Morgunblaðið - 22.07.1998, Side 30
30 MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
HELGA GUÐRÚN
EIRÍKSDÓTTIR
+ Helga Guðrún
Eiríksdóttir
fæddist í Hjarðardal
í Onundarfirði 6.
september 1940.
Hún lést í Hollandi
7. júlí síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Helga Guðrún
Guðmundsdóttir í
Hjarðardal og Ei-
ríkur Bjarnason frá
Bóli.
j Helga eignaðist
fjórar dætur, þær
eru: 1) Ólavía Vil-
hjálmsdóttir, f. 27.5.
1959. Hennar sonur er óskar
Yngvi Sigurðsson. 2) Solveig
Sigríður, f. 29.11. 1960. Kjörfor-
eldrar Solveigar eru Kristján
Guðmundsson og Valborg Hall-
grímsdóttir. Eiginmaður Sol-
veigar er Magnús Gunnarsson.
Þau eiga fimm börn: Kristján,
Gunnhildi, Valgeir, Hákon og
Símon. 3) María Þórðardóttir, f.
24.4. 1963. Hennar eiginmaður
er Hörður Vignir Vilhjálmsson.
4) Halla Steinunn Hinriksdóttir,
f. 24.12. 1966. Faðir Höllu og
jþ* eiginmaður Helgu er Hinrik
Guðmundsson frá
Auðsstöðum í Hálsa-
'sveit, f. 10.4. 1931.
Helga og Hinrik
liófu sambúð árið
1966. Þau bjuggu
fyrst í Hveragerði,
fluttust siðan að Bóli
í Biskupstungum, og
hafa átt þar heimili
síðan, þó þau, eink-
um Helga, liafí unn-
ið utan heimilisins
næstum alla þeirra
búskapartíð. Nokk-
ur ár vann Helga á
Hótel Hveragerði,
hjá föður sínum og Sigríði
sýúpu sinni, siðan á heilsuhæl-
inu í Hveragerði. Eftir það fór
hún að vinna á Sólheimum í
Grímsnesi, og svo á sambýli við
Árveg á Selfossi. Á þessum vett-
vangi, á heimilum þroskaheftra,
hefur hún unnið í tvo áratugi. Er
hún lést var hún að sinna
skyldustörfum sínum, er starfs-
ojg heimilisfólk af sambýlinu við
Arveg var á ferð í Hollandi.
títför Helgu fer fram frá Skál-
holtskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
+
Ástkær sambýlismaður, sonur, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
ÍSLEIFUR SIGURÐSSON
framkvæmdastjóri,
Vesturbergi 124,
Reykjavík,
sem andaðist á heimili sínu aðfaranótt 19. júlí,
verður jarðsunginn frá Útskálakirkju laugar-
daginn 25. júlí kl. 13.30.
Esther Skaftadóttir,
Sigurður Hallmannsson,
Einar Ólafur Hannesson, Sigriður Dúa Goldsworthy,
Gunnlaugur fsleifsson, íris Rós Þrastardóttir,
Sigurður Hallmann ísleifsson, Guðbjörg Jóna Pálsdóttir,
Bjami Ellert ísleifsson, Halldóra Vala Jónsdóttir,
Valgeir Gunnlaugur ísleifsson
og barnabörn.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, tengdasonur og afi,
GUÐMUNDUR JÓNSSON,
Skeljagranda 5,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Áskirkju fimmtudaginn
23. júlí kl. 13.30.
Lovísa R. Jóhannesdóttir,
Hulda Guðmundsdóttir,
Þórunn G. Benson,
Einar Guðmundsson,
Jón Lárus Guðmundsson,
Guðmundur Guðmundsson,
Sindri Guðmundsson,
Hulda Lúðvíksdóttir og barnabörn
Mikael Benson,
Sævör Þorvarðardóttir,
Guðlaug Rögnvaldsdóttir,
Ása Hrönn Sæmundsdóttir,
+
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi
HALLDÓR GUNNAR PÁLSSON,
Kaplaskjólsvegi 37,
Reykjavík,
andaðist á Sólvangi, Hafnarfirði, sunnudaginn
12. júlí sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að
ósk hins látna. Sérstakar þakkir til starfsfólks
Sólvangs fyrir góða aðhlynningu og hlýhug.
m
Garðar Valur Halldórsson, Hulda Magnúsdóttir,
Bergþóra Ása, Sigurlaug Guðrún og Halldóra Garðarsdætur
og fjölskyldur,
Jóhanna Guðrún Halldórsdóttir, Garðar Steindórsson,
Kristín, Bryndís og Áslaug Garðarsdætur
og fjölskyldur.
Hún Helga frænka er dáin. Þessar
fréttir bárust mér þar sem ég var
stödd í Danmörku, í heimsókn hjá
börnum mínum. Hún, sem hafði
verið svo hress og kát þegar við
kvöddumst, daginn áður en ég fór
utan. Helga var mér meira en
frænka, hún var ljósið sem Helga
systir gaf okkur þegar hún sjálf
kvaddi þennan heim. Þú varst okk-
ur sólskin í sorginni, Helga mín. Við
tengdumst strax sterkum böndum í
æsku þinni, mér fannst þú alltaf
vera litla systir mín. Þegar mamma
mín veiktist og þurfti að fara á
sjúkrahús varst þú bara 5 ára, þá
fluttir þú í rúmið til mín, eftir það
sváfum við saman meðan ég var
heima í Hjarðardal. Snemma fór að
bera á umhyggju þinni íyrir öðrum.
Þú varst 7 ára þegar ég var send
suður með þig til læknis. Allt gekk
að óskum, en þú hafðir áhyggjur af
mér, sem þurfti að fara til læknis
líka. Umhyggja fyrir öðrum var
alltaf rík í fari þínu. Þó þú værir
sjálf lasin gleymdist það ef þú vissir
um einhvern sem þurfti á þinni að-
stoð að halda. Ævistarf þitt var að
hjúkra og hlynna að vanheilu fólki.
Elsku Helga mín, við áttum svo
margt ógert saman, ég átti eftir að
fræðast um svo margt hjá þér. Því
þrátt fyrir stutta skólagöngu varst
þú svo rík af fróðleik, sem þú hafðir
aflað þér, að mestu við lestur bóka.
Það var svo gott að leita til þín ef ég
var í vandræðum með eitthvert
verkefni, því að lokum íúndum við
ávallt farsæla lausn saman. Það er
ómetanlegt að eiga vin sem ávallt er
hægt að hafa samband við, hvort
sem erindið er stórt eða smátt.
Helga mín, þakka þér fyrir allar
góðu samverustundirnar fyrr og
síðar. Eg veit að það hefur verið
tekið vel á móti þér á nýja staðnum.
Ég bið góðan Guð að gefa Hinrik,
dætrum þínum, og sólargeisla ykk-
ar allra, Oskari Yngva, styrk í sorg-
inni.
Ragnheiður Guðmundsdóttir
(Heiða).
Sæmir ekki að syrgja
þó svipt sé brott
vini af lífsins leið.
Allrar veraldar vegur,
veikra sera hraustra,
liggur að b'kum stað.
En ef við trúum að alvís
og góður Guð
utn eilífð ráði
svo er sorg öU óþörf.
Helga hafði unun af bókalestri og
las mikið, bæði laust mál og bundið.
Fyrir skömmu lánaði hún okkur
bók, sem hún hafði mætur á, „Ein-
tal“ eftir Gísla Gíslason frá Uppsöl-
um. (Gísla þann er Omar Ragnars-
son gerði landsfrægan.) Ofanritað-
ar ljóðlínur eru úr kvæði sem Gísli
orti eftir lát móður sinnar.
Mikið traust sýndir þú okkur
Valborgu, Helga mín, er þú trúðir
okkur fyrir uppeldi dóttur þinnar.
Hún kom til okkar viku gömul, og
hefur verið „lífsblómið" okkar síð-
an.
Gott er til þess að hugsa hve
samband og vinskapur okkar hefur
verið góður og náinn alla tíð. Við
höfðum oft gaman af Solveigu okk-
ar, þriggja til fimm ára, er hún var
að sýna leikfélögum sínum ljós-
myndir og sagði þá gjarnan: Þetta
er pabbi, þetta er mamma, og þetta
er Helga mamma. Ekki heyrðum
við börnin undrast það neitt að Sol-
veig ætti tvær mömmur, og víst var
það að þau töluðu um „Helgu
mömmu“ rétt eins og Solveig.
Helga, systurdóttir mín, var á 5.
ári er ég fór frá Hjarðardal, til tré-
smíðanáms hér syðra. Ég minnist
yndislegrar telpu, sem ekki varð
þess aðnjótandi að kynnast móður
sinni, en Sigríður móðuramma,
Heiða móðursystir og allir aðrir í
hennar stóru fjölskyldu reyndu að
koma henni í móður stað. Ékki fór
það framhjá sveitaskáldinu okkar,
Guðmundi Inga, hve samband
þeirra Helgu og Heiðu var náið og
gott. Helga var 5 ára er hann orti
fallegt kvæði um þær frænkur og
nefndi „undir svefninn", og finna
má í 3. bók hans Sóldögg. Guð-
mundur Ingi var þá farkennari í
sveitinni og var í Hjarðardal þriðju
hverja viku skólaársins. Síðustu ár
Helgu heima í Hjarðardal var ný
húsmóðir komin á heimilið, Þórdís,
kona Hagalíns móðurbróður henn-
ar. Þá var amma hennar dáin og
Heiða farin að heiman. En Þórdís
reyndist Helgu sem besta móðir
þau ár. Ellefu eða tólf ára fór Helga
til Heiðu, sem þá var komin að
Auðsholti. Eftir nokkra dvöl hjá
Heiðu fór hún til fóður síns og Sig-
ríðar konu hans í Hveragerði.
Ástvinum Helgu óskum við Guðs
friðar.
Blessuð sé minning hennar.
Kristján og Valborg.
Af eibfðarljósi bjarma ber
sem brautina þungu greiðrá.
Vort bf, sem svo stutt og stopult er,
það stefnir á æðri leiðir.
Og upphbninn fegri en auga sér
mót öÚu oss faðminn breiðir.
(E.Ben.)
Frá því ég man fyrst eftir mér,
vissi ég að ég ætti tvær mömmur,
mömmu og Helgu mömmu, og ekk-
ert fannst mér eðlilegra. Svo eign-
uðust börnin mín Helgu ömmu.
Um verslunarmannahelgina í
fyrra áttum við, öll fjölskyldan, ynd-
islega daga á Bóli, hjá Helgu og
Hinrik. Þá daga, og marga aðra,
varðveitum við vel í minningunni.
Didda, Oskar, Maja, Vignir, Halla
og Hinrik, megi góður Guð styrkja
og styðja ykkur öll.
Blessuð sé minning Helgu
mömmu.
Solveig.
Fagran sumardag í júlí erum við
enn minnt á hve lífið getur verið
hverfult, er við fáum þá sorgar-
fregn að Helga sé horfin brott úr
þessum heimi.
Spurningar sækja á hugann en
fátt er um svör, nema þá staðreynd
að ekki er spurt um stund eða stað
þegar kallið kemur.
Helgu kynntumst við vel í gegn-
um áralangt starf hennar á
Sambýlinu við Árveg 8, þar sem við
höfum átt margar góðar stundir.
ÖIl okkar samskipti voru hin
ánægjulegustu.
Þar fór heldur ekki framhjá
neinum sá eiginleiki Helgu að
miðla öðrum af lífsgleði sinni,
krafti og dugnaði sem hún bjó yfir.
Og hin ýmsu vandamál hversdags-
lífsins leyst á auðveldan hátt.
Nokkrar voru ferðirnar sem hún
fór með bróður okkar, Jón Sæ-
mund, með sér í Tungurnar, annað-
hvort á hans heimaslóðir eða bauð
honum með sér heim að Bóli þar
^arasKom
v/ Possvogskifkjwga*^ a
w Símii 554 0500 v'
Írjííryííjur
Upplýsingar í símum
; 562 7575 & 5050 925
iSf
1
í HOTEL LOFTLEIÐIK
U lCELANDAIR HOTELS
GLÆSILEG KAFFIHIAÐBORÐ
FALLEGIR SALIR
OG MJÖG GÓÐ ÞJÓNUSTA
sem hann naut gestrisni þeirra
Helgu og Hinriks og fylgdist með
sveitastörfunum.
Þessum ferðum hefur Jón sagt
okkur frá á sinn einstaka hátt
geislandi af ánægju, þar sem um-
hyggjusemi og vinátta Helgu átti
stóran hlut að máli.
Við kveðjum Helgu með þakklæti
og söknuði og vottum Hinrik og
fjölskyldunni allri okkar innilegustu
samúð.
Hér við skiljumst
og hittast munum
á feginsdegi fira,
Drottinn minn
gefi dauðum ró
en hinum líkn er lifa.
(Úr Sólarljóðum.)
Margrét og Hrefna
Kristinsdætur.
Elsku vinkona, ég skrifa þessar
línur sem síðustu kveðjuorð hér á
okkar jarðneska sviði. En veit að
sálin þín getur tekið við öllum
hugsunum mínum og bænum.
Við kynntumst ekki vel fyrr en
við lentum saman í stjórn þessa fé-
lagsskapar sem var okkur báðum
svo kær. Ég sem formaður og þú
sem varaformaður. En í raun voru
lítil skil þar á milli því við heyrð-
umst næstum daglega í síma og
stundum oftar en einu sinni á dag.
Voru þá málin rökrædd fram og
aftur. Svo sannarlega missti Sálar-
rannsóknarfélag Suðurlands drif-
fjöður og kæran félaga. Þegar
fundum okkar bar saman fyrst
1991 tók ég strax eftir hve blátt
áfram þú varst. Sagðir þínar skoð-
anir án þess að skreyta þær og
vildir að hlutirnir væru gerðir, en
aldrei án vandlegrar íhugunar.
Þegar ég kom svo inn í stjórn 1996
varstu þar fyrir, traust, full af hug-
sjón og ákafa. Og sú stund kom, að
mig langaði að gefast upp á öllu
stjórnarbasli, þá bléstu á það sem
hverja aðra vitleysu. Elsku vin-
kona, ég sakna símtala okkar,
kímnigáfunnar og hreinskilni þinn-
ar. En ég veit að þú ert þegar farin
að vinna í því sem þér er hugleikið
því þú ert ekki vön að sóa tíma þín-
um.
Kæra vina, ég þakka þér fyrir
samvistirnar núna og veit að end-
urfundir okkar verða skemmtilegir
og nóg að spjalla um.
Þú varst sérlega lagin að finna
vandaðar bækur og þetta ljóð
fannst þér svo fallegt og valdir það
í fréttabréfið okkar síðast.
Ljúfi drottinn lýstu mér
svo bfsins veg ég finni.
Láttu ætíð ljós frá jær
ljóma í sálu minni.
Þín vinkona,
Dóra Mjöll Stefánsdóttir.
Kveðja frá íbúum og starfs-
fólki sambýlisins Árvegi 8
Hjálpa þú mér helg og væn,
hbnnamóðirin bjarta!
legðu mrna bljúgu bæn
baminu þbiu að hjarta!
þá munu ávallt grösin græn
í garðinum skarta,
í garðinum mínum skarta.
Bænheit rödd mín biður þín,
blessuð meðal fljóða;
vertu æ unz ævbi dvín
bintak mbina (jóða;
móðrá Krists sé móðir mbi
og móðir þjóða,
móðff allra þjóða.
Kenn mér að feta fór þín ein,
feta að himnaborðum,
leiddu þennan litla svern,
líkt og Jesúm forðum.
Líkt og Krists sé heyrn mín hrein
að hlýða orðum,
hlýða þínum orðum.
(Halldór Kijjan Laxness.)
Sendum Hinrik og fjölskyldu
hlýjar samúðarkveðjur. Megi birta
og ylur ríkja yfir för Helgu að
himnaborðum.