Morgunblaðið - 22.07.1998, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 1998 35
I
I
i
]
j
i
;
i
i
.]
i
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Sigurður
FRAMKVÆMDUM á brúnni fer senn að ljúka.
Brúin yfír Gígjukvísl
að verða tilbúin
Hnappavöllum. Morgunblaðið.
FRAMKVÆMDUM við nýju brúna
yfir Gígjukvísl er nú um það bil að
ljúka.
Alls fóru tæpir 5.000 rúmmetrar
af steypu í brána og tæp 2.000 tonn
af sementi, á því sést hversu gríðar-
mikið mannvirki þessi brú er. Síðast
var steypt 14. júlí sl.
Nú eru starfsmenn Armannsfells
að setja upp handrið og ljúka öðrum
frágangi, svo hægt verði að hleypa
umferð yfir áður en langt um líður.
Kjörganga
Hafnargönguhópsins
HAFNAGÖNGUHÓPURINN hef-
ur nokkrum sinnum verið með
göngur með svonefndu kjörgöngu-
fyrirkomulagi. Þá er ráðgert að
ganga ákveðna vegalengd fram og
til baka. Þátttakendur ganga með
sínum hraða og snúa við eftir ákveð-
inn tíma og fara yfir á leiðina til
baka. Þannig hittast allir undir lok
göngunnar. Fararstjórar verða með
hópnum.
I kvöld, miðvikudagskvöld, stend-
ur Hafnagönguhópurinn fyrir kjör-
göngu frá Hafnarhúsinu að austan-
verðu kl. 20 og gengur í áttina suð-
ur í Skerjaförð í klukkutíma og síð-
an til baka. Gengið verður upp
Grófina, með Tjöminni, um Hljóm-
skálagarðinn, háskólahverfið og
austur með strönd Skerjafjarðar.
Til baka um Grímsstaðaholt, mel-
ana vestan við Þjóðarbókhlöðuna,
um Sólvelli upp á Landakotstún og
Ægisgötuna niður að höfn að
Hafnahúsinu. Göngunni lýkur þar
með því að litið verður inn í tjaldið á
Miðbakkanum og skoðaðar hug-
myndir sem bárust í samkeppni
sjávarátvegsráðuneytisins um
veggspjald með textanum: Hafið -
líf á okkar ábyrgð. Einnig verður
hægt að spreyta sig á að þekkja
helstu nytjastofnfiska okkar eftir
stuttri lýsingu og taka þátt í get-
raun í því sambandi og verða bókar-
verðlaun eru í boði.
Morgunblaðið/Silli
KLEINUDÓMNEFNDIN á Mærudögum að störfum.
Sumargleði í
haustveðráttu
Húsavík. Morgunblaðið.
MÆRUDAGA nefna Húsvíkingar
bryggjuhátíð, fjölskylduhátíð
sína sem er árviss viðburður og
haldin var í síðustu viku. Var hún
vel sótt þótt veðrið hafí frekar
verið haustlegt en sumarlegt.
Hátíðin stóð í fimm daga og
fór að mestu fram í stóru tjaldi,
sem reist var á hafnaruppfylling-
unni, enda var vart úti verandi
fyrir kulda og oft rigningu.
Margt var sér til skemmtunar
gert. Fyrsta daginn buðu veit-
ingastaðirnir upp á ýmsar uppá-
komur og um kvöldið var slegið í
spil í stóra tjaldinu, en utan þess
geita-, hrúta- og gæludýrasýn-
ing, sem börnin höfðu gainan af.
Þriðji dagurinn var helgaður
menningunni. Sýndur var leik-
þáttur, hagyrðingar skemmtu,
ljóðalestur, gamanmál, lifandi
tónlist og fjöldasöngur. Laugar-
dagurinn var fjölskyldudagur,
sandkastalakeppni, dorgveiði,
kassabflarall, götuleikhús vinnu-
skólans sýndi og bryggjuball var
um kvöldið, þótt veðrið hafi ekki
verið hægstætt.
Hátíðinni lauk svo á sunnudag
með sögugöngu um „fyrir ofan
og neðan Beinabakka“, undir
leiðsögn Sigurjóns Jóhannesson-
ar, fyrrv. skólastjóra, þar sem
menn fræddust um sögu Húsa-
víkur.
Spákonan Sigui-veig Buch var
á staðnum alla dagana og spáði
ýmsu fyrir mönnum, en gaf ekki
út neina betri veðurspá.
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi yfirlýsing frá Margréti
Hallgn'msdóttir borgarminjaverði:
„Vegna fréttar Stöðvar 2 um
styrkveitingar úr Húsverndarsjóði
Reykjavíkur til húsfélags Sigtúns
23 er rétt að koma með eftirfarandi
yfirlýsingu.
Undimtuð, Margrét Hallgnms-
dóttir borgarminjavörður, er eig-
andi einnar af fjórum íbúðum húss-
ins að Sigtúni 23. Húsið fékk
300.000 styrk til viðgerðar á steypt-
um þakkanti, sem skiptist milli
hinna þriggja eigenda hússins, en
áætlaður kostnaður vegna viðgerð-
arinnar er vel á aðra milljón. Und-
irrituð fær hins vegar engan styrk
úr sjóðnum og stóð aldrei annað til
en að undirrituð greiddi alfarið sinn
hluta af kostnaði viðgerðarinnar
(30%). Einnig er rétt að það komi
fram að undirrituð kom ekki ná-
lægt vinnu umhverfismálaráðs við
úthlutun styrkjanna.
Sigtún 23 er múrhúðað í funkis-
Fjölbreytt göngu-
dagskrá í Skaftafelli
í ÞJÓÐGARÐINUM í Skaftafelli
er boðið upp á eftirfarandi göngu-
dagskrá næstu daga:
I dag, miðvikudag, verður farið í
skoðunarferð með landverði frá
Þjónustumiðstöð upp Gömlutún
með giljum að Svartafossi og þaðan
í Sehð og til baka í Þjónustumið-
stöðina. Farið er um fagurt um-
hverfi og rakin saga búskapar og
þjóðgarðs í Skaftafelli. Ferðin tek-
ur 2>/2 klst.
Fimmtudaginn 23. júlí verður
farið í skoðunarferð með landverði
frá Þjónustumiðstöð upp Gömlutún
með giljum að Svartafossi og þaðan
í Selið og til baka í Þjónustumið-
stöðina.
Farið er um fagurt umhverfi og
rakin saga búskapar og þjóðgarðs í
Skaftafelli. Ferðin hefst við land-
líkanið í porti Þjónustumiðstöðvar-
innar og tekur 3 klst.
Föstudaginn verður farið í skoð-
unarferð með landverði frá Þjón-
ustumiðstöð upp með Eystragili yf-
ir Austurheiði út á Sjónamípu og
þaðan niður Austurbrekkur í Þjón-
ustumiðstöðina. Útsýni er fagurt
til fjalla og jökla á þessari leið og
sérstaklega af Sjónarnípu. Rakin
verður þróun jöklanna, saga eld-
gosa og hamfara sem mótað hafa
land á þessu svæði.
Ferðin tekur 3 klst. Heppilegt er
að hafa með sér skjólflík til að taka
úr sér hroll þegar staðið er á Sjón-
arnípu yfir Skaftafellsjökli.
Laugardaginn 25. júli verður
farið í gönguferð með landverði í
Bæjarstað. Gengið verður yfir
Vesturheiði inn í Morsárdal og áð í
Réttargili við Bæjarstaðarskóg.
I Bæjarstað var búið fram á St-
urlungaöld og Bæjarstaðarskógur
er hávaxnasti birkiskógur landsins.
Þar verður snætt nesti og rætt um
þjóðgarðinn, náttúrufar og sögu
Skaftafells. Ferðin tekur 7 klst.
Heppilegt er að vera í göngu-
skóm og hafa með sér nesti og flík-
ur til skiptanna til að aðlaga sig
hitastigi.
í áningarstað í Réttargili ræðst
hvort kostur er að ganga að heitu
lækjunum og útfalli Skeiðarár.
Skoðunarferð
með landverði
Sunnudaginn 26. júlí verður far-
ið í skoðunarferð með landverði frá
Þjónustumiðstöð að Skafta-
fellsjökli. Gengin verður svokölluð
Auraslóð og rætt um plöntur, gróð-
urfar, dýralíf og landmótun á leið-
inni. Fyrir hundrað árum var
stærstur hluti þessa svæðis undir
jökli. Ferðin tekur 2 klst. Heppi-
legt er að hafa hlýja fllk til að
bregða yfir sig á meðan jökullinn
er skoðaður.
Mánudaginn 27. júlí verður
skoðunarferð með landverði frá
Þjónustumiðstöð að Gömlutúnum,
upp með Eystragili og Vestragili
að Svartafossi.
Niður með Vestragili í Lamb-
haga og til baka 1 Þjónustumiðstöð.
Þessi gróðursælu gil með blóm-
skráði sínu, fuglafjöld, fjölbreyti-
legum fossum og einstöku útsýni
mótuðu líf og örlög ábúenda og á
sumrin eru gilin mest áberandi
þáttur þeirra hrífandi andstæðna
sem upprunalega vöktu hugmyndir
um Þjóðgarð í Skaftafelli.
Ferðin tekur 214 klst.
Þriðjudaginn 28. júlí verður
skoðunarferð með landverði frá
Þjónustumiðstöð að Gömlutúnum,
upp með Eystragili að Heygötu-
fossi og síðan að Magnúsarfossi í
Vestragili. Þaðan verður haldið
niður með Vestragili í Lambhaga
og til baka í Þjónustumiðstöð. Þeir
þátttakendur sem vilja geta skilið
við hópinn við Magnúsarfoss og
farið í Sögustund til Þjóð-
garðsvarðar í Selið. Ferðin tekur 2
klst.
Ferðirnar eru allar auðveldar og
verður farið hægt yfir. Þær hefjast
allar í porti Þjónustumiðstöðvar-
innar, við landlíkanið kl. 10 árdegis
og er yfirleitt ekki ástæða til að
taka með sér sérstakan klæðnað.
LEIÐRÉTT
Hluti orðs féll niður
JÓHANN J. Ólafsson ritaði grein í
Morgunblaðið laugardaginn 18. júlí
sl., Vaxandi samkeppni erlendis frá.
Hluti orðs féll niður úr greininni, en
samkvæmt handriti höfundar átti
setningin að vera svohljóðandi: „Er
ekki eitthvað bogið við þjóðmálaum-
ræðu, þar sem allt ætlar um kpll að
keyra vegna öfundar ef einhverjir
græða, en lætur sér fátt um finnast
ef margfalt hærri upphæð tapast,
en þær sem hugsanlega græðast.“
Eftirnafn misritaðist
í BLAÐINU í gær misritaðist eftir-
nafn systranna Steinunnar og Mar-
íu, sem söfnuðu fyrir Rauða kross
íslands. Þær eru dætur Helgu Ra-
kelar. Beðist er veivirðingar á mis-
tökunum.
Orlofsbyggð í gömlu Súðavík
í FRÉTT í blaðinu í gær, varðandi
orlofsbyggð í gömlu Súðavík, var
ekki rétt farið með þann tíma sem
bannað er að dvelja í húsunum. Það
er frá 1. nóvember tii 30. apríl. Það
er þó heimilt að herða eða rýmka
þau ákvæði, en um það þarf að
sækja til sýslumanns, Alammavarn-
arnefndar og Veðurstofu Islands,
og þurfa þau að vera því samþykk.
Beðist er velvirðingar á þessum
mistökum.
Yfírlýsing frá
borgarminj averði
stfl, byggt árið 1946 og teiknað af
Hafliða Jóhannssyni arkitekti. Sá
teiknaði einmitt fjölda húsa á þess-
um tíma í Teigahverfi, Hlíðum og
Norðurmýri. Sigtún 23 er með
steyptum þakrennum eins og mörg
húsa frá þessu tímabili. Viðgerðir á
slíkum þakköntum era mjög kostn-
aðarsamar sérstaklega ef viðgerð
tekur mið af því að húsið haldi sínu
upprunalega útliti. Sem borg-
ai-minjavörður lagði ég áherslu á
það við nágranna mína að þannig
yrði staðið að verki við viðgerðina.
Þar sem það hefði í för með sér
meiri kostnað fyrir eigendur húss-
ins benti ég nágrönnum á þann
möguleika að sækja um styrk úr
húsverndarsjóði Reykjavíkur enda
væri húsið hluti af götumynd sem
bæri að varðveita. Steyptir þakk-
antar einkenna mörg húsa Teiga-
hverfis auk múrhúðar. Hefur nokk-
uð borið á því að gert sé við múrhúð
og þök á rangan hátt í þessum
hverfum. Teigahverfi eins og Hlíð-
arnar og Norðurmýri eru með
fyrstu skipulögðu hverfunum í
Reykjavík þar sem ákveðin heildar-
mynd er til staðar sem þarf að
varðveita. Til þess að það verði
hægt þarf að gera við þakkanta og
múrhúð á réttan hátt í samræmi við
uppmnalegt útlit húsanna.
Eg harma það að styrkveiting til
húsfélagsins að Sigtúni 23 skyldi
KIRKJUSTARF
Fríkirkjan í Reykjavík.
Safnaðarferð
Fríkirkjunnar
SAFNAÐARFERÐ Fríkirkjunnar
í Reykjavík verður farin sunnudag-
inn 26. júlí. Farið verður frá Frí-
kirkjunni kl. 9. Ekið verður austur
fyrir Fjall og tekið þátt í guðsþjón-
ustu í Oddakirkju á Rangárvöllum
kl. 11. I lok guðsþjónustu mun
staðai'prestur, sr. Sigurður Jóns-
son, greina frá sögu staðarins.
Farið verður að Gunnarsholti og
starfsemi Landgræðslunnar skoð-
uð. í eftirmiðdaginn verður farið
um lágsveitir Amessýslu og komið
við á Stokkseyri þar sem snæddur
verður kvöldverður og kirkjan
skoðuð í fylgd sr. Úlfars Guð-
mundssonar prófasts.
Þátttaka og nánari upplýsingar í
símum 552 7270, 551 8208, 562 7020
eða 552 2872.
Dómkirkjan. Hádegisbænir kl.
12.10. Orgelleikur á undan. Léttur
málsverður á kirkjuloftinu á eftir.
Háteigskirkja. Kvöldbænir og fyr-
irbænir kl. 18.
Neskirkja. Bænamessa fellur niður
í dag.
Seltjarnarneskirkja. Kyn'ðar-
stund kl. 12. Söngur, altarisganga,
fyrirbænir. Léttur hádegisverður í
safnaðarheimilinu.
Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund kl.
12.10. Tónlist, altarisganga, fyrir-
bænir. Léttur málsverður í safnað-
arheimilinu á eftir
Fella- og Hólakirkja. Helgistund í
Gerðubergi á fimmtudögum kl.
10.30.
Seljakirkja. Fyrirbænir og íhugun
kl. 18. Beðið fyrir sjúkum, allir vel-
komnir. Tekið á móti fyrirbænar-
efnum í kirkjunni og í síma
567 0110.
Vídalínskirkja. Foreldramorgunn
kl. 10-12.
Kletturinn, kristið samfélag.
Bænastund kl. 20. Allir velkomnir.
Hvítasunnukirkjan Ffladelfía. Kl.
18.30 er fjölskyldusamvera sem
hefst með léttu borðhaldi á vægu
verði. Kl. 19.30 er fræðsla og bæn.
Allir velkomnir.
verða til þess að beina sjónum frá
aðalatriði málsins, sem er hið mikil-
væga framtak Reykjavíkurborgar
til varðveislu á byggingasögulegum
húsum í Reykjavík. Styrkir úr Hús-
verndarsjóði Reykjavíkur eru nú
veittir annað árið í röð og fá nú 48
hús styrk úr sjóðnum, sem nemur
15 milljónum króna. Skilyrði íyrir
styrkveitingu era þau að viðgerðir
séu í samræmi við sjónarmið minja-
vörslunnar. Lögð er áhersla á um
viðgerðir utanhúss sé að ræða
þannig að styrkveitingin hafi já-
kvæð áhrif úr frá umhverfislegu
sjónarmiði ekki síður en minja-
verndar. Syrkveitingar úr Hús-
verndarsjóði Reykjavíkur eru því
til þess fallnar fegi-a umhverfi
Reykjavíkur og stuðla að varðveislu
byggingararfs Reykjavíkur eigend-
um húsa og borgarbúum öllum til
ánægju.
Margrét Hallgrímsdóttir
borgarminjavörður.