Morgunblaðið - 22.07.1998, Side 2

Morgunblaðið - 22.07.1998, Side 2
2 MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 1998 MORGUNB LAÐIÐ FRÉTTIR Árni Friðriksson rs fínnur 1,2 milljdnir tonna af kolmunna fyrir Suður- og Suðausturlandi Lýsisverð í hámarki og mikill áhugi á veiðum RANNSÓKNASKIPIÐ Árni Frið- riksson hefur verið við mælingar á kolmunna sunnan Islands. Sam- kvæmt niðurstöðum mælinganna hafa fundist um 1,2 milljónir tonna á svæði frá Skerjadýpi, meðfram allri suðurströnd landsins, austur í Rósagarð, milli íslands og Færeyja. Þéttustu lóðningarnar voru úti fyrir suðausturlandinu í Berufjarðarál. Freysteinn Bjamason, útgerðar- stjóri Sfldarvinnslunnar í Neskaup- stað, segir að mikill áhugi sé fyrir því að hefja kolmunnaveiðar að lok- inni loðnuvertíð. Þær geti orðið mikill búhnykkur fyrir vinnsluna þar sem lýsisverð sé nú í sögulegu hámarki og mjölverð mjög hátt. Sfldarvinnslan hefur stundað vinnslu á kolmunna síðastliðin þrjú ár. Fiskurinn hefur lítið komið upp að landinu og hefur þurft að sækja hann í Rósagarðinn og inn í fær- eysku lögsöguna. Síðastliðið vor veiddust þar nokkur þúsund tonn. Síðla hausts dreifir stofninn sér og gengur allt suður á Biscayaflóa. Stofninn er sagður vera í hámarki núna og uppistaðan er stór árgang- ur frá 1995. „Við megum veiða hann í fær- eysku lögsögunni á vorin. Kolmunn- inn gengur norður með vestur- strönd Irlands til Islands eftir hrygningu. En við höfum ávallt ver- ið að hefja veiðar á norsk-íslensku sfldinni þegar kolmunninn hefur gengið inn í færeysku lögsöguna. Hann hefur því ekki verið á þeim tíma sem hefur hentað," segir Frey- steinn. 10 þúsund tonn veiddust í fyrra I fyrra veiddu Islendingar um 10 þúsund tonn og var megninu landað í Neskaupstað. Allur aflinn hefur farið til bræðslu. „Eg reikna nú síður með að þetta verði mildð skoðað fyrr en um miðj- an ágúst þegar loðnuveiðamar stöðvast. Það er engin spuming að það fara allir á þessar veiðar sem hafa útbúnað til þess. Kolmúnninn er veiddur í flotvörpu svo það era að- eins stærstu og öflugustu skipin sem geta stundað veiðarnar," segir Frey- steinn. Hann segir að líklega sé ekki um nema tíu til tólf íslensk skip að ræða sem geta stundað kolmunna- veiðamar fyrir utan togaraflotann. Freysteinn segir að það fáist gott mjöl úr kolmunna. „Lýsisverðið er í sögulegu hámarki og mjöl er í mjög góðu verði líka. Eins dauði er annars brauð má segja því léleg veiði hefur verið við Suður-Ameríku mjög lengi. Verðið á lýsistonninu er líklega í 750-800 dolluram núna en í fyn-a var það um 100 dolluram lægra.“ Morgunblaðið/Kristinn SKORAÐ var á Steingrím J. að ganga til liðs við Alþýðubandalagið á ný. Steingrímur J. Sigfússon á fundi Alþýðubandalagsfélagsins í Reykjavík Tómarúmið verður fyllt STEINGRÍMUR J. Sigfússon al- þingismaður sagði á fjölmennum fundi Aiþýðubandalagsfélagsins í Reykjavík í gærkvöldi að ef til yrði sameiginlegt framboð sem yrði fól- bleikt og hefði jákvæð viðhorf til Evrópusambandsins myndi skapast tómarúm sem yrði fyllt með stofnun nýs flokks. Skorað var á Steingrím á fundinum að ganga til liðs við flokk- inn á nýjan leik og stuðla að því að hið sameiginlega framboð yrði rót- tækt og vinstrisinnað. „Verði til, eins og sumir binda vonir við, vinstrisinnaður og róttæk- ur flokkur á grunni hins sameigin- lega framboðs og lítill sem enginn munur verði á stefnu þess flokks og þeim gildum sem Alþýðubandalagið hefur staðið fyrir, ekki bai-a í orði heldur einnig í reynd, þá er ekki lík- legt að afl til vinstri við það verði sterkt eða langlíft. En verði til krat- ískur, fólbleikur, Evrópusambands- jákvæður flokkur, umfram það sem andstæðingar Evrópusambandsins gætu þolað, þannig að langt bil verði þaðan og yfir til þess sem Alþýðu- bandalagið hefur staðið fyrir þá verður það tómarúm fyllt,“ sagði Steingrímur í lok fundarins. Svavar Gestsson, formaður þing- flokks Alþýðubandalagsins, sagðist hafa ákveðið að sjá til hvernig mál þróuðust og hvað kæmi út úr mál- efnavinnunni. Á endanum yrði hann eins og aðrir að taka afstöðu til sam- eiginlegs framboðs og þess málefna- samnings sem lægi til grandvallar því. Sá samningur yrði að liggja fyrir í síðasta lagi í september áður en þing kæmi saman. Ármann Jakobsson og Jóhann Geirdal, varaformaður flokksins, skoraðu á þá sem vildu skapa hér róttækt vinstra afl að taka þátt í þeirri vinnu sem framundan væri og tryggja að hið nýja stjórnmálaafl yrði róttækt og vinstrisinnað. Félögin verði sameinuð Helgi Hjörvar, borgarfulltrúi og formaður Birtingar-Framsýnar, óskaði eftir því á fundinum að teknar yrðu upp viðræður milli Alþýðu- bandalagsfélagsins í Reykjavík og Birtingar-Framsýnar um samein- ingu. Kolbeinn Öttarsson, formaður ABR, fagnaði því en minnti jafn- framt á að hann hefði sjálfur áður lagt fram slíka tillögu. Veiðimönnum reynist erfítt að fá ánamaðka vegna þurrka Maðkar milli landshluta ÞURRKATÍÐIN sunnanlands í sumar hefur m.a. haft það f för með sér að erfitt hefur verið fyrir veiði- memi að ná sér í ánamaðka í veið- ina. Lftið hefur verið til af maðki í veiðivöruverslunum í sumar og þessa dagana eru engir ánamaðkar til sölu í þeim verslunum sem Morg- unblaðið hafði samband við, Veiði- list og Veiðimanninn. I verslununum hefur verð á ána- möðkum ekki verið hækkað en margir þeirra sem tína ánamaðka og selja sjálfir hafa hækkað verðið allt upp í 80 krónur á maðk sem vanalega kostar milli 20 og 30 krónur. Veiðimenn hafa í sumar leitað eftir maðki úr öðrum lands- hlutum og ánamaðkar hafa verið sendir í þónokkrum mæli frá Akur- eyri. Róbert Rósmann hjá Veiðilist hefiir tínt ánamaðka síðastliðin sex ár. Róbert segir aldrei hafa verið eins erfitt að ná í maðk og nú í sumar. „Jörðin er orðin svo þurr að ánamaðkurinn er kominn rúmlega 3 metra niður í jörðina og hefur ekki orku í að koma sér upp um þurr göngin. Jafnvel f dimmum görðum sem yfírleitt er hægt að tína í að næturlagi fæst enginn maðkur. Smáskúrir hafa ekkert að segja, það hreyfir ekkert við hon- um. Það þarf töluverða bleytu til að koma honum upp núna. Til að koma honum upp þarf að vökva vel og lengi og bíða svo eftir honum,“ segir Róbert og bætir við að hann hafi orðið töluverðar áhyggjur af jarðveginum og telur að fólk ætti að huga að því að vökva garða sína vel. „Anamaðkamir koma upp til að losa úrgang og ná sér í fæði og ljölga sér í þeim ferðum. Núna hef- ur hann Iítið fjölgað sér og það er mjög slæmt fyrir jarðveginn ef ójafnvægi kemst á ánamaðkana, þeir era svo mikilvægir fyrir jörð- ina, undirstaða moldarinnar.“ Starfsmenn byggingai-vörudeild- ar KEA hafa sent fjölda veiði- manna á Suðurlandinu ánamaðka. Starfsmaður sagði suma fá vini og kunningja til að koma við og taka maðkana, stærsta sendingin hafi verið með 600 ánamöðkum. ÞAÐ var glaðbeittur hópur sem var samankominn í miðbæ Isafjarðar í bh'ð- viðrinu í gær. Þarna var á ferð göngu- hópurinn „Uden fit“ sem var að leggja í gönguferð um Hornstrandir. Meðal föngugarpa mátti þckkja þá Halldór sgrímsson utanríkisráðherra og Finn Ingólfsson iðnaðar- og viðskiptaráð- herra, en þar voru þeir ásamt eigin- konum og vinafólki. Þetta er í þriðja sinn sem þessi hópur fer saman til að njóta íslenskrar náttúru en áður hafði hann gengið um Lónsöræfi og frá Skjálfandafióa yfir til Eyjafjarðar. Ferð hópsins mun taka þrjá daga en alls eru þátttakendur 22 talsins. Göngumenn vora vel búnir og sérstaka athygli vakti höfuðbúnaður iðnaðar- ráðherrans sem var með sólarknúna viftu í húfuderinu. Morgunblaðið/Arnaldur „Uden fit“ leggur í’ann 8SÍÐUR 4SÍRUR 4 SÍDUR ►Staðan á kvótamarkaði og stofnfundur íslandssfldar hf. er m.a. til umfjöllunar í Verinu í dag svo og mögu- legur ávinningur íslendinga af túnfiskveiðum og til- raunaeldi með hefðbundnar og óhefðbundnar fiskteg- undir í Grindavík. O’Brien hjó : Ullrich I ) 23 mörk I nærri heims- • gulu skyrt- • kvenna- meti sínu : una á ný : boitanum C4~ : C4 I C2 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbi.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.