Morgunblaðið - 22.07.1998, Side 14
14 MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 1998
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
Samkeppnisráð vegna auglýsingar
Essó á „bestu díselolíunnia
Ekki ástæða til
að vefengja
fullyrðinguna
SAMKEPPNISSTOFNUN hefur
sent frá sér bréf þess efnis að ekki
sé ástæða til að gera athugasemdir
við að Olíufélagið hf. Essó auglýsi
„bestu díselolíuna". Skeljungur
hafði sent stofnuninni kvörtun
vegna þessarar fullyrðingar Olíufé-
lagsins, að það seldi „bestu díselolí-
una“, með þeim rökstuðningi að
enginn algildur mælikvarði væri til
á gæðum díselolíu. Hugsanlega
mætti telja díselolíu Olíufélagsins
besta á mælikvarða brennisteins-
mengunar, en ekki t.d. á mæli-
kvarða vélarslits.
Samkeppnisráð gaf þá Olíufé-
laginu kost á að koma á framfæri
við Samkeppnisstofnun þeim
sönnunum sem auglýsingin byggð-
ist á, enda væri notkun lýsingar-
orða í efsta stigi, svo sem „best“,
óheimil í auglýsingum nema aug-
lýsandi gæti á auðveldan og hlut-
lausan hátt sannað fullyrðingu
sína, samkvæmt 21. gr. sam-
keppnislaga.
Olíufélagið sendi frá sér greinar-
gerð tn sönnunar fullyrðingum sín-
um. Þar kom fram að díselolía sú
sem um ræddi nefndist „Premium
Diesel“, innihéldi svokölluð MFDA
bætiefni og væri sannanlega betri
en sú díselolía sem ekki innihéldi
þau. Eftir að báðum aðilum hafði
gefist færi á að gera athugasemd
sendi Samkeppnisstofnun, sem áð-
ur segir, frá sér bréf þar sem sagði
að ekki væri ástæða til að gera at-
hugasemdir við auglýsingar Olíufé-
lagsins.
Bætiefnið gerir gæfu-
muninn að mati ráðsins
„Miðað við framlögð gögn telur
Samkeppnisstofnun að ekki sé
ástæða til að vefengja að s.k.
„Premium Diesel", sem nefnd er
Gæðadísel í auglýsingum Olíufé-
lagsins, sé betri díselolía en sú sem
ekki inniheldur bætiefni. Því telur
Samkeppnisstofnun að miðað við
íyrirliggjandi upplýsingar sé, að
svo stöddu, ekki ástæða til að gera
athugasemdir við notkun lýsingar-
orðsins best um þá díselolíu með
bætiefnum sem Olíufélagið selur.
Jafnframt vill stofnunin taka fram
að ef fram koma rökstuddar upp-
lýsingar eða gögn sem sýna fram á
að önnur díselolía sé jafngóð eða
betri en díselolía Olíufélagsins hf.
muni málið verða tekið aftur til
meðferðar," segir í bréfi Sam-
keppnisstofnunar.
Reykjavík: Byggt & Búið, Kringlunni. Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi.Kf.Borgfirðinga,
Borgarnesi.Blómsturvellir, Hellissandi. Vestflrðír: Geirseyrarbúðin.Patreksfiröi.Rafverk.Bolungarvfk. w
Straumur.ísafirði. Norðurland: Kf. V-Hún.,Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Hegri, 1
Sauöárkróki. Hljómver, Akureyri.KEA.Dalvík. Kf. Þingeyinga, Húsavík. Austurland: KHB, Egilsstööum. |
Verslunin Vík, Neskaupstað. Kf. Fáskrúösfiröinga, Fáskrúðsfiröi. Kf. Stööfirðimga, Stöövarfirði. t
Suðurland: Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Brimnes.Vestmannaeyjum.
Reykjanes: Stapafell, Keflavík. Rafborg.Grindavík. f
BEKO
BEKO fékk viðurkenningu
í hinu virta breska tímariti
WHAT VIDEO sem bestu
sjónvarpskaupin.
Myndlampi Black Matrix
• 100 stöðva minni
• Allar aögerðir á skjá
• Skart tengi • Fjarstýring
• Aukatengi f. hátalara
• (slenskt textavarp
SÍÐAN 1972
ISLENSKAR
GÆÐA MÚRVÖRUR Á GÓÐU VERÐI
MÚRKLÆÐNING
Viðtöl sendiherra
fá góðar viðtökur
AUKIN áhersla utanríkisráðu-
neytisins á þjónustu og aðstoð við
fyrirtæki og einstaklinga í út-
flutningi hefiir hlotið góðar við-
tökur í atvinnulífinu. Töluverð
ásókn er t.d. í sérstaka viðtals-
tíma sendiherra sem standa yfir í
Reykjavík um þessar mundir að
sögn Ólafs Egilssonar, sendiherra
íslands í Austur-Asíu, Astralíu og
Nýja Sjálandi með aðsetur í Pek-
ing. Meðfylgjandi mynd er tekin í
viðtalstíma hjá Ólafi. Hann er
Iengst til vinstri en síðan koma
Inga Dagfinnsdóttir arkitekt, en
hún hefur sinnt verkefnum í Jap-
an og vann þar til verðlauna í
samkeppni fyrir nokkrum árum,
Sveinn Guðmundsson, Magnús
Guðgeirsson og Tryggvi Þor-
steinsson en þeir komu til að
ræða vöruviðskipti við Kína.
Utanríkisþjónustan hefur í
samstarfi við Utflutningsráð unn-
ið að því að stórauka þjónustu
við íslensk fyrirtæki sem stunda
eða hafa áhuga á að hefja út-
flutning eða starfsemi erlendis.
Ólafur segir að í tengslum við
þetta átak hafi verið ákveðið að
gefa útflyljendum færi á að kom-
ast í beint samband við þá sendi-
herra, sem þekki til á viðkom-
andi mörkuðum, með sérstökum
viðtalstímum. „Þessi viðtöl
efla tengslin og verða vonandi
liður í að styrkja stöðu þeirra
sem hyggjast stunda viðskipti er-
lendis. Flestir hafa verið að
leita eftir ráðleggingum og fyrir-
greiðslu vegna útflutnings á vöru
eða þjónustu eða vegna úrlausn-
ar einstakra vandamála sem
hafa komið upp. Þá eru dæmi
um áhuga á að komast í samband
við erlend fyrirtæki vegna
hugsanlegrar framleiðslusam-
vinnu og svo má áfram telja. Við
leggjum kapp á að leysa úr þess-
um erindum eftir bestu getu
og veita þá ráðgjöf sem við
teljum að best dugi,“ segir Ólaf-
ur.
Auk Ólafs hafa Ingimundur
Sigfússon, sendiherra í Þýska-
landi, Austurrfki, Sviss og Ung-
verjalandi með aðsetur í Bonn,
og Benedikt Ásgeirsson, sendi-
herra í Bretlandi, frlandi,
Hollandi, Grikklandi og Indlandi
með aðsetur í Lundúnum, einnig
veitt viðtöl. Aðrir sendiherrar
munu veita viðtöl eftir því
hvenær þeir verða staddir á
landinu og veitir utanríkisráðu-
neytið frekari upplýsingar.
MS í Reykjavík og Mjólkursamlagið á ísafirði í samstarf?
Vilja koma í veg fyrir
frekari samdrátt
MJÓLKURSAMLAGIÐ á ísafirði
hefur farið þess á leit við Mjólkur-
samsöluna í Reykjavík að athuga
mögulegar forsendur fyrir sam-
starfi fyrirtækjanna, með það fyrir
augum að styrkja rekstrargrund-
völl kúabænda á norðanverðum
Vestfjörðum og tryggja þeim sam-
bærileg kjör og öðrum mjólkur-
framleiðendum í landinu, eftir að
nýr búvörusamningur tekur gildi í
haust.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins áttu ísfirðingar frum-
kvæði að viðræðunum í kjölfar
samþykktar á síðasta aðalfundi
Mjólkursamlagsins um að stefna
að tryggari rekstri í framtíðinni
með samstarfi eða sameiningu við
stærri aðila í greininni.
Vestfirskum kúa-
bændum að fækka
Ljóst er að Mjólkursamlagið,
sem er í eigu bænda, hefur átt í
rekstrarerfiðleikum um alllangt
skeið og vestfirskum kúabændum
hefur fækkað undanfarin ár. í dag
eru framleiddir á svæðinu um 1.300
þúsund lítrar af mjólk á ári sem er
400 þúsund lítrum minna en 1991.
Kunnugir segja að framleiðslan í
dag fullnægi eftirspurninni en hins
vegar megi lítið útaf bera til að
vandræði skapist og grípa þuríi til
þess ráðs að flytja mjólk inn á
svæðið sem gæti reynst erfitt yfir
vetrarmánuðina.
Nýr ' búvörusamningur mun
tryggja bændum ákveðna lág-
marksgreiðslu fyrir hvern fram-
leiddan mjólkurh'tra en síðan verð-
ur einstökum mjólkurbúum í sjálfs-
vald sett hvort og hversu mikið
bændum verður greitt umfram til-
greint lágmarksverð.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins miða aðgerðir Mjólkur-
samlagsins á Isafirði fyrst og
fremst að því að tryggja kúabænd-
um viðunandi verð fyrir afurðina
og koma þannig í veg fyrir frekari
samdrátt í mjólkurframleiðslu á
Vestfjörðum.
LÉTT - STERK - FflLLEG
!l steinprýöi
STANGARHYL 7, SÍMI 567 2777
www.mbl.is
Athugasemd
frá Landsbréfum
SunTrust
kaupir Crestar
New York. Reuters.
SunTrust Banks Inc. hefur sam-
þykkt að kaupa Crestar Financial
Corp. íyrir 9,5 milljarða dollara í
hlutabréfum og þar með verður
komið á fót 10. stærsta banka
Bandaríkjanna sögn fyrirtækj-
anna.
Sun Trust starfar á Flórída, í
Georgíu og Tennessee, en eftir
sameininguna mun hann einnig ná
til Virginíu, Maryland og District
of Columbia.
MORGUNBLAÐINU hefur borizt
eftirfarandi athugasemd frá Lands-
bréfum hf.
„VIÐ hjá Landsbréfum hörmum
það að frétt í Morgunblaðinu 18. júlí
s.l. hafi kallað á persónulegar að-
dróttanir framkvæmdastjóra Kaup-
þings eignastýringar ehf. í garð
sjóðsstjóra hjá Landsbréfum. Að
öðru leyti höfum við ekki áhuga á að
munnhöggvast við samkeppnisaðila
okkar á þessu plani. Svör sjóðs-
stjóra okkar voru m.a. byggð á frétt
sem birtist á fréttavef Morgun-
blaðsins þann 16. júlí. Sú frétt fjall-
aði um það að verðbréfakaup hluta-
bréfasjóðsins Auðlindar hefðu verið
fjármögnuð að töluverðu leyti með
erlendum lánum. Fjárfestingar sem
byggja á lántökum eru að sjálfsögðu
áhættusamari en fjárfestingar sem
innstæða er til fyrir“.
Sigurður Atli Jónsson, forstöðu-
maður eignastýringar Landsbréfa.
>
\
>
í
>
>
>
>
>
>
I
>
>
>
>