Morgunblaðið - 22.07.1998, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 1998 23
GREINARGERÐ
GREINARGERÐ LOGMANNS
REYKJAVÍKURLISTANS
Vegna umfjöllunar hér í blaðinu um vara-
menn af Reykjavíkurlista í borgarstjóm
Reykjavíkur, hefur Reykjavíkurlistinn ósk-
að eftir því að Morgunblaðið birti greinar-
gerð Jóns Sveinssonar hrl., sem hann tók
saman fyrir Ingibjörgu Sólrúnu Gísla-
dóttur, borgarstjóra, um þetta mál. Grein-
argerðin fer hér á eftir:
i.
í framhaldi af samtali okkar og
þeirri spumingu með hvaða hætti
varafulltrúar Reykjavíkurlista skuli
taka sæti aðalmanna í borgarstjórn
Reykjavíkur kjörtímabilið
1998-2002 hef ég til upplýsingar og
glöggvunar tekið saman eftirfar-
andi greinargerð um málefnið.
Astæða þess að spurningar hafa
vaknað í ofangreindu efni mun vera
sú staðreynd að 3. maður á Reykja-
víkurlista, fulltrái Alþýðuflokks,
hefur ákveðið að taka sér tímabund-
ið leyfí frá störfum í borgarstjórn
Reykjavíkur og 13. maður á
Reykjavíkurlista hefur tekið sæti
hans, en sá einstaklingur er fyrsti
varamaður Alþýðuflokks á Reykja-
víkurlistanum. Alitaefnið sem hér
um ræðir snýst um það hvort slíkt
sé heimilt eða hvort skylt sé að
fyrsti varamaður á Reykjavíkur-
lista, 9. maður og síðan 10. maður ef
sá níundi er forfallaður o.sv.frv.,
eigi að taka sæti hvers þess aðal-
manns sem forfallast. Túlkun og
skýring í þessu efni snýr að því
grundvallaratriði hvernig Samtök
um Reykjavíkurlistann eru skil-
greind, þ.e. hvort um er að ræða
sjálfstæðan stjómmálaflokk eða
stjórnmálasamtök eða hvort um er
að ræða samtök og samstarf sjálf-
stæðra og ólíkra aðila (stjórnmála-
flokka eða stjórnmálasamtaka).
Við umfjöllunina hef ég haft und-
ir höndum samning eða samþykktir
fyrir Reykjavíkurlistann dags. 25.
apríl 1994, viðauka og breytingar
við samning eða samþykktir fyrir
Reykjavíkurlistann dags. 30. apríl
1998, reglur eða lög fyrir Regnbog-
ann, félag stuðningsmanna Reykja-
víkurlistans, úrskurð yfirkjörstjórn-
ar 1994 og bréf Reykjavíkurlistans
til yfírkjörstjórnar dags. 2. maí
1998. Fylgja nefnd gögn greinar-
gerð þessari.
II.
í 4. mgr. 86. gr. laga nr. 5/1998
um kosningar til sveitarstjórna seg-
ir að þegar kosið er bundinni hlut-
fallskosningu og listi fær einn mann
eða fleiri aðalmenn kjörna verði
þeir varamenn sem ekki hlutu kosn-
ingu á listanum. Samkvæmt 99. gr.
sömu laga taka varamenn sæti í
sveitarstjórn eftir ákvæðum sveit-
arstjórnarlaga.
f 24. gr. sveitarstjómarlaga nr.
45/1998, sbr. bráðabirgðalög nr.
100/1998, er fjallað um varamenn.
Greinin er svohljóðandi:
„Varamenn taka sæti í sveitar-
stjórn í þeirri röð sem þeir eru
kosnir þegar aðalfulltrúar þess lista
sem þeir eru kosnir af falla frá,
flytjast burtu eða forfallast varan-
lega á annan hátt eða um stundar-
sakir frá því að sitja í sveitarstjórn.
Nú er framboðslisti borinn fram af
tveimur eða fleiri stjómmálaflokkum
eða samtökum og geta þá aðalmenn
listans komið sér saman um mis-
munandi röð varamanna eftir því
hver aðalmanna hefur forfallast.
Yfirlýsing um slíkt samkomulag skal
lögð fram á fyrsta eða öðmm fundi
sveitarstjómar eftir kosningar.
Nú næst ekki samkomulag milli
stjórnmálaflokka eða samtaka sem
standa að sameiginlegum lista, og
skulu þá þeir varamenn listans, sem
eru úr sama stjórnmálaflokki eða
samtökum og aðalmaður sá sem um
er að ræða, taka sæti hans í sveitar-
stjórn í þeirri röð sem þeir vora
kosnir án tillits til þess hvar þeir
annars eru í röð varamanna. Sé
enginn úr hópi varamanna slíks
lista í sama stjómmálaflokki eða
samtökum og aðalfulltrúinn sem í
hlut á var þegar kosning fór fram
taka varamenn listans sæti sam-
kvæmt venjulegum reglum.
Þegar aðalmaður flytur úr sveit-
arfélaginu um stundarsakir má
ákveða að hann skuli víkja úr sveit-
arstjórn þar til hann tekur aftur bú-
setu í sveitarfélaginu. Tekur þá
varamaður hans sæti samkvæmt
framangreindum reglum."
Greinin er efnislega samhljóða 35.
gr. eldri sveitarstjórnarlaga m'.
8/1986 með síðari breytingum, ef frá
er talið niðurlag 4. mgr. þeirrar
greinar (3. og 4. málsliður). Sam-
kvæmt því ákvæði var aðalmanni, ef
hann forfallaðist um stundarsakir
vegna veikinda eða af öðram ástæð-
um, rétt að tilnefna þann af vara-
mönnum sínum sem taka skyldi sæti
hans á meðan. Ef hann tilnefndi
engan úr hópi varamanna skyldi
varamaður taka sæti hans sam-
kvæmt ákvæðum 1. og 2. mgr. Þetta
ákvæði er hins vegar ekld í núgild-
andi lögum. Um varamenn í nefnd-
um er fjallað í 43. gr. gildandi laga.
III.
Fyrir borgarstjórnarkosningam-
ar 1994 bundust Kjördæmisráð Al-
þýðubandalagsins í Reykjavík, Full-
tráaráð Alþýðuflokksfélaganna í
Reykjavík, Fulltrúaráð Framsókn-
arfélaganna í Reykjavík og Kvenna-
listinn í Reykjavík samtökum um að
vinna saman að borgarstjórnarmál-
um í Reykjavík og bjóða fram einn
sameiginlegan lista i borgarstjóm-
arkosningunum það ár. Gengu aðil-
ar frá skriflegum samningi (sam-
þykktum) af þessu tilefni sem full-
tráar allra aðila undirrituðu og dag-
settur er 25. apríl 1994.
I 1. gr. samningsins (samþykkta
fyrir Reykjavíkurlistann) segir að
heiti sameiginlega framboðsins og
framboðslistans sé Reykjavíkurlist-
inn og að sótt skuli um listabókstaf-
inn R sem bókstaf listans í borgar-
stjómarkosningunum vorið 1994.
Heimili og vamarþing listans er í
Reykjavík skv. 2. gr. og skv. 3. gr. er
tilgangur aðila að vinna saman að
borgarstjómarmálefnum í Reykjavík
á næsta kjörtímabili og bjóða fram
einn sameiginlegan framboðslista í
borgarstjómai’kosningunum í
Reykjavík, sem fram fara 28. maí
1994. Þá er í samþykktunum fjallað
um fjárframlög og fjármál, fram-
kvæmdastjóm, aðalfund, reikninga
og endurskoðun, gildistíma samn-
ingsins, sem var upphaflega kjör-
tímabilið 1994-1998, og samstai'fið að
öðra leyti. Reykjavíkurlistinn fékk
kennitölu í febráar 1994, m.a. vegna
fjárhagslegra málefna framboðsins.
Fyrir borgarstjórnarkosningarn-
ar 1994 reis ágreiningur um það
hvemig R-listinn skyldi auðkenndur
í auglýsingu framboða og á kjörseðl-
um við kosningarnar. Yfirkjörstjórn
kvað upp sérstakan úrskurð af
þessu tilefni en í honum segir m.a.:
„A framboðslista þeim, sem barst
yfirkjörstjórn fyrir lok framboðs-
frests og auðkenndur hefur verið
með listabókstafnum R, segir orð-
rétt:
„Afþýðubandalagið, Alþýðuflokk-
urinn, Framsóknarflókkurinn og
Kvennalistinn hafa ákveðið að bjóða
fram sameiginlegan lista við borg-
arstjórnarkosningarnar í Reykjavík
sem fram eiga að fara 28. maí 1994.
- Heiti listans er Reykjavíkurlistinn
og óskað hefur verið eftir listabók-
stafnum R.“ Af þessum tilvitnuðu
orðum verður ekki annað ráðið en
listinn sé borinn fram af fyrrgreind-
um fjóram stjórnmálaflokkum eða -
samtökum. Eins og listinn er úr
garði gerður lítur yfirkjörstjórn svo
á að „Reykjavíkurlistinn" sé heiti á
listanum en ekki á stjórnmálasam-
tökum, sem að honum standa.
Hvorki í sveitarstjórnarlögum né í
lögum um kosningar til Alþingis er
ráð fyrir því gert að framboðslistar
beri sérstök heiti, heldur ber ein-
ungis að auðkenna þá með listabók-
stöfum."
Þá ákvað yfirkjörstjórn jafnframt
að á kjörseðli yrði eftirfarandi texti
fyrir ofan nöfn frambjóðenda á R-
lista: „R. Listi borinn fram af Al-
þýðubandalagi, Alþýðuflokki,
Framsóknarflokki og Kvennalista."
IV.
Fyrir borgarstjómarkosningarn-
ar 1998 ákváðu sömu aðilar og stóðu
að Reykjavíkurlistanum fyrir borg-
arstjórnarkosningarnar 1994 að
standa sameiginlega að prófkjöri á
sameiginlegan framboðslista fyrir
borgarstjórnarkosningarnar 1998
samkvæmt reglum sem aðilar komu
sér fyrirfram saman um. I prófkjör-
inu var sjö efstu sætunum skipt á
milli flokkanna fjögurra. Attunda
og níunda sætinu var ráðstafað með
sérstökum hætti samkvæmt sam-
komulagi aðila. Að prófkjöri loknu
var síðan raðað á framboðslistann í
önnur sæti og fullt tillit tekið til
flokkanna fjögurra og óháðra við
röðun í einstök sæti.
Sömu aðilar og stóðu að Reykja-
víkurlistanum 1994 ákváðu jafn-
framt að framlengja samstarfs-
samninginn sem gerður var 25. apr-
fl 1994. Þá urðu þeir sammála um að
veita Regnboganum, stuðningshópi
um Reykjavíkurlistann í Reykjavík,
aðild að fyrri samningi aðila með til-
teknum réttindum og skyldum.
Gengið var frá breytingum og við-
auka við fyrri samning (samþykkt-
ir) fyrir Reykjavíkurlistann, sem
undirritaður var af fulltrúum allra
aðila 30. aprfl 1998. í viðaukanum er
1. gr. fyrri samnings (samþykkta)
breytt og hún orðuð svo:
„Heiti samstarfsins er Samtök
um Reykjavíkurlistann, daglega og
hér á eftir nefnt Reykjavíkurlistinn.
Heiti framboðs samtakanna og list-
ans er Reykjavíkurlistinn. Sótt skal
um listabókstafinn R sem bókstaf
listans í borgarstjórnarkosningun-
um vorið 1998.“
Eldri samningur var með viðauk-
anum framlengdur um kjörtímabilið
1998-2002 og tekið fram í 4. gr. að
efni fyrri samnings frá 25. april
1994 skuli taka til aðila og standa
óbreytt að öðra leyti en því er fram
kemur í viðaukanum.
í bréfi sem fylgdi framboðslista
Reykjavíkurlistans til yfirkjör-
stjórnar dags. 2. maí 1998 , sbr. 21.
gr. sveitarstjórnarlaga nr. 5/1998,
segir m.a.:
„Hér með er lagður fram fram-
boðslisti til borgarstjórnar við sveit-
arstjórnarkosningarnar í Reykja-
vík, sem fram eiga að fara hinn 23.
maí 1998. Hann er borinn fram af
Samtökum um Reykjavíkurlistann,
kennitala 630294-2079, en samtökin
hafa heimili og varnarþing í Reykja-
vík.
Hann ber heitið REYKJA-
VÍKURLISTINN og farið er fram
á listabókstafinn R. Listanum fylgir
samþykki allra frambjóðenda fyrir
því að taka sæti á listanum og skrá
yfir meðmælendur samkvæmt
ákvæðum kosningalaga."
Með bréfi og framboðslista til yf-
irkjörstjórnar fylgdi bæði upphaf-
legur samningur (samþykktir) aðila
frá 25. aprfl 1994 og viðauldnn frá
30. apríl 1998 til skýringar á þvi
hverjir stæðu að framboðinu.
A kjörseðli við borgarstjórnar-
kosningarnar 1998 fyrir ofan nöfn
frambjóðenda á R-lista var eftirfar-
andi texti: „R. Listi borinn fram af
Samtökum um Reykjavíkurlista."
Á fundi borgarmálaráðs Reykja-
víkurlistans hinn 16. júní 1998 var
eftirfarandi yfirlýsing borgarfull-
trúa og varaborgarfulltráa Reykja-
víkurlistans samþykkt:
„Með tilvísun til 2. mgr. 24. gr.
sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998, hef-
ur Reykjavíkurlistinn, en að honum
standa: Kjördæmisráð Alþýðu-
bandalagsfélaganna í Reykjavík,
Fulltráaráð Alþýðuflokksfélaganna
í Reykjavík, Fulltráaráð Framsókn-
arfélaganna í Reykjavík, Kvenna-
listinn í Reykjavík og Regnboginn,
stuðningshópur Reykjavíkurlistans,
samþykkt að ef um forfoll borgar-
fulltrúa til lengri tíma er að ræða,
taki varaborgarfulltrái, frá sömu
stjórnmálasamtökum og sá sem for-
fallast tilheyrir, sæti í borgarstjórn.
Slíkar breytingar, ef til þeirra kem-
ur, munu verða kynntar til borgar-
ráðs - borgarstjórnar.
f öllum öðram tilvikum taka vara-
menn sæti í borgarstjórn í þeirri
röð sem þeir era kosnir."
Framangreind yfirlýsing (sam-
þykkt) mun hafa verið lögð fram á
fundi borgarstjórnar hinn 2. júlí sl. í
samræmi við 2. mgr. 24. gr. sveitar-
stjómarlaga,
V.
í því álitamáli (ef álitamál skyldi
kalla) sem hér er uppi skiptir meg-
inmáli hvernig Samtök um Reykja-
víkurlistann era skilgreind. í ljósi
bæði efnis og orðalags samnings
(samþykkta) þeirra sem að Reykja-
víkurlistanum stóðu 1994 og við-
auka og breytingum við fyrri samn-
ing (samþykktir) 1998 er engum
vafa háð að fjögur sjálfstæð stjóm-
málaöfl (stjómmálaflokkar) stóðu
að framboðinu árið 1994 og einnig
árið 1998, en þá að viðbættum
Regnboganum, sem er félag stuðn-
ingsmanna Reykjavíkurlistans og
rúmar m.a. þá aðila sem standa ut-
an stjórnmálasamtakanna fjögurra.
Stjórnmálasamtökin fjögur hafa
hvert um sig sína stefnu og sitt
skipulag á landsvísu en mynduðu
sameiginlegt tímabundið kosninga-
bandalag bæði í kosningunum 1994
og 1998. Tók fyrra samstarfið sam-
kvæmt ákvæðum upphaflegs samn-
ings aðeins til eins kjörtímabils eða
fjögurra ára og var síðan framlengt
um önnur fjögur ár með viðaukan-
um frá 30. aprfl 1998. Hér er því um
mjög afmarkað, tímabundið og stað-
bundið samstarf að ræða. Samning-
urinn frá 1994 og viðaukinn frá 1998
fylgdu með framboði Reykjavíkur-
listans til yfirkjörstjómar vorið
1998. Hvorki yfirkjörstjórn né
nokkrum öðrum gat því dulist
hverjir stóðu að framboðinu. I ljósi
þessa er fráleitt að líta á Samtök
um Reykjavíkurlista sem sjálfstæð-
25 ÁRA
REYNSLA
ÍSLENSKAR
GÆBA MÚRVÖRUR
Á GÓÐU VERÐI
SÍDANIS72
EÐALPÚSSNING
MARGIR LITIR
!l steinprýði
STANGARHYL 7, SIMI 567 2777
an stjórnmálaflokk eða sjálfstæð
stj órnmálasamtök.
I 1. gr. samningsins frá 25. apríl
1994 kom ekki fram sérstakt heiti
þess samstarfs sem aðilar höfðu
bundist samtökum um að standa
sameiginlega að. Af þessum sökum
þótti yfirkjörstjóm ekki annað fært
vorið 1994 en að auðkenna framboðið
sem framboð stjómmálasamtakanna
fjögurra svo sem fram kom síðar á
kjörseðli, þrátt fyrir beiðni fulltráa
framboðsins um að einungis yrði
notað heitið „Samtök um Reykjavík-
urlista" eða „Reykjavíkurlistinn".
Með tilliti til þessa gerðu aðilar með
viðaukanum hinn 30. aprfl 1998
breytingu á nefndri 1. gr. fyrri
samnings aðila. í breytingunni kem-
ur fram að heiti samstarfsins sé
„Samtök um Reykjavíkurlistann",
daglega nefnt Reykjavíkurlistinn, og
að heiti framboðs samtakanna og
listans skuli vera Reykjavíkurlistinn.
Bæði í inngangi samningsins frá
25. apríl 1994 og viðaukanum frá 30.
apríl 1998 er skýrt tekið fram að að-
ilar geri með sér samning og „hafa
ákveðið að bindast samtökum um að
vinna saman að borgarmálum í
Reykjavík og bjóða fram einn sam-
eiginlegan lista í borgarstjómar-
kosningunum“ fyrst 1994 og síðan á
ný 1998. Fram kemur með skýram
hætti heiti „samstarfsins“ eins og
það er orðað. Eftir þessa breytingu
féllst yfirkjörstjóm á að nota heitið
„Samtök um Reykjavíkurlistann"
fyrir framboðið í stað langrar upp-
talningar á þeim aðilum sem að
framboðinu stóðu. Var atkvæðaseðill
m.a. auðkenndur á þann hátt svo
sem að framan er rakið. Á breytingu
þá sem gerð var með viðaukanum
verður því að líta sem minniháttar
formbreytingu sem að öðra leyti
hafði hvorki áhrif á fyrra samstarf
og samning aðila né fyrri stöðu og
eðli Reykjavíkurlistans. Með í huga
það sem rakið er hér að framan er
afar langsótt og reyndar algjörlega
út í hött að líta svo á að með viðauk-
anum hafi verið stofnuð ný stjóm-
málasamtök með formlegum hætti.
Með tilvísun til framangreinds
taka varamenn Reykjavíkurlistans
sæti í borgarstjóm Reykjavíkur
samkvæmt 2. og 3. mgr. 24. gr.
sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998.
Fullt samkomulag er með borgar-
fulltráum og varaborgarfulltráum
listans um hvemig varamenn skulu
taka sæti, sbr. samþykkt fundar
borgarmálaráðs Reykjavíkurlistans
hinn 16. júní 1998 og framlagningu
samþykktarinnar (yfirlýsingarinn-
ar) í borgarstjórn Reykjavíkur 2.
júlí sl., sbr. 2. málslið 2. mgr. 24. gr.
sveitarstjómarlaga. Nefnd 3. mgr.
24. gr. á því ekki við.
Niðurstaða mín er samkvæmt
öllu framangreindu sú að borgar-
fulltrúar Reykjavíkurlistans geti
ótvírætt á grundvelli 2. mgr. 24. gr.
sveitarstjómarlaga komið sér sam-
an um mismunandi röð varamanna
eftir því hver aðalmanna hefur for-
fallast. Þar sem yfirlýsing um slíkt
samkomulag hefur verið lögð fram í
borgarstjórn Reykjavíkur í sam-
ræmi við 2. málslið 2. mgr. 24. gr.
sveitarstjórnarlaga verður ekki
annað séð en að öll lagaskilyrði séu
uppfyllt í þessu efni. Fullkomlega
eðlilegt og löglegt verður því að
telja samkomulag borgarfulltráa
Reykjavíkurlistans um að 13. maður
á listanum taki sem varamaður sæti
3. aðalmanns listans um stundar-
sakir.
Virðingarfyllst,
Jón Sveinsson, hrl.