomandi aðila
hjá fyrirtæki í örri þróun. Það verður veitt
kerfisbundin kennsla og þjálfun.
Athuqið: Revklaus vinnustaður.
Viljir þú vita meira um þetta starf þá getur þú
hringt í síma 587 74 70, innanhússlína 114 á
milli klukkan 12.30 og 17 og talað við Jóhann
eða Björn og fengið frekari upplýsingar um
starfið. Ef þú hefur áhuga á slíku starfi, sendu
þá skriflega umsókn fyrir 12 júní nk. til:
jrth á íslandi ehf.
Bíldshöfða 10
112 Reykjavík
Sími: 587-7470-114
Fax: 567-8717
LÍNUHÖNNUN
VERKFRÆÐISTOFA
Starfsmaður óskast í afleysingar á
skrifstofu Línuhönnunar hf.
Línuhönnun hf. -verkfræöistofa auglýsir eftir starfsmanni í
afleysingar í a.m.k. 9 mánuöi á skrifstofu fyrirtækisins.
Um er aö ræða fjölbreytt starf, en aöalstarf starfsmannsins er
fjárhags- og launabókhald í tölvubókhaldskerfinu Fjölni
Áríðandi er aö umsækjandi geti hafiö störf sem allra fyrst og
er reynsla á ofangreindu sviöi nauðsynleg.
Verkfræðistofan Línuhönnun hf. var stofnuð áriö
1979. Fyrirtækið veitir alhliða verkfræöiráðgjöf á sviði
mannvirkjahönnunar, viöhaldsverkefna, jarötækni og
umhverfismála.
Hjá fyrirtækinu og systurfyrirtækjum þess, LH-tækni
ehf., Forverk ehf. og Rekstri og Ráögjöf ehf. starfa nú
um 60 starfsmenn. Skrifstofa Línuhönnunar hf. sinnir
bókhaldi, launaútreikningi og öðrum almennum
skrifstofustörfum fyrir fyrirtækin fjögur.
Nánari upplýsingar veitir Þröstur Sigurðsson kl. 14-17 á
skrifstofu Reksturs og Ráögjafar ehf. og skal umsóknum
skilað þangað eigi síðar en 8. júní nk.
REKSTUR & RÁÐGJÖF EHF.
Rekstrar- og stjórnunarráögjöf, áætlanagerð,
ráöningarþjónusta o.fl.
Suðurlandsbraut 4a Slmi 568-2100
108 Reykjavík. Bréfsími 568-0681
LEIKFÉLAG <Jj<*
REYKJAVÍKUR M
Leikfélag Reykjavíkur auglýsir eftir starfsfólki til að sinna eftir-
töldum störfum:
♦> Starfsmaður í bókhald. Óskað er eftir starfsmanni til að
annast færslu bókhalds, merkingu fylgiskjala og innslátt í
tölvukerfi. Starfsmaðurinn annast einnig útreikning launa
og frágang í launabókhald.
❖ Starfsmaður í miðasölu. Óskað er eftir starfsmanni til
að annast miðasölu. Meðal þess sem starfsmaðurinn
annast er móttaka pantana og sala miða.
♦> Sviösstjóri. Sviðsstjóri skipuleggur og stjórnar allri vinnu á
sviði. Hann þarf að hafa þekkingu á sviðsbúnaði og tækni
þar að lútandi.
Leikfélag Reykjavíkur var stofnað árið 1897
og er elsta starfandi leikfélag á íslandi.
LR hefur árlega sett upp að jaínaði 5 leikrit á stóra
sviðinu og 4 á því litla auk samstarfsverkefna
með öðrum leikhópum.
Nánari upplýsingar veitir Þröstur Sigurðsson kl. 14-17 á
skrifstofu Reksturs og Ráðgjafar ehf. og skal umsóknum
skilað þangað eigi síðar en 8. júní nk.
REKSTUR & RÁÐGJÖF EHF.
Rekstrar- og stjórnunarráðgjöf, áætlanagerð,
ráðningarþjónusta o.fl.
Suðurlandsbraut 4a Sími 568-2100
108 Reykjavík.Bréfsími 568-0681