Morgunblaðið - 22.07.1998, Side 16
16 MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Alþjóðagjaldeyriss j dðurinn samþykkir lán til handa Rússum
Kírijenkó telur lánveiting'-
una sigur fyrir stjórnina
Moskvu. Reuters.
SERGEJ Kíríjenkó forsætisráð-
herra Rússlands sagði í gær að lán-
veiting Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
(IMF) væri sigur fyiir ríkisstjórn
Rússlands, en henni mistókst í síð-
ustu viku að fá samþykki rússneska
þingsins fyrir öllum þáttum efna-
hagsáætlunar sem lögð var fram til
þess að afstýra efnahagshruni í
landinu.
Neitunarvaldi beitt
Stjórn IMF samþykkti 11,2 millj-
arða dala neyðarlán til handa Rúss-
um á mánudag og brýndi um leið
Boris Jeltsín forseta til að grípa
strax til viðeigandi umbótaaðgerða
í rússnesku efnahagslífi.
Stjórn IMF samþykkti lánveit-
inguna þegar ljóst var að efnahags-
áætlun ríkisstjórnarinnar yrði hrint
í framkvæmd þrátt fyrir andstöðu
þingsins. Stjórnin hefur gripið til
annarra ráðstafana og m.a. tilkynnt
að nýr virðisaukaskattur verði tek-
inn upp 1. ágúst nk. Jeltsín forseti
beitti líka neitunarvaldi til þess að
hindra lækkun skatta, auk þess að
leggja á nýja landeignarskatta.
„Petta er algjör sigur stjórnar-
innar,“ sagði Kíríjenko. „Tekist
hefur að stoppa í gatið sem mynd-
aðist þegar þingið samþykkti ekki
allar tillögur okkar.“
Utborgun lægri
en búist var við
Ríkisstjórn Rússlands voru
greiddir 4,8 milljarðar dala strax
sem er 800 milljónum dala minna
en búist hafði verið við. Ástæða
þessa er sögð óánægja IMF með
seinagang yfirvalda við að hrinda
nauðsynlegum efnahagsaðgerðum í
framkv'æmd. Afgangur lánsins
verður greiddur út síðar á þessu ári
að því tilskildu að Rússar uppfylli
skilyrði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
um endurbætur í efnahagsmálum.
Ríkisstjórn Rússlands hefur
samið við IMF um lán að andvirði
22,4 milljarða dala gegn því að
gripið verði til aðgerða til þess að
bjarga efnahag landsins. Talsmað-
ur forseta Bandaríkjanna lýsti í
gær ánægju forsetans með þau
skref sem stjórn Rússlands hefði
nú tekið til þess að tryggja jafn-
vægi og endurbætur í rússnesku
efnahagslífi.
Kanna
brunann í
Ecstasy
Miami. Reuters.
BANDARÍSKIR rannsókna-
menn hófu í gær að kanna hvað
olli brunanum, sem varð um
borð í skemmtiferðaskipinu
Ecstasy rétt eftir að það lagði
úr höfn á Miami.
Eldurinn kom upp í skutnum
og fengu 60 manns reykeitrun
og varð að leggja 10 inn á
sjúkrahús vegna þess. Kom
eldurinn upp í þvottaherbergi
og það var áhöfn skips, sem
sigldi framhjá Ecstasy, sem
varð fyrst til að tilkynna
strandgæslunni um hann.
Að sögn Þóris Gröndal, ræð-
ismanns íslands á Miami, er
ekki vitað til, að neinn Islend-
ingur hafi verið um borð í
Ecstasy.
Brundtland
boðar
breytingar
Genf. Reuters.
GRO Harlem Brundtland, fyrrver-
andi forsætisráðherra Noregs, tók í
gær formlega við starfi framkvæmda-
stjóra Alþjóðaheil-
brigðisstofnunar-
innar (WHO) og
boðaði róttækar
breytingar á starfi
og yfirbragði stofn-
unaiinnar.
Sagðist Brundt-
land ætla að reyna
að gera starf WHO
beinskeyttara og
„viðskiptavænna"
og sagðist viija styrkja stoðir WHO við
lyijaiðnaðinn. Til að styðja við bak
Brundlandts í viðleitni hennar lofaði
Rockefeller-sjóðurinn bandaríski við
þetta tækifæri styrk upp á tvær og
hálfa milljón Bandaríkjadala þannig
að laða megi sérfrótt fólk til sam-
starfs við WHO.
Starfsfólk WHO tók ávarpi
Brundtland vel og telja margir hana
búna þeim kostum sem þurfi til að
reisa hag WHO við en stofnunin er
talin dæmigerð fyrir hnignandi trú
manna á starfi samtaka er tengjast
Sameinuðu þjóðunum. Er vonast til
að hún sanni hið fornkveðna að nýir
vendir sópi best.
-----+-«-«.--
Angóla
Tugþúsundir
á flótta und-
an átökum
Caxito. Reuters.
BARDAGAR hafa brotist út á ný á
milli Úníta-skæruliða og stjórnar-
hersins í Angóla. Matvælahjálp Sa-
meinuðu þjóðanna hefur skráð 70
þúsund manns á flótta undan átök-
um það sem af er júlímánuði. Forseti
Angóla, Jose Eduardo dos Santos,
segir skæruliða hafa ráðist á rúm-
lega sjötíu bæi og þorp og myrt
meira en 200 manns.
Óttast er að borgarastyrjöld kunni
að brjótast út á ný en fjögur ár eru
síðan friðarsamningar náðust á milli
hinna stríðandi fylkinga í landinu,
Úníta og MPLA.
Almenningur til sveita flýr nú til
byggða undan árásum " skæruliða,
sem fara með ránshendi um og skilja
þorp eftir í ljósum logum. Margir
þeirra sem nú eru á flótta hafa áður
þurft að flýja heimkynni sín, alls-
lausir, undan árásum sem þessum,
sumir fjórum eða fimm sinnum.
Skæruliðar Úníta hafa á liðnum
mánuðum reynst tregir til þess að
afhenda vopn og landsvæði, sem
þeim var gert að láta af hendi sam-
kvæmt samningunum. Fráfall aðal-
samningamanns Sameinuðu þjóð-
anna, sem fórst í flugslysi í lok júní,
er einnig talið hafa haft slæm áhrif á
ástandið í landinu.
Frammámenn
veðja á Schröder
GERHARD Schröder, kanzlara-
efni þýzka Jafnaðarmanna-
flokksins (SPD), er hér að spjalli
við Renate Schmidt, sem fer
fyrir flokknum í Bæjaralandi, á
kosningafundi í Niirnberg í
gær. Fundurinn markaði upp-
haf formlegrar kosningaher-
ferðar SPD fyrir kosningarnar
til þings Bæjaralands, sem fram
fara tveimur vikum fyrir Sam-
bandsþingkosningarnar í haust.
Skoðanakannanir benda enn
til þess að SPD vinni sigur í
Sambandsþingkosningunum, og
í nýrri könnun hinnar virtu Al-
lensbach-stofnunar á skoðunum
frammámanna úr sijórnmálum
og efnahagslífi Þýzkalands
kemur fram, að yfirgnæfandi
meirihluti þeirra þykist sann-
færður um kosningasigur SPD
yfír Kristilegum demókrötum
(CDU), flokki Helmuts Kohls
kanzlara. 70 hinna aðspurðu
töldu að Schröder muni ýta
Kohl úr kanzlarastólnum eftir
kosningarnar 27. september. En
flestir töldu ennfremur, að jafn-
miklar líkur væru á því að eftir
kosningarnar verði mynduð
samsteypustjórn SPD og græn-
ingja eins og að niðurstaðan
verði „stórsamsteypa“, þ.e. sam-
starf beggja stóru flokkanna,
SPD og CDU.
Reuters
Norðmenn íhug-
uðu Samveldisaðild
Ósló. Morgunblaðið.
MEÐ mikilli leynd velti norska rík-
isstjómin því fyrir sér árið 1953 að
koma Noregi inn í brezka Samveld-
ið. Það, sem mun hafa stöðvað
áformin, samkvæmt heimildum
Aftenposten, var að Bretar töldu
tvær konungsfjölskyldur ekki rúm-
ast innan Samveldisins.
Þetta kom á daginn er sagnfræð-
ingarnir Helge 0. Pharo og Knut
Einar Eriksen stunduðu rannsóknir
í skjalasöfnum, í tengslum við smíði
bókarinnar „Kalt stríð og alþjóða-
væðing“, sem birtist í ritröð um
sögu norskrar utanríkisstefnu.
I einkaskjalasafni Halvards
Langes, sem var utanríkisráðherra
á þessum tíma, fundust athyglis-
verð skjöl, sem sýndu fram á að
hinn innri kjarni norska Verka-
mannaflokksins kannaði með mikilli
leynd þann möguleika að sækja um
aðild að Samveldinu, samtökum
ríkja brezku krúnunnar.
I hinni háleynilegu nefnd, sem
vann að þessu máli, sátu Oscar
Torp, forsætisráðherra, flokksleið-
toginn Einar Gerhardsen, auk utan-
rikisráðherrans Halvards Langes og
viðskiptaráðherrans Eriks Brofoss.
Tenging við sterlingspundið
aðalkeppikeflið
Frá norskum bæjardyrum séð
var hér um tvennt að ræða: að fá
inngöngu í Samveldið eða að
tengjast nánar gjaldmiðilssvæði
sterlingspundsins. Það sem þótti
brýnast var að tengjast pund-
svæðinu, en fengist ekki samið um
nógu hagstæð skilyrði fyrir teng-
ingu við það var álitið að innganga
í Samveldið kæmi til greina, skrif-
ar Helge 0. Pharo.
Að baki þessum hugmyndum
lágu bæði pólitískar og efnahags-
legar ástæður. Stjórnin óttaðist
efnahagslega einangrun, er Mars-
hall-hjálpinni var ekki lengur til að
dreifa, og vonaðist til að nánari
tengsl við Bretland myndi hjálpa
efnahagsþróuninni í Noregi eftir
stríðið, en hugsunin var líka sú að
efla tengslin við Bretland í því
NÚ er ljóst að þrír frambjóðendur
munu berjast um embætti for-
manns stjómarflokksins í Japan,
Frjálslynda lýðræðisflokksins, en
framboðsfrestur rann út í gær.
Dagblaðið Yomiuri Shimbun
taldi sig í gær hafa öruggar heim-
ildir fyrir því að utanríkisráðherr-
ann Keizo Obuchi myndi fara með
sigur af hólmi. Samkvæmt fréttum
blaðsins hefur hann tryggt sér
stuðning um 170 kjósenda, en 207
atkvæði þarf til að hljóta kosningu.
Heilbrigðisráðherrann Junichi
Koizumi mun að sögn njóta stuðn-
ings um 90 kjósenda, en Seiroku
skyni að lágmarka áhrif Þýzka-
lands og meginlands Evrópu á
Noreg.
Að áformunum skyldi hafa verið
haldið svo kyrfilega leyndum kem-
ur sagnfræðingunum ekki á óvart;
að vilja tengjast öðru ríki með svo
nánum hætti tæpri hálfri öld eftir
að Norðmenn slitu sig út úr ríkja-
sambandinu við Svíþjóð hefði, að
mati Pharos, verið talið til helgi-
spjalla í röðum borgaraflokkanna,
sem þá voru í stjórnarandstöðu.
Kajiyama, sem er vinsæll meðal
fjármálamanna, rekur lestina með
60 atkvæði.
Viðskiptablaðið Nihon Keizai
Shimbun taldi einnig að Obuchi
væri sigurstranglegastur, en bæði
blöðin bentu þó á að sigurinn væri
ekki í höfn, þar sem óvíst væri um
afstöðu hátt í hundrað kjósenda.
Stjórnmálaskýrendur fögnuðu
því í gær sem merki um að breyt-
ingar væra að eiga sér stað, að
flokksmenn fengju að velja á milli
þriggja frambjóðenda, þar sem
öldungarnir í flokknum hefðu hing-
að til valið leiðtoga bak við tjöldin.
Lína sem
Lólfta
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
RITHÖFUNDURINN
Astrid Lindgren hyggst ekki
taka því athugasemdalaust að
sögupersóna hennar, Lína
Langsokkur, sé klædd eggj-
andi fötum og mynduð í kyn-
ferðislega ögrandi stellingum
í bandaríska tímaritinu
Interview. Þetta hefur ritari
Lindgren tilkynnt sænskum
fjölmiðlum.
Lindgren varð níræð á síð-
asta ári og kemur orðið sjald-
an fram. Að sögn ritara
hennar tók hún myndirnar
nærri sér og fær ekki skilið
hvers vegna Lína hennar er
ekki látin í friði. Líklegt er
að tímaritinu verð stefnt fyr-
ir uppátækið, ekki aðeins
vegna þess að hin eilíflega
níu ára Lína er þarna sýnd á
óviðeigandi hátt, heldur
einnig af því að nafnið Pippi
Longstocking er skrásettt
vörumerki í Bandaríkjunum.
Það eru því höfundarréttará-
kvæði, sem birtingin brýtur
gegn.
Hugmyndin að uppákomu
tímaritsins hefur sennilega
vaknað þar sem nýlega var
framsýnd í Bandaríkjunum
teiknimynd um „Pippi
longstocking“, en Pippi er
sænskt nafn persónunnar,
sem íslendingar þekkja sem
Línu. Interview var upphaf-
lega stofnað af bandaríska
listamanninum Andy Warhol
og hefur einbeitt sér að efni
og myndum, sem tekið væri
eftir.
Formannsslagur stjórnarflokks Japans
Obuchi þykir sigur-
stranglegastur
Tókýó. Reuters.