Morgunblaðið - 22.07.1998, Side 28
28 MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
Islensku
mörkin
Dagskrár sjónvarpsstöðvanna eru jafn
ólíkar hver annarri og matseðlar
þriggja skyndibitastaða, dagskrá hverr-
ar um sig er eins og margrétta máltíð
á einum slíkum...
Hvernig á að skil-
greina íslenskt
sjónvarp? Á að
gera það út frá
dagskránni sem
send er út eða staðsetningu tækj-
anna sem notuð eru til útsend-
ingar. Sé fyrri viðmiðunin notuð
verður fátt um svör, við þeirri
seinni er hægt að segja að til sé
íslenskt sjónvarp, því hér eru
fjórar útsendingarmiðstöðvar
fyrir textað og talsett erlent
sjónvarpsefni.
Umræðan um „Islenska sjón-
varpið" hefur alltaf svo lengi ég
man - og ég man aftur til fyrsta
dags hins „ís-
VIÐHORF
Eftir Hávar
Sigurjónsson
lenska sjón-
varps“ - snúist
um einstaka
dagskrárliði
þetta kvöldið
eða hitt, þennan þáttinn eða hinn
þáttinn. Góður, lélegur, spenn-
andi, leiðinlegur, skemmtilegur
o.s.frv. Pað verður sífellt lengra á
milli þess að talað er um hlutfall
íslensks efnis, gæði þess og inni-
hald, um raunverulega íslenska
dagskrárgerð. Dagskrár sjón-
varpsstöðvanna eru jafn ólíkar
hver annarri og matseðlar
þriggja skyndibitastaða, dagskrá
hverrar um sig er eins og marg-
rétta máltíð á einum slíkum, mis-
munandi heiti, allt eins á bragðið,
veitir magafylli en skilur eftir
samviskubit að hafa ekki frekar
látið eitthvað skárra oní sig. Að
velja rás er álíka flókin ákvörðun
pg að velja sjoppu til að versla í.
Islenskt sjónvarp sker sig ekki
neitt úr öllum gervihnattarásun-
um sem hægt er að ná, nema jú,
bamaefnið er talsett og annað
efni er textað. Það gerir herleg-
heitin að „íslensku sjónvarpi". Og
svo auðvitað fréttirnar... og
íþróttirnar... og... var það eitt-
hvað fleira fyrir þig?
Ef einhver telur að hér sé veg-
ið ómaklega að þeirri viðleitni
sem lítil þjóð hefur uppi til að
styðja við sjálfsvitund sína með
starfrækslu innlendra sjónvarps-
stöðva þá skulum við líta á eftir-
farandi sýnishorn úr dagskrá
þriggja hinna svokölluðu ís-
lensku stöðva (Barnarásin var
ekki tekin með), annars vegar
frá föstudeginum 10. júlí og hins
vegar frá sunnudeginum 19. júlí.
Dagarnir voru valdir af handa-
hófi og aðeins athugað hversu
stór hluti af heildardagskrá
hverrar sjónvarpsstöðvar gæti
mögulega og í sem víðustum
skilningi talist íslenskur. Niður-
staðan er eftirfarandi: Saman-
lagður útsendingartími sjón-
varpsstöðvanna þriggja föstu-
daginn 10. júlí var 31 klukku-
stund og 55 mínútur. Þar af nam
íslenskt efni, þ.m.t. fréttir,
íþróttir, veðurfregnir (jafnvel
auglýsingatímar einsog sjón-
varpskringlan) alls 2 klukku-
stundum og 30 mínútum. Tíminn
skiptist þannig á milli sjónvarps-
stöðvanna að RÚV sendi út á ís-
lensku í eina og hálfa klukku-
stund, Stöð tvö í eina klukku-
stund og Sýn ekkert. Fjölbreytni
þessa íslenska efnis er yfírþyrm-
andi þar sem eru fjórir frétta-
tímar og tveir veðurfregnatímar,
tvær auglýsingakringlur, og
tveir stuttir fréttatengdir þættir,
Þrátt fyrir góðan vilja var ekki
hægt að njóta allrar þessarar
fjölbreytni í íslenskri dagski’á-
gerð þar sem u.þ.b. klukkustund
af efninu var send út á sama
tíma. Það kallast heilbrigð sam-
keppni um áhorf.
Sunnudagurinn 19. júlí var
betri dagur fyrir íslenskt sjón-
varp því þá var samanlagður tími
íslensks efnis 3 klukkustundir og
5 mínútur. Nánari skoðun leiðir í
ljós að fréttir, veður og íþróttir
eru samanlagt 1 klukkustund og
55 mínútur, klukkustundin og tíu
mínúturnar sem upp á vantar
voru helgaðar endursýningu
RÚV á ágætum þætti um Hall-
dór Laxness, sem aftur var sam-
settur úr viðtölum við skáldið
sem öll hafa verið sýnd áður,
einu sinni eða oftar. Sjónvarps-
stöðin Sýn bauð upp á hálftíma
þátt sem bar heitið íslensku
mörkin og undirritaður hélt í ein-
feldni sinni að væri stefnumark-
andi yfirlýsing um hvar draga
ætti íslensku mörkin í dagskrár-
gerð fyrir sjónvarp. Þar er dag-
skrá Sýnar þó kjörinn vettvang-
ur enda eru íslensk mörk stöðv-
arinnar harla skýr nú þegar.
Dagskrá sjónvarpsstöðvanna
er dæmigerð fyrir hinn hvers-
dagslega veruleika sem umlykur
okkur fyrirhafnarlaust, ágengur
og uppáþrengjandi, þrunginn
eftiröpunum af erlendum fyrir-
myndum og leggst yfir okkur í
formi auglýsinga alls staðar,
íþrótta-, barna-, spennu- og
gamanefnis í sjónvarpinu, slúð-
urs í dagblöðunum, blaðurs á
útvarpsstöðvunum, sölumennsk-
unnar í kringum alla hluti,
endalausra „stórsýninga um
helgina“ í bíla-sjónvarps-síma-
húsgagna-heimilistækja-búðun-
um. Neyslan er ekki lengur um-
hugsunarefni heldur veruleikinn
sjálfur, farið er í búðir á sunnu-
dögum með börnin til að skoða
nýjustu tækin og tólin í stað
þess að rölta niður að höfn eða
gefa öndunum á Tjörninni. Ef
auglýstar væru tuttuguogátta-
tommu endur á Tjörninni á
fimmtíuogníuogníu með 99
stöðva minni og sjálfvirkum
stöðvaleitara myndu tólf þús-
undirnar sem alltaf birtast á
hvaða uppákomu sem er - jafn-
vel á opnum degi á BSÍ um árið
- eflaust þramma samviskusam-
lega eftir Tjarnarbakkanum og
sjá endurnar í alveg nýju ljósi;
eitthvað til að kaupa, eitthvað til
að meta sjálfan sig útfrá, eitt-
hvað til að fylla upp í nagandi
tóm síneyslunnar.
Allt er til sölu og ekkert er
nokkurs virði fyrr en það hefur
verið metið til fjár, auglýst og
sett á markað. „Markaðurinn vill
þetta, markaðurinn krefst þess,
kröfur markaðarins eru...“
Manngildi og sjálfsvitund eru
miskunnarlaust látin víkja fyrir
kröfum markaðarins, enda þykja
slík hugtök bera vott um við-
kvæmni og tepruskap og ekki
sæma þeim sem standa í eldlín-
unni og kaupa og selja daglangt
af góðlátlegrl grimmd. í þessu
Ijósi verður hið algjöra sjálfsvit-
undar- og metnaðarleysl „(s-
lensku sjónvarpsstöðvanna" jafn-
vel skiljanlegt því dagskráin mið-
ast við kröfur markaðarins,
SIGRIÐUR STEFANIA
OTTESEN
+ Sigríður Stefan-
ía Ottesen var
fædd í Reykjavík 20.
mars 1906. Hún lést
á Elli- og hjúkrunar-
heimilinu Grund 16.
júlí síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Pálína Jónsdóttir og
norskur maður,
Ottesen að nafni.
Fóstui-foreldrar
Stefaníu voru hjónin
Sigríður Þorsteins-
dóttir og Stefán
Guðmundsson. Hálf-
systkini hennar
sammæðra, Pálsbörn, eru: Guð-
mundur (látinn), Lilja (látin) og
Guðbjörg, ekkja í Reykjavík.
Fóstursystkini hennar, börn Sig-
ríðar og Stefáns, eru: Ágúst (lát-
inn), Málfríður (látin) og Júnía,
ekkja á Akranesi.
Hinn 10. desember 1927 giftist
Stefanía Einari S.
Jósefssyni, stór-
kaupmanni í
Reykjavík. Hann var
fæddur 14. október
1902 í Hausthúsum í
Leiru. Foreldrar
hans voru Gróa
Jónsdóttir og Jósef
Oddsson. Einar and-
aðist í Reykjavík 25.
september 1989.
Stefanía og Einar
bjuggu alla tíð í
Reykjavík. Dætur
þeirra eru: Erla, f.
28. júlí 1932, Sigríð-
ur Gróa, f. 23. júní 1939, gift
Jóni Þórhallssyni, og Þorgerður,
f. 28. janúar 1948. Barnaböm
Stefaníu eru fjögur á lífi, eitt lát-
ið ojg langömmuböm em sjö.
Utför Stefaníu fer fram frá
Dómkirkjunni í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Er ég sest niður til að minnast
hennar Stefaníu móðursystur minn-
ar, eða „Stebbu systur“ eins og
yngsta systir mín kallaði hana
alltaf, verð ég að líta aftur til henn-
ar eigin æskudaga og minnast ann-
arrar konu, umkomulausrar ekkju,
sem þar að auki hafði skömmu áður
fylgt tveimur litlum börnum sínum
til grafar. Þetta var hún amma mín
og móðir hennar Stebbu, sem vegna
ytri aðstæðna þurfti að koma henni
fyrir hjá fósturforeldrum, sem
reyndust henni eins og bestu for-
eldrar og gáfu henni það sem hún
amma mín gat ekki.
Ég man fyrst hana móðursystur
mína er ég var smábam. Hún, þessi
glæsilega, failega kona, var komin
til okkar í sveitina með sína fram-
andlegu kaupstaðarlykt, sem ilmaði
lengi lengi eftir að hún var horfin á
braut. Það var eins og álfkonan úr
ævintýrinu hefði staldrað við.
Eftir því sem árin liðu og fjöl-
skylda mín fluttist nær höfuðborg-
inni urðu samskiptin tíðari við
frænku og hennar einstaka eigin-
mann, Einar, sem lífgaði upp tilver-
una með sínum mikla og smitandi
húmor.
Fyrsta heimsóknin á Ásvallagöt-
una er enn greypt í huga minn.
Hvað allt var þar fágað og fínt, hús-
bændumir svo virðulegir að það var
sem ævintýrahöll opnaðist fyiár aug-
um bamsins. Maður fékk stjömur í
augun og þorði varla að anda.
Reyndar man ég ekki eftir þeim
öðmvísi en sem glæstum gestum
hvort sem þau skrappu á Skagann á
leið sinni í veiðiferð eða þegar öðru-
vísi stóð á, alltaf jafn virðuleg, hlý
og elskuleg. En lífið er ekki alltaf
dans á rósum þrátt fyrir auðlegð og
hamingju á tímanlega vísu. Það
fékk hún frænka mín að reyna. Fyr-
ir miðjan aldur fór að bera á veik-
indum hjá henni svo að oft var hún
rúmliggjandi. Þá sýndi hennar góði
Einar hvað í honum bjó. Hann bók-
staflega bar hana á höndum sér.
Ein af systram mínum, þá 16 ára
gömul, var kölluð til hjálpar við hús-
verkin um tíma hjá þeim hjónum.
Með þeim frænkum tókst sú vinátta
og sá trúnaður sem varað hefur til
leiðarloka. Þetta segir meira en
mörg orð um hvern innri mann
frænka mín hafði að geyma.
Hún Stebba frænka var ákaflega
dul og flíkaði ekki tilfinningum sín-
um. Hún virkaði svolítið fráhrind-
andi á stundum, en að því leyti var
hún lík henni móður sinni, því henni
bjó gullhjarta í barmi.
Þegar svo áföllin dundu yfir hana
með stuttu millibili stóð hún keik
HALLDÓR GUNNAR
PÁLSSON
+ Halldór Gunnar
Pálsson fæddist
í Reykjavík 25. júní
1916. Hann lést á
Sólvangi í Hafnar-
firði 12. júlí síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Kristín
Kristmundsdóttir, f.
10.12. 1889 á Út-
skálahamri í Kjós,
d. 27.11. 1971, og
Páll Jónsson, starfs-
maður Landhelgis-
gæslunnar, f. 19.8.
1880, d. 31.10. 1953.
Halldór Gunnar var
elstur Qögurra systkina. Hin
voru Axel, Egill og Ragnheiður,
öll látin.
Halldór eignaðist barn með
Gíslínu Bergþóru Valdimarsdótt-
ur, f. 10.8.1918, Garðar Val Hall-
Nú er minn elskulegi afi horfinn
úr þessum heimi. Undanfarin ár var
hann búinn að vera á Sólvangi en
annars hafði hann búið í Reykjavík
alla sína tíð. Hann ætlaði sér aldrei
að flytja til Hafnarfjarðar, en þó fór
svo að lokum og dó hann þar. Oft
var rígur á milli okkar þar sem
hann var innfœddur Reykvlkingur
og óg aftur á móti innfæddur Hafn-
firðingur, en þessi rígur byggðist
upp á stríðni á báða bóga.
Afl minn var mór alltaf mjög kær
og á óg margar góðar og fallegar
dórsson, f. 3.2. 1938,
kvæntur Huldu
Magnúsdóttur. Böm
þeirra: Bergþóra
Ása, Sigurlaug Guð-
rún og Halldóra.
Bam með Helgu Jó-
hannesdóttur, f.
17.1. 1912, d. 16.10.
1987, Jóhanna Guð-
rún Halldórsdóttir, f.
22.4. 1940, gift Garð-
ari Steindórssyni.
Böm þeirra: Rristín,
Bryndís og Áslaug.
Bamabamaböm
hans em 13.
Halldór Gunnar starfaði
lengst af hjá Malbikunarstöð
Reykjavikurborgar.
Utför Halldórs Gunnars hef-
ur farið fram í kyrrþey að ósk
hins látna.
minningar um hann. Alltaf fyrir jól-
in þegar ég var lítil fór ég með
strætó frá Hafnarfirði til Reykja-
víkur til þess að hitta hann. Þá
eyddum við heilum degi saman og
þrömmuðum milli bókabúða og
keyptum bækur. Einnig er mér
minnisstæð skírn yngsta sonar míns
því þar fókk afi minn alnafna sem
kemur til með að minna mann á og
halda nafninu hans iifandi,
Afl minn var maður sem aldrei
mátti taka myndir af, en þegar ég
bað hann um að koma með ( skírn-
sem fyrr, brosti við okkur, en sorg
var í augum hennar.
Góð kona hefur kvatt eftir langa
göngu. Ég vil þakka henni fyrir mig
og veit að ég mun vitna í hana eins
og ég hef vitnað oft í hana ömmu
mína í gegnum tíðina.
Farðu í friði, kæra frænka.
Samúðarkveðjur til allra ættingj-
anna frá okkur Birni.
Sjöfn.
Við Stefanía kynntumst þegar við
Einar yngri fórum að vera saman
fyrir um átján árum. Einar ólst upp
á Ásvallagötunni hjá þeim Erlu
frænku, Einari afa sínum og Stefan-
íu ömmu sinni. Með okkur Stefaníu
tókust strax góð kynni og þurftum
við oft engin orð eða tilburði til að
vita hvað hin var að hugsa. Stefanía
var dálítið einræn og dul á tilfinn-
ingar sínar. Hún mátti reyna margt
á langri lífsleið, en kaus frekar að
horfa fram á veginn og minnast
þess skemmtilega sem hún hafði
upplifað. Hún var vel gefin og vönd-
uð manneskja sem gott var að leita
til og heimsækja.
Stefanía hafði mikinn húmor og
naut þess að gantast og gleðjast.
Hún var mjög trúuð og tók virkan
þátt í safnaðarstarfi Dómkirkjunnar
sem var ómissandi þáttur í lífi henn-
ar. En það er ekki hægt að minnast
Stefaníu án þess að minnast Einars
eldri því samhentari og ástfangnari
hjón er ekki hægt að hugsa sér. í
öllu sem þau tóku sér fyrir hendur
vora þau sem einn maður. Fallegt
heimili þeirra var öllum opið og
nutu þau þess að taka á móti gest-
um. Þau voru glæsileg hjón sem
létu aldurinn aldrei aftra sér frá þvi
að njóta lífsins og það var eins og
þau yrðu aldrei gömul. Það var gott
að vita til þess að þau fylgdust með
okkur Einari og vöktu yfir okkur til
að byrja með, svona eins og til að
tryggja það að við hlúðum að því
sem mikilvægast er í hjónabandinu.
Til skamms tíma naut Stefanía
góðrar heilsu og gat farið í kirkju,
leikhús og ferðast um landið með
Erlu. En nú síðasta árið náði ellin
yfirhöndinni og þó Stefanía hafi ef-
laust orðið hvfldinni fegin munum
við sakna hennar sárt því hún skip-
aði svo stóran sess í lífi okkar Ein-
ars og krakkanna. Um leið og við
syrgjum hana getum við ekki annað
en samglaðst henni að vera nú aftur
komin í faðm Einars, sem hún hefur
saknað svo mjög.
Rúna.
armyndatöku nafna hans sló hann
til og sat með hann í fanginu ríg-
montinn. Þessar myndir þykir mér
ofsalega vænt um. Minningarnar
eru ótal margar og þær geymi ég í
hjarta mínu svo lengi sem ég lifi.
Ég var svo heppin að fá að eyða
með honum dágóðri stund á föstu-
degi tveimur dögum áður en hann
kvaddi okkur fyrir fullt og allt.
Þennan dag lék hann á als oddi og
reitti af sér brandara. Nóttina eftir
dró veralega af honum og næsta
morgun var hann vart með meðvit-
und. I þau fáu skipti sem hann
rankaði við sér gerði hann að gamni
sínu og virtist ekki líða illa. Fyrir
það er ég óskaplega þakklát.
Ég var hjá honum allt þar til
hann skildi við sunnudagskvöldið
12. júlí og ríkti mikil ró og mikill
friður yfir honum þegar hann var
allur. Það er svo skrítið að undir
niðri er maður búinn að eiga von á
þessu, en aldrei er maður tilbúinn
þegar kallið kemur, að sleppa hend-
inni af þeim sem manni þykir hvað
vænst um.
Ég vil nota tækifærið og þakka
starfsfólkinu á Sólvangi sem hugs-
aði um hann síðustu dagana fyrir
það hversu natið og yndislegt það
var við hann. Þið eigið heiður skilið.
Elsku afl minn, óg kveð þig hór í
slðasta sinn, Þakka þér fyrir allar
samverustundirnar. Guð geymi þig.
Leiddu mina litlu hendi,
Udfl Jesú, þér ég sendi,
Bsm frá mínu brjóstl sjáðu,
blíði Jeaú, uð mér gáðu.
Þin
Áslaug.