Morgunblaðið - 22.07.1998, Side 20
20 MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 1998
MORGUNB LAÐIÐ
LISTIR
HESTAR
r~-
P.Þ.
STARFSSTÚLKUR Heimskringlu, þær Heiðrún Geirsdóttir og Jónína
K. Berg, við nokkrar myndir úr myndröðinni „Snorrasvítan".
Snorrasvíta
í Reykholti
Rcykholt. Morgunblaðið.
í BYRJUN júní sl. var opnuð í
safnaðarsal Reykholtskirkju sýn-
ingin „Snorrasvítan" eftir norska
listamanninn Jarle Rosseland. Var
listamaðurinn viðstaddur opnunina
ásamt norska sendiherranum á Is-
landi. Þessi sýning samanstendur
af 19 dúkristum. Voru myndirnar
gerðar í tengslum við útgáfu á bók
um Snorra Sturluson eftir Ivar
Eskeland. Er þessi sýning á veg-
um Snorrastofu og voru mynd-
verkin gefin til Snorrastofu af
norska fyrirætækinu „Saga Petro-
leum“ í fyrra. Myndröðin sýnir
Snorra við nokkra leiðarsteina í lífi
sínu og tjáir víða skáldlega sýn á
einkenni hins íslenska landslags.
Verður þessi sýning uppi í allt
sumar.
Heimskringla, Snorrastofu í
Reykholti, er nú með sumarstarf
sitt í þriðja sinn. Fyrirtækið hefur
aðsetur á jarðhæð millibyggingar,
sem tengir hina nýju Reyholts-
kirkju og Snorrastofu og er hlut-
verk Heimskringlu að veita fræðslu
og þjónustu þeim gestum, sem
sækja Reykholt heim. Eins og fyrr
Sýning
framlengd
ÁKVEÐIÐ hefur verið að fram-
lengja sumarsýningu Listasafns
Kópavogs til og með sunnudagsins
2. ágústs. Hún ber heitið Fimmt og
eru sýnendur fimm, þær Anna Guð-
jónsdóttir, Bryndís Snæbjömsdótt-
ir, Ragna Róbertsdóttir, Ragnheið-
ur Hrafnkelsdóttir og Sólveig Aðal-
steindsóttir.
Verkin á sýningunni eru úr ýms-
um efnum og unnin með margvís-
legum aðferðum, en landslag og
nánasta umhverfi er meginviðfangs-
efni þeirra.
Safnið er opið alla daga nema
mánudaga frá kl. 12-18.
er Snorri Sturluson í öndvegi, verk
hans, líf og arfleifð. Er gerleg að fá
bækling um Snorra á 6 tungumál-
um, auk þess að setjast niður og
glugga í bækur, sem fjalla um
Snorra.
Einnig hefur Snorrastofa gefið út
myndlykil, sem er leiðarvísir með
sýningunni „Reykholt - Sagan“, þar
sem stiklað er á stóru í íslenzkri
sögu - allt frá landnámi til sjálf-
stæðisbaráttu.
Menningarviðburður á
Vesturlandi
Reykholtshátíð er tónlistarhátíð
sem haldin er síðustu helgi júlímán-
aðar ár hvert í tengslum við Kirkju-
daginn, vígsluhátíð Reykholts-
kirkju. Að þessu sinni er hátíðin 24.
til 26. júlí nk. og verða tónleikarnir
haldnir í Reykholtskirkju. Er það
Heimskringla sem stendur að þess-
ari hátíð, en listrænn stjórnandi
hennar er Steinunn Birna Ragnars-
dóttir píanóleikari. Verður frum-
flutt verk eftir Hjálmar H. Ragn-
arsson, sem hann tileinkar hátíð-
inni. Sérstakir gestir hátíðarinnar
verða sópransöngkonan Nina Pa-
vlovski frá konunglega leikhúsinu í
Kaupmannahöfn, Ristó Lauriala,
píanóleikari frá Finnlandi, og fiðlu-
leikari frá Litháen. Einnig kemur
fram Zilia píanókvartettinn, skipað-
ur þeim Steinunni Birnu, Auði Haf-
steinsdóttur, Guðmundi Krist-
mundssyni og Bryndísi H. Gylfa-
dóttur. Þá mun Gréta Guðnadóttir
fiðluleikari koma fram á hátíðinni.
Sem dæmi um samstarf á milli
Heimskringlu og Hótels Reykholts,
sem bæði þjónusta ferðamenn, þá
má nefna, að danskur lýðháskóla-
kór gistir á hótelinu í Reykholti og
syngur að kvöldi 22. júlí í Reyk-
holtskirkju. Er Heimskringla opin
alla daga í sumar frá kl. 10-18 svo
og eftir samkomulagi, þegar kemur
fram á haustið.
Forstöðumaður Heimskringlu,
Reykholti, er Dagný Emilsdóttir.
Hádegistónleikar
í Hallgrímskirkju
í HALLGRÍMSKIRKJU er leikið á
orgelið í hádeginu á fimmtudögum
og laugardögum í júlí og ágúst.
Þessir hádegistónleikar, sem hefj-
ast kl. 12, eru haldnir í tengslum við
tónléikaröðina Sumarkvöld við org-
elið sem haldin er í sjötta sinn í
sumar og er aðgangur ókeypis.
Fimmtudaginn 23. júlí leikur
Hilmar Öm Agnarsson,
dómorganisti í Skálholti, og með
honum leikur Jóhann Stefánsson
trompetleikari. Á efnisskránni eru
sex verk, Fyrst leika þeir Trompet-
lag í D-dúr eftir Henry Purcell og
Tokkötu eftir Giovanni Battista
Martini. Þá leikur Hilmar sálmfor-
leikinn In dir ist Freude eftir Jo-
hann Sebastian Bach og Chaconne
eftir Pál ísólfsson. Að lokum leika
þeir saman Pavanne eftir Gabriel
Fauré og Rondeau eftir Jean-Jos-
eph Mouret.
Laugardaginn 18. júlí kl. 12 leika
Þjóðverjarnir Egbert Lewark á
trompet og Wolfgang Portugall á
orgel. Á efnisskrá þeirra er ein-
göngu tónlist frá 17. og 18. öld:
Fyrst Svíta í D-dúr eftir Georg
Friedrich Hándel, þá Andante í F-
dúr KV 616 eftir Wolfgang Ama-
deus Mozart, svo sálmforleikurinn
Ich hab in Gottes Herz und Sinn
eftir Johann Ludwig Krebs og að
lokum Konsert í D-dúr eftir
Giuseppe Torelli. Þeir Lewark og
Portugall munu einnig koma fram á
aðaltónleikum helgarinnar í Hall-
grímskirkju sunnudaginn 26. júlí kl.
20.30.
Morgunblaðið/V aldimar Kristinsson
KARENU Líndal og Silvíu Sigurbjörnsdóttur gekk prýðilega á mótinu og fengu góð verðlaun fyrir sem þær
Eva Marie Gerlach og Rosemarie Þorleifsdóttir afhentu.
V er ðlaunum
bróðurlega skipt
_________________HESTAR__________________________
(laddslada llali r
ÆSKULÝÐSMÓTFEIF
HLUTSKIPTI gestanna sem þátt tóku í æskulýðsmóti
FEIF á Gaddstaðaflötum í síðustu viku var að draga
um hesta til að ríða og keppa á meðan gestgjafamir, Is-
lendingarnir, komu með sína eigin hesta. Þetta snýst
síðan við þegar íslendingar fara utan á þessi mót. Vel
gekk að útvega hesta á mótið og margir þeirra mjög
góðir og keppnin eftir því skemmtileg enda leikgleðin í
fyrirúmi.
Úrslit keppninnar urðu annars sem hér segir:
Grunntölt
1. Freija Puttkammer Þýskalandi, á Jarp, 6,37/6,61.
2. Eveline Huwiler Sviss, á Frey, 6,63/6,50.
3. Heiðar Þormarsson íslandi, á Flugu, 5,90/6,11.
4. Yvonne Schenner Austurríki, á Brodda, 6,20/5,94.
5. Martina Schick Sviss, á Bylgju, 6,17/5,78.
6. Sonja Loos Austurríki, á Gyðju, 6,00/5,55.
Tölt
1. Silvía Sigurbjörnsdóttir íslandi, á Hirti, 6,60/6,78.
2. Karen L. Marteinsdóttir íslandi, á Manna, 6,50/6,56.
3. Elvar Þormarsson íslandi, á Vöku, 6,27/6,28.
4. Mirja Plischke Þýskalandi, á Dimmu, 6,20/6,11.
5. Berglind Guðmundsd. íslandi, á Maístjömu,
6,33/6,05.
6. Catarina Hulten Svíþjóð, á Kosti, 5,87/5,89.
7. Rakel Róbertsdóttir Islandi, á Hersi, 6,20/5,78.
Fjórgangur
1. Karen L. Marteinsdóttir íslandi, á Manna, 6,23/7,10.
2. Silvia Sigurbjörnsdóttir íslandi, á Hirti, 6,27/6,67.
3. Berglind Guðmundsd. íslandi, á Maístjörnu,
6,10/6,20.
4. Elvar Thormarsson íslandi, á Vöku, 5,73/6,17.
5. Sigríður Sigurðardóttir íslandi, á Buslu, 6,07/6,07.
6. Tina Edvardsen Noregi, á Pílu, 5,80/5,70.
Fimmgangur
1. Haukur Bjamason íslandi, á Andvara, 5,97.
2. Clara Onken Þýskalandi, á Skugga, 5,70.
3. Sonja Loos Austurríki, á Gyðju, 5,63.
4. Ása Tapper Svíþjóð, á Flugu, 5,53.
5. Mirja Plischke Þýskalandi, á Dimmu, 6,03.
Sérstakur fjórgangur
1. Freija Puttkammer Þýskalandi, á Jarpi, 6,37/6,43.
2. Eveline Huwiler Sviss, á Frey, 5,87/5,95.
3. Marie Möcking Þýskalandi, á Frosta, 5,60/5,76.
4. Siri Seim Noregi, á Hrefnu, 5,63/5,66.
5. Kim Pilon Hollandi, á Fjalari, 5,63/5,35.
Gæðingaskeið
1. Nora Kollmeyer Þýskalandi, á Glás, 7,55.
2. Ása Tapper Svíþjóð, á Flugu, 7,30.
3. Gunnar Hoyos Austurríki, á Blæ, 6,75.
4. Clara Onken Þýskalandi, á Skugga, 6,40.
5. Unnur Ingvarsdóttir íslandi, á Pjakk, 6,00.
Fánakappreiðar
1. Tanja Höjvang Danmörku, á Tígli, 27,4/10.0
2. Isabelle Felsum Danmörku, á Rósanti, 30,1/8,80.
3. Gilles Dutilh Hollandi, á Glóa, 35,5/6,30.
4. Sabrina Niess Austurríki, á Frigg, 36,0/6,10.
5. Marie Möcking Þýskalandi, á Frosta, 37,0/5,60.
Trail
1. Erlend Olaussen Noregi, á Skorra, 6,58.
2. Elvar Thormarsson íslandi, á Vöku, 6,50.
3. Eveline Huwiler Sviss, á Freyju, 6,17.
4. -5. Louise Löfgren Svíþjóð, á Þokkadís, 5,83.
4.-5. Kerry Meade Bretlandi, á Kveikju, 5,83.
Fimikeppni
1. Svandís Einarsdóttir íslandi, á Ögra, 5,67.
2. Karen L. Marteinsdóttir íslandi, á Manna, 4,89.
3. Anna Rafnsdóttir Islandi, á Gogg, 4,36.
4. Dana Putz Þýskalandi, á Nútíð, 3,88.
5. Berglind Guðmundsdóttir íslandi, á Maístjörnu, 3,87.
Víðavangshlaup
1. Clara Onken Þýskalandi, á Skugga, 6,85.
2. Judit Grant Danmörku á Hal, 6,80.
3. Madelene Johansson Svíþjóð, á Glóð, 6,84.
4. Catarina Hulten Svíþjóð, á Kosti, 6,59.
5. Fredrik Sandberg Svíþjóð, á Væng, 6,40.
Valdimar Kristinsson
UNDIR lokin fylktu hinir rúmlega sjötíu þátttakendur liði og mynduðu breiðfylkingu eftir brautinni á Hellu
þegar ýmsar viðurkenningar voru afhentar.