Morgunblaðið - 22.07.1998, Side 32

Morgunblaðið - 22.07.1998, Side 32
»32 MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 1998 MINNINGAR MORGUNB LAÐIÐ HANNES ÞÓRÐUR HAFSTEIN tHannes Þórður Hafstein fædd- ist á Húsavík 29. nóvember 1925. Hann lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 12. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Langholts- kirkju 21. júlí. Það var fagur morg- unn í Rangárþingi ■^sunnudaginn 12. júlí sl. Hekla, Þríhyrningur, Tindfjöll og Eyjafjalla- jökull glitruðu í sól- skininu, en þó var skuggi yfir öllu. Eg vissi, að Hannes vinur minn barðist nú fyrir lífi sínu og mér var ljóst, að aldrei þessu vant, stóð hann höllum fæti. Skömmu síðar kom símtalið og öllu var lokið. Um hádegi voru öll fjöll horfin í þykkan skýjabakka og yfír dundi steypiregn, jafnvel haglél. Mér þótti þetta vel við hæfi. Við Hannes Hafstein vorum æskuvinir. Við kynntumst ungir að árum og áttum mikil og náin samskipti á mennta- jpikólaárum okkar. Við sátum alla tíð saman í tímum og ævinlega á aftasta bekk, þótti báðum ástæðu- laust að trana sér um of framan í lærifeður okkar ágæta. Við lásum saman undir próf og m.a. dvöldum við um mánaðartíma á æskuheimili hans á Húsavík og þreyttum lestur undir stúdentspróf. Þar hafði Hannes alla stjórn á hendi og var harður húsbóndi, en fórst það vel eins og vænta mátti. Eg lét mér það vel líka og hefi þó aldrei verið talinn sérlega leiðitamur. Lengst af ojuggum við báðir í heimavist MA. Það er alkunna, að við slíkar að- stæður bindast óharðnaðir ungling- ar mjög traustum böndum. Vissu- lega hefi ég eignast marga góða vini um dagana, en mér hefur ætíð og svo ætla ég að sé um fleiri, fund- ist vinátta milli bekkjarbræðra ein- stök. Það skipti engu máli þótt við Hannes hefðum engin samskipti ár- um saman, hittumst jafnvel ekki í heilan áratug vegna búsetu hvors í sínu landi. Næst þegar við sáumst var allt eins og áður og hinn gamli góði Hannes samur við sig. Jafnvel hið djúpvitra spakmæli Hávamála „Veistu ef þú vin átt skaltu fara að finna oft“ átti ekki við um okkur. **'Síðast er ég sá hann leiddi hann okkur hjónin ásamt tveimur bekkj- arbræðum okkar um sýningu á skipslíkönum í Sjómannaskólanum og vissi þá deili á hverju skipi og kunni sögu þeirra allra. Eg mun sakna hans mjög og harma fráfall hans meira en orð fá lýst. Það er þó örlítil huggun harmi gegn, að ég veit að tími hans var kominn. Hann gekk með æðasjúkdóm, sem enginn mannlegur máttur fær læknað enn sem komið er. Hrafnkell Helgason. Vinur minn, Hannes Þórður Haf- ^„líein, er látinn. Kynni okkar hafa staðið rúm þrjátíu ár og jukust með árunum. Traustari samstarfsmann er vart hægt að hugsa sér. Hannes var mjög fróður um menn og mál- efni og oft sátum við og ræddum um hin ýmsu mál og yfirleitt sner- ust umræðurnar út í öryggismál sjómanna, en þau mál, ásamt öllum öryggismálum, voru honum hug- lægust, enda var hann búinn að starfa að þeim málum í áratugi hjá Slysavarnafélagi Islands og þekkti þau mál til hlítar um allt land. Hann stundaði sjálfur sjómennsku "*á árunum 1944-1964, en starfaði eftir það hjá SVFÍ til ársins 1992. Hann var vel menntaður, stúdent frá MA 1947 og fór eftir það til Bandaríkjanna og stundaði nám á öllum sviðum í leitar- og björgunar- málum hjá U.S. Cost Guard. Eftir heimkomuna fór hann í Stýri- mannaskólann og lauk prófi frá far- *%iannadeild 1951. Hann réðst til Eimskipafélagsins árið 1950, þegar Gullfoss kom nýr til landsins. Síðar varð hann skip- stjórnarmaður hjá Eimskip þar til hann hóf störf hjá SVFÍ. Síðustu fjögur vor starfaði hann að undir- búningi sjómanna- dagsins og síðasta stórverk hans þar var að undirbúa og setja upp sýningu á skipa- módelum í Sjómanna- skólanum, í tilefni af 60 ára afmæli sjó- mannadagsins í ár. Sjómannadag- urinn sendir honum bestu þakkir fyrir gott starf. Elsku Sigrún, við Christel send- um þér og ástvinum öllum okkar innilegustu samúðarkveðjur og vit- um að Guð verður með þér í fram- tíðinni. Garðar Þorsteinsson Mér var brugðið þegar ég frétti af andláti Hannesar Þ. Hafstein, fyrrverandi framkvæmdastjóra Slysavamafélags íslands, í síðustu viku. Fyrir rúmum mánuði hitti ég Hannes hressan og kátan að vanda þar sem hann hafði nýlokið við að setja upp yfirgripsmikla sýningu á líkönum íslenskra skipa í Sjó- mannaskólahúsinu í tilefni af 60 ára afmæli Sjómannadagsráðs. Mér fannst afl hans og eldmóður óbreyttur og áhuginn að styrkja og styðja íslenska sjómannastétt sem aldrei fyiT. Hannes Þ. Hafstein var um margt óvenjulegur maður, hann helgaði meginhluta ævistarfs síns baráttu fyrir bættum slysavörnum bæði til sjós og lands og lagði allan sinn metnað í að árangur næðist á sem flestum sviðum slysavarna. I huga hans var sérhvert slys einu slysi of mikið. Öryggismál sjó- manna voru honum þó ætíð sér- staklega hugleikin og urðu kynni hans af sjómannsstarfinu á yngri árum til að opna augu hans fyrir nauðsyn þess að efla slysavarnir á sjó. Eg átti því láni að fagna að kynn- ast Hannesi og störfum hans að ör- yggismálum sjómanna og að starfa með honum um nokkurt árabil að þeim málum á ýmsum vettvangi. Þau kynni urðu mér mjög lærdóms- rík og leiddu til vináttu okkar auk þess sem ég heillaðist af þeim hug- sjónaeldi og elju sem einkenndi störf hans í hvívetna í þágu ís- lenskra sjómanna. Hannes var maður athafna frekar en orða þótt hann ætti mjög auðvelt með að koma orðum að hlutunum, einkum ef honum þótti ekki nóg að gert. Honum var einstaklega lagið að fá menn til að fylkja sér saman um framkvæmd góðra mála. Hann vildi láta hlutina gerast og vílaði ekki fyrir sér að framkvæma sjálfur, ef honum fannst hik á þeim sem stóðu verkinu næst. í þjóðlífinu voru þau störf Hann- esar sem tengdust björgun þegar slys bar að höndum ef til vill mest áberandi, en óeigingjarnt starf hans að forvömum var engu að síð- ur mikilvægt og verður seint full- þakkað. Stöðug viðleitni hans til að bæta aðbúnað og björgunartæki í skipum, ásamt bættri þjálfun sjó- manna, var ríkur þáttur í störfum hans. Slysavarnaskóli sjómanna var eitt af mörgum baráttumálum Hannesar fyrir bættu öryggi ís- lenskra sjómanna og það verður ekki á neinn hallað þótt fullyrt sé að hann eigi einn manna stærstan þátt í því að skólinn komst á laggir og varð á þeim tíma að því afli sem alþjóð þekkir. Það var því undarleg tilviljun að Hannes skyldi kveðja þennan heim aðeins örfáum klukkustundum áður en merk tíma- mót urðu í starfi Slysavarnaskólans þegar samgönguráðherra afhenti Slysavarnafélagi íslands nýtt skip til kennslu og þjálfunar sjómanna. Eg þykist þess fullviss að hann hef- ur með stolti horft til frekari þróun- ar skólans með nýju sldpi og bættri aðstöðu til kennslu og þjálfunar og hlakkað til að fylgjast með fram- vindu skólans, en enginn má sköp- um renna. Islenskir sjómenn hafa misst dugmikinn málsvara sem aldrei sparaði sporin í þeirra þágu en sárastur er missir eiginkonu, barna og fjölskyldu. Eg sendi Sigrúnu, börnum þeirra og öðrum ættingjum innilegustu samúðarkveðjur. Minn- ingin um góðan dreng og samferða- mann mun lifa. Magnús Jóhannesson. Andlátsfregn Hannesar vinar míns Hafsteins kom mér á óvart. Síðast þegar við hittumst var hann hress að vanda og við ræddum mál- in með þeim hætti sem einkenndi áralöng samskipti okkar, af hisp- ursleysi og ákveðni. Eg man ekki glöggt hvenær ég hitti Hannes fyrst, en þegar ég annaðist þátt í Ríkisútvarpinu um Slysavarnafélag Islands í tilefni af 50 ára afmæli þess merka félags árið 1978 kynnt- ist ég Hannesi vel og þau góðu kynni héldust æ síðan. Nú þegar Hannes er allur koma upp í hugann fjölmargar minning- ar, en eins og allir vita sem kynnt- ust Hannesi var hann mikill hug- sjónamaður og eldhugi í slysavarn- armálum, bæði til sjós og lands. Einkum voru það umferðarmálin sem eðlilega voru samskiptamál okkar. Hannes þekkti vel til þeirra og hafði á þeim mikinn áhuga. I tengslum við breytingu í hægri um- ferð árið 1968 ferðaðist hann um land allt og stofnsetti umferðarör- yggisnefndir, en þær nefndir gegndu mikilvægu hlutverki í stað- bundnum aðgerðum hægri-breyt- ingarinnar. Mér er minnisstætt þegar Hannes rifjaði þetta upp á fundi sem við héldum á Selfossi hinn 26. maí 1993, þegar 25 ár voru liðin frá því að hægri umferð varð hér að veruleika. Og sagan endur- tekur sig. A þessum fundi var einmitt verið að fara af stað með stofnun umferðaröryggisnefnda á nýjan leik. Nefndir hafa nú verið stofnaðar víða um land á vegum Umferðarráðs, m.a. með þátttöku Slysavarnafélags Islands. Fyrir hönd Umferðarráðs þakka ég Hannesi ómetanlegt framlag hans til umferðaröryggismála. Sjálfur þakka ég honum fyrir góð og gjöful kynni. Það er skarð fyrir skildi að heyra ekki í honum oftar. Símtölin við hann voru eftirminni- leg. Skorinorðar athugasemdir og ábendingar um allt það sem betur mátti fara í umferðarmálum. Sama átti við þegar við hittumst, þar var ekki lognmolla svífandi yfir vötn- um. Það var oft hvasst í kringum Hannes Þ. Hafstein. En í stormin- um var hlýja og skjól alveg eins og í afdrepi þeirra sem notið hafa starfs Slysavarnafélags Islands í áranna rás. Eiginkonu, börnum og öðrum að- standendum Hannesar sendi ég hugheilar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hans. Óli H. Þórðarson. „Fraulein Schwarzwald, hvað er að frétta og hvernig hefur þú það?“ Tók utanum mig, kreisti og kramdi og lét mig finna að við vorum vinir. Þannig var Hannes sem ég hef þekkt í nálega aldarfjórðung, frá því við Sigrún dóttir hans og Sirru, urðum vinkonur 12 ára, alltaf ein- staklega hlýr og góður, hreinn og beinn og ávarpaði mig alltaf svona eftir að ég hóf nám í Svartaskógi í Þýskalandi. Eitt sinn bauð hann mér til sætis á móti sér við skrifborðið í stofunni á Skeiðarvoginum, tróð í pípuna og horfði beint í augun á mér. „Stína mín,“ sagði hann, skaut augunum í átt að dyrunum, og spurði „er ekki Sigrún örugglega frammi?" Svo kom það: „Segðu mér eitt, í fullum trúnaði, er Snæi ekki fínn strákur?" „Jú, heldur betur,“ svaraði ég. „Fínt, ég sá það sjálfur, auk þess treysti ég henni Sigrúnu minni.“ Sigrún, pabbastelpan, var í góðum málum og Hannes skipti um um- ræðuefni. Hér með er trúnaðurinn rofinn, en frá samtalinu eru liðin tæp tíu ár. Snæi þessi er auðvitað maður Sigiúnar í dag. Hin hliðin, hin opinbera, var ekki síður heillandi. Sjómenn í hættu, skipa saknað og Hannes, persónu- gervingur öryggismála sjómanna, í miðpunkti. I augum unglingsins var hann allt í senn almannavarnir, björgunarsveitir og slysavarnir. Stjórnaði aðgerðum heiman frá sér úr stjórnstöðinni í stofunni - á tím- um snúrusíma - og tæpast vegur fyrir unglingsstelpur að þvælast mikið um stofuna. Fjölskyldan stóð þétt saman á þessum tímum og gerir enn. Aldrei fjasað þótt nætur- svefn væri lítill: „Þeir eru í verri málum úti á sjó í þessu veðri.“ Því þó Hannes Þ. Hafstein væri lands- kunnur fyrir störf í þágu slysa- varna, var hann fyrst og fremst umhyggjusamur faðir og eigimað- ur. Mestur er því missir eiginkonu hans, barna, tengdabarna og barna- barna, nú þegar ævi hans er öll. Elsku Sirra, Sigrún, Snæi, Stef- án, Guðrún, Þórunn, Hildur, Stef- án, Hannes, Habbý og stelpuskott- urnar fjórar; ég og mitt fólk vottum ykkur innilega samúð. Kristín S. Hjálmtýsdóttir. Enn á ný hefur Hannes Þ. Haf- stein ýtt úr vör, nú í ferðina löngu sem við fórum öll að lokum. Oftar en ekki finnst okkur þessi brottfór ótímabær og víst er að í starfi hans hjá Slysavamafélaginu þurfti hann oft að horfa á eftir fólki með fulla starfsorku í blóma lífsins. Það var einmitt hjá Slysavarnafélagi íslands sem við kynntumst íyrir tuttugu og fjórum áram. Eg var þá nýkominn til liðs við björgunarsveit Ingólfs í Reykjavík og var að stíga mín fyrstu skref að sjálfboðastörfum fyrir félagið. Sem ungum manni þótti mér það forréttindi að fá að kynnast Hannesi og hans störfum, en fljótlega sá ég að svo var ekki, allir sem áhuga höfðu áttu greiðan aðgang að honum og félaginu. En Hannes gerði kröfur, ekki bara til sjálfs sín heldur til allra sem ætluðu sér að starfa að slysavarna- og björgunarmálum. Þær kröfur byggðust á heiðarleika, að menn legðu sig fram og gætu starfað sem liðsheild dags daglega og ekki síst þegar á reyndi. Þeir sem í vanda rötuðu hvort sem var á sjó eða landi áttu Hannes allan að, það var aldrei slakað á fyrr en verkefninu var lok- ið. Hann var kallinn í brúnni sem stjórnaði af röggsemi og ákveðni, en var jafnframt félagi og jafningi þeirra sem voru úti á vettvangi. Samstarf okkar Hannesar jókst til muna þegar ég starfaði með björgunarsveit félagsins á Akranesi og óhætt er að segja að óslitinn vin- skapur okkar hafi staðið frá því að ég hóf störf sem erindreki hjá höf- uðstöðvum félagsins fyrir um ellefu árum. Þá kynntist ég einnig Sig- rúnu, eftirlifandi eiginkonu hans, og sjaldan hef ég fyrir hitt jafn samrýnd hjón, og ég veit að það á við um alla fjölskyldu þeirra. Þarna naut ég leiðsagnar Hannesar og fleiri góðra manna sem áður höfðu sinnt því starfi sem ég hafði nú tek- ið að mér. Verkefnin vora mörg og mismunandi eins og jafnan hjá svo stóru félagi, en hjá Hannesi var far- sæl starfsemi sjálfboðaliðanna út um allt land sett ofar öllu öðru. Hann lagði mikla áherslu á að við héldum góðu sambandi við fólkið okkar til að viðhalda lífi félagsins. Þegar mikið lá við var Hannes í essinu sínu, fljótur að taka ákvarð- anir og stóð fast á þeim. Það kom fyrir að menn voru ekki alltaf sam- mála um leiðir að markinu enda oft við flókin vandamál að fást. Aldrei man ég þó eftir að við næðum ekki lendingu að lokum, enda var okkur ekki stætt á öðra. Starfslok Hannesar hjá félaginu vora með öðram hætti en ég hafði vonað. Nýtt fólk var komið til valda og sumir vildu breytingar, erfiður tími fór í hönd og þó þörf hafi verið fyrir ýmsar skipulagsbreytingar þar sem félagið var að þenjast út, verk- efni að aukast og áherslur að breyt- ast, að þá er ljóst að einn mikilvæg- asti þátturinn gleymdist, en það var sá mannlegi. Einmitt sá þáttur sem Hannes og fleiri hugsjónamenn hafa haldið hvað hæst á lofti, og var og er í raun forsenda fyrir öflugu og ár- angursríku starfi félagsins. Hannes var hugsjónamaðm-, fylginn sér og umfram allt góður félagi, ef eitthvað bjátaði á var hann fyrsti maður til að koma og bjóða fram aðstoð sína. Þau fræ sem hann sáði með sínu óeigin- gjarna starfi fyrir félagið og þjóðina munu lifa og dafna, þau munu standa af sér allar hremmingai' og brotsjói. Kæri vinur, mér er efst í huga þakklæti, fyrir að fá að kynnast og starfa með þér, fyrir þann vinarhug sem þú og Sigrún vorað alltaf tilbú- in að deila með mér, fjölskyldu minni og félögum okkar sama hvað á gekk. Megi Guð vera með þér á ferð þinni um ókunn höf. Elsku Sigrún, við Dandý sendum þér og fjölskyldu þinni okkar dýpstu samúðarkveðjur og Guð veri með ykkur um ókomna tíð. Þór Magnússon. Sumar sögur verða aldrei sagðar. Þannig fór með söguna sem þeir Magnús og Tómas ætluðu að segja Hannesi vini sínum um fjallaferðina sem þeir komu heim úr íýrir rúmri viku. En heimkoman var önnur en þeir ætluðu. Hannes Þ. Hafstein, „Hannes, gamli vinur okkar“, eins og þeir nefndu hann til aðgreining- ar frá jafnöldranum, var dáinn. Hvernig þekkið þið Hannes? vor- um við hjónin eitt sinn spurð. Jú, hann býr í næsta húsi við okkur, en fyrst og fremst er hann stórvinur strákanna okkar. Þau era margslungin vináttu- böndin sem mennirnir binda með sér. AJlt frá því að við fluttum í Skeiðarvog með þá bræður á öðru ári tók að þróast vinátta með Hann- esi og sonum okkar, þótt aldurs- munurinn væri 65 ár. Sumarið eftir að við fluttum fór Hannes að kasta kveðju á þá bræður í gegnum lauf- þykknið sem skilur garða okkar að: „Hæ strákar," drundi um hverfið og þeii' svöraðu um hæl: „Hæ, Hannes.“ Ævinlega kallaði hann þá bræður „Tomma og Magga“ og hafði Hannes einkarétt á því. Umræðuefni vinanna voru marg- vísleg, fyrst í stað var það apaklifur og sjóræningjar en umræðurnar þróuðust í takt við aukinn þroska bræðranna. I sumar var helsta um- ræðuefnið að sjálfsögðu fótbolti, hvort sem leikvangurinn var garð- urinn okkar eða þjóðarleikvangur- inn í París. Eðli vináttu þremenn- inganna fólst þó ekki endilega í löngum orðræðum. Einhverju sinni þótti okkur foreldrunum drengirnir taka heldur stuttaralega undir kveðju Hannesar og sögðum að þeir ættu að gefa sér tíma og hætta leik sínum augnablik til þess að ræða við vin sinn. Þetta þótti þeim fásinna, Hannes skildi sko alveg að það þyrfti ekki alltaf að tala, hann vissi hvað þeh’ hugsuðu. Kæra Sigrún og fjölskylda, það er kannski fyrst núna að við geram okkur fyllilega grein fyrir því hversu djúp og einlæg vinátta bræðranna og Hannesar var. Hannesar, „gamla vinar okkar“, sem var í senn „svo ótrúlega skemmtilegur og líka svo góður“ er sárt saknað. Minningin um þessa einstöku vináttu verður ræktuð um ókomin ár. Við eram hrærð og þakklát fyrir þá miklu nærgætni sem þið hafið sýnt strákunum á ykkar erfiðu stundum. Við sendum okkar hlýjustu sam- úðarkveðjur. Ágúst Tdmasson, Elísabet V. Ingvarsdóttir, Tóinas Hrafn og Magnús Ingvar. # Fleiri minningargreinar um Hannes Þórð Hafstein bíða birtingar og niunu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.